Morgunblaðið - 07.02.1998, Page 31

Morgunblaðið - 07.02.1998, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 31 Morgunblaðið/Ásdís Forsætisráðuneytið , sem hefur haft aðsetur að Sölvhólsgötu 4 frá því í apr- íl síðastliðnum, er nú aftur flutt inn í Stjórnarráðið, þar sem öll aðstaða er orðin mun betri en áður. Þetta reisulega hvíta hús í túnfæti Arnarhóls er elsta steinhúsið í Reykjavík og var upphaflega tukt- hús. Það var reist á árunum 1761- 1771 og er talið að Georg David Ant- hon, konunglegur húsameistari, hafi teiknað húsið. Var það notað óbreytt sem slíkt allt til ársins 1913, en þá voru allir tukthúslimirnir látnir laus- ir vegna matarskorts í landinu, sem kom hart niður á fóngum. Ef veggirnir gætu talað, myndu þeir sjálfsagt geta sagt okkur ýmislegt um lífið innan þeirra, þar hafa ráðist örlög einstaklinga - og einnig þjóðar- innar allrar. Árið 1820 var húsinu gefið öllu virðulegra hlutverk, þegar það var gert að aðsetri stiftamtmanns og kallað Kóngsgarður eða Konungs- garður. Höfðu þá verið gerðar mikl- ar endurbætur á húsinu í samræmi við hið nýja hlutverk og endurbæt- urnar nú taka reyndar að verulegu leyti mið af ástandi hússins árið 1820. Frá árinu 1873 varð húsið að- setur landshöfðingja, 1904 varð það aðsetur ríkisstjórnar Islands og hef- ur síðan gengið undir nafninu Stjómarráðshús. Smám saman þrengdist um starfsemina eftir því sem ráðuneytum fjölgaði og 1939 var farið að flytja ráðuneyti í Arnarhvál. Stjórnarráðið hefur á síðustu árum hýst forsætisráðuneytið og skrifstofu forseta Islands en hún flutti þaðan að Sóleyjargötu 1 sumarið 1996. Kostnaður meiri en upphaflega áætlað Stjómarráðshúsið hefur á úndan- fornum mánuðum verið tekið í gegn hátt og lágt, auk þess sem þar hafa verið gerðar fomleifa- og byggingar- sögurannsóknir. Ástand hússins var mun verra en ætlað var og kostnaður því meiri en ráð var fyrir gert í upp- hafi. Þannig kostaði t.d. margfalt meira að styrkja burðarvirki hússins en áætlað var, eða alls um 11 milljón- ir króna. Framkvæmdakostnaður varð á endanum samtals 87 milljónir króna og auk þess var keyptur nýr búnaður í húsið fyrir rúmar 12 miilj- ónir, en stór hluti hans er íslensk sér- smíði unnin eftir íslenskri hönnun. Jafnvel þó að nútímaleg hagkvæmn- issjónarmið hafi ráðið mörgu í hönn- uninni bera nýjar innréttingar í meg- inatriðum svipmót fyrri tima og end- urspegla mat hönnuða á sjónarmið- um húsverndar, en húsið er alfriðað. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á húsinu að utan í tímans rás voru látnar halda sér. Auk þess voru settir skorsteinar á mæni hússins og þeir klæddir samskonar steinhellum og sjá má á gömlum ljósmyndum af húsinu frá seinni hluta 19. aldar. Stiginn færður úr anddyri Innanhúss hafa verið gerðar tölu- verðar breytingar. Sú sem fyrst blas- ir við þegar gengið er inn í húsið er að stiginn upp á efri hæðina er ekki lengur í anddyrinu, heldur nokkru innar, norðaustanmegin í bygging- unni. Er sú breyting gerð vegna þess hve anddyrið var þröngt og einnig af öryggisástæðum. Gluggar á neðri hæð voru endur- nýjaðir og einnig voru gluggar á efri hæðinni lagfærðir. Á gólfbita beggja hæða voru lögð ný plankagólf úr eik- arborðum og gólf í anddyri eru kiædd kalksteini frá Eylandi í Sví- þjóð. Þá voru smíðaðir nýir innvegg- ir á báðum hæðum sem uppfylla kröfur til hljóð- og brunavarna. Þeir eru úr timburstoðum, fylltir stein- ullareinangrun og klæddir með gifspússningu eða gifsplötum. Loft eru einnig einangrað og gifsklædd og settir kverklistar við loft. Brjóst- panill er á veggjum með ramma úr funi og eru spjöld úr grenikrossviði en ofan við brjóstpanil er í fjórum herbergjum veggfóðrað á panil. Við gerð nýrra veggklæðninga var tekið mið af leifum klæðninga frá 1820, sem fundust við byggingarannsóknir og í einu herberginu eru klæðningar frá þeim tíma endumýjaðar. Þá hefur tæknimálum í húsinu verið komið í gott horf með nýjum lögnum og raflögnum og lampar á neðri hæð eru að mestu nýir. Loft- ræstiklefi var útbúinn í suðurenda rishæðarinnar og eru fundaherbergi ríkisstjórnar og forsætisráðherra nú með vélrænni loftræstingu. Húsgögn eru að mestu ný á neðri hæð hússins en á efri hæð þau sömu og áður. Veggi Stjórnarráðsins prýða mál- verk og ljósmyndir af nokkrum fyrr- verandi forsætisráðherrum, ljós- myndir af ríkisráðsfundum og fjöldi málverka eftir íslenska listamenn, þau síðastnefndu í eigu Listasafns Islands. lega eftir slagsmál, hann er fullvax- inn, svartur og hvítur. Ég rýk út að ná í hann en þá er þetta kettlingur, ég ber hann inn og þá er pabbi bú- inn að taka ofan gleraugun. Ég hugsa með mér að hann hljóti að vera stoltur með mig sem er svo góð við dýr. Ég kalla í vinkonu systur minnar að hjálpa mér að sótthreinsa sárið. Ráðning Þarna ertu að skoða sjálfa þig og líf þitt. Fyrri hlutinn er sýn á æsku þína þar sem allt var gott (þið að spila og svo á að syngja), þótt sumt væri falið (sólgleraugun). Seinni hlutinn er nú, þegar líf þitt er ekki eins og þú vilt það. Kettlingurinn slasaði bendir til úlfúðar milli þín og annarra sem þú reynir að bæta (gera að sárum kettlingsins). En draumar 3, 4 og 5 segja að málin versni og geti endað með slitum. Táknin eru öll erfið, rykið á hjart- anu, hláturinn, býflugurnar og blóðið. Þessir draumar tjá þínar til- finningar beint en koma ekki með neinar lausnir, þeir eru frekar hjálp við að skilja aðstæður og innri óróa, svo má kanna farsæla lausn. • Þeir lesendur sem viljn fá drauma sfna birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafír Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjaví C 11 D TF* Cf 131 I"* UP K wm W% MENNING - LISTIR 1. Ilverjir hlutu íslensku bók- menntaverðlaunin fyrir árið 1997? 2. Sinfóníuhljómsveit íslands og sænski seilóleikarinn Thorleif Thedéen fluttu verk eftir tón- skáid vetrarins hjá hljómsveit- inni á tónieikum í Háskólabioi sl. fimmtudagskvöld. Hvað heit- ir tónskáldið? 3. Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi í vikunni gamanleik eftir Bandaríkjamanninn Nicky Sil- ver. Hvað heitir verkið? SAGA 4. Hver var Erasmus frá Rotter dam? 5. Hver var yfirhershöfðingi herja Bandamanna í Evrópu 1943-45? 6. Hvers son var Eiríkur blóðöx og hver var drottning hans? LANDAFRÆÐI 7. Hvað heitir kauptúnið sem stendur við Reyðarfjörð? 8. I hvaða héraði á Spáni er Costa del Sol? 9. Hvar er Casablanca? Hvar er Casablanca? 16. Hvað heitir kaupstaðurinn á myndinni? ÍÞRÓTTIR 10. Vala Flosadóttir bætti í- slands- og Norðurlandamet sitt í stangarstökki á móti í Svíþjóð um síðustu helgi. Hve hátt stökk hún? 11. Yngsti landsliðsmaður En- glands í knattspymu á þessari öld var einn þeirra leikmanna Manchester United sem létust í flugslysinu í Múnchen fyinr rétt- um 40 árum, 6. febrúar 1958. Hvað hét leikmaðurinn? 12. Broddi Kristjánsson varð ís- landsmeistari í einliðaleik og tví- liðaleik í badminton um síðustu helgi. Hann vann fyrstu íslands- meistaratitla sína 1980, þá líka í einliða- og tvíliðaleik. Til hve margra íslandsmeistaratitla hefur Broddi unnið gegnum ár- in? ÝMISLEGT 13. Hvað merkir andante? 14. Hvar var hraðbankinn, sem stoiið var í Reyiyavík nýverið? 15. í hvaða stjórnmálafiokki er Bill Clinton Bandaríkjaforseti og hvenær var hann fyrst kjörinn forseti? HjABsnH '91. ee6l JBnuBl U lUæqoiB e|A >(Oi U9 ‘3661 liesJO) uuuol>( isjA) jba 6o BiBJ>|9Ujap |>(>(Ou Jn je uoiuno |I!S 'S) 'spuB|sj E|9>(S?MBJeuu9x uAppue j >1 B9BJi|n6uo6 ujnu)o[ qbui ‘DBjqiBQeuj j|>|J9uj '|>(J9au9) i meqBijBX 6o næuuuAjBQBjq je 9)uepuv '£) 'B|i!)BJB)S|eujspuB|Sj Qiuun jnjeq uubh '31 spjBAApg ueouna •)) 'BJieui 93‘t> '0) '9>(>|OjeiAj-AN I 6joqjeu)eq je eouBiqeseo '6 '|UQdg-jnQns B n|sr\|epuv '8 'uAejBQng 7 'sueq 6u|U))Ojp jba jnpnquuno 'BJÖepQq spibjbh jnuos jba xoQ9iq jrogjg '9 'euuelHuepueg nesjo) jbqis ‘JSAAoquesg 'O )q6|AAa 'S 'JBuueq |6u|ujO|>( u6e6 )S|Qjeq ue 'jBuunl>|J!>( ubuui JBipqQis jnQBius|B) 60 BiusiuBujnq ujnuuouis|6!AJO) jb uu|9 ‘jn6uiQæj)Qn6 60 jn6ui>|9dsuj!eq jn>|su9||oq jba (9ES1-69H) snuiepojeiog snuisejg snuepisea 't? 'uinsnd 1 uueui jipeg ‘8 'uossuuu6|ieH !Q!I)BH 'Z 'ipui.q bjsjAj 'jBuossixipeueg SJBug n6os|Aæ ju^ uossxuQjy upfQno 60 jeuun>(sujeq u6euj|np 60 jiqquj 60 jiqbj buis n6os|Aæpie>ts juAj uossöjeg jnéjeqQno ' l'JQAg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.