Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 35 Hús málarans og önnur hús AUGLJÓST er að grein mín í Morgun- blaðinu sl. laugardag um framkomu borgar- yfírvalda við sölu Englaborgar hefur komið illa við kaunin á borgarstjóra. Um það vitnar svargrein 5. febr. sl. Ekki er hægt að segja að skrif borg- arstjórans endurspegli mikið dálæti á stað- reyndum og þaðan af síður skilning á menn- ingarverðmætum. Enn sem fyrr er stutt í yfir- lætið. Borgarstjóri fer frjálslega með, víkur sér undan og hallar réttu máli. Varðandi sölu á Englaborg skrif- ar borgarstjóri að seljendur hafi haft um tvo kosti að velja og valið þann kaupandann sem hærra verð- ið bauð. Borginni hafi verið tjáð á síðustu stundu, að nýr kaupandi væri kominn til og borgin yrði að hækka verð sitt verulega, en verða af kaupunum ella. Þetta er ekki rétt. Tilboð borgarinnar var háð því skilyrði að listamannaíbúð í eigu borgarinnar væri tekin upp í kaupin. Seljendum var ekki gefinn kostur á samningi á öðrum for- sendum, eins og hugur þeirra stóð sannarlega til. Engin þörf var á yf- irboði. Munurinn á tilboðunum fólst í tilhögun á greiðslunni fyrir húsið, ekki í hærra verði. Hroki borgaryfirvalda I tilboði borgarinnar var gert ráð fyrir að íbúð á Engjateigi gengi upp í kaupin og var hún metin á 10,5 milljónir króna. Seljendur töldu það of hátt mat miðað við ástand eignarinnar og almennt markaðsverð. Spyi’ja má hvers vegna borgin seldi ekki sjálf þessa íbúð, úr því verðið var álitið raun- hæft, í stað þess að gera hana að hluta af viðskiptum við aðila, sem hafði ekkert við hana að gera. I grein sinni segir borgarstjóri að íbúðin hafi verið keypt af borg- inni meðan sjálfstæðismenn voru í meirihluta, árið 1991, á 14 milljónir króna. Þetta er rangt. Listamanna- íbúðin var keypt fyrir 9,4 milljónir króna, en hluti hennar er lítil vinnustofa. Hins vegar er stór vinnu- stofa annars staðar í húsinu, sem einnig er eign borgarinnar. Sú vinnustofa var keypt fyrir 4,6 milljónir króna og átti ekki að ganga með upp í kaup- in á Englaborg. Kjarni málsins er sá, að borgaryfirvöld töldu sig hafa öll ráð selj- enda í hendi sér. Þau gætu með öðrum orð- um stillt þeim upp við vegg. Þetta sést glöggt á því, að daginn eftir söluna, vai- haft samband við selj- endur til að kanna hvort hægt væri að láta kaupin ganga til baka. Það var því ekki verðið, sem stjórnaði viðbrögðum borgarstjóra. Orð borgarstjóra í svargreininni „mér er fullljóst að borgin hafði alla burði til að að yfirbjóða einstak- lingana sem höfðu augastað á hús- inu, en fannst það ekki sanngjarnt" er eftiráskýring. Heiðarleiki seljenda, sem vildu láta borgina vita að hagstæðara til- boð hefði borist, sem fólst í tilhög- un greiðslunnar en ekki verðinu, og gefa henni tækifæri til að kaupa á sömu kjörum, var túlkaður sem sölubrella fasteignasala. Með hlið- sjón af langlundargeði seljenda í meira en tveggja ára samningaum- leitunum, er þessi ályktun afar ósanngjöm, svo ekki sé meira sagt. Húsasöfnun I grein sinni segir borgarstjóri „núverandi borgaryfirvöld ekki hafa áhuga á að safna að sér húsum með ærnum tilkostnaði fyrir skatt- greiðendur, sem litlar eða engar hugmyndir eru um hvernig eigi að nýta.“ Það vekur spurningu um húseign sem borgin keypti fyrir þremur árum að Laufásvegi 43. Þessari eign, sem átti að fara á Ar- bæjarsafn hefur ekkert verið hald- ið við og er hún að drabbast niður. Þegar litið er til þess, gæti maður einmitt haldið að borgarstjóri væri að safna að sér húsum, með ærnum tilkostnaði fyrir skattgreiðendur, sem engar hugmyndir eru um hvernig eigi að nýta. Hinn listelski borgarstjóri minn- ist í grein sinni á Asmundarsal. Það hús var til sölu árið 1995 og þegar það fréttist að tveir lista- menn hefðu gert tilboð í húsið, ákvað borgarstjóri að bjóða betur til að borgin fengi það til eignar. Hvorki vegna byggingarsögulegs Borgaryfírvöld töldu sig hafa öll ráð seljenda í hendi sér, segir Inga Jóna Þórðardóttir. Þau gætu með öðrum orðum stillt þeim upp við vegg. gildis þess né til að nýta það í þágu myndlistar. Nei, borgin yfirbauð einstaklinga, listamenn, til þess að breyta húsinu í leikskóla. Listasafn alþýðu bjargaði borgarstjóra úr þeirri klípu í kjölfar kröftugra mót- mæla bæði almennings og lista- manna. Listamenn í Englaborg á ný Þótt verulegur ávinningur hefði verið fyrir Reykjavíkurborg og samtök listamanna að eignast hús málarans, Englaborg, er ekki síður ánægjulegt að ungir listamenn muni skapa sér þar bústað og starfsaðstöðu rúmum fimmtíu ár- um eftir að Jón Engilberts og Tove kona hans fluttu þangað inn. Þeim fylgir góður hugur og allar bestu óskir. Hér hefur ekki verið mæðst yfir sölunni á Englaborg, þvert á móti. Hins vegar eru vinnubrögð Reykjavíkur og borgarstjóra sjálfs í þessu máli í hæsta máta gagn- rýniverð. Að vanda kýs Ingibjörg borgarstjóri að svara gagnrýni með skætingi. Við því er ekkert að segja. Svo verður hver að fljúga sem hann er fjaðraður. Höfundur er borgarfulltníi Sjálf- stæðisflokksins og situr f menning- armálanefnd. Inga Jóna Þórðardóttir Kosið um sameiningu sveitarfélaga HINN 7. febrúar mun fólk fara á kjör- stað og kjósa um sam- einingu Eyrarbakka- hrepps, Stokkseyrar- hrepps, Sandvíkur- hrepps og Selfossbæj- ar. Sjálf er ég alfarið á móti sameiningu. Bæði á Stokkseyri og Eyrar- bakka er margt í óreiðu fjárhagslega, það er þungum bagga að velta, margir þurfa á fjárstuðningi að halda af ýmsum ástæðum, til dæmis veikindum og ýmsu öðru. Eg get ekki séð fyrir mér að Sel- fossbær sé áfjáður í að laga þennan vanda. Ég vitna í orð konu einnar sem sótti fund á Selfossi, hún sagði: „Hvað höfum við á Selfossi að gera við þessa fornu byggð, Eyrarbakka og Stokkseyri, þar sem allt er í óreiðu?“ og margt fleira. Ég hef grun um og hef heyrt að þeir hafi augastað á hagagöngu fyrir hross, og svo að aðrir sjái sér fært að nýta sandinn úr fjör- unni. Maður veit hvað maður hefur en ekki hvað maður fær ef af sameiningu verður. Við á Eyrarbakka höfum mjög góðan sveitar- stjóra, að minnsta kosti er það mitt álit, og ég hygg að fleiri séu á þeirri skoðun. Það er vandfundinn maður sem kæmi í hans stað. Ég sé engan, því mið- ur. Heyrt hef ég að hann ætli að segja af sér verði ekki sameining. Magnús Karel Hannesson odd- viti okkar er dagfarsprúður, mjög yfirvegaður og ljúfur. Hann er virðingarverður, hvar sem hann hefur þurft að koma opinberlega fram hef ég ávallt verið stolt af framkomu hans, hún hefur ávallt minnt mig á framkomu Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi for- seta. Ef af sameiningu verður þá missa þó nokkrir atvinnu. Það er ekki á það bætandi því margir eru atvinnulausir á Eyrarbakka, og hef ég frá Selfossi að þar séu 147 at- vinnulausir. Ég hef frétt að búið sé að bjóða karlmanni starf við að sjá um íþróttahúsin bæði á Eyrar- Maður veit hvað maður hefur, segir Helga H. Sörensen, en ekki hvað maður fær. bakka og Stokkseyri. Þessi karl- maður býr á Selfossi og er í fastri vinnu þar. Búið er að bjóða það starf hans öðrum sem einnig býr á Selfossi. Mér finnst þetta hneisa, þar sem ekki er búið að kjósa um sameiningu. Höfundur er húsmóðir á Eyrar- ibakka. Helga H. Sörensen Frelsi, frum- kvæði og framfarir! VIÐ höfum mikla þörf fyrir að hafa áhrif á okkar nánasta um- hverfi. Við viljum laga, bæta og breyta. Venju- lega göngum við í það án þess að hika, fram- kvæmum og klárum það sem stefnt var að. A fyrstu árunum er þetta tiltölulega fá- breytt umhverfi en þegar árin verða fleiri flækjast málin, þau verða tæknilegri og betra er að viss verka- skipting ríki í þessu sem öðru og kjörnir ein- staklingar sinni þessum málum íyrir mann. Þeirra hug- myndir fara þá í meginþáttum sam- an við mínar. Barátta byggð á hugmyndum Vaka er eitt þeiiTa félaga sem hefur verið starfsvettvangur margra slíkra einstaklinga. Hópur fólks sem vill vinna að hagsmunum stúdenta í víðu samhengi, til lengri og skemmri tíma. Vaka hefur verið mótvægi við öfgaöfl, barist íyrir borgaralegu lýðræði og trúir að frelsi einstaklingsins til athafna sé grunnforsenda þess að framfarir náist á öllum sviðum. Við viljum frelsi, frumkvæði og framfarir. Fi’umkvæði stúdenta I mörgum veigamiklum hags- munamálum höfum við stúdentar náð góðum árangri. Innan Háskól- ans má nefna stofnun Félagsstofn- unar Stúdenta, byggingu Garða, að- stoðarmannakerfi, Hollvinasamtök, söfnun bóka, aukin áhrif stúdenta í ákvarðanatökum innan Háskólans og fleira og fleira. Við skynjum þeg- ar sóknarfæri gefast, ráðumst í framkvæmdir og byggjum upp. Þetta á ekki síst við þegar stöðnun hefur verið og þær lausnir sem sitj- andi valdhafar hafa beitt eru úreltar, gagns- lausar og afmarkast af þeirra eigin hagsmun- um. Við erum núna í sóknarfæri og viijum nýta það. Við viljum vinna. Ég vil vinna Vaka spilar til að vinna. Vaka vill vinna að hagsmunum stúdenta, spila eftir þeim reglum sem eru við lýði en byggir framfarir ekki á úreltum lausnum. Við viljum blása til sóknar í málefni sem skiptir okkur höfuðmáli og kemur okkur öllum við. Við viljum nýja hugsun og fara aðrar leiðir. Umhverfið okk- Vaka spilar til að vinna, segir Magnús Þór Gylfason. Vaka vill vinna að hagsmunum stúdenta, spila eftir þeim reglum sem eru við lýði en byggir fram- farir ekki á úreltum lausnum. ar tekur örum breytingum og frelsi, frumkvæði og framfarir eru nauð- synlegar forsendur þess að við ná- um að fylgja þeim breytingum eftir og sitjum ekki eftir í viðjum vinstri manna. Ég vil vinna. Ég vil hafa áhrif á mitt nánasta umhverfi og um leið þjóðarinnar allrar. Höfundur skipar fyrsta sæti á lista Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta, til Stúdentaráðs. Magnús Þór Gylfason Námskeið að hef jast Námskeið í postulínsbrúðu- og trémálun (country) spennandi verslun. Mikið úrval aí trévörum, t.d. dagatöl, hillur, skápar, íuglahús, smádót o.fl. Einnig snið og efni í gamaldags- bangsa, silkiblóm, körfur og kransar, frauð, efni, gjafavara, smávara o.fl. Námskeið í postulínsbrúðugerð og trémálun. Ath. Allir sem koma í Föndurhúsið vikuna 9. - 16. febr. setja nafn sitt í pott sem síðan verður dregið úr. 10 heppnir viðskiptavinir fá frítt kvöld- námskeið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.