Morgunblaðið - 07.02.1998, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 43
T ií
' I
*
N .
i
:
;
AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR
Málefni aldraðra
í Kópavogi
MALEFNI aldraðra
hafa í mörg ár verið of-
arlega á baugi en þó
aldrei sem nú. Umræð-
an hefur mest snúist um
heilbrigðu einstakling-
ana en ekki má gleyma
hinum sjúku. Hver eru
þá úrræðin sem hinir
sjúku einstaklingar í
hópi aldraðra geta feng-
ið og ættu að fá?
Félagsmiðstöðvar
aldraðra
Kópavogsbær hefur
staðið framarlega í fé-
lagsaðstöðu fyrir aldr-
aða. Nú þegar eru tvær
félagsmiðstöðvar starf-
ræktar í bænum, önnur í Fannborg
en hin í Gullsmára.
Heimilishjálp
Nauðsynlegt er að hlúa vel að
þessum þætti og hefur það verið
gert hér í Kópavogi. Mikilvægt er
Eg er eindregið þeirr-
ar skoðunar, segir
Haila Halldórsdóttir,
að málefni aldraðra
verði að vera á einni og
sömu hendi.
að gera vel við þá einstaklinga sem
geta verið heima hjá sér með aðstoð
frá heimahjúkrun og heimilishjálp.
Ég tel nauðsynlegt að þessir tveir
þættir séu á sömu hendi en í dag er
heimilishjálpin hjá sveitarfélögun-
um en heimahjúkrunin hjá ríkinu.
Sambýli
Kópavogsbær rekur tvö sambýli
fyrir aldraða sem eru ekki færir um
að vera heima hjá sér, en eru þó ekki
það veikir að þeir þurfi að fara á
Halla
Halldórsdóttir
hjúkrunarheimili. Petta
rekstrarfoi-m hefur gef-
ist vel og full þörf er á
fleiri sambýlum, bæði
íyrir aldraða og fyrir
heilabilaða einstaklinga.
Hefur verið sótt um
leyfi fyiir byggingu
sambýlis til heilbrigðis-
ráðuneytisins en án ár-
angurs. Petta er mjög
bagalegt fyrir þá ein-
staklinga sem þurfa á
því að halda að ég minn-
ist nú ekki á aðstand-
endur þeirra.
Hjúkrunarheimili
Bæjaryfirvöld hafa
mikinn áhuga á að
byggja hjúkrunarheimili í samvinnu
við Skjól og Eir og hefur verið sótt
um leyfi til framkvæmdasjóðs aldr-
aðra sem heilbrigðisráðuneytið sér
um. Leyfi hefur ekki fengist og
kemur það sér illa þar sem mikill
skortui' er á hjúkrunarrými fyrir
aldraða í Kópavogi. Fyrir er eitt
hjúkrunarheimili fyrir aldraða í
Kópavogi, en það er Sunnuhlíð, sem
er sjálfseignarstofnun þannig að
fleiri komast þar að en Kópavogs-
búar þótt þeir séu þar í meirihluta,
en þörf er fyrir fleiri pláss.
Af ofangreindu má vera Ijóst að
þörf er fyrir ýmis úrræði fyrir aldr-
aða hér í Kópavogi. Hendur bæjar-
yfirvalda hafa verið töluvert bundn-
ar þar sem þessi málaflokkur er að
mestu á höndum ríkisins. Ég er ein-
dregið þeirrar skoðunar að málefni
aldraðra verði að vera á einni og
sömu hendi. Tel ég þeim best borgið
hjá sveitarfélögunum en það þýðir
ekki að senda þennan málaflokk til
sveitarfélaganna án meðlags frá
ríkisvaldinu.
Höfundur er forseti bæjarsijómar
Kópavogs og gefur kost á sér í 2.
sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
i Kópavogi.
Atorkumann í
bæjarstjórn
ÞAÐ felst mikil alhliða lífsreynsla
í því að hafa starfað í lögreglunni í
áratugi, enda þar að finna þverskurð
mannlífsins í samfélaginu, bæði með
sínar björtu og skuggamiklu hliðar.
Oft reynir á innri styrk og mann-
dóm í starfi lögreglumannsins, og þá
ekki síður á mannúð, fordómaleysi
og djúpan skilning hans, þegar leysa
Ragnhildur
Bj örgvinsdóttir
á hvers kyns vandamál og taka
ákvarðanir sem e.t.v. varða framtíð
samborgaranna. Lárus Pétur Ragn-
arsson, lögi-egluvarðstjóri, er sá
Lárus Pétur, segír
Ragnhildur Björgvins-
dóttir, er sá maður sem
lengst hefur staðið í
eldlínunni.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfa-
fundi með Reykvíkingum á næstu vikum.
Fundirnir verða sem hér segir:
Fyrsti fundurinn verður haldinn mánudaginn 9. febrúar með íbúum Vesturbæjar,
Miðbæjar og Austurbæjar vestan Snorrabrautar.
Fundarstaður: Ráðhúsið kl. 20.00.
2. fundur verður haldinn mánudaginn 16. febrúar með ibúum íTúnum, Holtum,
Norðurmýri og Hlíðum.
Fundarstaður: Kjarvalsstaðir kl. 20.00.
3. fundur verður haldinn mánudaginn 23. febrúar með íbúum Háaleitis-,
Smáíbúða-, Bústaða-, Fossvogs- og Múlahverfis.
Fundarstaður: Réttarholtsskóli kl. 20.00.
4. fundur verður haldinn mánudaginn 2. mars með íbúum Seljahverfis,
Efra- og Neðra Breiðholts.
Fundarstaður: Gerðuberg kl. 20.00.
5. fundur verður haldinn mánudaginn 9. mars með íbúum Laugarness-,
Lækja-,Teiga-, Langholts-, Sunda-, Heima- og Vogahverfis ásamt Skeifunni.
Fimdarstaður: Langholtsskóli kl. 20.00.
6. fundur verður haldinn mánudaginn 16. mars með íbúum í Árbæjar-,
Ártúnsholts- og Seláshverfi.
Fundarstaður: Ársel kl. 20.00.
7. fundur verður haidinn mánudaginn 23. mars með íbúum Grafarvogshverfa.
Hamra-, Folda-, Húsa-, Rima-, Borga-, Vikur- og Engjahverfi.
Fundarstaður: Fjörgyn kl. 20.00.
8. fundur verður haldinn mánudaginn 30. mars kl. 20.00 með ungu fólki í
Ráðhúsi Reykjavíkur.
Fundarefni: Framtíðarborgin Reykjavík.
Á fundunum mun borgarstjóri m.a. kynna áætlanir og framkvæmdir í hverfunum.
Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og
embættismanna borgarinnar. Sýndar verða teikningar og myndir af fyrirhuguðum
framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni.
Sjá hverfafundi á heimasíðu Reykjavíkurborgar: WWW.raykjavik.iS
Allir velkomnir.
Skrifstofa borgarstjóra.
Höfundur er húsmóðir.
maður sem hvað lengst hefur staðið
í eldlínunni í Kópavogsbæ og sýnt
þar með störfum sínum að hann er
drengur góður.
119.000
TM - HU
Síöumúla 30 -Stmi
568 6822
Opið virka daga 9-18
Laugardaga 10-16
Sunnudaga 14-16