Morgunblaðið - 07.02.1998, Side 50

Morgunblaðið - 07.02.1998, Side 50
50 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Eiríkur Bjarna- son fæddist á Hleinmiskeiði á Skeiðum 22. febrú- ar 1907. Hann Iést 2. febrúar sfðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Bjami Þorsteinsson smið- ur og bóndi á Hlemmiskeiði, frá Reykjum, og kona hans Ingveldur Jónsdóttir frá Vorsabæ, og voru þau talsvert mikið skyld af Fjalls- og Reykjaætt. Börn þeirra Hlemmiskeiðishjóna, Bjarna og Ingveldar, urðu ellefu sem komust upp, sjö synir, þeir Þor- steinn, Jón, og Eiríkur, búsettir á Selfossi og Guðmundur, Valdimar, Sigurður og Ingólf- ur, allir um lengri eða skemmri tíma bændur á Skeiðum, og systurnar fjórar, þær Helga, Margrét og Þórdís, húsfreyjur í Reykjavík og Ingigerður á Skeiðum. Árið 1934 kvæntist hann heitkonu sinni, Jónínu Guð- mundsdóttur, sem ólst að mestu upp í Skeiðháholti á heimili Bjarna og Guðlaugar og Jóns og Jóhönnu. Þau stofnuðu heimili í svonefndum Gríms- stöðum á Selfossi og bjuggu þar i 12 ár, þangað til að þau byggðu íbúðarhúsið á Reyni- völlum 9, sem þau hafa búið í Ég hef átt langt og gott samstarf við Eirík Bjarnason eða allt frá því að ég flutti að Selfossi fyrir rúmum fímmtíu og tveimur árum, en þar af bjuggum við hlið við hlið í fjörutíu og sjö ár sitt hvoru megin við göt- una. Á öllum þessum árum rekur mig ekki minni tO eins einasta ágreinings eða erfiðleika af nokkru tagi, en aftur á móti greiðasemi og velvild við ótal tækifæri og vaxandi hjálpsemi og vináttu. Kunnings- skapur okkar varð því mikill og góður og er nú erfítt að kveðjast. Eg vil þó leitast við að minnast hans með fáeinum minningarorðum um heilbrigt og jákvætt lífsform hans, sem hann tileinkaði sér allt -sitt líf. Eiríkur ólst upp í stórum systk- inahópi á miklu myndarheimili, gekk í farskóla stutt frá heimilinu við sæmilegar aðstæður, vandist snemma við að þurfa að taka að sér ýms heimilisstörf, eftir því sem þroski og geta leyfði, en vafalaust má telja verklega leiðsögn við öll störf bæði í útiverkum og einnig í bænum hafi verið alveg í fremstu röð. Sveitin er óvenju þéttbyggð og jarðimar fremur landlitlar, slægjur voru taldar fremur rýrar, afréttur alltof lítill og því aðalvandinn hve hagþröngt var á Skeiðunum og reið því mikið á að fara vel með hey og haga og eiga búfé, sem gæfí góðan arð með skynsamlegri fóðrun og landnýtingu. Eiríkur ólst því upp við ná- kvæmni í fóðrun og vökula ræktun- arstefnu, og það var ekki lítil hvöt fyrir dreng eins og hann að íylgjast með áveituframkvæmdunum á Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 síðan eða í full 50 ár. Þeim varð þriggja bama auð- ið. Þau eru: Inga, flugfreyja, fædd 1936, í sambúð með Kristjáni Jóhann- essyni og á eina dóttur, Berthu, sem vinnur við þjúkrun og er gift Tryggva Karli Magnússyni og eiga þau þijú böra, þá fæddist þeim 1942 dóttir, Guð- rún Áslaug, skrif- stofústúlka í MBF, gift Kristjáni Jónssyni og eiga þau þijú böra og fímm baraaböm og loks fæddist þeim sonurinn Guð- mundur 1946 og er hann mjólk- urfræðingur, kvæntur Guð- finnu Ólafsdóttur og eiga þau tvö börn. Eiríkur ólst upp í föðurgarði, en fór fljótt að stunda ýmsa vinnu utan heimilisins og var m.a. þijár vertíðir suður með sjó. Hann fékk tækifæri til að dvelja tvo vetur við nám við héraðsskólann á Laugarvatni. Þegar hann fór alfarinn að heiman. Leiðin lá þá á Selfoss 1932 í vinnu hjá Kaupfélagi Ár- nesinga við margvísleg störf, mest við vöruafgreiðslu. titför Eiríks fer fram frá frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Skeiðin, sem voru að komast í gagn- ið árið sem hann fermdist. Með áveitunni óx og batnaði heyfallið á engjunum til mikilla muna, þó að það yrði ekki framtíðarúrræði, sem yrðu látin duga, en áveitan verkaði eins og vítamínsprauta eða byr í seglin og það sem enginn má án vera, bjartsýnin dafnaði og vongleði fyllti brjóst ungra og efnilegra drengja. Ég man að Eiríkur sagði mér frá fermingarundirbúningi sínum, sem þá var sameiginlegur í öllum sókn- unum, sem sr. Ólafur Briem þjónaði í og fór fram á Stóra-Núpi. í barna- hópnum voru m.a. þeir Gísli Gests- son á Hæli og Sigurður Ágústsson í Birtingaholti og Eiríkur, sem var mjög söngelskur, hreifst mikið þeg- ar Sigurður spilaði þama á kirkju- orgelið og þau börnin fengu að syngja með. Eiríkur var stoltur af því að hon- um var trúað fyrir því um tvítugt að taka að sér starf eftirlitsmanns nautgriparæktarfélagsins, og veit ég að fyrir hann var það nokkurs virði, þar sem þetta traust, sem honum var sýnt svo ungum, jók sjálfstraust hans. En svo fékk hann að fara tvo vetur á héraðsskólann á Laugarvatni og við það opnaðist honum stærri sjóndeildarhringur og þar voru hnýtt vináttubönd sem héldu langa ævi og gáfu styrk og þor. Að lokinni dvölinni á héraðs- skólanum fékk Eiríkur vinnu í Kaupfélagi Árnesinga og hlaut þar skjótan starfsframa og var m.a. trú- að fyrir því að vera yfirmaður í pakldiúsi félagsins. En Eiríkur var samt ekki ánægður, því að hans hugðarefni lágu öll í átt að bónda- starfinu, að ræktun jarðargróða og að hlynna að búfé og örva afurða- getu þess. Hann byrjaði eftir nokkurra ára dvöl á Selfossi með búfjárhald í smáum stíl, tvær kýr og talsvert af varphænsnum í byrjun og árið 1942 var hann einn af þeim 10 Selfyss- ingum, sem keyptu Árbæ í Ölfusi og síðan keypti hann tvo tiundu hluta af Árbæ til viðbótar og átti þá orðið nærri þriðja hluta Árbæjar og þar með nytjagóða bújörð, sem hann nytjaði héðan frá Selfossi og hafði fullorðið fólk sér til hjálpar við búskapinn um allmörg ár á meðan búið hans var stærst. Þessi búskaparumsvif voru það mikil að hann sagði lausu starfi sínu í Kaupfélaginu árið 1952 en mjólk- urkýrnar hafði hann hér við Reyni- velli til ársins 1964, venjulegast 8 að tölu og til viðbótar eitthvað af kálf- um, 2-3 hesta, 50 kindur og um 500 hænsni. Hann hafði einnig lengst af rúmar 200 kindur á Árbæ og fáein hross en hann hætti með kýrnar ár- ið 1964 og við allan búskap árið 1991, þá áttatíu og þriggja ára og hafði alla tíð haft mjög gott gagn af öllum sínum skepnum, enda annað- ist hann þær af nærfæmi og um- hyggju en gerði kröfu í staðinn um skil á góðum afurðum. Báðir aðilar trúi ég að hafí staðið við samninga, enda ríkti virkileg búsæld í búi Ei- ríks Bjamasonar, bóndans sem var fæddur til að reka arðgæfan bú- skap. Eiríkur hefur alla tíð verið góður borgari hér á Selfossi og með meðfæddri greiðasemi sinni og lag- virkni vann hann að ýmsum vanda- sömum verkum ámm saman eins og forðagæslu, fæðingarhjálp, að- stoð við garðyrkju og margt fleira, sem of langt mál væri upp að telja. Þá tók Eiríkur að sér mikið trúnað- arstarf um tuttugu ára skeið, en það var að vera réttarstjóri í slátur- húsi SS hér á Selfossi. Við það starf nýttist vel meðfædd sterk athyglis- gáfa hans og nærfæmi við skepnur. Eiríkur átti alltaf gott búfé, af- urðasamar og mjólkurlagnar kýr og lengst af átti hann góð hross og að minnsta kosti eina gæðingshryssu. Hann lærði það í æsku að taka þátt í ræktunarstarfi búfjárræktarfélag- anna og því hélt hann eftir að hann fór að reka sitt eigið bú. Hann var ágætlega virkur í þessum félags- skap og átti toppgripi á sýningum, bæði í sauðfjár- og í hrossarækt. Eiríkur var hár maður og grann- ur, fríður sýnum og léttur í hreyf- ingum. Lundin var létt og hann naut sín vel í glöðum hópi jafnaldra og samstarfsmanna. Hann var söngmaður góður eins og hann átti ætt til og söng lengi með Karlakór Selfoss og var þar raddformaður um skeið. Þau Jóna og Eiríkur eignuðust fallegt heimili á Reyni- völlum 9 og þau voru lengi eins og heillavættir okkar sem höfum búið við þessa götu eftir að hún fór að byggjast í stríðslokin. Ég hygg að við öll yngri sem eldri sem höfum dvalið hér á þessum árum hugsum nú þakklátum huga til hennar Jónu og bamanna með þakklæti í huga til hans Eiríks, sem alltaf var til taks til að rétta hjálparhönd ef ein- hver átti í erfiðleikum. Ég og fjölskylda mín þökkum trausta vináttu og skemmtilegt samstarf og sendum Jónu og börn- um hennar og skylduliði innilegar samúðarkveðjur nú við fráfall hans Eiríks og þökk fyrir öll góðu árin, sem við höfum fengið leyfi til að njóta hér saman. Hjalti Gestsson. Hann tengdafaðir minn er látinn, kominn á tíræðisaldurinn þegar hann fékk hvíldina. Ég kemst ekki hjá því að láta hugann reika og upp koma minningar tengdar þeim hjónunum á Reyni, eins og börnin okkar nefndu þau gjaman, ömmu og afa á Reyni en hús þeirra á Reynivöllum 9 á Selfossi hefur ver- ið heimili þeirra í rúma hálfa öld. Þau hjónin Jónína og Eiríkur vora því meðal fyrstu íbúa á Selfossi og húsið þeirra geymir því margar minningar. Þetta er hús með sál, bæði kjallari og háaloft, og þar leyndist ýmislegt sem skemmtilegt var að skoða. Hlutir sem tengjast sögu þeirra og uppvexti barna þeirra. Sannkallað fjölskylduhús. Við mín fyrstu kynni af þeim hjón- um, man ég að mér þótti þau vera nokkuð fullorðin, en það leið ekki á löngu áður en ég var hætt að taka eftir því og með árunum höfum við færst nær hvort öðru. Það hefur alltaf verið gott að koma á Reyni- vellina, aldrei nein armæða og heimilisfólkið alltaf létt í skapi. Sér- staklega fannst mér gaman að ganga um Reynivellina og heim að húsinu númer 9 á sumarkvöldum, þá fannst mér að ég gæti verið stödd á einhverjum „boluevard" úti í löndum, svo mikill var trjágróður- inn. Það var svo notalegt að ganga um í garðinum þeirra og finna lykt- ina af trjánum og finna skjólið. Þannig lögðu fyrstu íbúar Selfoss strax granninn að þeirri miklu trjá- rækt sem bærinn er nú orðinn þekktur fyrir. Ættaðri og alinni upp vestur á fjörðum fannst mér þessi gata og gróðurinn minna mig meira á útlönd en ísland. Hann tengdafaðir minn, alinn upp í sunnlenskri sveit, hefur senni- lega alltaf ætlað sér að verða bóndi og árið 1950, er hann hafði verið starfsmaður Kaupfélags Árnesinga um nokkurt skeið, venti hann kvæði sínu í kross og gerðist sjálfstæður atvinnurekandi, þ.e.a.s. hóf búskap. Inga, elsta dóttirin, hafði miklar áhyggjur af þessu og hélt að nú myndu þau öll svelta. En með nægjusemi og fyrirhyggju gekk bú- skapurinn og það var ekki fyrr en sá gamli var kominn langt á níræð- isaldur sem hann hætti búskap. Lengi var hann með bú á tveimur stöðum, þ.e. á Selfossi, á túninu þar sem núna er Vallholt og svo á Árbæ í Ölfushreppi. Kýr, hestar, hænsn og kindur, allt samkvæmt forskrift- inni. Egg og mjólk voru seld beint til bæjarbúa eins og tíðkaðist víða á þeim árum. Kartöflur og annað grænmeti ræktuðu þau heima við hús og hafa gert fram á þennan dag. Alveg einstaklega gott græn- meti sem kom úr garðinum þeim arna. I þessu voru þau hjónin sam- taka og eins og vinkona mín sagði mér að fyrir fáum áram átti hún leið framhjá er þau hjónakornin vora að setja niður kartöflur. Jóna var að beygja sig yfir beðið og Ei- ríkur að rétta henni útsæðið. Vin- kona mín sagðist hafa boðið þeim góðan daginn og gert það nokkuð hressilega, taldi víst að þau heyrðu ekki of vel. Við kveðjuna bregður Jónu svo að hún dettur á rassinn í beðið og þar sem hún sat þarna í beðinu og hann stóð hjá hlógu þau eins og unglingar að þessu öllu saman. Þannig hefur þetta alltaf verið, stutt í glensið. Börnin okkar kynntust búskapn- um hjá afa sínum, í heyskap úti á Árbæ eða að hjálpa til við að smala og að fara í réttirnar með afa á haustin var ómissandi. Þá var farið í Ölfusréttir því þar átti hann fé. Fyrstu árin var farið á Land Rovernum X 321 og síðar fékk hann sér Lödu Sport með sama númeri. Seinustu árin áttu þau líka lítinn fólksbíl sem notaður var til þess að fara í búðir og í heimsóknir innan- bæjar og í mesta lagi út að Hvammi. Minn maður ók sinni frú. Það heyrðist langar leiðir hver var að koma í heimsókn, hraðanum stjórnað með kúplingunni og af ein- hverjum ástæðum gaf hún sig ansi oft. Það var því hlegið eitt sinn sem oftar er ein kúplingin hafði gefið sig og ástæðan var að krakkarnir hans Mumma höfðu verið á bílnum. Síð- ustu árin var hann hættur að keyra sjálfur, gekk um með staf sinn og var duglegur að fara út og hreyfa sig. Gekk þá gjarnan hringinn, kom við hjá okkur á Engjaveginum eða á Víðivöllunum hjá Asu dóttur sinni, eða kunningjum í Merkilandi eða í Réttarholtinu. Honum þótti gaman að hitta fólk og spjalla og naut sín vel á mannamótum. Við tókumst stundum á um póli- tík hér á áram áður, hann var svo mikill framsóknarmaður, hann tengdafaðir minn, og eindreginn stuðningsmaður Samvinnuhreyf- ingarinnar. Það vora því erfiðir tím- ar hjá honum þegar Sambandið leið undir lok. Hann verslaði ekki í Höfii, hann hafði bara aldrei átt er- indi þangað, það fékkst allt í Kaup- félaginu og það var honum nóg. Þetta var maður sem var trúr sinni EIRÍKUR BJARNASON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öil tækifæri hugsjón og lét ekki aðra spilla því. í mörg ár vann hann hjá Sláturfélagi Suðurlands í sláturtíðinni og ég held að það hafi glatt hann þegar það fyrirtæki jók starfsemi sína fyr- ir austan fjall. Það er gott þegar gamlir menn fá hvíldina þegar lífsgæðin era þrotin. Ég hélt nú alltaf að hann yrði 100 ára, því heilsan var með eindæmum góð þótt hafði hann þurft að taka blóðþrýstingslyf í einhvern tíma þar á undan, en þau tók hann nú bara fyrir hana Jónu sína því það var ekkert að honum. Alveg fram yfir sjötugt held ég að hann hafi haft við honum syni sínum í smala- mennskunni, svo léttur var hann á sér. Fyrir um 2 áram tók Elli kerl- ing og aðrir krankleikar að sækja á og taka völdin og smám saman hvarf lífsgleðin úr augunum. Ég kveð tengdaföður minn með söknuði og þakka honum allar góðu stundirnar, Eiríkur og Unnur kveðja afa sinn og þakka honum fyrir allt. Blessuð sé minning Eiríks Bjarnasonar. Guðfinna. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstir deyr aldregi, hveim er sé góðan getur. (Ur Hávamálum) Hann langafi minn er dáinn. Þung staðreynd að kyngja en engu að síður raunveruleg. Öll andlát era ótímabær og alltaf skal maður verða jafn orðlaus. Eftir stendur sterk kona sem stóð með manni sín- um, sama hvort um mótbyr eða meðbyr var að ræða. Þau komu sér upp faUegu heimili saman sem alltaf var jafn gott að koma inn á. Alltaf var afi tilbúinn í samræður þó svo að hann hafi verið niðursokkinn í eitthvað þegar gesti bar að garði, hann einfaldlega gaf sér tíma. Hann var húsbóndinn á sínu heimili, en bar samt alltaf virðingu fyrir þeim sem í kringum hann voru. Sama hvort um menn eða skepnur var að ræða. Minningin um góðan mann kem- ur til með að lifa með okkur öllum. Elsku langamma, Guð veri með þér. Þórir Tryggvason. Margs er aó minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Það er komið að kveðjustund. Mig langar að minnast með nokkrum orðum afa míns, Eiríks Bjarnasonar sem lést 2. feb. síðast- liðinn á nítugasta og fyrsta ald- ursári. Dauðinn er líkn þeim sem þjást og við þökkum það, en samt er söknuðurinn sár. Minningarnar era margar og góðar. Allar stund- irnar sem ég átti með honum úti á Árbæ. Þar sem hann var daglega og sinnti búskapnum sínum. Alltaf fékk ég að fara með honum og hundinum hans honum Goða í græna Landróvernum. Hann var svo þolinmóður og góður, þótt ekki væri alltaf mikil hjálp í mér. Mikið var gaman í heyskapnum, þá komu allir, heyjað allan daginn og langt fram á kvöld. Þá var nú gott að koma við hjá ömmu á Reynó og fá mjólk og kökur og hvíla sig þreytt- ur og ánægður. Afi átti því láni að fagna að vera heilsuhraustur, hann var iðinn og duglegur, var félagslyndur, hafði gaman af að taka lagið í góðra vina hópi, enda hafði hann góða söng- rödd. Hraustur og frískur, þannig kýs ég að minnast hans. Elsku amma, ég veit að söknuð- urinn er mikilfyen nú vitum við að afa líður vel. Ég kveð hann með virðingu og þakklæti fyrir allt, minning hans lifir. Hrafnhildur Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.