Morgunblaðið - 07.02.1998, Page 53

Morgunblaðið - 07.02.1998, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 53 Árið 1959 brugðu Ragna og Björgvin Guðjónsson maður hennar , búi í Dufþaksholti í Hvolhreppi og i fluttu til Þorlákshafnar. Á þeim tíma byggðist Þorlákshöfn hratt upp, ekkert húsnæði að fá annað en það sem fólk byggði sér sjálft. Þannig voru allir að byggja sín eigin hús við frumstæðar aðstæður, og jafnframt hús nágrannans ef með þurfti. Rögnu og Björgvin óx þetta í augum, þau reistu sér myndralegt hús og fluttu í það ásamt börnum sínum og fóru að takast á við lífið á nýjum vettvangi. Ragna vann í fiski og mötuneyt- um, jafnhliða húsmóðurstörfunum. Síðar á ævinni minntist hún frum- býlingsáranna með mikilli ánægju og hlýju til samferðafólksins. í stopulum frítíma sínum fannst fólki að það þyrfti að sameina kraft- ana sér til uppbyggingar og finna leiðir til úrbóta fyrir hið unga sveit- arfélag, því margs var vant. Vegna dugnaðar síns og forystu- hæfileika valdist Ragna víða í for- ustusveit. Söngfélag Þorlákshafn- ar varð til, þar var hún félagi og formaður í mörg ár og síðan gerð að heiðursfélaga. Björgunarsveitin Mannbjörg naut krafta hennar sem formanns í mörg ár, þar varð hún einnig heiðursfélagi. I skóla- nefnd sat hún lengi svo eitthvað sé nefnt. Á meðan á byggingu Þorláks- kirkju stóð var hún formaður bygg- , ingarnefndar og vann þar mikið og * óeigingjamt starf. Ragna var svipmikil kona og glæsileg var hún í íslenska búningn- um sínum. Við vorum stolt af þess- um fallegu hjónum þegar þau mættu á samkomur hérna í þorpinu. Ragna fýlgdist vel með því sem var á döfinni hverju sinni, hún var minnug og hafði sjálfstæðar skoð- anir í hverju máli. Hún var alltaf heil í hverju því sem hún tók sér fyrir hendur. Fyrir nokkrum árum seldu þau hjónin húsið sitt og keyptu sér nota- legt raðhús. Þar eyddu þau ævi- kvöldinu í samneyti við góða ná- granna og nutu virðingar allra sem þekktu þau. Kæri Björgvin, við Sverrir send- um þér og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Eg enda svo þessa stuttu kveðju til vinkonu minnar með hennar eigin orðum. Hér er ró og hér er friður, hér er gott að leggjast niður, þegar síðasta sólin sest. Þorlákshöfn í þínum örmum, þér ég ann í gleði og hörmum, þú munt geyma þreyttan gest Álfhildur Steinbjörnsdóttir. í dag kveðjum við hana Rögnu. Það er undarlegt til þess að hugsa | að hún sé ekki lengur á meðal okk- ar. Hvað getur maður sagt þegar sorgin ber að dyrum svona óvænt? Okkur systurnar langar að þakka löng og góð kynni. Móðir okkar fluttist til Þorláks- hafnar árið 1971, þegar hún giftist Böðvari stjúpa okkar. Var alltaf gott samband á milli heimilanna. Mamma og Ragna urðu einkar góðar vinkonur og leið aldrei sá dagur að þær kæmu ekki hvor til í annarrar. Einnig var það stundin ykkar mömmu, þegar þið sátuð og saumuðuð út. Þá var gaman að vera með ykkur og hlusta á spjall frá gamalli tíð. Elsku Ragna, þú sýndir okkur ómetanlega hlýju og hjálp þegar við systurnar urðum fyrir þeirri sorg að missa dætur okkar. Það er svo margt sem kemur upp í huga okkar þegar við lítum til baka. Það var alltaf gott að koma á heimili ykkar Björgvins, allt var svo fínt og vel tekið á móti okkur. Við systumar viljum þakka þér þá ómetanlegu hlýju og umhyggju sem þú sýndir Böðvari stjúpa okkar eftir andlát mömmu okkar. Við systur þökkum þína kynning, þín mun ætíð geymast minning. Okkur varst þú undur góð. Nú er þú hoifm ert úr heimi, óskum við þig drottinn geymi, elskulega aldna fljóð. Kæri Björgvin og fjölskylda, við systurnar sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Elsku Ragna, hvíl þú í friði. Elín og Þóra Egilsdætur. Hún Ragna okkar eins og við kölluðum hana okkar á milli er dáin. Hún átti sérstakan stað í huga okk- ar því hún var sérstök manneskja. Við kynntumst henni þegar við unnum saman í mötuneyti Istaks í Þorlákshöfn. Þá var nú oft fjör hjá okkur, mikið spjallað og hlegið, og bar aldrei skugga á þau kynni. Vilj- um við nú þakka fyrir þau og allar gjafir, hlýju og kærleik í okkar garð. Guð geymi þig, elsku Ragna, takk fyrir allt. Hver minnmg dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Kæri Björgvin og fjölskylda, inni- legar samúðarkveðjur. Minningin lifir um yndislega konu. Guðbjörg Ámundadóttir og Guðrún Ingólfsdóttir. Dagurinn rann upp, fallegur og kyrrlátur. Fánar blöktu í hálfa stöng. Hver er dáinn í þorpinu okk- ar? Ragna mín Ólafsdóttir hafði lát- ist snemma um morguninn. Ragna var yndisleg mannvera, sem var vel gerð og hafði visku og hjartahlýju. Eg sakna Rögnu, hún var alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Rögnu var margt til lista lagt. Tók hún á sínum tíma virkan þátt í félagsmál- um og voru henni falin mikilvæg störf og margvísleg sem hún leysti vel af hendi. Ragna var sterkur per- sónuleiki, hún hafði ákveðnar skoð- anir og lét sér annt um málefni sveitarfélagsins. Ég minnist þeirra stunda þegar ég leit inn til þeirra hjóna Rögnu og Björgvins, sem ávallt var notalegt og skildi eftir mannbætandi hugsun. Síðast sá ég Rögnu mína í messu á aðfangadagskvöld þar sem hún sat virðuleg að vanda með sinn fal- lega hatt. Ég vil að lokum þakka þessari sérstöku samferðamanneskju fyrir öll elskulegheitin og bið góðan guð að styrkja Björgvin, börn þeirra og aðra ástvini. I guðs friði. Þú skalt vera stjama mín, Drottinn, yfir dimm höf, yfir djúpa dali og eyðimerkur. Eggengígeislaþínum og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefúm. (Ragnhildur Ofeigsdóttir.) Kristín Þórarinsdóttir. Kæra Ragna mín. Mig langar til þess að þakka þér allar góðu stundimar og vináttuna í gegn um árin. Fyrstu kynni mín af þér voru veturinn 1973, þegar ég og mín fjölskylda flúðum jarðeldana í Vestmannaeyjum. Þau kynni áttu eftir að verða að einlægri vináttu. Þegar ég kom í heimsókn til hennar mömmu, þá var alltaf skroppið yfir til þín og Björgvins. Ógleymanlegar voru „stundimar okkar“, eins og þið mamma kölluðuð það, þegar setið var og spjallað um alla heima og geima, saumað í og pælt í litum og garni því það áttuð þið sameiginlegt að allt lék í höndum ykkar. Elsku Ragna mín, nú þegar ég kveð þig vil ég þakka þér alla um- hyggjuna og vináttuna, ekki síst við hann Böðvar stjúpföður okkar eftir að hennai- mömmu naut ekki lengur við. Elsku Björgvin og fjölskylda, ykkur votta ég mína dýpstu samúð, því þið hafið misst mikið. Ragna mín, Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ólöf S. Waage og fjölskylda. GUÐRÚN SIG URÐARDÓTTIR + Guðrún Sigurðar- dóttir fæddist á Fagurhóli í Vest- mannaeyjum 7. sept. 1912. Hún lést í Hraunbúðum, dvalar- heimili aldraðra í Vestmannaeyjum, 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þóranna Ög- mundsdóttir, f. í Vestmannaeyjum 2. des. 1874, d. 16. maí 1959, og Sigurður Jónsson, formaður á mb. Geysi, f. í Hraun- firði í Helgafellssveit 17. sept. 1883, d. 2. febrúar 1914. Systkini Guðrúnar voru Sigurjón, f. 7. des. 1909, d. 9. ág. 1997; Ögmundur, f. 17. jan. 1911, d. 22. sept. 1994, og Sigurrós, f. 1913. Guðrún fór Okkur systur langar til að skrifa nokkur orð um hana Gunnu okkar. Gunna var þriðja barn for- eldra sinna, þeirra Sigurðar Jóns- sonar og Þórönnu Ögmundsdótt- ur. Elstur af systkinunum var Sig- urjón og næstelskur var Ögmund- ur, en þeir eru báðir látnir. Yngsta barnið, Sigurrós, var ári yngri en Gunna og lifir hún nú ein þeirra systkina. Annan febrúar 1914 ferst faðir þeirra í sjávarháska með mótor- bátnum Isak skammt suður af Bjarnarey. Þá stóð ekkjan ein uppi með fjögur börn, sitt á hverju árinu. Þrátt fyrir dygga aðstoð Ögmundar föður Þórönnu blasti það við nokkrum árum síðar að til stóð að leysa upp heimilið. Þegar þetta er býr Þóranna í Landakoti hjá föður sínum. Stefanía Einarsdóttir, amma okkar, sem þá bjó í Hólmi hér í Vestmannaeyjum, bauð Þórönnu að taka eitt barnið í fæði til að létta undir með henni, Gunna, sem var sjö ára gömul, fór þá til ömmu okk- ar Stefaníu og afa okkar Jóns á Hólmi. Það stóð aldrei til að Gunna ílentist á Hólmi, en það varð úr og fylgdi hún fjölskyldu okkar til síð- asta dags. Fljótlega fór Gunna að líta eftir börnunum fyrir ömmu og hjálpa til við önnur störf. Milli tví- tugs og þrítugs dvelur Gunna í Reykjavík þar sem hún lærði saumaskap, en einnig fór hún á þessum árum austur á Firði í fisk- vinnslu og síldarsöltun. Það var al- veg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt lék í höndum hennar og var hún orðlögð fyrr og síðar fyrir vandvirkni og vinnusemi, einnig var hún listfeng, þess bera vott myndir sem hún málaði. Tuttugu og sex ára lendir hún í alvarlegum veikindum sem settu mark sitt á allt hennar líf upp frá því. Um þrjátíu ára aldur flytur Gunna að Blátindi til foreldra okk- ar, uppeldissystur sinnar Önnu Jónsdóttur og Þorteins Sigurðsson- ar. Hún vann í Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja, en aðstoðaði líka við heimilishaldið á Blátindi. Það er erfitt að koma orðum að því þegar ætlunin er að þakka einni manneskju fyrir það að hafa helgað manni líf sitt, en það var einmitt það sem okkur finnst að Gunna hafi gert fyrir okkur og börnin okkar og barnabörn. Minningarnar streyma fram. f eldhúsinu á Blátindi var Gunna á sínum heimavelli. Þangað komu dyggir heimilisvinir og margt var spjallað og mikið hlegið. Gunna hafði sérstætt skopskyn og ósjaldan beitti hún því með skondnum til- svörum, öllum sem til heyrðu til mikillar kátínu. Á sunnudögum fór fjölskyldan stundum í bíltúr og þá voru allir í sínu fínasta pússi. Það var kannske keyrt suður í Klauf og farið að vaða í fjörunni. Allir í spari- fötunum, berfættir í sólskininu og sjónum. Gunna var óvenjulega góðum gáf- um gædd og hefði eflaust getað lært hvað sem var. Hún hafði óskaplega gaman af að ráða krossgátur og stálpuð til Jóns Ólafs- sonar og Stefaníu Einarsdóttur á Hólmi í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Uppeld- issystkini hennar eru Anna Ólafía, f. 11. okt. 1917, Eygló Emilía, f. 25. okt. 1925, og Magnús, f. 11. sept. 1929. Frá 31 árs aldri bjó Guðrún á Blátindi hjá uppeld- issystur sinni, Ónnu, og manni hennar, Þorsteini Sigurðs- syni, þar til hún fór á Hraunbúðir fyrir tæplega fimm árum. Guðrún var ógift og barn- laus. Utför Guðrúnar fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. mikið hlakkaði hún alltaf til jóla- blaða dagblaðanna vegna mynda- gátanna og fyrir ráðningu þeirra fékk hún oft verðlaun. Hún var líka stálminnug og því hélt hún til síð- asta dags. Gunna var mikil barnagæla og aðstoðaði alla tíð mikið við gæslu ungbarna í fjölskyldunni. 1955 fór hún með Eygló uppeldissystur sinni til Bandaríkjanna til að hjálpa henni eftir fæðingu eldra barns hennar og þar dvaldi hún um nokkurra mán- aða skeið. 1973 fer hún aftur til Bandaríkjanna til dvalar hjá Eygló vegna eldgossins. Gunna var alla tíð fastur punktur í tilverunni hjá okkur systrum og okkur öllum í fjölskyldunni. Það var alltaf hægt að reiða sig á hana og snúa sér til hennar ef eitthvað bját- aði á. Alltaf var hún tilbúin til að leiðbeina og hjálpa. Ekki er hægt að minnast Gunnu öðruvísi en að minnast á gjafmildi hennar. Þegar kom fram á aðventu fór alltaf að lyftast á Gunnu brúnin, því þá var hún farin að hugsa fyrir jólagjöfunum. Okkur er minnis- stætt að fara með henni að skoða í búðarglugga á dimmum vetrar- kvöldum, þar sem hún hafði lag á að gera þetta að árlegum ævintýra- ferðum. Elsku góða Gunna mín, það eru ekki margir svo lánsamir að fá að eiga tvær góðar mömmur, en vænt- umþykja okkar til þín hefði ekki getað verið meiri þótt þú hefðir ver- ið alvöru mamma okkar, enda reyndist þú okkur alltaf sem slík. Hjartans þakkir fyrir okkur og fjölskyldur okkar. Við trúum því að nú njótir þú þinna góðu verka í nýrri tilvist. Hafðu þökk fýrir allt. Sigrún og Stefanía. Nú hefur hún Gunna amma mín sem ég, Gunnar Berg, er skírður í höfuðið á kvatt þennan heim. Hún skilur eftir sig minningar um góða konu sem gerði allt fyrir okkur krakkana. Ég man alltaf eftir því þegar ég var í pössun hjá Gunnu á Blátindi, þá var dekrað við mig eins og kóng. Mér er það minnisstæðast þegar Gunna las fyrir mig um sköllótta strákinn Henrý í tímarit- inu Vikunni, hvað ég gat hlustað með athygli aftur og aftur á sömu söguna og alltaf fannst mér hún jafn skemmtileg. Það var svo ekki fyrr en á unglingsárum sem ég komst að því að enginn texti var í þessum sögum og hún hafði skáld- að fyrir mig þessar frábæru frá- sagnir sem ég hafði svo gaman af og voru stundum svo æsispenn- andi. Til merkis um það hvað hún Gunna var góð kona var mér aldrei bannað neitt þegar ég kom í heim- sókn og aldrei man ég eftir því að hafa tapað á móti henni í spilum og ætli það hafi ekki verið vegna þess að hún vissi hvað ég yrði sár ef ég tapaði. Þegar hún var komin á elliheimil- ið tók ég eftir því hvað lifnaði yfir henni þegar ég kom og mér fannst ótrúlegt hvað hún fylgdist vel með öllu og sérstaklega með mér í hand- boltanum, enda hlustaði hún alltaf á útvarpið þegar ég var að keppa og við ræddum oft um síðasta leik minn. Síðustu jólin hennar voru ein- manaleg þar sem hún gat ekki kom- ið heim og þegar ég fór til hennar á aðfangadag vildi hún ekki að ég færi og þá sá ég að hún átti ekki langt eftir ólifað og það tók mjög á mig. Svona man ég hana Gunnu, alltaf að dekra við mig og hún vildi allt fyrir mig gera en ég þekkti hana ekki mjög lengi eða í 21 ár og ég hefði gjarnan viljað þekkja þessa merkiskonu ögn lengur. Almættið hefur eflaust viljað fá hana í þjón- ustu sína og ég veit að henni líður mjög vel þar og hún Gunna á eftir að halda verndarhendi yfir mér og mínum um ókomna framtíð. Hún var mér mjög kær og vorum við mjög náin. Ég mun aldrei gleyma þessari góðu konu. Gunnar Berg Viktorsson. Það er skrýtið til þess að hugsa að í dag kveð ég konuna sem tengist elstu bernskuminningu minni. Tveggja ára gömul fékk ég að sitja við eldhúsvaskinn á gamla Blátindi og horfa á Gunnu vaska upp. Þannig var það oft, Gunna vann eitthvert húsverk og ég spjallaði við hana og hjálpaði. Þegar ég varð eldri og hafði minni tíma á daginn fór ég oft út á nýja Blátind á kvöldin og sat hjá Gunnu, ömmu og afa. Gunna var alltaf eins og þriðja amman okkar krakkanna. Hún var alltaf tilbúin að tala við okkur og hún lagði mikið upp úr því að fylgj- ast með okkar daglega lífi. Hún var glöð þegar okkur gekk vel í skólanum að ekki sé talað um í íþróttunum. Gunna gerði mikið af því að prjóna á árum áður. Ullar- vettlingarnir með háa stroffinu, svo að þeir héldust inni í ermun- um, koma upp í hugann þegar hugsað er til baka. Þó að Gunna hafi aldrei gifst né átt nein börn sjálf þá átti hún stóra fjölskyldu. Mamma og Stefí voru nánast sem hennar eigin dætur og við hennar bamaböm og barna- barnaböm. Hún gaf okkur öllum svo mikið og vildi allt fyrir okkur gera. Ég kveð Gunnu í dag með trega en einnig miklu þakklæti. Hinsta kveðja, Anna Lilja. í dag kveðjum við Guðrúnu Sig- urðardóttur eða Gunnu eins og við alltaf kölluðum hana. Gunna var komin á heimili foreldra minna, þegar ég fæddist og ólst ég þvi upp með henni sem systur. Hún sýndi alltaf mikla ástúð og þolinmæði, ekki aðeins mér heldur einnig börnunum, sem í kringum hana voru. Gunna bjó í Reykjavík í nokkur á og vann þar við saumaskap. Það var allt fallega gert sem kom frá hennar höndum. Mestan hluta ævi sinnar bjó hún hjá systur okkar, Önnu, og hennar manni Þorsteini Sigurðsyni á Blátindi í Vestmannaeyjum. Hún var þeim stoð og styrkur og dætur þeirra nutu umönnunar hennar í ríkum mæli. Dugnaður hennar kom einnig í ljós, þegar gosið kom upp í Vest- mannaeyjum og fólkið þurfti að flyja. Gunna kom þá til Bandaríkj- anna og bjó á heimili mínu þar í eitt ár. Það var áreiðanlega erfiður tími fyrir Gunnu, þar sem hún talaði ekki málið, en aldrei heyrði maður hana kvarta. Ég á góðar minningar frá því ári og saknaði hennar, þegar hún fór en gladdist mikið fyrir hennar hönd og fjölskyldunnar í Vestmannaeyjum. Nú hefur enn eitt skarð bæst við í fjölskyldu og vinahóp minn hér á Is- landi og heimsóknir mínar heim munu ekki skapa sömu ánægju og gleði sem fyrr. Ég kveð þig, Gunna mín, með virðingu og þakklæti fyrir allt. Við munum sjást síðar. Eygló.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.