Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 55 MINNINGAR ERNA SIGURJÓNSDÓTTIR + Erna Signrjónsdóttir fæddist í Leifshúsum á Svalbarðs- strönd 8. mars 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. jan- úar síðastiiðinn og fór útför hennar fram í Hruna 31. janúar, í kyrrþey að hennar ósk. Æskuvinkona mín Erna Sigur- jónsdóttir andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. janúar sl. eftir langvarandi veikindi. Hún var kvödd hinstu kveðju af fjölskyldu og nánum vinum laugardagin 31. janúar sl. frá Hrunakirkju. Hún hafði dvalið 45 ár ævi sinnar í Hrunamannahreppi og þessi kveðjudagur var einn af fegurstu dögum vetrarins, sólin stafaði geislum sínum yfir þessa fallegu sveit rétt eins og í þakklætisskyni fyrir líf og starf Ernu þar. Leiðir okkar lágu fyrst saman í héraðsskólanum á Laugarvatni vet- urinn 1945-46. Þar deildum við saman herbergi fjórar ungmeyjar og tókst góð vinátta með okkur öll- um, þótt endurfundir væru strjálir eftir því sem árin liðu. Eg átti því láni að fagna að búa hjá Emu á Akureyri tveimur árum seinna er ég hóf nám í MA haustið 1947 en þá hafði hún stofnað heimili þar. Þetta var góður vetur í skjóli hennar. Hún hafði svo marga góða kosti til að bera að öllum leið vel í návist hennar. Hún var hlý og nærgætin og alltaf fús að rétta hjálparhönd þeim er þess þurftu. Sérstaklega var hún góð við sjúka og minni máttar. Erna var vel greind kona og las töluvert. Hún var einnig mjög lagin í höndum og vandvirk svo af bar. Er mér einkar minnis- stætt þegar hún var að kenna mér frágang við saumaskap en hún hafði verið í Húsmæðraskóla Akur- eyrar veturinn áður og lært þar margt til hugar og handa. Foreldrar hennar, Aðalheiður og Sigurjón, voru sæmdarhjón sem bjuggu góðu búi í Leifshúsum. Þau voru gestrisin og rausnarleg og var gott að sækja þau heim og dvelja hjá þeim í skólafríum þegar ekki viðraði til ferðalaga suður á land. Erna og systkini hennar tvö, Ásta og Arni, fengu í arf frá foreldrum sínum marga góða kosti, s.s. góða greind og verklagni og bera heimili þeirra vott um það. Ema eignaðist tvo drengi, tví- bura, árið 1950 með Garðari Lofts- syni, skrifstofumanni á Akureyri. Þeir eru Baldur, líffræðingur og menntaskólakennaii í Reykjavík, og Skírnir, prestur í Þrándheimi í Nor- egi. Árið 1952 fluttist Ema suður í Hrunamannahrepp og gerðist ráðs- kona hjá Jóni Sigurðssyni bónda í Skoliagróf. Gengu þau síðar í hjóna- band og eignuðust þrjú mannvæn- leg böm. Þau em Siguijón skrif- stofumaður á Selfossi, Áðalheiður húsmóðir á Flúðum og Sigurður bóndi í SkoUagróf. Þau hafa reynst móður sinni vel í veikindum hennar sem oft bar brátt að og þurfti hún þá iðulega að dvelja á sjúkrastofn- unum í lengri eða skemmri tíma. En Erna hélt sínu jafnaðargeði og æðruleysi aUt fram tU hinstu stund- ar. Hún átti ávaUt tU glettni í til- svöram og hlýtt bros tU samferða- manna sinna. Hennar er nú sárt saknað af íjölskyldu og vinum. Blessuð sé minning góðrar konu. Ólöf Pálsdóttir. BRIPS úmsjón: Arnór G. Kagnarsson Islensk bridssveit spilar á sterku móti sem hefst í Japan í dag ÍSLENSK bridssveit hefur keppni í Japan í dag. Um er að ræða árlegt mót sem haldið er á mismunandi stöðum í Japan, að þessu sinni í Yokohama og því var íslendingum boðið til að minnast frækilegrar framgöngu þeirra á sama stað fyrir rúmum sex áram. Mótið er kennt við tölvufyrirtæk- ið NEC. I dag og á morgun er opin sveitakeppni en á mánudag hefst aðalmótið þar sem keppa 12 valdar sveitir. Islenska sveitin er skipuð Birni Eysteinssyni, Karli Sigurhjartar- syni, Sævari Þorbjörnssyni og Þor- láki Jónssyni. Tvær sveitir eru frá Bandaríkjunum en önnur þeiiTa er m.a. skipuð Pólverjunum Piotr Gawrys og Marcin Lesniewski. Þá keppir indónesíska landsliðið á mótinu, það sama og keppti hér á Bridshátíð á síðasta ári. Einnig era lið frá Kína, Tæwan og Japan auk bresku feðganna Pauls, Justins og Jasons Hacketts sem mynda sveit með breska landsliðsmanninum John Armstrong. Tíu tíma munur er á klukkunni í Japan og á Islandi og flugferðin þangað er löng og ströng. íslenska liðið lagði af stað til Japans í gær- morgun og átti að lenda þar í morg- un að japönskum tíma, þannig að í raun mætir það beint í spila- mennskuna. Björn og Þorlákur ættu þó að geta nýtt sér reynslu sína af því að aðlagast tímamismun- inum, en þeir voru í heimsmeistara- liði Islands í Japan árið 1991. Bridsféiag Húsavíkur AÐ LOKNUM 4 umferðum í Landsbankamótinu á Húsavík hefur dregið saman á toppnum eftir að sveit Bergþóru Bjarnadóttur vann sveit Björgvins Leifssonar 19-11 og sveitin Frissi vann sveit Sveins Að- algeirssonar með nákvæmlega sama mun. Sveinn og Björgvin eru því enn efstir og jafnir á toppnum með 83 stig hvor en næstar koma sveit Þóris Aðalsteinssonar með 76 stig, Frissi með 75 stig og sveit Þór- ólfs Jónssonar með 66 stig. Það skal tekið fram til að forðast misskilning að „Frissi“ heitir eftir Friðrik Jónassyni, a.m.k. tímabund- ið brottfluttum Húsvíkingi, og er hans sárt saknað af gömlum sveit- arfélögum og makkerum. Reyndar vildi sveitarforinginn, Pétur Skarp- héðinsson, láta sveitina heita „Frissi heitinn" en það þótti full- djúpt í árinni tekið. I mótinu er reiknaður út fjöl- sveitasamanburður á milli para. Þrjú efstu pörin að loknum átta 12 spila hálfleikjum era: Torfi Aðalsteinsson og Pétur Skarphéðinsson, Frissa: 18,44 Þóra Sigurmundsdóttir og Magnús Andrésson, sveit Björgvins Leifssonar: 18,06 Guðmundur Halldórsson og Sveinn Aðalgeirsson, sveit Sveins: 17,92 Þess má loks geta að formaðurinn vill nota tækifærið og þakka sveit Bergþóra fyrir sparkið. Það var vont en það venst. Fimmtudaginn 29. janúar spiluðu aðeins 13 pör. Mætum betur í Stiga- mótið. Þórólfur Meyvantsson - Eyjólfur Halldórsson 186 Lárus Hermannsson - Rafti Kristjánsson 186 SæmundurBjömsson-MagnúsHalldórsson 184 Þorsteinn Erlingsson - Níels Friðbjamarson 162 Meðalskor 156 Bridsfélag SÁÁ SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 1. febrú- ar 1998 var spilaður eins kvölds Mitchell tvímenningur. 10 pör spil- uðu 5 umferðir, 5 spil á milli para. Röð efstu para í N/S varð þessi: Óskar Kristinsson - Kristinn Óskarsson 112 Leifur Aðalsteinsson - Þórhallur Tryggvason 112 JónEyvindur-Jóhann Jóhannsson 104 A/V Valdimar Sveinsson - Þorsteinn Berg 129 Unnar A Guðmundsson - Elías Ingimarsson 116 Þórður Ingólfsson - Stefán Garðarsson 98 Meðalskor 100 Haldið verður áfram með eins kvölds tvímenningskeppni. Keppt er um verðlaunagripi sem fást af- hentir að lokinni spilamennsku. Næst verður spilað sunnudags- kvöldið 8. febrúar hjá Bridsfélagi SÁÁ. Félagið vill hvetja sem flesta til að mæta, spilað er í Ármúla 40, bakatil. Spilamennska hefst klukk- an 19.30. Dagskrá Bridshátíðar 1998 Dagskrá Bridshátíðar hefir verið ákveðin og tímasett en mótið fer fram um aðra helgi. Félag eldri borgara Föstud. 13. febr. Tvímenningur Mánudaginn 26. janúar 1998 spil- Kl. 19.00 Mótið sett aði 21 par Mitchell-tvímenmng, úr- Kl. 19.15-00.30 1.-10. umferð slit urðu þessi: Laugard. 14. febr. Tvímenningur N.S.: Kl. 11.00 -13.10 11.-14. umferð Jón Magnússon - Júlíus Guðmundsson 271 Kl. 13.10 -14.00 Matarhlé Þórólfur Meyvantsson - Eyjólfur Halldórsson 236 Kl. 14.00 -19.30 15.-23. umferð Sæmundur Bjömsson - Magnús Halldórsson 225 Sunnd. 15. febr. Sveitakeppni A.V.: Kl. 13.00 -19.00 1.-4. umferð Einar Einarsson - Hörður Davíðsson 251 Kl. 19.00 - 20.30 Matarhlé Sigurður Pálsson - Þórhildur Magnúsd. 244 KI. 20.30 - 23.15 5.-6. umferð Sigurleifur Guðjónsson - Óliver Kristófersson 244 Mánud. 16. febr. Sveitakeppni Láms Hermannsson - Eysteinn Einarsson 239 Kl. 13.00 -19.15 7.-10. umferð Meðalskor 216 KI. 19.30 Verðlaunaafh. Við skorum á kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi að veita Gunnari I. Birgissyni atkvæði sitt í 1. sæti framboðslistans og viðhalda þannig þeirri jákvæðu þróun sem hefiir átt sér stað í Kópavogi síðan Gunnar tók við forystuhlutverki í bæjarfélaginu. ■■ Askorun til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.