Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjálfstæðismenn í borgarstjórn kynna hugmyndir í skipulagsmálum Ibúðabyggð en ekki höfn í Geldinganesi Byggð verði með ströndinni SJALFSTÆÐISMENN í borgar- stjóm leggja til að framkvæmdir í Geldinganesi verði stöðvaðar þegar í stað og að allt nesið yerði skipulagt undir íbúðabyggð. Árni Sigfússon oddviti Sjálfstæðisflokks í borgar- stjórn, bendir á að 75% tekna sveit- arfélaga væru útsvarsgreiðslur og að útsvai'sgreiðendur hefðu leitað í nágrannabyggðir vegna skorts á áhugaverðum nýbyggingasvæðum á yfírstandandi kjörtímabili. Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi sagði að breyta mætti gildandi aðal- skipulagi og benti á Hallir við Vest- urlandsveg sem nýbyggingarsvæði fyrir atvinnustarfsemi. Inga Jóna Þórðardóttir borgarfulltrúi líkti skipulagstillögum Reykjavíkurlist- ans við fyrri hugmyndir um byggð við Rauðavatn. „Við viljum byggja með ströndinni en ekki upp til heipa,“ sagði hún. A fundi með blaðamönnum, sem borgarstjómarfíokkur sjálfstæðis- manna boðaði til vegna fram- kvæmda í Geldinganesi, sem þegar eru hafnar, kom fram að Aðalskipu- lag Reykjavíkur yrði þegar í stað tekið upp og breytt og Geldinganes lagt undir íbúðabyggð en ekki höfn og hafnsækna starfsemi með upp- fyllingu við Eiðsvík, nái flokkurinn meirihluta í vor. Fram kom á fund- inum að Geldinganes væri talið hentugasta landið undir íbúðabyggð í borgarlandinu og að eftir að Reykjavík og Kjalarnes hafa sam- einast sé það nánast í miðju borgar- landinu. Forsendur fyrir nýtingu nessins hafí því gjörbreyst. Sagði Árni að stöðugt fleiri borgarbúar sjái að stefna Reykjavíkurlistans væri röng þegar nýta ætti eitt feg- ursta byggingasvæðið undir iðnað- ar-, atvinnu- og geymslusvæði. Afleiðingamar væru að framtíðar íbúðasvæði glataðist og Reykjavík missti útsvarsgreiðendur yfir til ná- grannasveitarfélaganna. „Geldinganes og Álfsnes era framtíðar byggingasvæði borgar- innar og forsendan er að Sunda- brautin verði byggði yfir Klettsvík í Gufunes, þaðan í Geldinganes, Álfs- nes og Kollafjörð, en án brautarinn- ar verður erfítt að sjá svæðin sem áhugaverð," sagði Árni. „I okkar hugmynd felst að í Geldinganesi verði íbúðabyggð fyrir 7-8 þús. íbúa og að í Álfsnesi verði blönduð byggð eða íbúðabyggð, atvinnusvæði og stórskipahöfn á norðanverðu nes- inu. Athuganir sýna að þar er ágæt hafnaraðstaða og aðkoma, en ekki er talin þörf á nýju hafnarsvæði næstu 12-15 ár.“ Minnti Ami á að Álfsnesið næði yfir svipað landsvæði og Kópavogur, enda væri gert ráð fyrir 20 þús. manna byggð á nesinu. Ami sagðist velta því fyrir sér hvað væri hafnsækin starfsemi með hliðsjón af þeim fyrirtækjum sem sækjast eftir lóðum í nálægð við höfn. „Er um hafnsækna starfsemi að ræða eða eru fyrirtæki farin að sækja í hafnarsvæði vegna skorts á atvinnulóðum," sagði hann. „Fyrri hugmyndir um Geldinganes miðuð- ust við að þar yrðu reistar verk- smiðjur og að skip kæmust þar að, en í dag dettur engum í hug að setja niður verksmiðjur í borgarlandinu, en eftir situr stórskipahöfnin." Skortur á atvinnulóðum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arfulltrái sagði að skortur væri á at- vinnulóðum í borginni og að ekkert nýtt svæði hafí verið tekið undir slíka starfsemi á yfirstandandi kjör- tímabili. Sagði hann að líkja mætti lóðarskorti almennt við ástandið eins og það hafi verið í lok kjörtíma- bils vinstrimanna árið 1978-82. „Innan núverandi borgarmarka era Morgunblaðið/RAX í GELDINGANESI er hafið gijótnám á vegum borgarinnar og þar er samkvæmt Aðalskipulagi gert ráð fyrir hafnarsvæði með uppfyllingum í Eiðsvík og annarri atvinnustarfsemi. Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðis- manna vill snúa við blaðinu og skipuleggja íbúðabyggð í Geldinganesi og hætta við hafnarframkvæmdir og benda þess í stað á mögulegt hafnarsvæði á norðanverðu Álfsnesi. BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins, þau Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Árni Sigfússon, kynntu tillögu um að framkvæmdir í Geldinganesi yrðu stöðvaðar þegar í stað og að allt nesið yrði skipulagt undir íbúðabyggð. ekki miklir möguleikar á atvinnulóð- um,“ sagði hann. „Þeir opnast með Álfsnesinu en þau svæði er ekki hægt að nýta fyrr en Sundabrautin er komin. Svæðin sem gildandi aðal- skipulag gerir ráð fyrir undir at- vinnustarfsemi eru nánst uppbyggð. Það er því ekkert framboð af stór- um lóðum undir atvinnustarfsemi en við höfum ákveðið að leggja til að nýtt svæði, við Hallir við Vestur- landsveg, verði lagt undir atvinnu- starfsemi í stað íbúðabyggðar. Þetta er um 32 hektarar og liggja vel við samgöngum milli stofnbrauta." Inga Jóna Þórðardóttir borgai’- fulltrúi minnti á stefnu vinstri- manna, sem vildu byggja upp við Rauðavatn en Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað byggja með ströndinni. „Það sama á við nú,“ sagði hún. „Það eina sem R-listinn hefur skipu- lagt er Grafarholtið, sem er meira en 100 metrum yfir sjávarmáli og er ekki ákjósanleg hæð fyrir íbúða- byggð. Við viljum hverfa að strönd- inni, sem er eftirsóknarverð undir íbúðabyggð." Fréttavefur Morgunblaðsins opnar mönnum nýja möguleika á að fylgjast með fréttum Yfír 124 þúsund heim- sóknir á einum mánuði FORSÍÐA Fréttaveíjar Morgunblaðsins eins og hún leit út siðdegis í RÉTTUR mánuður er nú liðinn frá því Fréttavefur Morgunblaðsins hóf göngu sína og eru heimsóknir á vefinn orðnar 124.683 á þeim tíma. Blaðinu hafa borist fjölmörg bréf, ekki síst frá íslendingum búsettum erlendis, sem þakka framtakið og segjast vera komnir í nýtt sam- band heim. Fréttir eru birtar á vefnum nán- ast jafnóðum og þær eru skrifaðar. Fréttavefurinn nýtist m.a. þeim sem geta t.d. ekki náð útvarps- fréttum á vinnustað en geta með tölvunni heimsótt vefmn. Á þann hátt fá þeir yfirlit nýjustu frétta. Skipta má Fréttavef Morgun- blaðsins í þrjá þætti. I fyrsta lagi eru nýjustu fréttimar sem birtar eru á forsíðu vefjarins. Þegar um er að ræða umfangsmiklar fréttir eða efni sem telja má að verði áfram til umræðu getur ritstjóm Frétta- vefjarins sótt aðrar fréttir, frétta- skýringar eða annað sem tengjast fréttinni og birt lista yfír þær. Þar getur einnig verið um að ræða efni sem ekki hefur birst í blaðinu sjálfu. Lesandi getur þá flett þeim upp, vilji hann fræðast frekar. I öðru lagi er vísað á ítarefni á öðrum vefsíðum og má sem dæmi nefna að þegar lokaskýrslan um bankamálið í Færeyjum var til um- fjöllunar var hægt að vísa á hana 15 mínútum eftir að hún var birt opinberlega. í þriðja lagi er boðið uppá að menn geti skoðað einstaka efnis- flokka. Þannig má fletta uppá ein- ungis íþróttafréttum, innlendum eða erlendum fréttum, sjávarát- vegi, viðskiptum, tölvum og tækni og munu fleiri efnisflokkar bætast við á næstunni. Sem fyrr segir eru heimsóknir á Fréttavefínn orðnar vel yfir 124 þúsund á einum mánuði. Sé litið á einstaka þætti kemur í ljós að heimsóknir á fasteignavef eru kringum 12 þúsund, hátt í fjögur þúsund hafa skoðað flokkinn um Halldór Laxness og liðlega 400 um Ástardrykkinn. Góðar erlendar fréttir Margar kveðjur og orðsendingar hafa borist blaðinu frá lesendum Fréttavefjarins, íslenskum sem er- lendum, fólki búsettu erlendis og hérlendis. Frá Kanada skrifaði Is- lendingur meðal annars: „Ég er búinn að búa erlendis ár- um saman og er löngu hættur að kippa mér upp við yfirvofandi sjó- mannaverkfall, sameiningu hreppa eða annað það sem fréttnæmt þyk- ir á Islandi. Ekki það að ég telji slíkar fréttir ómerkari en aðrar, en þær koma mér bara ekki mikið við. Án efa þyrfti ég ekki að búa lengi á Islandi til að það breyttist. Aðal ástæða þess að ég hef ítrekað kall- að upp vefsíðumar ykkar er sú að þar fæ ég gott yfirlit um það sem er að gerast í heimsfréttunum. Sem dæmi um þetta þá skoðaði ég um daginn helstu fréttatengdar vefsíður héraa vestan hafs (CNN, Pathfinder, Time o.s.frv.) og var þar erfitt að finna nokkuð annað en fréttir af meintu ástarsambandi Clintons og Lewinsky. Af erlend- um fréttum var lítið og þá einungis um vopnadeiluna við Irak. Á sama tíma mátti finna á Moggasíðunum fréttir frá Kyrrahafinu, frá Kýpur, frá Evrópu auk ofangreindra frétta. Þar sem fréttaefnið skarað- ist var umfjöllun hjá ykkur hnit- miðaðri.“ Kærkomið eftir 44 ára búsetu erlendis í kveðju frá konu í Bandaríkjun- um þakkar hún fyrir að sjá nú Morgunblaðið á netinu, hún hafi vonað að þetta myndi gerast ein- hvern daginn. „Ég hef verið að heiman í 44 ár svo þið skiljið hversu mikils virði þetta var fyrir mig,“ segir hún og skrifaði kveðj- una á ensku. Þá þakkar einn fyrir það kær- komna tækifæri að geta fylgst dag- lega með fréttum að heiman; frá Danmörku skrifar einn að á vefn- um myndist mikilvægur gagna- banki, annar skrifar þaðan að vef- urinn geri gys að öðrum vefjum og frá Hollandi skrifar lesandi að þessi vefur opni íslendingum er- lendis nýjan glugga heim. Þá segir einn að hönnun sé skýr og góð og tengingar liprar og kona ein segir að nú geti bóndi sinn meira að segja fylgst með boltanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.