Morgunblaðið - 28.02.1998, Síða 13

Morgunblaðið - 28.02.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ami Sæberg FRÁ opnun nýs húsnæðis í Smáraskóla. SMÁRASKÓLI að lokinni viðbyggingu. Kennsluhúsnæði Smáraskóla stækkar ÞRIÐJI og næstsíðasti áfangi að Smáraskóla í Kópavogi var formlega tekinn í notkun síðastliðinn fimmtu- dag. Með honum lýkur byggingu eig- inlegs skóiahúsnæðis því fjórði áfangi, sem ætlað er að tilbúinn verði fyrir næsta skólaár, mun hýsa bókasafn og aðra þess háttar starf- semi. Smáraskóli var stoftiaður haustið 1994 en framkvæmdir að þriðja áfanga, sem er samtals 1445 fer- metrar að stærð, hófust haustið 1996. Með honum fjölgar almennum kennslustofum um átta, auk þess sem við bætist handmenntastofa, tómnenntastofa, tvær stofúr til heim- ilisfræðikennslu og aðstaða til dægradvalar. Verktaki þessa áfanga var Ólafur og Gumiar ehf. en arkitektar skólans eru Sveinn Ivarsson og Guðmundur Gunnarsson. Nemendafjöldi skólans er nú 463 talsins í 1. til 8. bekk en stækkar óðum vegna fjölgunar í hverfinu. Jafnframt er ætlunin að næsta vetur taki til starfa 9. bekkur og telst þá skólinn tilbúinn að fullu. Ofbeldi gagnvart börnum á árunum 1993-1997 1.729 börn á slysadeild og 129 á sjúkrahús 1.729 BÖRN, þar af 1.149 drengir og 576 stúlkur, sem höfðu verið beitt ofbeldi komu á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur árin 1993-1997. Þá voru 124 börn lögð inn á Bamaspítala Hringsins á sama tímabili, þar af 109 stúlkur og 19 drengir, vegna gruns um of- beldi. Langflest barnanna, eða 95, voru lögð inn vegna gruns um kyn- ferðislegt ofbeldi. Þetta kemur fram í svari Ingibjargar Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra við fyr- irspurn Kristínar Astgeirsdóttur á Alþingi. I svari heilbrigðisráðherra kem- ur fram að barnaverndaryfirvöld- um er í öllum tilvikum gert viðvart ef grunur vaknar um ofbeldi eða vanrækslu. Flest barnanna sem komu á Barnaspítala Hringsins til skoðana og rannsókna vegna of- beldis voru talin hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Börnunum er í nær öllum tilvikum vísað til spítalans af barnaverndarnefndum eða félagsmálayfii’völdum í heima- byggð bamsins og era niðurstöður skoðana og rannsókna sendar sömu aðilum. Komur barna á Slysadeild árin 1993-1997 þar sem ofbeldis er getið í sjúkraskýrslum Skipt niður eftir aldri og kyni Drengir voru 1.149 Stúlkur voru 576 (kyn óskráð við 4 komur) ALLS: 1.729 komur á 5 árum rm 133 0 - 4 ára börn 187 66 5 - £ I ára 206 'Z3 <55 börn 10 -14 ára börn 171 15- 16ára börn 86 böm á aldursbilinu 12-16 ára leituðu til neyðarmóttöku vegna nauðgunar á áranum 1993-1997. Þar af voru stúlkur 81 og drengir fimm. A sama tímabili leituðu 49 stúlkur og tveir drengir á aldrinum 17-18 ára til neyðarmóttökunnar. Þrír Islendingar fá sænska orðu KARL Gústav XVI Svíakonungur hefur tilnefnt þrjá Islendinga, Björn Jónasson, ræðismann Sví- þjóðar á Siglufirði, Gunnlaug P. Kristinsson, ræðismann Svíþjóðar á Akureyri, og Pál Zóphóníasson, ræðismann Svíþjóðar í Vest- mannaeyjum, til riddara með Kon- unglegu Norðurstjörnuorðunni. Björn og Páll eru tilnefndir til riddara af fyrstu gráðu og Gunn- laugur til stórriddara. Tilnefning- in er fyrir margra ára þjónustu sem ræðismenn Svíþjóðar á ís- landi. Par Kettis, sendiherra Svíþjóð- ar á Islandi, afhendir Birni, Gunn- laugi og Páli orðurnar við hátíð- lega athöfn í sænska sendiráðinu í Reykjavík 14. mars. Trilla eyði- lagðist í eldi FJÖGURRA tonna trébátur, Baldvin ÞH 15, gjöreyðilagð- ist í eldi í höfninni í Raufar- höfn í fyiTÍnótt. Vel gekk að slökkva eldinn en að sögn lög- reglunnar er talið að hann hafi kviknað út frá kabyssu trill- unnar. Starfsmaður í loðnubræðslu SR á Raufarhöfn varð eldsins var og kallaði til slökkvilið og lögreglu laust íyrá- klukkan 2 í fyrrinótt. Hvasst var og dá- lítil úrkoma en að sögn lög- reglunnar truflaði það ekki slökkvistarfið sem gekk greið- lega. Báturinn hefur verið gerður út frá Raufarhöfn og er talinn gjörónýtur. Fyrsti formlegi fundur milli íslands og Bandarikjanna um hátíðarhöld vegna aldamóta __ > „Tillögum Islands vel tekið“ s Sendiherra Islands í Washington ásamt formanni og framkvæmdastjóra landa- fundanefndar funduðu á fímmtudag með fulltrúum aldamótanefndar Hvíta hússins, The White House Millenium Council, í því skyni að skiptast á skoðunum um undir- búning hátíðar í tilefni aldamóta. FUNDUR sendiherra íslands og forkólfa landafundanefndar ásamt fulltrúum aldamótanefndar Hvíta hússins var fyrsti formlegi fundur- inn sem haldinn hefur verið til að ræða samstarf landanna tveggja á þessu sviði, að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar sendiherra. Starfsáætlun tilbúin í vor Einar Benediktsson, fram- kvær.idastjóri landafundanefndar, segir að á fundinum hafi verkefni nefndarinnar verið kynnt og það starf sem framundan er, einkum að leggja tillögur fyrir ríkisstjórn ís- lands um hátíðarhöldin árið 2000 um það sem stutt verði í tengslum við fjárlagagerð í þessu sambandi. Landafundanefnd hafi sett sér það takmark að starfsáætlun og for- gangsröðun verkefna liggi fyrir í maí. „Þá skýrðum við frá því að fjöl- margar tillögur hefðu komið fram um viðburði sem kæmi til greina að styrkja vestanhafs árið 2000. Þá ræddum við um það samstarf sem gætu augljóslega orðið okkur og báðum aðilum til gagns og að efnt verði til frekari fundahalda þegar íslensku tillögurnar fara að fá á sig skýrara svipmót," segir Einar. Hann segir að Sigurður Helgason formaður landafundanefndar og hann sjálfur hafi jafnframt komið á framfæri áhuga íslendinga á því starfi sem fram fer innan Hvíta hússins í tengslum við aldamótaárið og áhuga Islendinga á að taka þátt í því starfi. „Hugmyndum okkar og tillögum var mjög vel tekið og lýstu báðir aðilar yfir miklum áhuga á að halda áfram nánu samstarfi í fram- tíðinni," segir Einar. Jón Baldvin segir að niðurstaða samtala forseta íslands og forseta Bandaríkjanna seinasta sumar hafi verið sú að Island yrði eitt þeirra ríkja sem Bandaríldn myndu efna sérstaklega til samstarfs við vegna aldaskipta. Forseti Bandaríkjanna hafi síðan staðfest þetta í ræðu sem hann hélt 25. ágúst í bandaríska þjóðskjalasafninu, þegar hann nefndi til fimm ríki sem samvinna verður höfð við vegna málsins. Löndin fimm era England og Frakkland vegna sögulegra ástæðna, Þýskaland vegna þess að það er gestgjafi heimssýningarinn- ar aldamótaárið, Ástralía vegna þess að hún er gestgjafi Ólympíu- leikanna það ár og Island, vegna sögulegra tengsla íslendinga við nýja heiminn sem fyrstu Evrópu- mennirnir sem sigldu til nýja heimsins og tóku þar land. „Hefur gríðarlega þýðingu" „Það er mjög mikill heiður og ávinningur að Island skuli vera í hópi þeirra ríkja sem þjóðarleiðtogi Bandaríkjanna vekur sérstaka at- hygli á að hann vilji eiga samstarf við. Það er þessu málefni okkar til mikils framdráttar vestanhafs," segir Einar. Jón Baldvin kveðst þeirrar skoð- unar að yfirlýsing Bandaríkja- manna í þessu sambandi feli í sér viðurkenningu á siglingum og landafundum forfeðra okkar. „Það er ljóst að Bandaríkjamenn villast ekkert á heimilisfangi Leifs Eiríks- sonar. Viljayfirlýsing Bandaríkja- manna um að mynda samstarfs- nefnd með íslendingum um að minnast landafunda, hefur gríðar- lega og ómetanlega þýðingu fyrir Island. I krafti þess gætum við leit- að til margra aðila hér í Bandaríkj- unum og átt miklu meiri von um stuðning en ella hefði verið. Ekki aðeins vaknar sú spurning hvað við getum gert í Bandaríkjunum, held- ur einnig sú spurning hvað Banda- ríkjamenn munu gera á fslandi. Við fáum stórkostlegt tækifæri til að kynna landafundi okkar og við get- um nýtt það ef við fáum aðgang að þeim miðlum sem þarf til, þ.e. kvik- myndum, sjónvarpsþáttum, vefnum o.s.frv.,“ segir Jón Baldvin. Hann segir að þær hugmyndir sem komu fram á fundi forseta ríkj- anna tveggja í fyrra, um hugsanlega gerð teiknimyndar til að minnast landafunda Leifs Eiríkssonar, hafi verið ræddar í fullri alvöru. „Teikni- mynd af því tagi sem Walt Disney er þekktastur fyrir hefði gríðarlega stóran áhorfendahóp, sérstaklega meðal yngri kynslóðarinnar, þannig að ef slíkt verkefni tækist væri það sennilega það fljótvirkasta, áhrifa- ríkasta og besta sem við gætum gert. Hins vegar er mér tjáð að frá undirbúningi og að sýningu slíkrar myndar verði menn að áætla að minnsta kosti sex ár, þannig að ljóst er að það yrði ekki alveg á næst- unni,“ segir Jón Baldvin. Starfi nefndar- innar hleypt af I framhaldi af ræðu sinni í ágúst skipaði forseti Bandaríkjanna mikla nefnd, The White House Millenium Council, sem er ætlað að undirbúa, skipuleggja og bera ábyrgð á þess- um hátíðarhöldum innan Bandaríkj- anna og í samstarfi við þessi fimm lönd. Forystumaður nefndarinnar, Ellen McCulloch-Lowell, er sér- stakur ráðgjafi forsetahjónanna. Fyrir u.þ.b. tveimur vikum var þessu starfi, Millenium Council, hleypt formlega af stokkunum með samkomu í Hvíta húsinu, en hún var sú fyrsta af mörgum fram til ársins 2000. Viðfangsefni samkomunnar nú var spurningin: „Hvað geta Bandaríkjamenn lært af sögu sinni?“ og stýrði Hillary Clinton forsetafrú samkomunni og forsetinn flutti ávarp, en heiðursgestur og að- alræðumaður var sagnfræðiprófess- or frá Harvard-háskóla, Baylin að nafni. „Þetta var fyrsti fundur frá Hvíta húsinu sem fram fór á vefnum, og voru 140 háskólar tengdir, þannig að þátttakendur, sem vora 250 til 300 talsins í Hvíta húsinu og saman- stóðu af sagnfræðingum, heimspek- ingum og menningarforkólfum og sendiherrar ríkjanna fimm sem Bandaríkin hafa sérstakt samstarf við, tóku þátt í umræðunum sem voru skemmtilegar og líflegar fyrir vikið,“ segir Jón Baldvin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.