Morgunblaðið - 28.02.1998, Page 16

Morgunblaðið - 28.02.1998, Page 16
16 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson FRÁ fjölmennum fundi nýs framboðs í Garðinum. Bæjarstjórnarkosningarnar 23. mai nk. Þrír flokkar í fram- boði í Garðinum Garði - Nú virðist einsýnt að þrír flokkar verði í framboði í bæjar- stjórnarkosningunum í vor. Fjórir af fímm núverandi hreppsnefndar- mönnum hafa ákveðið að bjóða sig fram undir öðrum merkjum en í síð- ustu kosningum. Þetta kom fram á opnum fundi, sem haldinn var í Samkomuhúsinu sl. miðvikudags- kvöld en á sjöunda tug manna sótti fundinn. Það var núverandi oddviti Gerða- hrepps, Sigurður Ingvarsson, sem setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hann rakti síðan þá at- burðarás sem liðin var þar sem fram kom að fundarboðendur hefðu verið ósáttir við að halda prófkjör. Þá kom það einnig fram hjá a.m.k. tveimur hreppsnefndarmanna að þeir ætluðu að draga sig í hlé en at- burðarásin hefði breytt skoðun þeirra. Þeir töldu sig vera að vinna að mörgum góðum málum sem þeir vildu fylgja eftir áfram. Núverandi sveitarstjóri, Sigurður Jónsson, stýrði fundi og lýsti stuðn- ingi við hópinn. Hann sagði að oft hefði hvesst í hreppsnefnd en ætíð hefði náðst góð lending þar sem heiðarleiki hefði ráðið samskiptum manna í milli. Nokkrir bæjarbúa stóðu upp og lýstu ánægju sinni með væntanlegt framboð og töldu að þar færi traust- ur hópur með reynslu í bæjarmálum. Staða þeirra fjórmenninga, Sig- urðai- Ingvarssonar, Ingimundar Guðnasonar, Jóns Hjálmarssonar og Olafs Kjartanssonar verður að telj- ast nokkuð snúin þessa dagana. Þeir sitja í meirihluta hreppsnefndar til vors ásamt Maríu Önnu Eiríksdóttur sem er í prófkjöri H-Iistans um helg- ina. Þá stýra þeir hinu óformlega fé- lagi, sem er í kringum H-Iistann. Þá er rétt og skylt að geta þess að andstæðingur H-Iistans í gegnum ár- in, I-listinn, heitir listi óháðra borg- ara en ekki framsóknar- og vinstri- manna eins og sagt var í Morgun- blaðinu sl. miðvikudag. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Spiluðu og sungu fyrir rangæska grunnskólanema LÁRA, Signý og Sóley, nemendur í Laugalandsskóla. Hvolsvelli - Nemendur Tónlistarskóla Rangæinga gerðu víðreist í vikunni í tilefni af degi tónlistarskólanna. Fóru þau í 3 grunnskóla og léku á hljóðfæri og sungu fyrir alla grunnakólanem- endur í Rangái-vallasýslu. Voru áheyrendumir hátt á sjötta hundraðið en tónleikamir vom alls sjö. í Tónlistarskóla Rangæinga em nú 230 nemendur á aldrinum frá 8 ára tú 55 ára og starfa alls 10 kenn- arar við skólann. Kennt er á flest hljóðfæri og einnig er starfrækt söngdeild og lúðrasveit við skólann. Margir nemendur læra á fleiri en eitt hljóðfræri. Að sögn Agnesar Löve skólastjóra hefur starfsemin í vetur gengið vel og er helsta ný- breytnin áframhaldandi tilraun með forskóladeild við Hvolsskóla. í forskóladeildinni era allir nem- endur i 1.-4. bekk. Þetta er nemend- unum algerlega að kostnaðarlausu. Nemendur í 4. bekk fá að læra á eitt hljóðfæri og í vetur er í fyrsta skipti kennt á fíðlu og eru 6 nemendur að læra á fíðlu en einnig er kennt á gít- ar og ýmis blásturshljóðfæri. Að sögn Agnesar væri óskastaðan sú að öll böm í 1,—4. bekk fengju not- ið forskólakennslu því að með þeim hætti fá börn sem að öðrum kosti færu ekki í tónlistarnám tækifæri til að reyna sig og mörg hver halda síð- an áfram námi. „Þegar upp er staðið verður þetta hagkvæmari kostur því skipluagning er auðveldari og kenn- ararnir nýtast betur. Þetta er tví- mælalaust framtíðin í starfi tónlisL arskólanna," sagði Agnes. Á næstunni kemur út námsská fyrir skólann og hefur verið tilrauna- kennt efth’ henni sl. tvö ár. Með til- komu hennar sagði Agnes að allt starf skólans yrði markvissara og myndi þá um leið skila meh-i og betri árangri. „tta*. • i ■ iii' -%í í h'i ; Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir FJÖLMÖRG ungmenni fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum á sl. ári hjá umf. Heklu á Hellu. Nokkur þeirra eru hér ásamt Bergrúnu Björnsdóttur, íþróttamanni ársins, sem er önnur frá hægri, og Irenu S. Steindórsdóttur sem er þriðja frá hægri. Iþróttamaður ársins valinn Hellu - Á aðalfundi Ungmennafé- lagins Heklu sem haldinn var fyrir stuttu var þeirra tímamóta minnst að 90 ár eru síðan félagið var stofn- að en starfssvæði þess er í Rangár- vallahreppi og nágrenni. Einnig vora afhentar viðurkenningar til ungmenna sem skarað hafa fram úr í íþróttum fyrir hönd félagsins á hinum ýmsu mótum. Besta afrekið í frjálsum íþróttum átti Irena Sólveig Steindórsdóttir sem keppti á síðasta ári í flokki 11-12 ára. Hún fékk bikar fyrir að stökkva 2,20 metra án atrennu á Rangæingamóti 1997. Bergrún Björnsdóttir var út- nefnd íþróttamaður ársins 1997 fyr- ir langan og góðan feril í frjálsum íþróttum. Hún hefur æft og keppt fyrir félagið í mörg ár ásamt því að keppa fyrir Héraðssambandið Skarphéðin á meistaramótum í sín- um aldursflokki, sem er núna 15-16 ára, með góðum árangri. Á vegum Ungmennafélagsins Heklu keppa fimm ungmenni á Meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum 12, 13 og 14 ára sem fram fer á Akureyri um helgina. Folaldið Píla fætt í lok þorra Fagradal - Sá atburður átti sér stað í lok þorra að hryssan Mjöll sem er á fóðrum á Giljum í Mýrdal kastaði folaldi ölium að óvörum. Hér sést mærin Mjöll ásamt folaldinu Pflu viðra sig í góða veðrinu á túninu á Giljum á síð- asta degi Þorra. Hryssan var ásamt öðrum hrossum á mýrar- haglendi skammt frá bænum og að sögn Ólafs Þ. Gunnars- sonar var hann að fara að gefa hestunum þegar hann sá að bæst hafði í stóðið en hann hafði enga von átt á þessu fol- aldi úr þessari meri. Folaldið var hið sprækasta og hlaut það nafnið Pfla vegna þess að Ólaf- ur mátti hafa sig allan við að fylgja mæðgunum eftir þegar hann rak þær heim í hesthús. Mjög óvenjulegt er að merar kasti á þessum tíma ársins. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins komi inn í rekstur Hótels Stykkishólms Stykkishólmi - Miklar breytingar verða á rekstri Hótels Stykkis- hólms á þessu ári ef eftir gengur samkomulag milli Stykkishólms- bæjar og Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins sem undirritaður var nú nýlega. Markmiðið með samkomulaginu er að athuga hvort raunhæft sé og hagkvæmt kunni að vera að byggja upp afþreyingarmiðstöð í Stykkis- hólmi og nota til þess núverandi húsnæði hótelsins. Gerð verður við- skiptaáætlun og mun Olafur Sveinsson, rekstrarráðgjafí í Borg- arnesi, gera þá áætlun með aðstoð arkiteka og verkfræðinga eftir því sem til þarf. Áætlunin á að sýna hagkvæmni og rekstragrundvöll. Þrjár meginástæður liggja fyrir þessu samkomualgi. í fyrsta lagi er væntanleg stofnun hitaveitu í Stykkishólmi. Svo er að með jarð- göngum undir Hvalfjörð styttist vegalengdin frá höfuðborgarsvæð- inu og alþjóðlegum flugvelli og síð- an ferðaþjónustan sem fyrir er á Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason HÖTELSTJÓRINN Sigurður Skúli Bárðarson og Heiðrún Loftsdóttir horfa fram á breytta og betri tíma í rekstri hótelsins ef Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins kemur inn í rekstur hótelsins og mun við allar að- stæður gjörbreytast við það. Snæfellsnesi og miklir vaxtamögu- leikar hennar á næstu áram. Niðurstöður úr könnun Olafs Sveinssonar eiga að liggja fyrir eftir 2 til 3 mánuði. Ef útkoman verður jákvæð, sem samkomulagsaðilar eru mjög bjartsýnir á, þá er hér um að ræða mikið hagsmunamál fyrir Stykkishólm og ferðaþjónusta á Snæfellsnesi. Rekstur hótelsins mun í kjölfarið verða endurskoðað- ur og aukið fjármagn koma inn í fy- irtækið til endurbóta og reiknað er með að hótelið verði stækkað til að auka gistirými og búa betur að gestum. Ólafur Hilmar Sverrisson bæjar- stjóri er mjög ánægður með að hafa fengið þennan nýja sjóð til sam- starfs og þetta samkomulag sýnir að Nýsköpunarsjóður hefur mikla trú á uppbyggingu ferðaþjónustu á þessu svæði. Hann hefur mikla trú á að þessar breytingar verði að veruleika og að Nýsköpunarsjóður komi inn með hlutafé og aðrir aðilar sem leitað verður eftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.