Morgunblaðið - 28.02.1998, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 28.02.1998, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 31 fjölgandi eftir því sem fleiri tengj- ast netinu. Þannig hafa íslensk fyr- irtæki komið sér fyrir á netinu og síðan sent af stað til allra netfanga sem þau komast yfir auglýsingu eða tilkynningu. Þætti ekki tiltöku- mál ef venjulegur póstur ætti í hlut, en tölvupóstur er þess eðlis að notendumir, eða fyrirtæki sem þeir starfa hjá, greiða fyrir póstinn og þarf að borga fyrir hverja þá mínútu sem fer í að sækja póst. Aftur á móti kostar það sendand- ann lítið sem ekkert að senta hund- ruðum eða þúsundum tölvupóst. Það er einnig auðvelt að verða sér út um netföng, víða er hægt að komast yfir slíka lista þó óheimilt sé að notfæra sér þá og til eru fyr- irtæki sem byggja rekstur sinn á að selja netfangaskrár. Einnig eru þess dæmi hér á landi að menn hafi komist yfir netfangaskrár á netinu og síðan hagnýtt sé þó í seinni tíð hafi þeir sem halda slíkar skrár yf- irleitt gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir slíkt. Harkaleg andspyma Þegar netið var að slíta bams- skónum komst lögfræðistofa upp á lagið með að senda öllum notend- um póstlista raslpóst. Þegar fyrir- tækið var ávítt fyrir slíkt athæfi var forsvarsmaður þess kokhraust- ur og sagðist mundu endurtaka þennan leik, þetta væri bráðgott fyrir viðskiptin. Netnotendur kunnu alls ekki að meta þetta og brast á með flóði tölvupósts til við- komandi forsvarsmanns, þangað streymdu tugþúsund tölvubréfa, mörg gríðarlega stór, og fór svo að netþjónustuaðili hans gafst upp eftir að póstgátt hans hafði sprang- ið hvað eftir annað. Forsvarsmað- Morgunblaðið/Andrés urinn róaðist ekki við þetta; sagðist myndu finna sér nýjan þjónustuað- ila og halda orrastunni afram, en þá hófst áhlaup á fyrirtækið sjálft; símbréfin bárast ú hundraðatali, flest margir metrar af auðum pappír, og starfsfólk hafði ekki undan að skipta um rúllur. Símar hringdu líka í sífellu og að streymdu menn með pizzur, hús- gögn, gosdrykki, hamborgara og svo mætti telja. A endanum var fyrirtækinu lokað um stundarsakir og hætt var við frekari markaðs- sókn inn á netið að sinni. Af þessu má ráða að raslpóstur fer mjög í taugamar á netnotend- um og sá pirringur er fráleitt á undanhaldi. Til er á netinu félags- skapur sem berst gegn raslpósti. Hann beinir spjótum sínum að net- þjónustum, enda geta þeir gripið til ýmissa ráða til að hemja raslpóst og meðal annars komið í veg fyrir að þeir sem senda slíkt geti nýtt sér póstgáttir þeirra. Vilji netþjón- usta ekki bregðast við á þann hátt sem samtökin telja rétt lenda allar póstsendingar frá viðkomandi net- þjónustu í vandræðum, því aðrar netþjónustur neita að taka við pósti frá léni þjónustunnar og því verða notendur hennar fyrir miklum skakkaföllum og leita að lokum annað. Þegar hafa nokkur slík mál komið upp og ævinlega lyktað með uppgjöf viðkomandi netþjónustu. Margir hafa orðið til þess að deila á þetta og segja ekki rétt að gera netþjónustuna ábyrga fyrir því hvaða umferð fer um net henn- ar; það sé ekki hlutverk þeirra sem selja aðgang að netinu að ritskoða það sem þar fer fram. Kröfum um slíkt megi líkja við að símafyrir- tæki séu skylduð til að koma í veg fyrir að menn klæmist í síma eða hringi í fólk að kvöldlagi til að selja orðabækur og ýmislegt skran. Einnig segja menn sem svo að þeg- ar félagsskapur sé tekinn upp á því að þvinga netfyrirtæki til að rit- skoða það sem fer um net þeirra sé skammt í að úthýst verði þar fleiru sem ýmsum hagsmunahópum sé á móti skapi. Vandamálið er vissulega ekki bara vandamál einstaklinga, því heildarhagsmunir eru í hættu. Þannig er svo komið að margir net- þjónustuaðilar hafa hætt að vista fréttaþjónustur því streymið af raslpósti þangað inn er slíkt að tölvur nánast kikna undir álaginu. Fjölmargar fréttarásir á netinu era óstarfhæfar eða því sem næst vegna raslpósts og margir grípa til þess ráðs að skipta ört um netfang, til að losna við ruslpóst; það líður alltaf einhver tími áður en farið er að dæla ruslinu í nýja netpósthólfið. Sumir tölvupóstaðilar bjóða upp á raslpóstsíur sem draga úr álaginu, og reyndar geta einstaklingar keypt sér forrit til að eyða jafnharðan raslpósti, þó vissulega sleppi alltaf einhver póstur í gegn, en einnig er hætta á að póstur sem sannanlega er ekki raslpóstur glatist. svona málum með því að loka aðgengi sendanda (loka not- andanafni hans) og loka vefsiðu viðkomandi ef ruslpóstur notað- ur til að auglýsa hana.“ Maríus segir h3 engar form- legar kærur hafi borist til ISnet vegna ruslpósts, en nokkrar kvartanir sem reynt sé að fylgja eftir af bestu getu. „Þar sem við gerum kröfu til okkar viðskipta- vina að þeir undirriti notkunar- skilmála þá er þetta ekki vanda- mál á ISnet,“ segir hann og bæt- ir við að þegar slík mál hafi komið upp, hafi það ávallt verið leyst á viðunandi hátt og ISnet ekki þurft að grípa til lokunar á samböndum vegna þessa. „En við munum ekki hika við að loka aðgangi aðila að ISnet sem ekki tekur af fullri festu á notendum sem verða uppvísir að sendingu ruslpósts. Ef við gerðum það ekki værum við að stofna teng- ingum annarra aðila á ISnet í hættu.“ Maríus segir að ruslpóstur sæki enn í sig veðrið á netinu. Eins og er eigi ruslpóstur á net- inu aðallega upptök sín hjá stór- um netþjónustum í Bandaríkun- um sem ekki hafi sett sinum not- endum neinar reglur um slíkan póst enn sem komið er. Þessar þjónustur séu þó að setja slíkar reglur í stórum stíl, aðallega vegna mjög öflugra varnarað- gerða viðtakenda. Hann segist ekki telja að rekstur póstlista sé í hættu vegna flóðsins, en rekst- ur þeirra verði erfíðari og menn verði að vera betur á varðbergi yfir því hvar slíkir listar séu reknir. „Á Usenet er eins og er næstum helmingi af öllum grein- um hent í ruslpóstvörnum þar, og fyrir vikið hefur dregið úr slikum pósti þar.“ HONDA 4 d y r a 1 . 4 S i ______________________________ 9 0 h e s t ö f L Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri Innifaiið í verði bílsins 1400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun4 Loftpúðar fyrir ökumann og farþega4 Rafdrifnar rúður og speglar4 ABS bremsukerfi4 Samlæsingar 4 14" dekk4 Honda teppasett4 Ryðvörn og skráning4 Útvarp og kassettutæki 4 Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.550.000,- 115 hestöfl Verð á götuna:1.455.000,- Sjálfskipting kostar 100.000,- Fjarstýröar samlæsingar 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Sjálfskipting 100.000,- (H) HONDA Sfmi: 520 1100 33.990 I tölvum erum við best ...langbest ^^tróíegavéívn ) íntel 166 MMX 32 mb SDRAM '■e° 3200 MB U-DMA 15’ skjár Ati Xpression 3Dbooster 2mb 24 hraða geisladrif Soundblaster 16 80 wött 33.6 bás fax & simsvari 4 mán. hjá Margmiölun Windows 95b & bók Win 95 lyklaborö & mús Bókin um Windows 95 Deskjet 670C og kapall þessi vél á aöeins... Sounblaster64 og PC Works hátalarar HANN ER KOMINN AFTUR, ...loksmsj lokstns ColorPage Live Borðskann SkannarA4 30Bita 4800 punkta upplausn OPIÐ Virka daga 10-19 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 13-17 Grensásvegur 3 - Simi 588 5900 Fax 588 5905
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.