Morgunblaðið - 28.02.1998, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 28.02.1998, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Um álitsgerð Ragnars Hall hrl. í máli Þ.Þ. DÓMAFRAMKVÆMD er vanda- söm, af því að þeir er hana hafa á hendi, þurfa jafnt að gæta hagsmuna almannavaldsins sem hagsmuna þess er dómi sætir. Framkvæmd dóms má hvorki hafa í för með sér, að hann verði á þeim vettvangi mild- aður né þyngdur frá því, sem kveðið var á um í dómsorði. Dómur Hæstaréttar í máli Þ.Þ. Dómur Hæstaréttar frá 12. júní 1997 í máli Þ.Þ. hljóðar svo: „Ákærði, ÞÞ, sæti fangelsi í 12 mán- uði, en fresta skal fullnustu níu mán- aða af refsingunni og sá hluti falla niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu þessa dóms ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði greiði 50.000.000 króna sekt í ríkissjóð, en sæti í hennar stað fangelsi í 12 mánuði ef hún greiðist ekki innan fjögurra vikna frá birt- ingu þessa dóms.“ Forgengi sektarkröfunnar Helgi V. Jónsson hrl. lögmaður Þ.Þ. fór þess á leit á síðastliðnu sumri við sýslumanninn á Akranesi, að sektarkrafa ríkissjóðs gengi fyrir kröfu ríkissjóðs um önnur opinber gjöld Þ.Þ. A beiðni þessa féllst ég sem sýslumaður, þ.e. innheimtumað- ur ríkissjóðs og framkvæmandi dóms á hendur Þ.Þ. Til grundvallar lagði ég, að annars vegar ykjust lík- ur á, að sektin fengist greidd, þ.e. fullnusta dómsins tækist, og hins vegar væru hagsmunir ríkissjóðs á engan hátt skertir, því að jafnmargar krónur kæmu í ríkissjóð, þótt fé dómfellda yrði fyrst not- að til að greiða sektina. Bæði samkvæmt stjóm- sýslulögum nr. 37/1993 og dómi Hæstaréttar var mér rétt og skylt að leysa þannig úr málinu, jafnvel þótt engin beiðni hefði komið fram um það. í fyrsta lagi bar samkvæmt jafnræðis- reglu 11. gr. stjórnsýslu- laga að láta Þ.Þ. njóta sömu kjara og aðra gjaldþegna að þessu leyti. Engin heimild var til að þyngja dóminn með því að láta dómfellda sæta lak- ari kjörum en aðrir gjaldþegnar njóta. í öðru lagi bar, samkvæmt meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslu- laga, þegar tveir misþungbærir kost- ir fyrir borgarann koma til greina við töku stjórnvaldsákvörðunar, að velja þann, sem vægari er. í þriðja lagi bar samkvæmt dómi Hæstarétt- ar að láta sektarkröfuna ganga fyrir, því að sé kveðið á um vararefsingu í dómi, er forsendan, að dómfelldi hafi fjárhagslega getu til að greiða dæmda sekt. Vararefsing er ein- göngu þvingunarúrræði til að knýja dómsfellda til að greiða dæmda sekt. Gagnrýni á þá ákvörðun að láta sektarkröfu ganga fyrir í álitsgerð þeirri um málið, er dómsmálaráðuneyti keypti af Ragn- ari Hall hrl., kemur ekki fram nein bitastæð gagnrýni á ákvörðun mína. Lögmaðurinn seg- ir, að nefnda ákvörðun hafi ég tekið án samráðs við viðkomandi ráðu- neyti. Það er rangt, að því er varðar fjármála- ráðuneytið, og að því er varðar dómsmálaráðu- neytið, jók ákvörðun mín líkur á, að sektin fengizt greidd. Því voru fyrirfram líkur á, að ráðuneytið yrði sam- mála. En meginatriði var, að ákvörðun mín var stjómvaldsákvörðun á valdsviði mínu, sem mér var rétt og skylt að taka án fyr- irmæla annars staðar frá. í álitsgerð sinni segir Ragnar Hall hrl., að hann telji röksemdafærslu ákvörðunar minnar „sérkennilega, sér í lagi vegna þess að í báðum til- vikum er um að ræða dæmdar kröf- ur í eigu ríkissjóðs". Ég hef ekkert við það að athuga, að í augum Ragn- ars Hall hrl. er ákvörðun mín „sér- kennileg“, en meginatriði er, að hún var studd við gildandi landslög og dóm Hæstaréttar. Þann lagagrund- völl reynir lögmaðurinn ekki einu sinni að hrekja. Beinlínis röng er sú staðhæfing hans, að báðar kröfumar hafi verið dæmdar kröfur 1 eigu rík- issjóðs. Skattkröfurnar vom ekki dæmdar af dómstólum, heldur til orðnar fyrir stjómvaldsákvörðun skattyfirvalda. Einungis sektarkraf- Sigurður Gizurarson Fasteignalán fyrir eldri borgara Fasteignalán Handsals hf. eru fyrir þá eldri borgara sem vilja innleysa að hluta uppsafnaðan spamað í húseign. Kostir Fasteignaláns Handsals hf. em meðal annars að með því má lækka eignarskatt, greiða upp óhagstæðari lán eða auðvelda framfærslu. Lánið er til allt að 25 ára og fyrstu 10-15 árin em aðeins vaxtagjalddagar. Skilyrði fyrir lánveitingu er: XlVSaNVH / I Undir 50% heildarveðsetning á fasteign Gildir aðeins fyrir Stór-Reykjavíkurssvæðið s Vextir á bili 6,75-7,50% eftir veðsetningarhlutfalli i 16.875 kr. 17.500 kr. 18.750 kr. 5.625 kr. 5.833 kr. 6.250 kr. 6,75% 7,00% 7,50% * án verðbóta Hríngdu i sima 5101600 og pantaðu tíma hjá ráðgjafa Persónuleg og góó þjónusta Dæmi um vaxtagreiðslur á milljón króna lán*: Vextir á láni Vaxtagreiðsla Vaxtagreiðsla á 3 tnán. fresti á mánuði an var dæmd af dómstól - og hún var dæmd af Hæstarétti. Lögmaður- inn vitnar til þess, að samkvæmt lög- um nr. 19/1991 um galdþrotaskipti séu kröfur um fésektir jafnsettar öðrum kröfum ríkissjóðs í skuldaröð. Þessi röksemd lögmannsins er harla léttvæg, í fyrsta lagi í ljósi þess, að dómfelldi hafði ekki verið lýstur gjaldþrota, þegar ákvörðun var tekin um að láta sektarkröfuna ganga fyr- Akvörðun mín miðaði að því, segír Sigurður Gizurarson, að aðalefni dómsins yrði fram- kvæmt. ir, í öðru lagi að nefnt ákvæði gjald- þrotaskiptalaga er frávíkjanlegt og í þriðja lagi að dómur Hæstaréttar var á því reistur, að dómfelldi hefði fé til að greiða sektina. í álitsgerð sinni heldur Ragnar Hall hrl. þvi ennfremur fram, að samkvæmt rökstuðningi mínum hafi tilgangur minn beinlínis verið að „upphefja sem allra stærstan hluta sektarkröfunnar til að koma í veg fyrir að ÞÞÞ þyrfti að afplána vara- refsingu samkvæmt sektardómin- um“. Þessi kenning lögmannsins er ósæmileg í hæsta máta, því að hér dróttar hann því að mér, að ég hafi með ákvörðun minni verið að koma í veg fyrir framkvæmd hæstaréttar- dómsins. Akvörðun mín miðaði að því að aðalefni dómsins yrði fram- kvæmt. Aðalefni dómsins var, að dómþoli skyldi greiða 50 millj. kr. sekt í ríkissjóð. Lögmaðurinn hefur hins vegar endaskipti á hlutunum, og því að orð hans verða ekki skilin á annan veg en þann, að hann telji þvingunarúrræði, sem Hæstiréttur kvað á um til að knýja fram sektar- greiðsluna, aðalefni dómsins. Því fer fjairi. Höfundur er sýslumaður á Aknmesi. Að gera andstæðinginn tortryggilegan ÞAÐ er gamalt bragð í rökræðu eða deilu um menn og málefni að reyna að gera andstæð- inginn tortryggilegan. I lok janúar birtist stutt bréf frá Karli Erni Karlssyni lektor í dálki Víkverja í Morg- unblaðinu þar sem hann gerir að umtals- efni auglýsingar Árna Sigfússonar borgarfull- trúa á vegum FIB. Ekki ætla ég að blanda mér í þá umræðu. Ég man þó ekki betur en grein Karls hafi verið málefnaleg og án stór- yrða. Hann mátti að sjálfsögðu búast við að fá viðbrögð. Og hann fékk þau sannarlega. Bæði í Morgunblaðinu og DV hafa birst andmælagreinar en þær eru því miður ekki eingöngu á málefnalegu nótunum. Reynt er að gera Karl Öm Karlsson, sem að því er ég best veit er vandaður og sómakær mað- ur, að tortryggilegri og ómerkilegri persónu og því máli, sem er til um- ræðu, þannig drepið á dreif með ýmsum hætti. Nú síðast 24. febrúar birtist langt bréf í Velvakanda frá Páli Erni Líndal þar sem talað er um að lektorinn sé marklaus mál- pípa og frá honum hafi komið fúk- yrðaflaumur. Hvar hefur sá fúk- yrðaflaumur birst? Ekki hef ég orð- ið var við hann. Meðal annars er sagt að sést hafi til Karls í sjón- varpsþætti heima hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra! Hvað kemur það málinu við? Hefur Karl Orn Karlsson ekki skoðana- frelsi þó að hann sé kunningi Ingi- bjargar Sólrúnar? Mér er kunnugt um að Kristín, kona Karls, hefur um árabil verið náinn samstarfsaðili Ingibjargar Sólrúnar í Kvennalistanum. Sú er að öllum líkindum skýringin á sam- gangi milli heimila þeirra. Mér er líka kunnugt um það að mágur Karls Arnar er einn af þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Ef sjónvarpið hefði sýnt hann í heimboði hjá mági sínum hvers konar samsæri hefði það þá verið? Svik þingmannsins við Árna Sigfússon? Eðakannski svik Karls Arnar við Ingibjörgu Sólrúnu? Staðreyndin er auð- vitað sú að kunningja- og ættingjatengsl ganga þvert á stjómmála- flokka. Og samsæris- kenningar ganga sjaldn- ast upp. Sjálfum tel ég mér það til gildis að eiga vini í öllum stjórn- málaflokkum. Það er ekki þar með sagt að ég sé sammála þeim öllum og enn síður málpípa þeirra. Nýlega var ég til dæmis í heimboði hjá einum af sigur- vegurum Sjálfstæðisflokksins í próf- Staðreyndin er auðvit- að sú að kunningja- og ættingjatengsl ganga þvert á stjórnmála- flokka, segir Guðjón Friðriksson, og sam- særiskenningar ganga sjaldnast upp. kjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosningana í vor. Ef Páll Örn Líndal hefði séð mig þar hefði hann sennilega hrópað húrra og sagt: „Hann kýs D-listann“. Málið er bara ekki svona einfalt. Ég áskil mér rétt til að hafa sjálfstæðar skoð- anir, rökræða og draga ályktanir þó að ég umgangist menn og konur úr ýmsum flokkum. Sama rétt verðum við að áskilja Karli Emi Karlssyni. Þess vegna er herferðin gegn honum bæði ómakleg og ósmekkleg. Höfundur er sagnfræðingur. Guðjón Friðriksson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.