Morgunblaðið - 28.02.1998, Side 42

Morgunblaðið - 28.02.1998, Side 42
42 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Húsnæðismál HÚSNÆÐISMÁL skipta alla miklu. Að koma sér upp heimili og þaki yfir höfuðið er meginfjárfesting í lífi flestra. Hér hefur ríkt mjög mikil séreigna- stefna og leigumarkað- ur hefur verið of þröngur og ótraustur. Löggjöf um húsnæðis- mál er flókin og að ýmsu leyti úrelt. Þótt hugsunin hafi verið góð í upphafi hafa að- stæður í þjóðfélaginu breyst og margvíslegir gallar komið í ljós. Því var mjög brýnt að taka húsnæðis- löggjöfina tO endurskoðunar. Ný lög um húsaleigubætur voru afgreidd á haustþingi og nú eru húsaleigubætur greiddar í öllum sveitarfélögum og á allt leiguhús- næði. Stjórnarfrumvörp að endur- bættri húsnæðislöggjöf hafa nú verið kynnt og munu verða að lög- um í vor. I frumvarpinu um húsnæðismál er um veigamiklar breytingar að ræða, sérstaklega hvað varðar skipulag og félagsleg húsnæðis- mál. Húsnæðisstofnun verður lögð niður um næstu áramót en í stað hennar verður settur á stofn Ibúða- lánasjóður. Bygginga- sjóður ríkisins og Byggingasjóður verkamanna verða sameinaðir og mynda Ibúðalánasjóð. Byggingasjóður rík- isins er mjög sterkur en Byggingasjóður verkamanna stefnir í greiðsluþrot. íbúðalánasjóður verður sjálfbær innan fárra ára og þarf ekki á framlögum úr ríkissjóði að halda. Félagsleg húsnæðismál Húsbréfakerfið hefur í megin- dráttum reynst vel og verður það útvíkkað. Félagslega íbúðakerfinu verður lokað um næstu áramót. Ibúar í félagslega kerfinu munu að sjálfsögðu halda samningsbundn- Þetta er mikil breyting og trygging íyrir því að fólk fái raunvirði fyrir húsnæði sitt og fái notið arðs af endurbótum en fyrningarreglur eldra kerfis hafa í mörgum tilfell- um hindrað það. Eignamyndun verður því eðlileg í nýju kerfi. Þá verða sveitarfélög og félög um leiguhúsnæði örvuð til þess að auka framboð á leiguhúsnæði bæði með því að gera innlausnaríbúðir að leiguíbúðum svo og til kaupa á eldra húsnæði í góðu ástandi og til bygginga leiguíbúða allt með mjög hagstæðum lánum. Þörf fyrir leiguhúsnæði mun aukast við þessa kerfisbreytingu þar sem hætt verð; ur að lána allt kaupverð íbúðar. í eldra kerfi gátu menn átt kost á að fá allt kaupverðið að láni. Það gaf mjög sorglega raun þar sem þriðj- ungur nauðungarsöluíbúða 1996 var með 100% lánum. Nauðungar- sala dugir sjaldan til að greiða upp húsnæðisskuldir viðkomandi og standa þá einstaklingarnir uppi eignalausir og með miklar skuldir við Húsnæðisstofnun á bakinu og allar leiðir lokaðar. Félagsleg aðstoð færð í vaxtabætur o o Miðvikudaginn 11. mars nk. mun aukablað um menntun fylgja Morgun- blaðinu. Aukablaðið er gefið út í tengslum við Námskynningu 1998 sem ber yfirskriftina „íleitað námi“. í blaðinu verður kynning á nær öllu námi að loknum framhaldsskóla og námi á öllum skólastigum sem miðar að starfsréttindum, eins og t.d. iðn- og tækninámi. Einnig verða kynntir möguleikar á sviði sfmenntunar og náms erlendis. Þá eru kynnt ýmis styttri námskeið á vegum einkaskóla, eins og nám i tölvu- og viðskipta- greinum. Blaðið verður prentað í aukaupplagi og dreift á námskynningunni, sem fram fer á svæði Háskóla íslands, en gestir á síðustu kynningu voru um 7.000. Skilafrestur auglýsingapantana ertil kl. 12.00 fimmtudaginn 5. mars. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á söludeild sérauglýsinga f síma 569 1139. AUGLÝSiNGADEILD Sfmi 569 1111 • Bréfasfmi 569 1110 • Netfang augl@mbl.is Mjög brýnt var, segir Páll Pétursson, að taka húsnæðislöggjöfina til endurskoðunar. um réttindum sínum en þeim verð- ur gert kleift að komast út úr því jafnframt því að byrðum er létt af sveitarfélögum. Nýtt félagslegt lánakerfi verður tekið upp. Þeir sem eiga rétt á fé- lagslegri aðstoð í húsnæðismálum velja sér sjálfir íbúð á sölu og fá húsbréf til 40 ára fyrir 65% af verði íbúðarinnar gegn veði í henni en 70% lán ef um fyrstu íbúð í eigu viðkomandi er að ræða. Siðan fá þeir 20 eða 25% peningalán til við- bótar en verða sjálfir að fjármagna 10% kaupverðs. Þetta hefur mjög milda kosti fram yfir eldra kerfi. Einstaklingarnir geta valið sér íbúð við hæfi og nýtt sér eigin vinnukraft við endurbætur. Fé- lagslegu íbúðimar dreifast miklu betur um sveitarfélögin og er það farsælla en að safna þeim í sérstök hverfi. Sveitarfélögin sem sækja um viðbótarlán leggja fram 5% af fjár- hæð viðbótarlánsins í sérstakan varasjóð og er honum ætlað að standa undir útlánatöpum af við- bótarlánum svo og að leiðrétta verð eldri félagslegra íbúða ef þær eru bókfærðar yfir markaðsverði. Kaupskylda afnumin Kaupskylda sveitarfélaga á íbúð- um í nýja kerfinu verður ekki til staðar. Ibúum í nýja kerfinu verð- ur frjálst að fara út úr því, selja íbúð sína á frjálsum markaði enda greiði þeir upp félagslega lánið. LífsiyfcfgoBúðin, Laugavegi 4, s. 551 4473 Samhliða þessum breytingum á húsnæðislöggjöfinni mun fjármála- ráðhema flytja frumvarp um vaxtabótaþátt tekjuskattslaganna. Hin félagslega aðstoð færist í vaxtabótakerfið og er það einfald- ari aðferð en niðurgreiðsla vaxta. Vaxtabætur verða samtímagreiðsl- ur, greiddar fjórum sinnum á ári. Ekki er gert ráð fyrir að breyta viðmiðunarmörkum vaxtabóta. Þegar tekið er tillit til vaxtabót- anna verður heildargreiðslubyrði einstaklinganna í hinu nýja kerfi verulega léttari í nýju kerfi en í hinu eldra á fyrrihluta lánstímans. Heildargreiðslubyrði hjóna í 7 milljóna kr. íbúð og með 150 þús- und króna tekjur á mánuði er 205 þúsund á ári í eldra kerfi en verður 160 þúsund í nýja kerfinu á fýrstu árunum. Bætt staða tekjulágra Ef við tökum dæmi af einstæðu foreldri með 80 þúsund króna launatekjur á mánuði sem kaupir íbúð á 5,5 millj. þá er heildar- greiðslubyrði um 140 þúsund ár- lega á fyrstu árunum í eldra kerfi en verður 112 þúsund í nýja kerf- inu. Nefnd um endurbætt greiðslu- mat er að skila áliti og til stendur að breyta reglunum um greiðslu- mat þannig að það verði raunhæf- ara. Þessi endurskipulagning hús- næðismála er til mikilla bóta og sparnaðar fyrir neytendur, sér- staklega þá sem rétt eiga á félags- legri aðstoð. Hér erum við að koma upp heildstæðu húsnæðiskerfi sem stuðla mun að bættum hag fjöl- skyldnanna í landinu. Höfundur er félagsmálnráðherra. -/elinck Nærfatnaður Laugavegi 4, sími 551 4473

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.