Morgunblaðið - 28.02.1998, Side 50

Morgunblaðið - 28.02.1998, Side 50
50 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BJÖRK AÐALHEIÐUR BIRKISDOTTIR + Björk Aðalheið- ur Birkisdóttir fæddist í Austurkoti á Vatnsleysuströnd 8. október 1956. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 19. febrúar siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landa- kirlqu 27. febrúar. Elsku Björk, mín hugrakka systir, sem ert búin að berjast með jákvæðum og opnum huga í nærri eitt ár við illskæðan sjúkdóm. Þú kvartaðir aldrei þótt þú fyndir til, þú hjálpaðir okkur svo mikið með baráttu þinni. En ég veit að þú ert hjá Drottni. Þú gast alltaf samglaðst náunganum, öfundaðir aldrei, þú talaðir aldrei illa um aðra. Þegar þú komst upp á land komst þú aldrei tómhent, dróst ævinlega eitthvað upp úr pokunum handa stelpunum mín- um. Það var mikil gleði þegar þú, ég og Hrefna systir urðum allar ófrískar á sama tíma. Þú eignaðist dreng 12. júní 1990 sem skírður var Óli Þór, Hrefna fékk stúlku 13. október 1990 og mín stúlka fæddist 17. október, sama dag og Óli Þór var fluttur til London í hjartaaðgerð en hann kom aftur heim, enda með baráttuskapið hennar mömmu sinnar. Það var áfram barist eftir að heim kom en Óli Þór lést 27. mars 1991 og ég hugsa það núna hvað Óli Þór hefur verið líkur henni möinmu sinni. Hann gaf svo mikinn styrk frá sér í veikindum sínum eins og mamma hans gerði, þau gerðu okk- ur þetta svo miklu auðveldara. Við eigum eftir að sakna þín sárt, elsku Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfínu, ekki sem viðhengi. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðalh'nubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. + Dóttir okkar, móðir, fyrrum eiginkona og systir, ÞÓRA MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR, var bráðkvödd á heimi sínu fimmtudaginn 26. febrúar. Anna Jóhanna Oddgeirs, Friðrik Hjörleifsson, Borgþór Ágústsson, Guðrún Ágústsdóttir, Sigfús Ágústsson, Aurora Ágústsdóttir, Ágúst Borgþórsson, Aurora G. Friðriksdóttir, Bjarni Sighvatsson, Hjörleifur Friðriksson, Auðbjörg Sigurþórsdóttir, Jón Rúnar Friðriksson, Friðrik Þór Friðriksson og fjölskyldur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, MÍNERVU GfSLADÓTTUR frá Bessastöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 5, Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, fyrir ein- staka umönnun og hlýju. Erla Sigurjónsdóttir, Jón Sæmundsson, Sofffa Sæmundsdóttir, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Oddný Sæmundsdóttir, Sigrfður Sæmundsdóttír, Gfsli Sæmundsson, Nanna Sæmundsdóttir, Valdimar Ingólfsson, Steinunn Jónsdóttir, Hafsteinn Lúðvfksson, Sverrír Haraldsson, Sveinn Runólfsson, Ólafur Guðmundsson, Snjólaug Kristinsdóttir, Stefán Helgason, barnaböm og barnabamabörn. Björk, það verður sárt að sætta sig við að vera bara þrjú eftir í systk- inahópnum en við vitum að þú ert í góðum höndum hjá Guði. Elsku mamma og pabbi, Beddi, Þórður, Solla, Birkir og Guðný. Ég vil biðja góðan Guð að styrkja ykk- ur í sorg ykkar. Helga Magnea Birkisdóttir. Hún Björk er dáin. Mér finnst ég verði að skrifa fá- ein orð í minningu hennar. Við Björk kynntumst í Húsmæðraskól- anum á Staðarfelli, en þar stunduð- um við nám saman veturinn 1972- 73. Alls staðar sem Björk var, var líf og fjör, hún var svo full af orku að manni þótti stundum nóg um. Við voram ekkert sérlega nánar þennan vetur og svo eins og gengur slitnaði sambandið er náminu lauk. í 10 ár frétti ég ekkert frá henni (en við skólasystumar eram vanar að hittast á 5 ára fresti, oftar í seinni tíð). Allt í einu á 10 ára skólaafmæl- inu okkar birtist Björk með alla sína gleði. Ég ætla ekkert að hafa þau orð lengri en þessa helgi kom okkur svo vel saman að við skildum það varla sjálfar. Þetta var alger stuðhelgi, ein þurfti meira að segja að fara til læknis í Búðardal og láta saga af sér giftingarhringinn. Eftir þessa helgi mynduðust ein- hver tengsl á milli okkar Bjarkar og símhringingar urðu tíðar. Björk má einna helst lýsa sem mikilli baráttu- manneskju því hún barðist hetju- lega við sjúkdóm sinn og barmaði sér ekki. En það lýsir kannski best trú hennar og bjartsýni að hún sagði alltaf: ég ætla ekki að láta þetta drepa mig, og ég trúði henni alltaf, svo þegar ég fékk þær fréttir að hún ætti aðeins viku eftir ólifaða, settist ég niður og fór að hugsa um liðnar samverastundir. Síðastliðið haust þegar ég fékk það stóra hlut- verk að verða amma, var ekki að spytja að hugulseminni því þá fór Björk fárveik á stúfana og sendi baminu gjöf. Með vorinu höldum við upp á 25 ára skólaafmæli, en hún Björk mín verður víst ekki með okkur nema í hugum og hjörtum okkar skólasystranna. Elsku Beddi, Guðný, Birkir og Þórður og aðrir aðstandendur. Ykk- ar missir er mikill og ég vona að Guð veiti ykkur styrk í sorg ykkar. Ingibjörg (Dedda). Mér er orðið ljóst að stundum lendum við í þeirri aðstöðu í lífinu að ekki verður annað gert en að taka eitt skref í einu og lifa frá einni andrá til annarrar. Björk A. Birkisdóttir var í stjóm og trúnaðarmannaráði Verka- kvennafélagsins Snótar um árabil og gegndi þeirri vinnu af alúð og ósérhlífni. Ég minnist Bjarkar sem mjög kjarkaðrar konu, sem sagði hlutina eins og þeir vora. Þó að veikindin væra farin að há henni og hún hefði í nógu að snúast heima við, gaf hún sér alltaf tíma til að „kíkja“ í kaffi hjá stelpunum í Snót svona til að at- huga hvemig gengi í samningunum. Vora þá teknar upp rökræður um kosti og galla þeirrar vinnu sem lá fyrir, oft vora umræðumar svo heit- ar að ég gleymdi því að þama væri kona sem ætti við alvarleg veikindi að stríða. Eins þótti mér vænt um upp- hringingamar á morgnana, var þá oftast rætt um lífið og tilverana og það tímabil þegar við unnum báðar i Isfélaginu. Elsku Björk, nú kveð ég þig með þakklæti fyrir samveruna og sam- vinnuna. Fann ég eigi orðin þá er ég segja vildi, varð þó feginn eftir á að þegja skyldi. (Ókunnur höfundur.) Elsku Beddi, Þórður, Birkir og Guðný, megi góður guð styrkja ykk- ur í sorginni. F.h. Verkakvennafélagsins Snót- ar, Linda Hrafnkelsdóttir. Hún Björk frænka er dáin. Það er eitthvað svo fjarlægt og óraun- veralegt að hugsa að ég eigi aldrei eftir að sjá hana aftur. Björk var næstelst af okkur frænkunum (systkinabömunum) sem hittumst 4-5 sinnum á ári á frænkukvöldum. Það var ávallt reynt að hafa sam- verastundimar okkar þegar Björk frænka var að koma upp á land eða einhver frænkan var að koma í heimsókn frá útlöndum. Björk var sterkur persónuleiki og harðdugleg. Aldrei heyrði maður hana kvarta eða kveina, hún þurfti að vinna mik- ið og hafa mikið fyrir því að eignast það sem hún átti, en aldrei kvartaði hún eða aumkaði sjálfa sig. Björk átti tvo syni með fv. manni sínum, Rúnari, þá Þórð og Ragnar Birki. Með núverandi manni sínum, Bern- ódusi, sem alltaf er kallaður Beddi, eignaðist Björk tvö börn, Guðnýju, sem er fimm ára, og Óla Þór, sem fæddist 12.6. 1990 og dó 27.3. 1991. Björk og Beddi stóðu þétt saman í veikindum Óla Þórs og börðust hetjulega við náttúraöflin sem sigr- uðu þegar Óli Þór dó, einnig hafa þau barist hetjulega við þennan vá- lega sjúkdóm sem dró Björk til dauða. Það var fyrir tæpu ári sem Björk fékk að vita að hún væri með krabbamein og gekkst undir þrjá uppskurði á stuttum tíma, en aldrei kvartaði hún, hún ætlaði að beijast og gerði það, hún gerði framtíðar- áætlanir og talaði um hvað hún ætl- aði að gera í sumar, t.d. að fara til útlanda með Bedda sínum og litla sólargeislanum sínum henni Guð- nýju. En í staðinn fór hún á fund skapara síns og til Óla Þórs og allra þeirra ástvina sem famir era yfir móðuna miklu. Elsku Björk, megir þú hvíla í friði. Elsku Beddi, Þórður, Birkir, Guðný og Sólrún, Erla, Birkir og allir aðstandendur. Megi guð gefa ykkur styrk og dug til að takast á við sorgina og söknuðinn. Guð blessi ykkur öll. Kveðja, Svala frænka. Hún Björk er farin í hinsta ferða- lagið, ferðalagið sem við eigum öll eftir að fara í. En af hverju svona snemma? Elsku Björk, með nokkram fá- tæklegum orðum langar okkur til að þakka þér allar ánægjulegu sam- verastundimar. Við frænkumar er- um búnar að hittast á „frænku- kvöldum" í nokkur ár. Þar sem þú varst í Vestmannaeyjum þá varst þú ekld alltaf á kvöldunum okkar, en ef við vissum að þú værir að koma upp á land, þá reyndum við að haga frænkukvöldunum þannig að þú gætir komið. Þú komst síðast á frænkukvöld í nóvember sl. og þrátt fyrir veikindi þín var þitt hugarfar jákvætt og þú slóst á létta strengi. En það lýsir þér vel, þú hefur alltaf verið svo dugleg, elsku Björk, og allt sem þú hefur mátt ganga í gegnum hefði orðið okkur flestum um megn. Okkur er sérstaklega minnis- stætt þegar við frænkumar komum til Eyja með fjölskyldur okkar og frændumir komu Uka með sínar fjölskyldur. Þú og Beddi tókuð á móti okkur svo innilega, opnuðuð heimili ykkar upp á gátt fyrir öllum þessum fjölda, því að þó við gistum annars staðar þá voram við öllum stundum á heimili þínu, og þið með Guðnýju litlu, sólargeislann ykkar þá bara nokkurra mánaða. Þetta var meiriháttar ferð og verður aldrei fullþökkuð gestrisni ykkar Bedda og umhyggja. Og ekki voru móttökumar síðri þegar við komum til Eyja hver í sínu lagi, t.d. á Shell- mót. Elsku Björk, nú ert þú öragglega komin með Óla Þór, litla drenginn þinn, aftur í fangið. Við biðjum Guð að blessa Bedda, Guðnýju, Þórð, Ragnar Birki, foreldra þína og systkini og gefa þeim styrk í þessari miklu sorg. Far þú í friði, friðurGuðsþigblessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Björk, minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Frænkurnar. Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- p-einum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skóla- göngu og störf og loks hvaðan út- för hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í greinunum sjálfum. + Innilegar þakkir færum við öllu því góða fólki sem sýndi okkur hlýhug og velvild við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VALTÝS SNÆBJÖRNSSONAR frá Hergilsey, Vestmannaeyjum. Erla Gísladóttir, Gfsli Valtýsson, Hanna Þórðardóttir, Friðbjöm Ólafur Valtýsson, Magnea Traustadóttir, Valtýr Þór Valtýsson, Ingunn Lfsa Jóhannesdóttir, Snæbjörn Guðni Valtýsson, Valgerður Björg Ólafsdóttir, Kolbrún Eva Valtýsdóttir, Birgir Þór Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVl PÉTURSSON fyrrv. útibússtjórí Búnaðarbankans í Hveragerði, Mávanesi 10, Garðabæ, (áður Hólavallagötu 13), verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavfk mánudaginn 2. mars kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Upplýsingar í síma 551 4080. Sigríður E. Tryggvadóttir, Ólaffa K. Tryggvadóttir, Krístinn Álfgeirsson, Ásta Tryggvadóttir, Erlingur Hallsson, Guðrún S. Tryggvadóttir, Ámí Þórðarson, barnabörn og langafabðrn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.