Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mikilvægur fundur í sérfræðingadeilunni - Agreiiiingiir er um heildarútgjöld HUGSANLEGT er talið að það ráðist í dag hvort skrifað verður fljótlega undir samninga milli Tryggingastofnunar ríkisins og sér- fræðilækna. Agreiningur er milli samningsaðila um hvort í samning- unum eigi að vera ákvæði um að heildarútgjöld til sjúkratrygginga megi ekki fara fram úr ákveðnu marki. Kristján Guðjónsson, deild- ’*'arstjóri sjúkratryggingadeildar TR, segir að ef samkomulag náist um þetta atriði sé líklegt að samningar takist mjög fljótlega. Kristján segir að nokkur grund- vallaratriði séu ófrágengin og þeirra stærst sé spumingin um hvort samningamir eigi að inni- halda ákvæði um að heildarútgjöld til sjúkratrygginga megi ekki fara upp fyrir ákveðið hámark. Ákvæði um slíkt hámark er í gildandi saúin- ingi við sérfræðinga og segir Krist- ján að mjög erfitt verði fyrir ríkið að falla frá því. Þetta sé mikilvægt stjómtæki og án þess verði erfitt fyrir stjórnvöld að hafa stjórn á út- gjöldum til þessa málaflokks. Lungnalæknar að hætta? Skurðlæknar koma til fundar við samninganefnd TR í dag, en nokkuð er um liðið síðan síðasti fundur var haldinn. Agreiningur hefur verið um gjaldskrá skurðlækna og hvem- ig eigi að meta kostnað við rekstur skurðstofa. Skurðlæknar og svæf- ingalæknar hafa náð samkomulagi sín í milli um kostnaðarþáttinn og í dag er vonast eftir að í ljós komi hvort samkomulag tekst. 113 sérfræðingar hafa sagt upp samningi við Tryggingastofnun og þar af hafa uppsagnir 73 sérfræð- inga þegar tekið gildi. Uppsagnir 11 lækna til viðbótar eiga að taka gildi á morgun, þar af 7 lungnalækna. Kristján segir að ef árangur náist á fundinum í dag sé líklegt að sam- komulag takist um að fresta þessum uppsögnum. Kristjáni er ekki kunnugt um að fleiri sérfræðingar hafi sagt upp störfum fyrir þessi mánaðamót. Reg’lum um flutn- ing með skóla- bflum áfátt LÖG og reglugerðir, um það hvernig staðið skuli að öryggisat- riðum við flutning barna í skóla- bílum til og frá skóla, eru ófull- nægjandi hér á landi að sögn Herdísar Storgaard, barnaslysa- varnafulltrúa Slysavarnafélags Islands. Herdís segir samræmdar regl- ur vanta um þessi mál fyrir allt landið. Mörg sveitarfélög setji fram kröfu um að bílbelti séu í bílunum þegar þau bjóði slíkan akstur út en það sé hins vegar ekkert sem krefjist þess að þau geri það. ,Á íslandi er ekið með börn í skólabílum allt upp í 90 kílómetra á dag,“ segir Herdís. „Hinn 1. október 1999 gengur í gildi ný reglugerð þar sem gerð er krafa um bflbelti í hópferðabifreiðum með færri en 16 sætum. Frá 1. október 2001 munu reglurnar svo ná yfir allar gerðir hópferðabíla." Sigurjón Pétursson hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarfélögin ekki hafa neinar samræmdar reglur um þessi mál. Óli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs, staðfestir að reglur um skólaflutn- inga mættu vera betri. „Eg held mér sé óhætt að segja það að bfl- beltanotkun sé góð í minni bílum,“ segir hann. „En þar sem börn eru flutt í stórum rútum og bílum sem eru samsvarandi við strætisvagna er þetta viða vandamál." Óli segir að verið sé að taka á þessum mál- um í hópbifreiðum almennt í sam- ræmi við það sem sé að gerast hjá öðrum Evrópuþjóðum. Turandot og tenórar þrír KRISTJÁN Jóhannsson tenór- söngvari syngur í uppfærslu á óper- unni Turandot eftir Puccini í For- boðnu borginni í Peking í september næstkomandi undir stjóm Zubins Metha. Sýningar verða níu og syng- ur Kristján í fimm þeirra, þ.ám. frumsýningunni. Þá fer Kristján tón- leikaferð ásamt tveimur öðrum ten- órsöngvurum, Frakkanum Roberto Alagna og Kanadamanninum Ben Heppner, og verður fyrsti konsert- inn í Tókýó í október, en alls verða ■^þeir tíu. „Þetta verður sett upp í keisara- höllinni, og síðan sýnt á risaskjá úti á Torgi hins himneska friðar og það er reiknað með hálfri milljón manns á torgið,“ sagði Kristján um Turandot. Kristján segir að varðandi þá þrjá sé fylgt fordæmi tríósins Pavarottis, Domingos og Carreras. „Nema það verður ekkert jukk, við verðum bara með kúltúr, bara með óperur.“ ■ Syngur/C2 --------------- Kjaranefnd búin að úr- skurða um laun lækna KJARANEFND hefur sent Kjara- dómi úrskurð um laun heilsugæslu- lækna, en nefndin hefur unnið að honum í á annað ár. Lög gera ráð fyrir að Kjaradómur staðfesti úr- skurði Kjaranefndar áður en þeir öðlast gildi og samkvæmt reglum, sem dómurinn hefur sett, hefur hann 15 daga til að fara yfir úrskurðinn og hugsanlega gera breytingar á hon- um. Engar upplýsingar fást um úr- skurðinn fyrr en Kjaradómur hefur lokið umfjöllun sinni. Dómurinn kemur saman í næstu viku og er talið allt eins líklegt að hann staðfesti úr- skurðinn á fundinum. Afar ólíklegt er talið að Kjaradómur breyti úr- skurðinum, enda liggur mikil vinna á bak við hann. Kuldi og fegurð á Akureyri ÞÓ AÐ kalt hafí verið á Akur- eyri síðustu daga vinna starfs- menn Slippstöðvarinnar af kappi við endurbætur á skipum. Mælifellið er í flotkvínni, en skipið tók niðri í höfninni á Húsavík fyrir skömmu og við það skemmdist skrúfan. Stærstu verkefni fyrirtækisins núna eru uppsetning á vinnslu- dekkjum í frystitogarana Björgvin og Sléttbak. Að sögn Inga Björnssonar, fram- kvæmdastjóra Slippstöðvarinn- ar, hefur verkefnastaðan í vet- ur tæplega verið næg og góð. Nóg verði hins vegar að gera í sumar eins og jafnan á þeim árstúna. Morgunblaðið/Jón Karl Snorrason Afkoma Haralds Böðvarssonar árið 1997 Högnuðust um 536 milljónir króna HAGNAÐUR Haralds Böðvars- sonar hf. á árinu 1997 var 536 millj- ónir króna. Þar af var hagnaður af reglulegri starfsemi 247 milljónir króna. A árinu 1996 var hagnaður 207 m.kr. en hagnaður af reglulegri starfsemi 198,7 m.kr. I fréttatilkynningu frá Haraldi Böðvarssyni hf. kemur fram að 1997 hafi verið fyrsta starfsár fyrir- tækisins eftir sameiningu við Mið- nes hf. og endurbyggingu sfldar- og fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins. „Þar með er lokið miklu umbrota- og uppbyggingartímabili í sögu fé- lagsins, en á síðustu tveimur árum hafa tvö fyrirtæki sameinast HB, þ.e. Miðnes hf. og Krossvík hf.,“ segir í fréttinni, þar sem fram kem- ur að á þessu tímabili hafi verið fjárfest fyrir um 1,9 milljarða króna í endurbótum á skipum og upp- byggingu mjölvinnslu. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði var 840 m.kr. og jókst um 249 m.kr. milli ára. 1997 voru heildartekjur Haralds Böðvarssonar hf. 5.383 milljónir króna og jukust um 54%, en ef tekj- ur Miðness á árinu 1996 eru teknar með í reikninginn er tekjuaukning beggja fjrirtækja 10% milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins í árs- lok var 40,1% og hafði aukist úr 35,9% í árslok 1996. Veltufé frá rekstri var 595,8 m.kr. árið 1997 og 443 m.kr. árið 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.