Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 23 10 -15 á mánuði leita skýringa á háum símakostnaði Heimildar leitað til að sundurliða dýrari símtöl í GÆR var Tölvunefnd sent erindi frá Landssímanum þar sem beðið var um heimiid til að sundurliða á reikningum dýrari símtöl símnot- enda hér á landi. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa hjá Landssím- anum, er þessari beiðni komið á framfæri til að hægt sé að bæta þjónustu Landssímans við við- skiptavini og fáist leyfi fýrir henni mun þessi sundurliðun verða við- skiptavinum að kostnaðarlausu. Að meðaltali berast Landssíman- um 10-15 fýrirspurnir á mánuði vegna hárra símreikninga. „Tölvunefnd er beðin um leyfi til að sundurliða einungis símtöl til útlanda og á símatorg en auk þess getur viðskiptavinurinn sjálfur áfram beðið um nákvæmari sund- urliðun. Einungis um 10% símnot- enda notfæra sér þá þjónustu að fá sundurliðun símreikninga og við höldum að kostnaðurinn eigi kannski hlut að máli. Sundurliðun- in kostar 1,25 aura á hvert símtal og ársfjórðungslega 187 krónur. A hinn bóginn er hægt að takmarka sundurliðunina og fá hana einungis á símtöl til útlanda eða á öll símtöl sem eru dýrari en venjuleg innan- landssímtöl." Mánaðarlegir síma- reikningar „Pá stendur til að taka upp mán- aðarlega símreikninga. Eins og stendur eru símreikningar sendir út á þriggja mánaða fresti og oft eru viðskiptavinir okkar búnir að gleyma hve mikið þeir notuðu sím- ann 4 mánuðum áður en þeir fá síðan reikninginn. Hrefna segir að mánaðarlegir reikningar fari að berast í farsímakerfinu í maí-júní og í haust verði þeir teknir í notk- un í almenna símakerfinu. „Með þeim hætti ættu viðskipta- vinir að geta áttað sig á símanotk- uninni og einnig gripið fyrr í taumana ef símareikningurinn er mjög hár, t.d. vegna notkunar þjónustu á símatorgi eða vegna símtala til útlanda." 60.000-70.000 króna símareikningar Aðspurð segist Hrefna kannast við að fólk leiti skýringa á háum símareikningum sem nemi 60.000- 70.000 krónum og jafnvel hærri upphæðum. Þegar hún er spurð hvaða þjón- ustu símnotendur séu þá að nýta sér bendir hún á að það nýjasta sé skjáleikurinn sem er á Sýn og rík- issjónvarpinu. „Hann nýtur geysi- legra vinsælda. Þetta er í sjálfu sér saklaus leikur en fólk gleymir sér og það hringir ótrúlega oft, jafnvel mörg hundruð sinnum. Mínútugjaldið nemur 66,50 krón- um og það er ekki óalgengt að símareikningarnir hækki um 10.000-20.000 krónur einungis vegna skjáleiksins.“ Erlendar erótískar símalinur Undanfarið hafa í DV, Degi og á einni útvarpsstöð verið auglýstar erótískar símalínur í útlöndum og Hrefna segir að mínútugjaldið hjá þeim nemi 135 krónum á kvöldin en 180 krónum á daginn. „Þessar símalínur eru í eðli sínu svipaðar og bláu línurnar á símatorginu. Það eru fjölmargar svona línur í gangi i útlöndum og fólk þarf ekki annað en nálgast erlent tímarit í næstu bókabúð tO að hafa aðgang að tugum slíkra símalína." Ókeypis að láta loka fyrir símatorg Þegar Hrefna er spurð hvort viðskiptavinir eigi möguleika á að láta loka fýrir slík símtöl segir hún að hægt sé að biðja um að lokað sé fýrir öll símtöl tál útlanda. „Annar kostur og ef til vOl vænlegri er að fá sérstakt aðgangsorð. Þá getur enginn nema sá sem veit aðgangs- orðið hringt tO útlanda úr síman- um. Þessi þjónusta kostar 190 krónur ársfjórðungslega." Hreftia bendir á að í júní verði boðinn nýr læsingaflokkur þar sem hægt verður að loka einungis fyrir dýr- ari útlandasamtöl. „Hinsvegar verður þá opið fyrir símtöl tO Evr- ópu og Bandaríkjanna.“ Þá segir Hrefna að viðskiptavin- um standi til boða að fá ókeypis lokun á símatorg en hún segir að jafnvel þegar háir símareikningar berist fólki vilji sumir ekki nýta sér þennan möguleika. „Þetta á við jafnvel þó við bjóð- um þá þjónustu að láta bara læsa símanum íýrir dýrari línurnar á símatorginu þ.e. þær sem kosta 39,90 og meira. Við höfum auglýst þessa læsingu ítrekað í fjölmiðlum en fram tO þessa hafa einungis um 10% nýtt sér þjónustuna." Þýskar kökur á tilboði í Fjarðarkaupum í FJARÐARKAUPUM stendur nú yfir kynning á formkökum frá þýska fyrirtækinu Kuchen Meister. Þessar kökutegundir hafa ekki verið tO sölu hér á landi áður en frá sama vöru- merki hafa fengist hérlendis form- kökur í álumbúðum. Að sögn Kristins Vagnssonar, sölustjóra hjá heOdverslun Eggerts Kristjánssonar, eru nýju kökurnar í loftskiptum umbúðum og án við- bættra rotvarnarefna. Sem dæmi um verð nefnir hann að 600 g marmarakaka svo og sandkaka kosti 215 krónur, Sacherterta kostar 539 krónur, marmarahringur svo og bóndahringur kostar 177 krónur og 400 g líkjörskaka kostar 249 krónur. Kristinn segir að alls sé um 24 nýjar kökutegundir að ræða og eftir kynninguna í Fjarðarkaupum munu flestar kökutegundimar verða fáan- legar í öðrum matvöruverslunum. Rafrænn afsláttur! veitir öllum sem WttW greiðameð VISA kreditkorti 5% rafrænan afslátt ©Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt FRÍÐINDAKLÚBBURINN www.fridindi.is • www.visa.is SIMI: 5 62 0 2 00 Þar sem allt snýst umfólk *Kvöldverður og dans. tiCú íix34iufn ixpu cJe/tÍxi/ á/ pÁAÍiuLcu^áy - v nxa/iAs. Perlan er afbragðs veitingastaður þar sem allt snýst um fólk. Ksöldstund i Perlunni er öðruvísi. Veitingar eru fyrsta flokks og þjónustan snýst um þig meðan þú snýst um borgina. Til að fullkomna rómantíska stund er svo tilvalið að fá sér snúning á dansgólfinu við Ijúfan söng og undirleik. oe) tantli mat&ehiÆ §>j ááítcitt'i nrcið.ta'ia/t- í. cíxlíutóimt ^PcaÍua/ tíafoxnð/ Fjórir sérvaldirsjávarréttir, hver öðrum betri. 0íui (2A/ qJcJcoa. fxit) 0 esiÁ íá v fi n n i. - (cæihu.i ti áýa-tt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.