Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 594
MINNINGAR
SIGURÐUR
GUTTORMSSON
+ Sig-urður Gutt-
ormsson fæddist í
Hamragerði í Eiða-
þinghá á Fljdtsdals-
héraði hinn 15. ágúst
1906. Hann Iést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi hinn
10. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guttormur
Árnason og kona
hans Sigríður Sigurð-
arddttir. Fyrir áttu
þau hjdn tvö börn,
Sigurveigu og Vigfús.
Þegar Sigurður var
tveggja ára að aldri lést faðir
hans úr lungnabdlgu tæplega 44
ára gamall. Eftir að hafa verið í
húsmennsku á nokkrum bæjum á
Héraði fluttist ekkjan með börn-
in sín þrjú árið 1911 alfarin niður
á Seyðisfjörð. Vann hún þar fyrir
þeim sem ráðskona í sjdbúð Frið-
riks Wathne.
15 ára gamall fer Sigurður til
Vestmannaeyja. Hinn 31. oktdber
1921 kom hanu til Eyja með
strandferðaskipinu Sterling. Bjd
hann fyrst hjá mdðursystur sinni
Sigurbjörgu og manni hennar
Árna Gíslasyni í Frydendal.
Áætlað hafði verið að hann yrði
aðeins eitt ár í Eyjum en þau
urðu 28. Fyrstu tvö sumrin vann
hann í þurrfiski og pökkun hjá
kaupfélaginu Bjarma. Hann
stundaði nám í kvöldskdla og
starfaði í gdðtemplarareglunni
Báru. Hinn 1. ndvember 1923 var
Sigurður ráðinn til starfa í Is-
landsbanka. Utibússtjdri var þá
Viggd Björnsson. Hinn 1. febrúar
1930 var íslandsbanka lokað fyr-
irvaralaust, en hinn 1. apríl var
hann opnaður aftur undir nafni
Utvegsbankans. Hjá þeirri stofn-
un starfaði Sigurður dslitið með-
an starfsaldur leyfði, fyrst í Vest-
mannaeyjum og síðar í Reykja-
vík. Sigurður starfaði með skát-
um í Eyjum, var í íþróttafélaginu
Mjölni, sem seinna gekk í íþrötta-
félagið Þdr, og hinn 6. desember
1926 stofnaði hann með níu öðr-
um félagið AKÓGES í Vest-
mannaeyjum.
Við fráfall góðvinar míns Sigurð-
ar Guttormssonar finnst mér að ein-
hver strengur hafi brostið í lífi
mínu, slíkur vinur var hann mér.
Eg var í Gagnfræðaskóla Vest-
mannaeyja 1936-1938 og vann síðar
hjá vini Sigurðar, Einari Sigurðs-
syni, árin 1940-1942. Á þessum ár-
um kynntist ég Sigurði ekki mildð,
og þó aðallega í gegnum Einar Sig-
urðsson.
Hinn 1. növember
1930 gekk Sigurður
að eiga eftirlifandi
konu sína Sigríði
Margréti Gísladött-
ur (Sísí). Foreldrar
hennar voru Gísli
Magnússon, útgerð-
armaður frá Skál-
holti, og kona hans
Sigríður Einars-
ddttir. Sigurður og
Sigríður eignuðust
einn son, Gísla, f.
1931, nú kennara á
Selfossi. Þau hjdn
bjuggu framan af í
Skálholti, en vorið 1934 keyptu
þau húsið Sólnes af Th. Thomsen
vélsmið. Sigurður vann að félags-
störfum í Eyjum, starfaði í Sdsí-
alistaflokknum um árabil og var
m.a. í bæjarstjórn á vegum
flokksins og sá um útgáfu Eyja-
blaðsins lengi vel. Árið 1944 var
hann skipaður í undirbúnings-
nefnd að lýðveldisstofnun. Árið
1946 lést Viggó Björnsson, og
var Sigurður þá skipaður í starf
bankaútibússtjóra um nokkurra
mánaða skeið. Árið 1947 var Sig-
urði boðin ársdvöl við Privat-
banken i Kaupmannahöfn, og
það ár fdru þau hjdn til Kaup-
mannahafnar. Seint í oktöber
1949 fluttist íjölskyldan til
Reykjavíkur og hóf þá Sigurður
störf við títvegsbankann (aðal-
bankann) í Reykjavík. Eftir
starfslok hjá títvegsbankanum
starfaði hann um árabil á skrif-
stofu Hafskips hf. Þau hjdn
bjuggu í Reykjavík allt til ársins
1996 að þau fluttust til Selfoss til
þess 'að vera í meiri nálægð við
son sinn Gísla, eiginkonu hans og
barnabörnin þijú. Sigurður tók
þátt í starfi starfsmannafélags
títvegsbankans, sat þar í stjdrn-
um mörg tímabil. Eftir Sigurð
liggja margar greinar, sem hann
skrifaði í blöð og tímarit, auk
Qölda kvæða.
títför Sigurðar var gerð í
kyrrþey frá Selfosskirkju mið-
vikudaginn 18. febrúar og fékk
hann hinsta legstað í Selfoss-
kirkjugarði.
Ég fylgdist allvel með því sem
var að gerast á þessum árum í Vest-
mannaeyjum og kom þá Sigurður
æði oft við sögu, svo mikla athygli
vakti hann, hvar sem hann fór.
Á þessum tímamótum var mikil
gróska í menningarlífi Vestmanney-
inga. Þá bundust vináttu og sam-
starfsböndum tónskáldið Oddgeir
Kristjánsson og skáldin Ámi Guð-
mundsson (Árni úr Eyjum), Loftur
+
Bróðir minn,
KRISTJÁN LÝÐSSON,
Holtsgötu 14,
andaðist á Landakoti miðvikudaginn 18. febrúar.
Útför hans hefur farið fram i kyrrþey.
Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar og starfs-
fólks á deild 2L, Landakoti, fyrir góða um-
önnun og hlýhug.
Margrét Lýðsdóttir.
+
Ástkær faðir okkar,
ÓLAFUR EIRÍKSSON
tæknifræðingur, V
lést á Landspítalanum að kvöldi 3. mars. r'i
Jarðarförin auglýst síðar.
Börnin.
Guðmundsson og Ási í Bæ. Allir
voru þeir félagar í AKÓGES og er
ég næstum viss um að Sigurður hafi
komið að þessu mikla menningar-
samstarfi. Slíkur áhugamaður í fé-
lagsstarfi sem Sigurður var hefir
ekki setið auðum höndum þegar fé-
lagar hans geystust fram völlinn.
Fyrir utan fjölskylduna, starfið og
stjórnmálin kannski átti félagið
AKÓGES rík ítök í huga hans.
Flest af þessum ævintýrum gerð-
ust í kringum þjóðhátíð Vestmanna-
eyja. Þá komu alltaf ný lög og ljóð á
hverri þjóðhátíð og voru því fyrst
sungin á þjóðhátíð í Eyjum og urðu
síðar þekkt um allt land. Enn í dag
eru mörg þessara laga og Ijóða
sungin hvar sem fólk kemur saman
sér til skemmtunar.
Allt þetta framtak þeirra félaga
og nokkurra fleiri í Eyjum er eitt
allra merkilegasta framtak til al-
þýðumenningar á íslandi á 20. öld.
Óll þessi fallegu og auðlærðu al-
þýðulög eru nú orðin þjóðareign og
munu lifa með þjóðinni allri meðan
íslensk tunga er töluð og sungin.
Sigurður var mjög snortinn af fram-
taki þessara vina sinna. Vænt þótti
honum um öll þjóðhátíðarlögin, en
þó held ég að Oddgeir og Árni úr
Eyjum hafi staðið honum næst og
„Ágústnótt" þótti honum vænt um.
Undurfagra ævintýr,
ágústnóttin hljóð
hjá þér ljómar ljúf og hýr
lífsins töfraglóð.
(ÁE)
Þannig liðu þessi 28 ár hans í Eyj-
um, í miklu starfi og menningarlegri
gleði.
Þegar þau hjón fluttu til Reykja-
víkur 1949 hófust okkar nánu kynni.
Hann hóf þátttöku í starfi AKÓGES
í Reykjavík í byijun árs 1950 og þar
með hófst okkar langa samstarf. Ég
minnist alltaf hve augu hans gátu
fagnað fólki og því átti ég eftir að
kynnast á langri leið vináttu. Augu
hans sögðu meira en orð, í gleði,
samstarfi og sorg. Þegar tár sást
blika á hvamii vinar míns á sorgar-
stund sagði það meira og risti dýpra
en mörg orð.
Sigurður var ekki málglaður, en
meinti því meira það, sem hann
sagði, og allar athafnir hans voru
hnitmiðaðar. Sigurður var stór af
sjálfum sér. Hann var feiknalega
góður í samstarfi, fjölhæfur leiðbein-
andi, gagnrýninn, en þó með mildi og
manna sáttfúsastur. Þau hjón Sísí og
Sigurður urðu miklir vinir og heimil-
isvinir okkar Þórunnar. Eftir því
sem árin liðu urðu vináttuböndin
sterkari og minnisstæðari.
Sigurður var ef til vill ekki trúaður
i þeim skilningi, sem fólk kallar trú,
en hann trúði á manngildi og það
góða og trygga í mannssálinni. Hann
trúði á höfund þess Ijóss, sem lýsti
langa lífsbraut hans og lýsti upp
göngu hans með ástinni sinni, Sísí, í
fegurð og farsæld í um 70 ár, svo
aldrei bar þar skugga á. Það var
hamingjan hans.
I einum af síðustu samtölum okk-
ar sagði hann: „Það er gaman að *
hafa lifað svo langan dag.“ Ég skildi
vel við hvað hann átti.
Ég sendi Sísí minar innilegustu
samúðarkveðjur og þakka henni og
Sigurði fyrir ógleymanlegar sam-
verastundir. Hún hefir margs að
sakna.
Gísla og fjölskyldunni allri sendi
ég samúðarkveðju með öllum öðrum
góðum óskum.
Lítil stúlka þakkar í hljóði fyrir
allar mörgu og góðu kveðjumar í
gegnum árin frá Sísí og Sigurði. Þær
kveðjur komust allar til skila.
Á kveðjustund í Selfosskirkju var
sungið fallega:
Sjá dagar koma, ár og aldir líða,
og enginn stötlvar tímans þunga nið.
og var það vel við hæfi er höfðingi
var kvaddur.
Hann fékk hvílu á bökkum hinnar
stóru elfu.
Og þrunginn harmi er fljótsins eilífi niður
og minnir stöðugt á þennan góða
og hjartahreina dreng. Veri þessi
góði vinur minn kært kvaddur og
hafi hann þökk fyrir langa og lær-
dómsríka vináttu.
Friðrik Jörgensen.
IMGAR
Laugardaginn 14. mars nk. gefur
Morgunblaðið út hinn árlega blaðauka
Fermingar, en um fjögur þúsund ung-
menni verða fermd í ár.
( blaðaukanum er að finna á einum
stað upplýsingar um það sem við kemur
undirbúningi fermingardagsins, viðtöl
við fermingarbörn og spjallað við þau
um undirbúninginn, áhugamál ogfleira.
Fjallað verður um fatnað, hárgreiðslu,
veisluna ásamt uppskriftum að mat og
kökum og skreytingum á fermingarborð-
ið. Þekktir íslendingar draga fermingar-
myndirnar upp úr pússi sínu, litið verður
á sögu fermingarmyndarinnar o.m.fl.
Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 9. mars.
Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á söludeild sérauglýsinga
ísíma 569 1139.
AUGLYSINGADEILD
Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang augl@mbl.is