Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 25 ÚR VERINU Mokveiði af loðnu við ósa Skaftár LOÐNAN mokveiddist í gær- morgun rétt vestan við ósa Skaftár en tiltölulega fá skip voru á miðun- um síðdegis, flest á leið í land með fullfermi eða á miðin á ný eftir löndun. Mikil loðnufrysting er víða um land og loðnu landað bæði til frystingar og bræðslu allt frá Austfjörður og vestur um á Akra- nes. Þannig var Víkingur AK á leið til Akraness í gær þegar Morgun- blaðið ræddi við Erling Pálsson stýrimann. „Það er mikið að sjá af loðnu á svæðinu og því viðbúið að veiðin verði áfram góð svo fremi sem veður helst skaplegt. Það er mikil hreyfíng á loðnunni, líklega fer hún nú um 10 mílur á sólar- hring og fer jafnvel enn hraðar næstu daga verði vindáttir áfram austlægar. Það em líklega ennþá nokkrir dagar í að hún hrygni en þó er aðeins farið að bera á hrogn- um í blóðvatninu," sagði Erling. Alls bárast tæp 11.000 tonn af loðnu á land í fyrradag og er heild- arafli frá áramótum kominn í 195.700 tonn og um 265.700 tonn eftir af útgefnum loðnukvóta. Sem fyiT hefnr mestu verið landað hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, eða um 29.000 tonnum en um 25.400 tonnum hjá SR-mjöli á Seyðisfírði og um 24.800 tonnum hjá Síldar- vinnslunni í Neskaupstað. Hólmaborgin aflahæst Hólmaborg SU frá Eskifirði er aflahæsta loðnuskipið frá áramót- um og einnig á vertíðinni allri. Hólmaborgin hefur landað 10.090 tonnum af loðnu frá áramótum og 32.162 tonnum að sumar- og haust- vertíðunum meðtöldum. Þá kemur Beitir NK frá Neskaupstað með 6.490 tonn frá áramótum og 30.519 tonn alls. Önnur aflahæstu skip frá áramótum eru Vestmannaeyja- skipin Kap VE með 6.590 tonn, Guðmundur VE með 6.440 tonn og ísleifur VE með 6.176 tonn. Sig- urður VE hefur borið um 27.513 tonn af loðnu á land á vertíðinni allri og Víkingur AK um 27.255 tonn. Morgunblaðið/Guðmundur St. Valdimarsson HÓMABORGIN SU frá Eskifirði er aflahæsta loðnuskipið á vertíðinni frá því í sumar með rúmlega 32.000 tonn samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Næstu skip eru Beitir NK, Sigurður VE og Vfldngur AK. Fjögur skip svipt leyfi FISKISTOFA hefur svipt fjögur skip leyfi til veiða í at- vinnuskyni vegna afla umfram aflaheimildir. Skipin eru: Sig- urbjörg Þorsteins BA, Erling- ur GK, Sigurbjörg SH og Auð- björn ÍS. Leyfíssviptingarnar gilda þar til aflaheimildir skip- anna hafa verið lagfærðar. Þá svipti Fiskistofa Björgvin EA veiðileyfi 18. febráar sl. en veitti skipinu leyfið að nýju tveimur dögum síðar, enda hafði aflaheimildarstaða þess þá verið lagfærð. Sýni ehf. fær faggild- ingu SÝNI skoðunarstofan ehf., sem var stofnuð í lok síðasta árs í kjölfar breytinga á um- hverfi skoðana hjá vinnslu- leyfishöfum í sjávarátvegi, hefur nú þegar sótt um fag- gildingu samkvæmt staðlinum IST EN 45 004 og hefur feng- ið leyfi Fiskistofu til að starfa samkvæmt þeim skilyrðum og kröfum sem starfseminni era settar. Nýjar reglur stjórnvalda sem kveða á um að faggiltar óháðar skoðunarstofur annist skoðanir á aðstöðu, hreinlæti og innra eftirliti vinnsluleyfis- hafa í sjávarátvegi tóku gildi um síðustu áramót. Sýni skoð- unarstofan ehf. býður þjón- ustu sína vinnsluleyfishöfum um land allt og hafa fjölmargir aðilar þegar gengið frá þjón- ustusamningi við fyrirtækið. Nýlega náðust samningar milli Aðalskoðunar hf. og Rannsóknarþjónustunnar Sýni ehf. um kaup Aðalskoð- unar hf. á 90% eignarhluta Rannsóknarþjónustunnar í Sýni skoðunarstofu ehf. Eig- endur skoðunarstofunnar eftir söluna era Aðalskoðun hf. og Aðalskoðunarstofan ehf. fin vmtiidaty til AiimuidagA íslenskir garðyrkjubœndur kynna blómstrandi pottaplöntur pessa daga. Mikill fjöldi tegunda - margs konar tilboð. Um helgina gefstfólki kostur á að hitta framleiðendurna og fá hjá peim góð ráð. HóMstrmdi pottaplMtur i tilboði Dæmi: Tegund: verð: Framleiðandi. Prímúla KR. 199,- (Jakob í Laugagerði) Crýsí míní KR. 199,- (Hörður í Lyngási) St. Pála (míní) KR. 239,- (Sigurður Þráinsson) Begonia KR. 439,- (Gunnar í Ártanga) Alparós KR. 599,- (Gunnar í Ártanga) Alparós stærri KR. 799,- (Gunnar í Ártanga) Hawalrós KR. 769,- (Sigurður Þráinsson) Pottarósir KR. 639,- (Þorvaldur í Grein) Hortensía KR. 999,- (Sigurður Þráinsson) Silfuríjöður KR. 999,- (Sigurður Þráinsson) Burknar KR. 599,- (Sveinn / Blómvellir) ÍSLENSK GARÐYRKJA rElámamiL-fmlkmt'Ii fimmir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.