Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Könnuð verði umhverfisáhrif Nýtt sjúkraskrár- og upplýsingakerfí tekið í notkun Aukin afköst heil- brig’ðisstofnana Morgunblaðið/Ánii Sæberg INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra tekur formlega í notkun sjúkraskrár- og upplýsingakerfíð Sögu. SKIPULAGSSTOFNUN vinnur nú að frumathugun vegna mats á um- hverfisáhrifum þjóðvegar 32, 11,8 km vegarkafla frá Steingrímsstöð að mörkum þjóðgarðsins á Þingvöllum. Fram til 1. apríl gefst almenningi Koma tyrknesku konunnar undirbúin ÁFRAM er unnið að því á veg- um utanríkisráðuneytisins að greiða götu tyrkneskrar konu og ungs sonar hennar sem hún á með íslenskum manni, en ráðuneytið hefur boðið mæðgin- unum að koma hingað til Iands af mannúðarástæðum. Ræðismanni Islands í Istan- búl hefur verið falið að annast undirbúning málsins í Tyrk- landi. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu hefur ræðis- maðurinn sent mann til að hitta konuna og staðfestir hann að mæðginin búi við mjög bágar kringumstæður, sára fátækt og útskúfun. Rauði kross íslands hefur undirbúið komu þeirra hingað til lands og er vonast til þess að það geti orðið einhvern tíma í þessum mánuði. kostur á að kynna sér framkvæmd- ina og leggja fram athugasemdir. I fréttatilkynningu frá Skipulags- stofnun segir að um sé að ræða lag- færingu og lagningu bundins slitlags á Þingvallaveg frá gatnamótum við Steingrímsstöð að þjóðgarði við Gjá- bakkaveg. Áætlað er að fram- kvæmdir hefjist í vor og verkið verði unnið í tveimur áföngum. Fram- kvæmdum að Miðfelli ljúki í ágúst í sumar en kaflinn frá Miðfelli að þjóðgarði verði lagður næsta ár, fyr- ir ágúst 1999. Gróðurfar og dýralíf ekki fjölskrúðugt Markmið framkvæmdanna er að bæta tengingu Þingvalla við ná- grannasveitimar, auka öi-yggi veg- farenda og auðvelda vetrarumferð. Á 1,6 km kafla við Miðfell víkur veg- lína frá núverandi vegstæði. Efni verður tekið úr námum við Moldás, Skinnhúfuhöfða, Miðfell og Mjóanes en áætluð efnisþörf vegna fram- kvæmdanna er 170.000 rúmmetrar. Vegurinn liggur að mestu um gró: ið hraun, hraunklappir og mosa. í frétt Skipulagsstofnunar segir að samkvæmt matsskýrslu sé gróður- far og dýralíf ekki fjölskrúðugt og ekki sé vitað um tegundir á válista. Engar skráðar fomleifar em í hættu vegna vegagerðarinnar. Matsskýrslan liggur frammi hjá oddvita Þingvallahrepps, í Þjóðar- bókhlöðunni og hjá Skipulagsstofn- un. INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra opnaði formlega á þriðjudag nýtt sjúkraskrár- og upp- lýsingakerfi sem hlotið hefur nafnið Saga. Kerfið er ætlað heilbrigðis- starfsmönnum og stjórnendum heilsugæslustöðva og breytir miklu hvað varðar almenna starfshætti á heilbrigðisstofnunum. Saga er þró- uð af hugbúnaðarfyrirtækinu Gagnalind hf. en unnið hefur verið að þróun kerfísins í nokkur ár. Sjúkrarskrárupplýsingar hafa hingað til verið geymdar á pappírs- skjölum og frá árinu 1985 á tölvu- kerfi sem kallað hefur verið Egils- staðakerfið. Saga er alger nýjung á sviði skráningar sjúkragagna og á sér ekki fyrirmynd erlendis frá að sögn starfsmanns Gagnalindar. Með Sögu næst aukið hagræði á mörgum sviðum heilbrigðisþjón- ustu. Skráning og gagnasöfnun verður auðveldari, áreiðanleiki skráningarinnar verður meiri og söfnun upplýsinga verður samræmd milli stofnana. Kerfið leyfir þannig aukið samstarf milli heilsugæslu- stöðva og einstakra heilbrigðis- starfsmanna auk þess sem þeim hlotnast aðgengilegur upplýsinga- banki um daglega vinnu sína. Aukinn trúnaður við sjúklinga Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sagði í gær að þróun kerfisins ætti sér sex ára sögu og að það hefði þegar verið tekið til reynslu á fimm stöðum frá því í maí á síðasta ári. Stefnt væri að því að heilsugæslan öll tæki kerfið í notk- un fyrr en síðar þar sem það hefði ótvíræða kosti fyrir rekstur heil- brigðisstofnana. „Kerfið gerir alla samræmingu einfaldari en fyrst og fremst eykur það trúnaðinn við sjúklingana," sagði Ingibjörg. Kostnaður við gerð hugbúnaðarins nemur um 120 milljónum króna og vélbúnaður mun líklega kosta annað eins. Guðmundur Sigurðsson, heilsu- gæslulæknir og ráðgjafi Gagnalind- ar, sagði að kerfið væri upp byggt sem einföld eftirlíking af venjuleg- um sjúkraskrám og ætti því að vera einfalt í notkun fyrir alla sem það þyrftu að nota. „Tölvusjúkraskráin Saga er hönnuð frá grunni með nýj- ustu tækni í hugbúnaðargerð og er meðal fimm bestu sjúkraskráa í heimi,“ sagði Guðmundur. „Það var unnið í samstarfi við ýmsa starfs- menn heilsugæslunnar og hefur sú samvinna nýst einkar vel.“ Hann benti á að sjúkraskrár væru einnig mikilvæg uppistaða upplýsinga um heilsufar og heilbrigðisþjónustu, sem og tæki til kennslu og rann- sókna. Reynslutiminn hefur gefíst vel Saga var fyrst tekin í notkun á heilsugæslustöðinni í Fossvogi í maí 1997 og að því búnu hafa fleiri heilsugæslustöðvar, sjúkrahús og sérfræðistofur tekið kerfið í notkun í tilraunaskyni. Tilraunatíminn hef- ur reynst einkar vel og er ráðgert að flestar heilbrigðisstofnanir muni taka kerfið til notkunar sem fyrst. Kostir kerfisins eru ótvíræðir en með því má spara mikinn hluta af vinnu lækna, læknaritara og hjúkr- unarfræðinga. Til að mynda geta hjúkrunarfræðingar í heimahjúkr- un sinnt mun fleiri sjúklingum en áður eftir að notkun kerfisins var tekin upp og öll sú vinna sem farið hefur í að leita og endurrita gögn er úr sögunni. Tölur sýna að hjúkrun- arfræðingar ná að anna meiri eftir- spurn og að almenn læknishjálp og hjúkrun hafi aukist á þeim stöðum sem kerfið hefur verið í notkun. Aukning á skráningu samskipta á tilraunastöðunum er um 60% frá júní 1997 til febrúar 1998 og má þar þakka þeirri miklu hagræðingu sem kerfið býður upp á. Þorsteinn Ingi Víglundsson, framkvæmdastjóri Gagnalindar, benti á að í kjölfar hagræðingarinn- ar hefði kerfið í för með sér sparnað fyrir heilbrigðisyfirvöld og að tölur sýndu að meðallyfjakostnaður í hverjum samskiptum hefði lækkað á tilraunatímanum þó svo að ná- kvæm ástæða lækkunarinnar væri ekki ljós að svo stöddu. Það kom fram á fundinum að Saga hefði í för með sér algera vernd persónuupplýsinga og full- komna skráningu á sjúkrasögu ein- staklinga. Kerfið byði ennfremur upp á tölfræðilegar upplýsingar um heilsufar íslendinga. Utandagskrárumræða um frammistöðu íslenskra framhaldsskólanema í ljósi TIMSS-skýrslna RUM fær fímm milljónir til úr- vinnslu gagna BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra greindi frá því við utandagskrárumræðu á Al- þingi sl. þriðjudag að hann hefði ákveðið að Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála, RUM, fengi fimm milljóna króna fjárveitingu til að vinna úr gögnum nýjustu TIMSS-rann- sóknarinnar um frammistöðu íslenskra fram- haldsskólanema í raungreinum. Ráðherra sagði ennfremur að ekkert hefði komið fram í rannsóknum sem benti til að meginvandi ís- lensks skólakerfis væri fjárhagslegs eðlis. Utandagskrárumræðan fór fram að ósk þingflokks jafnaðarmanna og beindi Svanfríð- ur Jónasdóttir m.a. þeirri spurningu til ráð- herrans hvort hann teldi niðurstöður TIMSS- skýrslnanna áfellisdóm yfir menntastefnu síð- asta áratugar. Hún spurði um ástæðu þess að yfirvöld menntamála hefðu ekki, nema í orði, brugðist við ábendingum um að efla þyrfti starfsnám og fjölga námsmöguleikum ung- menna. Þá ræddi hún um mikið brottfall úr framhaldsskólum og lág framlög til mennta- mála. Hún gat þess að miðað við þjóðarfram- leiðslu væri ísland hlutfallslega langneðst OECD-ríkja hvað snerti framlög til mennta- mála og spurði hvaða áhrif ráðherra teldi að fjársveltið hefði haft á þróun menntamála síð- asta áratug. Niðurstöður gefa vísbendingar Menntamálaráðherra sagði að í umræðunni um TIMSS hefði komið fram að margir virt- ust telja skýrslurnar haldbetri til leiðsagnar um stöðu íslenskra skóla þegar niðurstaðan væri neikvæð eins og hvað varðar grunnskól- ann en þegar hún væri jákvæð eins og varð- andi framhaldsskólann. „Eg lít þannig á að þessar niðurstöður gefi okkur vísbendingar en í þeim felist enginn Stóridómur. Er ég þeirrar skoðunar að vinna beri frekar úr skýrslunum og nota þær til að skilgreina bet- ur viðfangsefni og vanda í skólakei-finu. Það á ekki að kasta þeim frá sem marklausum og hef ég ákveðið að RUM fái fimm milljónir króna til þess að vinna úr þeim miklu gögnum sem fyrir liggja." . Björn benti á að í umræðu undanfarinna ára hefði verið hamrað á mikilvægi starfs- náms en þó hefðu æ fleiri nemendur valið bóknám. „Ég hef dregið þá ályktun af öllum þeim gögnum sem ég hef kynnt mér um þetta mál að auka beri sveigjanleika og sérhæfingu eða valfrelsi strax í efstu bekkjum grunnskól- ans og gefa nemendum færi á að velja fleiri en eina leið inn í framhaldsskólann, m.ö.o. að veita valfrelsi til samræmdra prófa og ýta starfsnámi neðar í skólakerfið." Tölur um brottfall misvísandi Þá sagði hann tölur um brottfall mjög mis- vísandi og vitnaði til rannsóknar frá árinu 1996, þar sem fram kom að í þeim þremur skólum sem höfðu mest brottfall hefðu 47% nemenda horfið frá námi en aðeins hefði verið 7% brottfall í þeim þremur skólum þar sem það var lægst. Björn segir rangt að skólar hér á landi hafi verið í fjársvelti á undanförnum árum. „Fylgt hefur verið aðhaldi í útgjöldum sem skilar sér nú margfalt í bættri afkomu þjóðarbúsins. í raun hefur orðið bylting í starfsnámi í land- inu á undanförnum tveimur árum og nægir þar að nefna Borgarholtsskóla og stækkun Menntaskólans í Kópavogi. Á grundvelli nýrra laga er nú verið að setja grunn- og framhaldsskólum nýjar námskrár og gangi allt það mikla starf eftir óttast ég ekki um ís- lenskt skólakerfi í upphafi 21. aldarinnar. Við skulum hins vegar gera okkur gi-ein fyrir því að ný skipan, þar sem komið er til móts við hvern einstakling, kostar meiri fjármuni en sú stefna að halda öllum nemendum sem lengst í sama námi. Vaxandi efasemda gætir um réttmæti þeirrar stefnu og ný skólastefna í nýjum námskrám tekur mið af þeim efa- semdum," sagði menntamálaráðherra. Hann greindi ennfremur frá því að á næstunni myndi menntamálaráðuneytið hrinda af stað umræðu undir kjörorðunum Enn betri skóli, þar sem meginmarkmið nýrra námskráa verða kynnt. Bæklingar þessa efnis verða sendir inn á hvert heimili. Stjórnarandstöðuþingmenn lýstu margir óánægju sinni með svör ráðherrans og töldu þau ófullnægjandi. Sagði Ágúst Einarsson, þingflokki jafnaðarmanna, hann skorast und- an því að bera ábyrgð á fortíð Sjálfstæðis- flokksins, sem hefði stjórnað ráðuneytum mennta- og fjármála nær samfleytt síðustu fimmtán árin og hefði því haft alla möguleika á að móta framsækna menntastefnu. Svan- fríður fagnaði loks þeirri ákvörðun ráðherra að leggja fimm milljónir til úrvinnslu á niður- stöðum TIMSS en undraðist jafnframt að stjórnarliðar hefðu fellt samhljóða tillögu stjórnarandstöðunnar við afgreiðslu fjárlaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.