Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 49
AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ öllu líklegra, að prófdæmendur samræmdra prófa hafi víðtæka þekkingu á íslensku dreifbýli og ís- lensku samfélagi í heild, séu víðsýn- ir og hlutlægir og að umræða und- angenginna ára um slakt gengi dreifbýlisnema hafi engin áhrif haft á þá og að þeir hafí alls enga for- dóma í garð einstakra landshluta. Því er þess eins að vænta, að ein- kunnir nemenda séu í fullu sam- Frá faglegu sjónarmiði er það mjög æskilegt, segir Valdimar Hreið- arsson, að prófdóm- endur viti alls ekki hvaðan úrlausnir nemenda koma. ræmi við frammistöðu þeirra á prófi. Hins vegar eru þeir prófdæm- endur varla öfundsverðir að þurfa að meta úrlausnir nemenda og að gefa þeim einkunnir í skugga þeirra aðstæðna, sem hér hafa verið reif- aðar að hluta. Það eru faglega og siðferðilega rétt vinnubrögð að við alla meðferð úrlausna nemenda samræmdra prófa verði fullrar og algjörrar nafnleyndar nemenda gætt. Siðferðislegu rökin hljóta þá að hvíla á almennum mannréttindum, það er að segja því að allir þegnar samfélagsins eiga rétt á að sitja við sama borð og njóta sömu eða sam- bærilegra mannréttinda. Vandséð er hvernig það verði algjörlega tryggt þegar þeir sem fara yfir samræmd próf nemenda gera það í ljósi áratuga umræðu um lélegt gengi nemenda í dreifbýli. Eins og fyrr segir er ekki gefið í skyn að prófdómarar láti fordóma samfé- lagsins eða langa einhliða umræðu móta afstöðu sína í garð úrlausna einstakra nemenda vegna búsetu þeirra. Aðeins er hér sagt, að nem- endur eigi rétt á því að hafið sé yfir allan grun, að úrlausnir þeirra fái réttláta meðferð. Faglegu rökin eru nokkuð á sömu nótum og þau sið- ferðilegu, þ.e.a.s. að út frá faglegu sjónarmiði er það mjög æskilegt að prófdómendur viti alls ekki hvaðan úrlausnir nemenda koma og eru þannig hafnir yfir allan grun hvað vinnubrögð varðar. Enn skal ítrek- að, að ekki er gefið í skyn að um hlutdrægni sé að ræða af hálfu próf- dómenda, heldur er enn farið fram á það, og nú á grundvelli faglegra viðhorfa, að hafið sé yfir allan grun, að úrlausnir nemenda fái hlutlæga meðferð. í samtali við sérfræðing hjá Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála kom fram það sjónar- mið, að samræmdu prófin séu hlut- læg að stórum hluta, það er að segja að um sé að ræða fjölvalsspurningar að miklu leyti, en þar komi aðeins eitt svar til greina. Eins séu prófin í stærðfræði að miklu leyti hlutlæg. Þetta er rétt, en benda má á, að í prófum í íslensku, dönsku og ensku eru verulegir prófhlutar, þar sem mat á úrlausnum hlýtur að vera huglægt að einhverju leyti. Auk þess er hugsanlegt að beita verði huglægu mati við yfirferð í stærð- fræði. Algengt er að greina að nöfn og úrlausnir fólks, þegar um er að ræða próf eða ýmiss konar kannanir af félagsvísindalegum toga. Þá fær einstaklingurinn í upphafi ferlisins númer, sem er sett á úrlausnir, en nafn hans er slitið frá úrlausninni. í lokin, þegar úrslit liggja fyrir, eru nafn og númer tengt á ný ef svo ber undir. Þetta fyrirkomulag hlýtur að verða öllum léttir. Þá er átt við nemendur, kennara, foreldra, próf- dómara, starfsfólk Rannsóknar- stofnunar uppeldis- og menntamála, og alla þá aðra er láta sig málið ein- hverju varða. Undanfarin ár hafa orðið stórstígar framfarir á sviði mannréttinda hér á landi. Ekki er að efa að áfram verði haldið á þeirri braut. Verði tekin upp nafnleynd við framkvæmd samræmdra prófa á Islandi, er þar um að ræða enn eitt skref fram á við á sviði faglegra vinnubragða og mannréttinda, en fagleg vinnubrögð og mannréttindi eru nátengd hugtök þegar grannt er skoðað. Höfundur er sóknarprestur og kennari á Suðureyri við Súganda- Qörð. AKAl AKAI Umboðsmenn um land allt: FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 KYNNING EKLU BLAÞN LAUGAVEGI 174, SÍMI 569 5660 r i' « Blað allra landsmanna! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.