Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 31 er sýni að sama gildi um kjósend- ur. I anddyrinu var kvaðst hátíð- lega. A hlaðinu biðu sjónvarps- menn með spurningar vegna yf- irstandandi máls. Enn réð sjón- varpið atburðarásinni. Þó Nyrup segði sjónvarpsmönnum að hann hefði kvatt og gæti ekki farið inn aftur fór hann þó inn til að taka viðtalið þar. Sýningin var á enda, Ijósin slokknuð og gamla fólkið sat eitt eftir. Það hnussaði í sumum, því engum gafst tækifæri til að ræða við ráðherrann um það sem á þeim brann. Ein konan lýsti því hástöfum yfir í matsalnum að það væri lélegt af honum að koma og ræða svo ekki málin. Hún vildi ræða minnkandi þjón- ustu við gamla fólkið og útlend- ingamálin, sem gamla fólkið ræddi oft. En það koma kosning- ar eftir þessar og þá kannski fleiri heimsóknir. Svörum kjós- enda á kjördag komast stjórn- málamenn þó enn ekki undan. „Petta er næstum eins og á Islandi“ Frambjóðendur í dönsku kosningabarátt- unni þyrlast um úr einum stað í annan. Sigrún Davíðsdóttir fylgdist með Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra er hann heilsaði upp á gamla fólkið í Gladsaxe. Hann bar að í dimmbláum ráð- herrabílnum með tvo unga fjöl- miðlaráðgjafa sér til fulltingis. Annar varð eftir í bílnum, hinn fylgdi forsætisráðherranum fast á hæla inn í þjónustumiðstöð aldraðra í Gladsaxe, víðfeðma byggingu á einni hæð í stíl sjö- unda áratugarins. Fjölmiðlar höfðu rækilega verið upplýstir um heimsóknina og sjónvarps- menn og ljósmynd- arar slógu strax hring um ráðherr- ann er hann gekk í húsið og í slíkri skjaldborg hreyfði hann sig síðan um húsakynnin, svo fyrir gamla fólkið var ráðherrann ekki árennilegur. Það var lítið um spurningar en meira um undrun. Helst að fólk bæði um eiginhandar- áritun. „Ég vonað- ist annars til að enginn vissi af heimsókninni," sagði forsætis- ráðherrann og kímdi. Eftir hálf- tíma göngutúr um húsakynnin voru ljósmyndararnir búnir að fá nægju sína og þá gafst óbreytt- um aðeins betra tækifæri til að komast í návígi við ráðherrann - en þá var hann líka á förum. Að- ur náði hann þó að dýfa hendinni í sundlaugina, sem minnti hann á fslenskar sundlaugar. Sviðsmunir á kosningamynd „Líði þér vel“ og „ég bið að heilsa Ijöiskyldunni" voru al- gengustu orðin, sem forsætisráð- herrann hafði að segja kjósend- um sínum, eftir að hafa ávarpað lítinn hóp í leikfímisalnum og í matsalnum og sagt þeim frá að jafnaðarmenn kæmu ekki með loforð um skattalækkanir, eins og andstæðingarnir gera, heldur að standa vörð um velferðina, umönnun gamalla og sjúkra, svo þeir þyrftu ekki að lifa í fátækt og einsemd. „Ég vildi helst búa í Danmörku og reikna með að þið viljið það líka. Mamma hefur aidrei farið lengra en til Flens- borgar.“ Nyrup vitnaði oft í móð- ur sína, sagði þeim sem það vildu heyra að hún væri á elliheimili í Esbjerg, fæðingarbæ Nyrups og kynni vel við sig þar og hann reyndi að heimsækja hans eins oft og hann gæti. Á göngu sinni um miðstöðina lýsti ráðherrann því oft yfir að hér vildi hann koma þegar hann væri orðinn aldraður. Þar sem fólk sat kraup hann niður á stöku stað, rétt nógu lengi til að ljós- myndararnir gætu náð myndum af hvernig forsætisráðherra legði sig eftir skoðunum gamla fólksins. En jafn- skjótt og Ieiftur- ljósin höfðu bloss- að spratt hann upp og hélt áfram. Hvorki á ljós- myndum né sjón- varpsmyndum myndi sjást að gamla fólkið var eins og sviðsmunir í kosningamynd. I kaffiherberg- inu sat hópur eldri borgara með kaffíbolla og portvín ofan á há- degismatinn. „Nei, en huggu- legt,“ sagði forsætisráðherrann. „Hittist þið reglulega yfir kaffi og portvíni?" Nei, portvín á borð- um í dag í tilefni heimsóknarinn- ar, en strax ljóst að ekki gafst tími til að bjóða gestinum glas. Ráðherrann fetaði sig hringinn í kringum borðið, heilsaði og klappaði á axlir og var að vörmu spori kominn fram á borð aftur. í sundlaug endurhæfingar- deildinnar flutu nokkrir eldri borgarar um. Nyrup stillti sér upp við endann á lauginni. „Þetta er næstum eins og á Islandi. Vitið þið að þar eru heitar laugar, sem lykta af brennisteini - ótrúlega spennandi. Þetta er þá heita laugin ykkar,“ sagði hann um leið og hann dýfði hendinni ofan í vatnið. „Vatnið er vel heitt, en á íslandi er vatnið allt að 40 gráð- um.“ Þar með var Islandsfyrir- lesturinn á enda og heimsóknin næstum líka, en Nyrup hafði sannað Islandsáhugann. Munurinn á blómum og kjósendum Forstöðukona miðstöðvarinn- ar, borgarstjóri Gladsaxe og fleiri embættismenn fylgdu ráð- herranum eftir. í lokin var stað- næmst við borð með gosi og bjór. „ÞETTA er næstum eins og á Islandi,“ sagði ráð- herrann. Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir NYRUP krýpur augnablik hjá kjósendum fyrir myndatöku. Nyrup þáði bjórflösku. Um leið og hann drakk af stút hafði hann orð á góðu litavali húsakynna og plöntunum. Fræddi svo viðstadda á að rannsóknir sýndu að gott væri að tala við blómin. Senni- lega ér ráðherranum þó ekki kunnugt um neinar rannsóknir ~r ieiki nar allt NA HÚÐ? NYTT! NIYEA bodv FlRMiNG BODY LOTION WlTH LIPOSOMES Increases skin elasticity SPECIA 'maimmmtumu :■ kiihtéY tt a v ÍWCARE SÖR ftASTAW 1 OSY6DSVOIIHI NiVEA BODY FIRMiNG LOTION ERNÝTT RAKAKREM SEM ER ÞRÓAÐ TILAÐ AUKA STÍNNLEIKA HÚÐARINNAR Lengjan í dag fimmtudag: Evrópuk. bikar. 20 AEK Athens - Lokom. Mosk 21 Roda - Vicenza 22 Slavia Prag - Stuttgart 23 KR - Grindavík 24 Keflavík - Þór A. 25 ÍR - Skallagrímur 26 Vala Flosad. - A. Balakhon 27 Betis - Chelsea DHL-deildin Stangarstökk Evrópuk. bikar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.