Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
í DAG
Safnaðarstarf
Gáfur andans
í KVÖLD kl. 20.30 verður flutt
fræðsluerindi um náðargáfumar í
Digraneskirkju í Kópavogi. Erind-
ið flytur sr. Gísli Jónasson sóknar-
prestur í Breiðholtskirkju og er
það annað í röðinni af fræðsluer-
indum sem flutt eru á vegum
Reykjavíkurprófastsdæmis eystra.
í erindinu fjallar Gísli um tilgang
t náðargjafanna og hvert er hlutverk
þeirra í samfélagi trúaðra í kirkj-
i unni. Að erindinu loknu gefst svo
i tækifæri til umræðna yfir kaffi-
bolla um efni þess.
Fyrirlestur þessi er eins og áður
sagði í röð fjögurra fræðsluerinda
sem flutt verða nú á föstunni í
Digraneskirkju og bera þeir yfir-
skriftina Starf heilags anda.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og
aðgangseyrir enginn.
Reykjavíkurprófastsdæmi
eystra.
Áskirkja. Opið hús íyrir alla ald-
urshópa kl. 14-17. Biblíulestur í
• safnaðarheimilinu kl. 20.30.
Bústaðakirkja. Mömmumorgunn
kl. 10.
Dómkirkjan. Kl. 14-16 opið hús í
safnaðarheimilinu, Lækjargötu
14a, fyrir alla aldursflokka. Kl.
17.15 samverustund fyrir börn 9-10
ára.
* Hallgrúnskirkja. Kyrrðarstund
3 með lestri Passíusálma kl. 12. Org-
> eltónlist. Léttur hádegisverður á
, eftir.
\ Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára
í böm ki. 17 í safnaðarheimilinu.
t Kvöldsöngur með Taizé tónlist kl.
í 21. Kyrrð, íhugun, endumæring.
} Allir velkomnir.
Langholtskirkja. Foreldra- og dag-
mömmumorgunn kl. 10-12.
Laugameskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, altarisganga, fyrir-
j bænir. Léttur málsverður í saftiað-
arheimilinu á eftir. Samvemstund
fyrir eldri borgara kl. 14. Starf fyr-
ir 10-12 ára böm kl. 17.
Árbæjarkirkja. Starf fyrir 10-12
, ára stráka og stelpur kl.
16.30-17.30 í Ártúnsskóla. Æsku-
! lýðsfundur eldri deildar kl.
) 20.30-22.
Breiðholtskirkja. Mömmumorg-
] unn á morgun kl. 10-12.
Digraneskirkja. Mömmumorgunn
i kl. 10. Leikfími aldraðra kl. 11.15.
j Bæna- og kyrrðarstund kl. 18.
Bænarefnum má koma til sóknar-
prests eða kirkjuvarðar, einnig má
! setja bænarefni í bænakassa í and-
I dyri kirkjunnar eða hafa samband
við sóknarprest. Fræðslustund fyr-
ir almenning í Reykjavíkurpró-
fastsdæmi eystra er í kvöld kl.
20.30. Dr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson
héraðsprestur flytur fyrirlestur um
Ritninguna og andann.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir
11-12 ára kl. 17.
Grafarvogskirkja. Mömmumorg-
unn kl. 10-12. Efni m.a. fyrirlestr-
ar, bænastund o.fl. Kaffi og djús.
Æskulýðsfélag, eldri deild fyrir 9.
og 10. bekk, kl. 20-22.
Hjallakirkja. Starf fyrir 7-9 ára kl.
16.
Kópavogskirkja. Starf eldri borg-
ara í dag kl. 14-16 í safnaðarheim-
ilinu Borgum. Kyrrðar- og bæna-
stund í dag kl. 18. Fyrirbænaefn-
um má koma til prests eða kirkju-
varðar.
Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir
9-12 ára stráka kl. 17.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 11-12 ára böm kl. 17-18.30 í
safnaðarheimilinu Linnetsstíg 6.
Æskulýðsfundur kl. 20-22.
Hafnarfjarðarkirkja.
Mömmumorgunn kl. 10 í Vonar-
höfn, Strandbergi. Opið hús í Von-
arhöfn, Strandbergi fyrir 8-9 ára
böm kl. 17-18.30.
Vídalínskirkja. Biblíulestur ki. 21.
Bæna- og kyrrðarstund kl. 22.
Víðistaðakirkja. Mömmumorgunn
kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl.
17.15-18.30.
Hjálpræðisherinn. Kvöldvaka í
umsjón Gistiheimilisins.
Akraneskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúk-
um.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfia.
Bænasamkoma vegna sameigin-
legrar bænaviku kristinna safnaða.
Ræðumaður Miriam Óskarsdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin frá
kl. 16-18. Starfsfólk kirkjunnar á
sama tima í Kirkjulundi. Kyrrðar-
og fræðslustund kl. 17.30. Ferm-
ingamndirbúningur er á þriðju-
dögum og fímmtudögum.
■Landakirkja Vestmannaeyjum.
Kirkjan opin kl. 16-18. Starfsfólk
kirkjunnar verður á sama tíma í
Kirkjulundi. TTT starf fyrir 10-12
ára böm kl. 17. Kyrrðar- og
fræðslustund kl. 17.30. Ingi Bær-
ingsson, meðferðarfulltrúi hjá
SÁÁ, flytur erindi: Hvemig á ég að
bregðast við þegar bamið mitt
byrjar að drekka? Ingi Bæringsson
ræðir við foreldra fermingarbama
um unga fólkið og vímuefnin í
Kirkjulundi kl. 20.30. Ath.: kl. 20
mim sjónvarpsstöðin Fjölsýn taka
til sýningar æskulýðsmessu í
Landakirkju og nýafstaðna útgáfu-
tónleika barnakórs Landakirkju,
Lítilla lærisveina.
Torfastaðakirkja. Alþjóðlegur
bænadagur kvenna. Bænasam-
koma fyrir allar sóknir Skálholts-
prestakaUs verður í Torfastaða-
kirkju fóstudaginn 6. mars kl. 16
sem er alþjóðlegur bænadagur
kvenna. Allir eru velkomnir.
VELVAKAMU
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Glög'g’t er
gests augað
ELLEN Stefánsdóttir
hafði samband við Velvak-
anda. Hún sejgist hafa ver-
ið gestur í Arsal á Hótel
Sögu og langar að lýsa
ánægju sinni með þjónust-
una, salinn, veitingarnar
og snyrtimennskuna. Hún
vill færa fram þakkir til
aðstandenda salarins.
Dýrt á hárgreiðslu-
stofunni Kristu
KONA hafði samband við
Velvakanda og vildi koma
á framfæri hneykslan
sinni varðandi verðlagn-
ingu á hárgreiðslustofunni
Kristu í Kringlunni. Hún
sagði að sonur sinn hefði
farið í klippingu á hár-
greiðslustofuna Kristu í
Kringlunni. Klippingin
kostaði 2.300 krónm-.
Hann fer venjulega í
klippingu á hárgreiðslu-
stofu Hrafnhildar þar sem
slík klipping kostar 1.600
krónur. Hún sagðist hafa
spurt um verðmuninn,
svarið var: „Þetta er okkar
verð.“ Þegar munurinn er
700 krónur og síðri klipp-
ing fer mitt fólk ekki aftur
á hárgreiðslustofuna
Kristu.
Ein óánægð.
Raftækja-
verslunin Elko
KONA utan af landi
hringdi og sagði að sölu-
menn hjá nýju raftækja-
versluninni Elko vildu ekki
selja út á land. Ætlaði hún
að versla í gegnum síma en
fékk ekki samband við
neinn sölumann. Hún fékk
þau svör hjá símastúlku að
þeir svöruðu ekki í síma
fyrr en í næstu viku. Hún
telur sig þar af leiðandi
missa af tilboðsverðum hjá
versluninni.
Ein óánægð.
Tapað/fundið
Græn snyrti-
budda tapaðist
EF einhver hefur fundið
græna snyrtibuddu með
ýmsum snyrtiáhöldum, þar
á meðal spegli með Monu
Lisu á bakhliðinni, vinsam-
lega hafið samband í s: 551
9567.
Hringur tapaðist
EINBAUGUR merktur
„Guðmundur" tapaðist á
Hjarðarhaga, á milli Dun-
haga og Suðurgötu, 15.
febrúar síðastliðinn, finn-
andi er vinsamlega beðinn %
að láta vita í s: 551 6105.
Karlmannsúr
KARLMANNSÚR fannst
í efri hluta Holtagerðis í
Kópavogi mánudaginn 2.
mars. Eigandi hafi sam-
band í s: 554 4338.
Gæludýr
Kettlingur
fæst gefins
KETTLINGUR sem
fæddist í nóvember sl. fæst
gefins. Þetta er bröndóttur
fress. Þeir sem hafa áhuga
á að eignast kött hafí sam-
band í s: 551 6019.
Munið eftir
að gefa fuglunum
Erfitt reynist fuglunum að fínna sér æti á meðan jörð er hvít af snjó og vötn frosin.
Medisana
H E ILSUVÖRUR
þig upp í kuldanum
Víkverji skrifar...
ISLENSKA útvarpsfélagið
kynnti á dögunum verðbreyting-
ar fyrir þjónustu sína. Athygli vek-
ur að þar er í flestum tilfellum um
að ræða umtalsverðar hækkanir á
tímum mjög lítillar verðbólgu.
Víkverji hefur um nokkurt skeið
verið áskrifandi að Sýn og
Fjölvarpinu. Þegar Víkverji pant-
aði áskriftina fyrir tæpum tveimur
árum var hún 1895 krónur. I fyrra
hækkaði áskriftin upp í 2495 krón-
ur og loks núna í 3180 krónur. Er
síðasta hækkunin 27% en alls hef-
ur afnotagjaldið hækkað um 68% á
skömmum tíma. Samt segir ís-
lenska útvarpsfélagið í nýlegri
blaðaauglýsingu að fólk sé að
spara sér 500 krónur. Reyndar er
ekki útskýrt nánar hvernig hægt
er að greiða 27% hærra afnota-
gjald og spara stórfé í leiðinni!
Víkverji skal fyrstur manna við-
urkenna að dagskrá Sýnar hefur
stórbatnað á undanförnum misser-
um. Fjölvarpið hefur hins vegar
lítið batnað með tilkomu nýrra
stöðva, því þar er um að ræða við-
skiptasjónvarp með fremur
óspennandi efni. Víkverji er tilbú-
inn að borga hærra afnotagjald en
hann áður gerði en þessi mikla
hækkun hefði eflaust haft það í fór
með sér að hann hefði skoðað aðra
möguleika ef þeir væru fyrir
hendi. En svo er ekki í dag og lík-
lega telur íslenska útvarpsfélagið
sig vera í þeirri stöðu að geta
hækkað þjónustu sína jafn mikið
og raun ber vitni í krafti þess að
fyrirtækið er eitt um hituna.
XXX
SÉRA Guðmundur Óli Ólafsson
lét á síðasta ári af embætti
sóknarprests í Skálholti eftir 42ja
ára þjónustu við söfnuðinn. Svo
skemmtilega vill til að fyrirrennar-
ar hans sátu einnig lengi í embætti
og hafa því einungis þrír prestar
þjónað Biskupstungum í rúma öld.
Þeir eru Magnús Helgason, sem
þjónaði þar 1884-1905, Eiríkur Þ.
Stefánsson 1906-1955 og Guð-
mundur Óli frá 1955 til 1997. Nú-
verandi prestur er sr. Egill Halí-
grímsson og nú er að sjá hvort
hann fylgi fordæminu og verði
prestur til eftirlaunaaldurs.
xxx
VÍKVERJA rak í rogastahs
þegar hann skoðaði íþróttablað
Morgunblaðsins á laugardag og
rýndi í kort sem sýndi íslenzka
knattspymumenn sem leika með
liðum í Ewópu. Þeir reyndust véra
tæplega 60 talsins! Þetta er geysi-
leg blóðtaka fyrir íslenzka knatt-
spyrnu. Verður fróðlegt að fylgjast
með íslandsmótinu í knattspyrnu
næsta sumar í kjölfar hins mikla
brotthvarfs leikmanna héðan. Lík-
lega verður afleiðingin sú, að er-
lendir leikmenn verði fleiri én
nokkru sinni.