Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Gáfur andans í KVÖLD kl. 20.30 verður flutt fræðsluerindi um náðargáfumar í Digraneskirkju í Kópavogi. Erind- ið flytur sr. Gísli Jónasson sóknar- prestur í Breiðholtskirkju og er það annað í röðinni af fræðsluer- indum sem flutt eru á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra. í erindinu fjallar Gísli um tilgang t náðargjafanna og hvert er hlutverk þeirra í samfélagi trúaðra í kirkj- i unni. Að erindinu loknu gefst svo i tækifæri til umræðna yfir kaffi- bolla um efni þess. Fyrirlestur þessi er eins og áður sagði í röð fjögurra fræðsluerinda sem flutt verða nú á föstunni í Digraneskirkju og bera þeir yfir- skriftina Starf heilags anda. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangseyrir enginn. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Áskirkja. Opið hús íyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Biblíulestur í • safnaðarheimilinu kl. 20.30. Bústaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Dómkirkjan. Kl. 14-16 opið hús í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, fyrir alla aldursflokka. Kl. 17.15 samverustund fyrir börn 9-10 ára. * Hallgrúnskirkja. Kyrrðarstund 3 með lestri Passíusálma kl. 12. Org- > eltónlist. Léttur hádegisverður á , eftir. \ Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára í böm ki. 17 í safnaðarheimilinu. t Kvöldsöngur með Taizé tónlist kl. í 21. Kyrrð, íhugun, endumæring. } Allir velkomnir. Langholtskirkja. Foreldra- og dag- mömmumorgunn kl. 10-12. Laugameskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrir- j bænir. Léttur málsverður í saftiað- arheimilinu á eftir. Samvemstund fyrir eldri borgara kl. 14. Starf fyr- ir 10-12 ára böm kl. 17. Árbæjarkirkja. Starf fyrir 10-12 , ára stráka og stelpur kl. 16.30-17.30 í Ártúnsskóla. Æsku- ! lýðsfundur eldri deildar kl. ) 20.30-22. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- ] unn á morgun kl. 10-12. Digraneskirkja. Mömmumorgunn i kl. 10. Leikfími aldraðra kl. 11.15. j Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Bænarefnum má koma til sóknar- prests eða kirkjuvarðar, einnig má ! setja bænarefni í bænakassa í and- I dyri kirkjunnar eða hafa samband við sóknarprest. Fræðslustund fyr- ir almenning í Reykjavíkurpró- fastsdæmi eystra er í kvöld kl. 20.30. Dr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson héraðsprestur flytur fyrirlestur um Ritninguna og andann. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Efni m.a. fyrirlestr- ar, bænastund o.fl. Kaffi og djús. Æskulýðsfélag, eldri deild fyrir 9. og 10. bekk, kl. 20-22. Hjallakirkja. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 14-16 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Fyrirbænaefn- um má koma til prests eða kirkju- varðar. Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir 9-12 ára stráka kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 11-12 ára böm kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu Linnetsstíg 6. Æskulýðsfundur kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í Vonar- höfn, Strandbergi. Opið hús í Von- arhöfn, Strandbergi fyrir 8-9 ára böm kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Biblíulestur ki. 21. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Víðistaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15-18.30. Hjálpræðisherinn. Kvöldvaka í umsjón Gistiheimilisins. Akraneskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúk- um. Hvítasunnukirkjan Ffladelfia. Bænasamkoma vegna sameigin- legrar bænaviku kristinna safnaða. Ræðumaður Miriam Óskarsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin frá kl. 16-18. Starfsfólk kirkjunnar á sama tima í Kirkjulundi. Kyrrðar- og fræðslustund kl. 17.30. Ferm- ingamndirbúningur er á þriðju- dögum og fímmtudögum. ■Landakirkja Vestmannaeyjum. Kirkjan opin kl. 16-18. Starfsfólk kirkjunnar verður á sama tíma í Kirkjulundi. TTT starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17. Kyrrðar- og fræðslustund kl. 17.30. Ingi Bær- ingsson, meðferðarfulltrúi hjá SÁÁ, flytur erindi: Hvemig á ég að bregðast við þegar bamið mitt byrjar að drekka? Ingi Bæringsson ræðir við foreldra fermingarbama um unga fólkið og vímuefnin í Kirkjulundi kl. 20.30. Ath.: kl. 20 mim sjónvarpsstöðin Fjölsýn taka til sýningar æskulýðsmessu í Landakirkju og nýafstaðna útgáfu- tónleika barnakórs Landakirkju, Lítilla lærisveina. Torfastaðakirkja. Alþjóðlegur bænadagur kvenna. Bænasam- koma fyrir allar sóknir Skálholts- prestakaUs verður í Torfastaða- kirkju fóstudaginn 6. mars kl. 16 sem er alþjóðlegur bænadagur kvenna. Allir eru velkomnir. VELVAKAMU Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Glög'g’t er gests augað ELLEN Stefánsdóttir hafði samband við Velvak- anda. Hún sejgist hafa ver- ið gestur í Arsal á Hótel Sögu og langar að lýsa ánægju sinni með þjónust- una, salinn, veitingarnar og snyrtimennskuna. Hún vill færa fram þakkir til aðstandenda salarins. Dýrt á hárgreiðslu- stofunni Kristu KONA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri hneykslan sinni varðandi verðlagn- ingu á hárgreiðslustofunni Kristu í Kringlunni. Hún sagði að sonur sinn hefði farið í klippingu á hár- greiðslustofuna Kristu í Kringlunni. Klippingin kostaði 2.300 krónm-. Hann fer venjulega í klippingu á hárgreiðslu- stofu Hrafnhildar þar sem slík klipping kostar 1.600 krónur. Hún sagðist hafa spurt um verðmuninn, svarið var: „Þetta er okkar verð.“ Þegar munurinn er 700 krónur og síðri klipp- ing fer mitt fólk ekki aftur á hárgreiðslustofuna Kristu. Ein óánægð. Raftækja- verslunin Elko KONA utan af landi hringdi og sagði að sölu- menn hjá nýju raftækja- versluninni Elko vildu ekki selja út á land. Ætlaði hún að versla í gegnum síma en fékk ekki samband við neinn sölumann. Hún fékk þau svör hjá símastúlku að þeir svöruðu ekki í síma fyrr en í næstu viku. Hún telur sig þar af leiðandi missa af tilboðsverðum hjá versluninni. Ein óánægð. Tapað/fundið Græn snyrti- budda tapaðist EF einhver hefur fundið græna snyrtibuddu með ýmsum snyrtiáhöldum, þar á meðal spegli með Monu Lisu á bakhliðinni, vinsam- lega hafið samband í s: 551 9567. Hringur tapaðist EINBAUGUR merktur „Guðmundur" tapaðist á Hjarðarhaga, á milli Dun- haga og Suðurgötu, 15. febrúar síðastliðinn, finn- andi er vinsamlega beðinn % að láta vita í s: 551 6105. Karlmannsúr KARLMANNSÚR fannst í efri hluta Holtagerðis í Kópavogi mánudaginn 2. mars. Eigandi hafi sam- band í s: 554 4338. Gæludýr Kettlingur fæst gefins KETTLINGUR sem fæddist í nóvember sl. fæst gefins. Þetta er bröndóttur fress. Þeir sem hafa áhuga á að eignast kött hafí sam- band í s: 551 6019. Munið eftir að gefa fuglunum Erfitt reynist fuglunum að fínna sér æti á meðan jörð er hvít af snjó og vötn frosin. Medisana H E ILSUVÖRUR þig upp í kuldanum Víkverji skrifar... ISLENSKA útvarpsfélagið kynnti á dögunum verðbreyting- ar fyrir þjónustu sína. Athygli vek- ur að þar er í flestum tilfellum um að ræða umtalsverðar hækkanir á tímum mjög lítillar verðbólgu. Víkverji hefur um nokkurt skeið verið áskrifandi að Sýn og Fjölvarpinu. Þegar Víkverji pant- aði áskriftina fyrir tæpum tveimur árum var hún 1895 krónur. I fyrra hækkaði áskriftin upp í 2495 krón- ur og loks núna í 3180 krónur. Er síðasta hækkunin 27% en alls hef- ur afnotagjaldið hækkað um 68% á skömmum tíma. Samt segir ís- lenska útvarpsfélagið í nýlegri blaðaauglýsingu að fólk sé að spara sér 500 krónur. Reyndar er ekki útskýrt nánar hvernig hægt er að greiða 27% hærra afnota- gjald og spara stórfé í leiðinni! Víkverji skal fyrstur manna við- urkenna að dagskrá Sýnar hefur stórbatnað á undanförnum misser- um. Fjölvarpið hefur hins vegar lítið batnað með tilkomu nýrra stöðva, því þar er um að ræða við- skiptasjónvarp með fremur óspennandi efni. Víkverji er tilbú- inn að borga hærra afnotagjald en hann áður gerði en þessi mikla hækkun hefði eflaust haft það í fór með sér að hann hefði skoðað aðra möguleika ef þeir væru fyrir hendi. En svo er ekki í dag og lík- lega telur íslenska útvarpsfélagið sig vera í þeirri stöðu að geta hækkað þjónustu sína jafn mikið og raun ber vitni í krafti þess að fyrirtækið er eitt um hituna. XXX SÉRA Guðmundur Óli Ólafsson lét á síðasta ári af embætti sóknarprests í Skálholti eftir 42ja ára þjónustu við söfnuðinn. Svo skemmtilega vill til að fyrirrennar- ar hans sátu einnig lengi í embætti og hafa því einungis þrír prestar þjónað Biskupstungum í rúma öld. Þeir eru Magnús Helgason, sem þjónaði þar 1884-1905, Eiríkur Þ. Stefánsson 1906-1955 og Guð- mundur Óli frá 1955 til 1997. Nú- verandi prestur er sr. Egill Halí- grímsson og nú er að sjá hvort hann fylgi fordæminu og verði prestur til eftirlaunaaldurs. xxx VÍKVERJA rak í rogastahs þegar hann skoðaði íþróttablað Morgunblaðsins á laugardag og rýndi í kort sem sýndi íslenzka knattspymumenn sem leika með liðum í Ewópu. Þeir reyndust véra tæplega 60 talsins! Þetta er geysi- leg blóðtaka fyrir íslenzka knatt- spyrnu. Verður fróðlegt að fylgjast með íslandsmótinu í knattspyrnu næsta sumar í kjölfar hins mikla brotthvarfs leikmanna héðan. Lík- lega verður afleiðingin sú, að er- lendir leikmenn verði fleiri én nokkru sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.