Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Menntamálaráðherra kynnir nýja skólastefnu
Enn betri skóli,
þeirra réttur -
okkar skylda
KJÖRORÐ nýrrar skólastefnu sem
Bjöm Bjamason menntamálaráð-
herra lagði fram í gær og verður
kynnt á næstu vikum era „Enn betri
skóli, þeirra réttur - okkar skyida."
Bæklingur með sömu yfirskrift verð-
ur sendur inn á hvert heimili í land-
inu á næstu dögum og kveðst ráð-
herra vonast til þess að sem flestir
taki þátt í umræðunni.
Hin nýja skólastefna felur í sér
umtalsverðar breytingar á námi í
grunn- og framhaldsskólum, sem
munu koma til framkvæmda með
nýjum aðalnámskrám sem lagðar
verða fram á hausti komanda en
stefnt er að því að þær komist í
framkvæmd á næstu þremur árum.
Meiri áhersla á
sjálfstæð vinnubrögð
Á blaðamannafundi sem haldinn
var í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ
í gær til kynningar á hinni nýju
stefnu sagði menntamálaráðherra,
að markmiðið væri að tryggja ís-
lenskum nemendum nám sem væri
sambærilegt við það sem best gerð-
ist í heiminum. Ætlunin væri að
styrkja og móta heildstætt skóla-
starf, herða námskröfur, nýta
kennslutíma til hins ýtrasta, auka
sveigjanleika og bæta árangur nem-
enda, jafnt í einstökum greinum sem
og náminu í heild.
Ráðherrann sagði ennfremur að
með nýrri skólastefnu væri verið að
leggja meiri áherslu en áður á sjálf-
stæð vinnubrögð og aukið val nem-
enda. Til dæmis mun val nemenda í
9. og 10. bekk verða allt að 30% af
námstíma þeirra. Þá verður ný
námsgrein, lífsleikni, tekin upp sem
skyldugrein, hvprt tveggja í grunn-
og framhaldsskóla. Kennslu í lífs-
leikni er ætlað að stuðla að því að
nemendur fræðist meira um réttindi
sín og skyldur, fjármál, fjölskyldulíf,
atvinnu, umhverfi, heilsu, neytenda-
mál og lýðræðislegt samfélag. Þá
verður mikil áhersla lögð á vímu-
varnir og að einstaklingarnir efli
frumkvæði sitt og sjálfstæði.
Kennsla í stærðfræði
og náttúrufræði aukin
Kennslustundum í stærðfræði og
náttúrafræði í grannskólanum verð-
ur fjölgað veralega og aukin áhersla
á íslensku, einnig utan íslenskutím-
anna. Þá verður áhersla á tungumál
aukin til muna og enskukennsla haf-
in tveimur árum fyrr en nú er, eða í
5. bekk. Þar með er enskan tekin
fram yfir dönsku sem fyrsta mál en
dönskukennsla mun hefjast í 7. bekk
í stað 6. bekkjar nú. Að sögn ráð-
herra mun dönskukennslan þó fá
sama heildartíma og áður, en farið
verður yfir jafnmikið efni á skemmri
tíma og á hnitmiðaðri hátt en fyrr.
Þá er ætlunin að nám í þremur er-
lendum tungumálum verði skylda á
öllum bóknámsbrautum framhalds-
skóla og áhersla lögð á að framhalds-
skólanemum bjóðist nám í tungum
fjarlægari þjóða.
Bryddað verður upp á þeirri ný-
breytni að bjóða lesblindugreiningu
fyrir öll sex ára börn og í öllu skóla-
starfi verður reynt að meta líkur á
námsörðugleikum og bregðast við
áður en í óefni er komið. Með nýrri
stefnu verður lögð áhersla á að
BÆKLINGURINN um hina
nýju skólastefnu verður sendur
inn á hvert heimili í landinu á
næstu dögum.
notkun upplýsingatækni verði sjálf-
sagt hjálpartæki í öllum námsgrein-
um og upplýsingalæsi verði skyldu-
námsgrein frá upphafi til loka
grunnskóla. Leikni á lyklaborð
tölvu og ritvinnslu verður skyldu-
námsþáttur frá 4. bekk til loka
grunnskóla, þannig að ekki verður
þörf fyrir slíka kennslu í framhalds-
skólanum. Ný upplýsinga- og
tæknibraut verður sett á laggirnar í
tilraunaskyni í framhaldsskólum,
sem þjálfa mun nemendur á sviði
rauntækni, upplýsingatækni og
hugbúnaðargerðar.
Samræmdum prófum í lok 10.
bekkjar verður fjölgað úr fjóram í
FREYR og Claes spila og syngja íslensk lög um borð í Outeniqua við góðar undirtektir.
SWEDARP leiðangurinn til Suðurskautslandsins
FREYR Jónsson og Jón Svanþórs-
son, íslensku jeppamennimir í
sænskum vísindaleiðangri til Suð-
urskautslandsins, era nú í Höfða-
borg. Jón leggur af stað heimleið-
is til íslands í dag. Freyr verður
hins vegar áfram f Höfðaborg og
bíður þess að Toyota-jepparnir
tveir komi með ísbrjótnum Agul-
has. Freyr segir að ferðin hafi
gengið mjög vel og bflarnir reynst
framar vonum.
Þeir félagar komu með ís-
bijótnum Outeniqua til Höfða-
borgar í gær eftir átta daga sigl-
ingu. Freyr sagði að illa hefði
gengið að koma skipi að íshell-
unni og tók langan tíma að lesta
skipin. Fóru þeir fram og til baka
frá Sanea og Rampen, þar sem út-
búnaður þeirra er. Bflarnir tveir
eru í Agulhas sem er væntanlegt
Komnir
til Höfða-
borgar
til Höfðaborgar nk. föstudag.
Freyr kvaðst ekki koma heim fyrr
en á miðvikudag.
Eldur um borð í Outeniqua
Eldur kom upp í Outeniqua á
leiðinni til Höfðaborgar 27. febrú-
ar. „Þetta var nú ekki mikið. Það
varð skammhlaup í hitalögnum
sem notaðar eru til að hita vatns-
lagnir f skipinu. Það kviknaði 1
lögnunum en eldurinn uppgötvað-
ist í tíma. Það hefði getað farið
verr,“ sagði Freyr.
Freyr sagði að sér þætti ferðin
hafa gengið afar vel. „Það sem
kom mér helst á óvart var að
veðrið var ekki jafn slæmt og ég
átti von á. Þótt frostið sé mikið er
yfirleitt ekki þetta stöðuga rok
sem við eigum að venjast heima á
íslandi. Við vorum líka vel búnir
þannig að þetta voru engin átök.
Bflarnir komu frábærlega vel út,
ekki síst miðað við annan tækja-
búnað sem við vorum með. Snjó-
bflarnir biluðu gjarnan og vélsleð-
arnir af og til. Það er greinilegt
að kuldinn og þessi mikla lestun
reynir mikið á tækin,“ sagði
Freyr.
Lesa má nánar um leiðangurinn
á heimasfðu Morgunblaðsins,
http://www.mbl.is/sudurskaut/.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra kynnti nýja skólastefnu á
blaðamannafundi sem haldinn var í myndlistarstofu Fjölbrautaskólans
í Garðabæ í gær.
sex og bætt við prófum í samfélags-
greinum og náttúrufræði. Ekki hefur
þó enn verið ákveðið hvort einhver
þeirra verði skylda eða hvort þau
verði öll valfrjáls. Þá verða boðin
sveigjanleg námslok í grannskóla
þannig að hluti nemenda geti lokið
grunnskólanámi á níu áram í stað
tíu. Einnig er rætt um að heimila
einhverjum framhaldsskólanna að
gera tilraun með þriggja ára nám til
stúdentsprófs.
Reynt að stemma stigu
við brottfalli nemenda
Ólík inntökuskilyrði verða sett á
námsbrautir framhaldsskólans og
munu þau einkum byggjast á kröfum
um námsárangur í þeim greinum
sem mestu máli skipta á viðkomandi
námsbraut. Markmiðið með inntöku-
skilyrðunum er að gera nám á hinum
ýmsu námsbrautum markvissara
með tilliti til lokamarkmiðs námsins
og viðkomandi nemendahóps en
einnig að stemma stigu við brottfalli
nemenda. Tengsl atvinnulífs og skóla
munu aukast með fjölgun starfs-
námsbrauta og þátttöku atvinnulífs-
ins í mótun námskrafna. Námsfram-
boð í öldungadeildum verður einnig
aukið, einkum á sviði starfsnáms.
I máli ráðheraa kom fram að hann
teldi það afar þýðingarmikið að
námskrár grannskóla og framhalds-
skóla væru nú endurskoðaðar sam-
eiginlega í fyrsta sinn. Þannig væri
nú í fyrsta sinn unnið skipulega að
því að skapa samhengi mÚli náms í
grunn- og framhaldsskóla í því skyni
að tryggja eðlilega stígandi í náminu.
Kynningarfu ndir víða um
land á næstu vikum
Menntamálaráðherra minnti á að
til þess að ný skólastefna gæti orðið
að veruleika þyrftu allir að leggjast á
eitt; yfirvöld menntamála, sveitar-
stjórnir, skólaskrifstofur, kennarar,
foreldrar og nemendumir sjálfir.
„Með sameiginlegu átaki skulum við
tryggja betri menntun. Við skulum
halda þannig á málum að árið 2011
líti nýútskrifaður framhaldsskóla-
nemi um öxl og þakki þeim sem gáfu
honum góða menntun, auðæfi sem
aðeins aukast en ekki minnka á lífs-
göngunni. Virðum þann rétt unga I
fólksins, með því að gera skyldu okk-
ar í þágu enn betri skóla,“ sagði
hann.
A næstu vikum efnir menntamála-
ráðherra til funda um allt land, þar
sem almenningi jafnt sem fagfólki
gefst færi á að kynna sér hina nýju
stefnu og koma með ábendingar áð-
ur en gengið verður endanlega frá
nýjum námskrám fyrir grunn- og
framhaldsskóla næsta haust. Þá
verður einnig leitað eftir formlegri i
umfjöllun hagsmunaaðila á borð við
kennara, skólastjórnendur, Sam-
band íslenskra sveitarfélaga og sam-
tök foreldra og nemenda.
Forstjóri Visa íslands um úrskurð
áfrýjunarnefndar samkeppnismála
Kemur sterklega i
til greina að fara
domstólaleiðina
EINAjR S. Einarsson, forstjóri
Visa íslands, segir að það komi
sterklega til greina að kæra úr-
skurð áfrýjunarnefndar samkeppn-
ismála um greiðslukortaviðskipti
til dómstóla. Hann segir úrskurð-
inn vera mikil vonbrigði en hins
vegar sé veittur mikilvægur um-
þóttunartími sem Visa ísland muni
nota til þess að fara yfir málið að
nýju, afla gagna og vinna sjónar-
miðum um eitt almennt verð fylgi.
Frá því sé síðan veittur afsláttur
fyrir staðgreiðslu, magn eða við-
skiptatryggð líkt og tíðkast hafi
hér á landi um 10 ára skeið.
„Áíi-ýjunarnefndin klofnaði í af-
stöðu sinni og það sýnir hve úr-
skurður samkeppnisráðs er umdeil-
anlegur og í raun óvandaður, auk
þess sem þar er lítið tillit tekið til
neytendasjónarmiða. Bæði sam-
keppnisráð og meirihluti áfrýjunar-
nefndarinnar gera sig seka um aug-
Ijósa mistúlkun á lögum að okkar
mati, en í 35. grein samkeppnislaga
er skýrt tekið fram að þess skuli
vera gætt að viðskiptahættir skuli
vera sambærilegir hér á landi við
það sem almennt gerist í helstu við-
skiptaríkjum fslendinga. Greiðslu-
kortaviðskipti eru í eðli sínu alþjóð-
leg og lúta alþjóðlegum reglum og
viðskiptavenjum,“ sagði Einar.
Öll meðferð málsins
gagnrýniverð
Hann sagði að öll meðferð þessa
máls væri mjög gagnrýniverð. Bág
aðstaða hefði verið veitt til sam-
skipta, rökræðna og eðlilegs mál-
flutnings gagnvart Samkeppnis-
stofnun, svo ekki sé talað um áfrýj-
unarnefnd samkeppnismála þar
sem aðeins hafi gefist 10 mínútur
til andmæla eftir að lögmenn höfðu
flutt málið.
„Vinnubrögð Samkeppnisstofn-
unar og samkeppnisráðs eru átalin
í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar,
ekki aðeins óvönduð vinnubrögð
heldur hreinlega brot á stjórn-
sýslulögum í sambandi við meðferð
málsins. Því hefði mátt ætla að
áfrýjunamefndinni þætti sjálfgefið
að ógilda ákvörðunina þar sem í
ljós hefur verið leitt að ólöglega
var að henni staðið og að Sam-
keppnisstofnun braut á rétti gerð-
arþola. Þess í stað er aðeins látið
við það sitja að átelja þessi vinnu-
brögð,“ sagði Einar.