Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 13
Morgunblaðið/ Ami Sæberg
I UTANRÍKISMALANEFND eiga sæti níu þingmenn og voru þeir allir
viðstaddir á þúsundasta fundi nefndarinnar. Lengst t.v. á myndinni er
Helgi Ágústsson, ráðuneytisstjdri utanríkisráðuneytisins, og þá koma
nefndarmennirnir Gunnlaugur M. Sigmundsson, Lára Margrét Ragn-
arsddttir, Árni R. Árnason, Tdmas Ingi Olrich, Geir Haarde, formaður
utanríkismálanefndar, Össur Skarphéðinsson, varaformaður nefndar-
innar, Siv Friðleifsddttir, Margrét Frímannsddttir og Kristín Ástgeirs-
ddttir. Lengst t.h. er Þdrður Bogason, ritari nefndarinnar.
Þúsundasti fundur utanríkismálanefndar
Veittur verður aðgang-
ur að fundargerðum
UTANRÍKISMÁLANEFND AI-
þingis hefur samþykkt að sé
þess óskað verði veittur að-
gangur að fundargerð nefndar-
innar séu þrjátíu ár liðin frá
fundi nema fundargerðin íjalli
um einkamálefni einstaklinga. I
slíkum tilvikum skuli ekki
heimila aðgang að þeim hluta
fundargerðar sem um einka-
málefnið fjallar fyrr en að átta-
tíu árum liðnum, nema sá er
málið varðar veiti samþykki
sitt. Getur utanríkismálanefnd
sammælst um að veita undan-
þágu frá þessari reglu vegna
rannsdkna- og fræðistarfa, þó
ekki ef fundargerð fjallar um
einkamálefni. Samþykkt þessi
kemur til framkvæmda 1. októ-
ber næstkomandi, en hún var
samþykkt á þúsundasta fundi
utanríkismálanefndar sem hald-
inn var í gær, en fyrsti fundur
nefndarinnar var haldinn 16.
apríl 1928. Frá fyrstu tíð hefur
utanríkismálanefnd verið ríkis-
stjórninni til ráðgjafar um utan-
ríkismál og í 24. grein þing-
skapa er nú ákvæði um að
nefndin skuli vera ríkisstjórn-
inni til ráðuneytis um meiri-
háttar utanríkismál, enda skuli
ríkisstjórnin ávallt bera undir
hana slík mál, jafnt á þingtíma
sem í þinghléum. Ríkir sérstök
trúnaðarskylda á nefndarmönn-
um í þessu sambandi.
Morgunblaðið/Golli
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Portúgals, Marcelo de Sousa Vasc-
oncelo, kynnir sér saltfiskverkun Stakkavíkur í Grindavík ásamt fóru-
neyti sínu. Ráðherrann _er vinstra megin á myndinni en lengst til
hægri er Hermann Ólafsson, framkvæmdastjdri Stakkavíkur.
Sj ávarútvegsráðherra
Portúgals kynnir sér ís-
lenzkan sjávarútveg
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
Portúgals, Marcelo de Sousa
Vasconcelos, var í opinberri
heimsókn hér á landi fyrri
hluta vikunnar, en hann hélt af
landi brott snemma í morgun.
Ráðherrann kynnti sér helztu
sjávarútvegsstofnanir í Reykja-
vík, heimsótti sjávarútvegs-
ráðuneytið og ræddi við Þor-
stein Pálsson, sjávarútvegsráð-
herra, heimsótti Fiskistofu,
Hafrannsóknastofnun, Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins og
landhelgisgæzluna.
Á þriðjudag fór hann til Eyja
og heimsótti þar helztu fisk-
vinnslufyrirtækin, en í gær
kynnti hann sér starfsemi SIF
og Utflutningsráðs íslands,
heimsótti saltfiskverkunina
Stakkavík í Grindavík og Fisk-
markaðinn í Sandgerði og
átti að iokum viðræður við Hall-
dór Ásgrímsson, utanríkisráð-
lierra.
FRÉTTIR
Fyrrverandi eigandi Gáms-Hringhendu neitar
að gryfja með tirgangi sé óleyfíleg
Segir urðun með vit-
und heilbrigðiseftirlits
FYRRVERANDI eigandi
Gáms-Hringhendu sem
stóð að urðun og losun úr-
gangs við Straumsvík á seinasta
ári segir, að urðunin hafi verið
með vitund heilbrigðisefth-lits
Hafnarfjarðarsvæðis. „Embættið
vissi vel af þessu en hvort að
menn þar gerðu sér grein fyrir
umfangi þessara húsa, þrjátíu
tveggja hæða blokka af Kefla-
víkuflugvelli, get ég ekki sagt til
um, enda ekki mitt mál,“ segir
Guðjón Þorbjörnsson, fyrr-
verandi eigandi fyrirtækisins.
Hann segir að umfang verk-
efnisins hafi aldrei verið rætt og
hafi heilbrigðiseftirlitið ekki
spurt um hversu mikið magn úr-
gangs yrði flutt af Keflavíkur-
flugvelli.
Rannsakað fyrir
kærumeðferð
Guðmundur Einarsson, fram-
kvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits
Hafnarfjarðarsvæðis, segir for-
rannsókn standa yfir vegna máls-
ins og verði lögð fram kæra að
henni lokinni. Ljóst sé að um lög-
brot sé að ræða að hans mati en
rannsókn miði að því að rök-
styðja til hlítar væntanleg kæru-
atriði.
„Við viljum vanda okkur til að
alls réttaröryggis sé gætt og
fyrst að búið er að slökkva eldinn
í gryfjunni erum við ekki lengur í
tímaþröng. Við munum safna
saman öllum gögnum og fara ná-
kvæmlega yfir stöðu mála án
þess að hespa neinu af,“ segir
Guðmundur. Hann segir emb-
ættið t.d. verða að skoða hvort að
eitthvað hafi verið ámælisvert í
því hvemig það stóð sjálft að
málum og ræða við hlutaðeigandi
aðila.
„Eitthvað hefur farið úrskeiðis
fyi’st þetta gerðist, en hvort það
sé sök opinbers eftirlits eða hafi
verið ásetningur verður þessi
rannsókn að leiða í ljós. Það er
ekki rétt að við séum dómarar í
eigin máli, en auðvitað skoðum
við okkar vinnubrögð. Heilbrigð-
iseftirlitið byggir á samvinnu við
þau fyrirtæki sem það heimsæk-
ir, upplýsingum og fræðslu og í
umræddu tilviki teljum við okkur
ekki hafa fengið réttar upplýs-
ingar. Þessi gryfja kom okkur al-
veg í opna skjöldu. Hauginn í
hrauninu uppgötvuðum við hins
vegar í fyrrasumar, en að flytja
þetta efni á víðavang eru ekki nú-
tímaleg vinnubrögð," segir Guð-
mundur.
Samkvæmt upplýsingum frá
rannsóknardeild lögreglunnar í
Hafnarfirði er beðið eftir form-
legri kæru vegna urðunar úr-
gangs á svæðinu og í kjölfarið
verði málinu vísað til embættis
ríkislögreglustjóra, en þar er
deild sem fer með rannsóknir er
tengjast mengunarmálum.
Fékk munnlegt
samþykki
„Þegar ég tók að mér að flokka
þessi efni frá Keflavíkurflugvelli
var mitt fyrsta verk að ræða við
heilbrigðiseftirlit í Hafnarfirði og
athuga hvort ég mætti taka á
móti húsunum og flokka þau
sundur fyrir neðan skemmuna.
Það sem ekki teldist endurvinn-
anlegt yrði eftir á svæðinu.
Framkvæmdastjóri embættisins
samþykkti það að því tilskildu að
engin eitur- eða spilliefni væru í
ÆV *
Hr -
INNLENDUM
VETTVANGI
úrganginum. Samþykki hans var
að vísu munnlegt en það er ljóst
að embættið vissi vel af því sem
ég var að gera allan tímann,“
segir Guðjón.
Auk þess hafi hann rætt við
bæjarverkfræðing vegna málsins
að ósk framkvæmdastjóra heil-
brigðiseftirlits í Hafnarfirði og
fengið heimild þar einnig. Málm-
ur hafi verið tekinn úr úrgangin-
um og hann fluttur til Hringrás-
ar og Stálsmiðjunnar í Hafnar-
firði, auk timburs sem geymt sé í
Kapelluhrauni, en annað það sem
ekki var hægt að vinna hafi verið
skilið eftir á svæðinu.
„Þama var grafinn timburúr-
gangur sem verður að jarðvegi
þegar hann rotnar, ásamt gifs-
plötum sem notaðar voru í milli-
veggi og loft. Gifs er efni sem
myndar kalk í jarðvegi og er talið
gott fyrir hann. Þegar ég skoðaði
gryfjuna hafði gifsið molnað mik-
ið niður og fallið til botns. Þarna
eru því engin eftii sem ekki verða
að jarðvegi, nema kannski nokkr-
ar blikkplötur,“ segir hann.
Guðjón kveðst þeirrar skoðun-
ar að vandamálið felist einvörð-
ungu í eldinum og þeirri mengun
og umhverfisspjöllum sem urðu
af hans völdum. Aðspurður um
þau ummæli heilbrigðisfulltrúa í
Hafnarfirði, að eftir að eldurinn
kom upp hafi hann greint frá því
að í gryfjunni væri einungis gifs
og lítilræði af timburögnum
kveðst Guðjón líta svo á að efnið í
gryfjunni sé aðallega smágert
spýtnarusl. Ekki hafi verið í
mannnlegu valdi að flokka
smæsta úrganginn sökum þess
hversu heildarmagnið var mikið.
Hins vegar stingi timbrið meira í
augu eftir að gifsið molnaði.
„Ég fór aðallega á vettvang til
að gefa ráð um hvernig haga ætti
slökkvistarfi, því þegar ég vann á
sorphaugunum í Gufunesi var
eina leiðin til að slökkva elda af
þessu tagi að kæfa þá með því að
ýta möl yfir. Það tókst hins vegar
ekki í þessu tilviki og þess vegna
varð mengunin jafn mikil og raun
ber vitni.“
Magn úrgangs
jókst verulega
Hann segir að á Keflavíkur-
flugvelli hafi verið búið að rífa
járn af þökum, pappa og plötur
sem voru utan á húsunum. „Upp-
haflega ætluðum við að taka á
móti timbrinu úr niðurrifinu og
engu öðru, en síðan barst fyrir-
spurn um hvort eitthvað af
gi’unninum mætti koma með. Ég
sagði það engu máli skipta því í
raun væri hagkvæmt fyrir okkur
að fá jarðveg með. Asamt því
sem til okkar var flutt komu
grunnstykki og jarðvegur að
hluta til, þannig að seinustu
hlössin sem komu úr hverju húsi
voru verulega þung,“ segir Guð-
jón.
Hann kveðst ekki hafa á tak-
teinum tölur um hversu mikið
magn í tonnum talið var flutt inn
á svæðið og út af því aftur, en
skjöl um flutningana séu í hans
fórum. Jarðvegurinn sem var
umfram upphaflega tilboðið hafi
aukið þyngd magnsins verulega.
Á sama tíma hafi fýrirtækið
þurft að þola ágang sjávar og því
hafi hann búið til bogalagaðan
vamargarð fyrir neðan skemm-
urnar og flokkað efnið á milli
hans og bygginganna. „Þegar við
söfnuðum úrganginum þama ýtt-
um við jafnóðum möl yfir til að
mynda vinnuaðstöðu og styrkja
vörn gegn sjónum, auk þess sem
bílarnir gátu ekki keyrt ofan á
timbrinu og því sem eftir var,“
segir hann.
Verðmæti sagt
50 milljónir
Guðjón kvaðst hafa gert sér
grein fýrir að timbrið sem Gám-
ur-Hringhenda tók á móti var í
svo verulega miklu magni að það
væm umtalsverðir fjái-munir í
því sem söluvöru fyrir Gmndar-
tanga. „Sorpa tætir um 7.000-
8.000 tonn af timbri fyrir Gmnd-
artanga á ári en þörf verksmiðj-
unnar nemur um 15.000 tonnum.
Mismunurinn er fluttur inn með
æmum kostnaði. Ég ræddi við
Grandartanga um að taka við
timbrinu beint og þær viðræður
stóðu yfir þegar fyrirtækið fór í
þrot. Á meðan þurfti að geyma
þennan timburúrgang, enda
betra að vinna hann eftir því sem
haugurinn yrði stærri. Ég tel
verðmæti timburs á svæðinu,
miðað við að það sé tætt niður og
selt Gmndartanga, vera um 50
milljónir króna.“
Guðjón kveðst hafa rætt við
danska aðila um að fá timburtæt-
ara leigðan og vinna efnið en íýr-
irtækið stöðvaðist áður en málið
náði svo langt. „Þegar við hætt-
um rekstri vorum við enn að taka
við efni frá Keflavíkurflugvelli og
höfðum gert svo síðan í október
1996 eða i rúmt ár. Það þurfti
meira að segja að snúa tveimur
flutningabílum með efni við á
hlaðinu þegar heilbrigðiseftirlitið
lokaði.“ Guðjón kveðst áætla að
fýrirtækið hafi tekið við farmi
500 til 600 stórra flutningabif-
reiða á þeim tíma.
Aðrir aðilar án leyfis
Hafi hann jafnframt rætt við
forráðamenn geymslusvæðisins í
Kapelluhrauni um að fá að leigja
pláss til að geyma timburúrgang
og vinna það hugsanlega þar síð-
ar. „Það var auðsótt, enda fjölda-
margir aðilar sem leigja
geymslusvæði þarna og geyma
ýmislegt efni án þess að hafa
leyfi frá heilbrigðiseftirliti. Ég
gerði samning um geymsluna en
ákveðið magn varð að vera utan
gh'ðingar, enda um 3.000 fer-
metrar sem þurfti til þriggja ára
og síðan var reiknað með að skila
landinu hreinu. Þegar eftirlitið
gerði athugasemdir við timbrið í
hrauninu svöraðum við og bent-
um á að um verðmæti væri að
ræða sem stefnt væri að því að
vinna. Um svipað leyti lenti Gám-
ur-Hringhenda hins vegar í veru-
legum erfiðleikum og hætti
rekstri skömmu eftir að heil-
brigðiseftirlitið í Hafnarfirði lok-
aði sorpflokkunarstöðinni 3. des-
ember síðastliðinn. Ég benti full-
trúa þess á að það væri mjög var-
hugavert að loka því við væram
að því komnir að velta um koll,
en því var ekki sinnt.“