Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Rússland
Nýr kjarnorku-
málaráðherra
BORIS Jeltsín Rússlandsforseti út-
nefndi í gær Jevgení Adamov
kjamorkumálaráðherra landsins í
stað Viktors Mikhaílovs, sem var
látinn víkja sæti á
mánduag.
Adamov er
vísndamaður,
framkvæmda-
stjóri orkurann-
sóknarstofnunar í
Moskvu og varð
kunnur fyrir
framlag sitt til
baráttunnar við
afleiðingar
Tsj emóbýl-kj amorkuslyssins.
Á þriðjudag útnefndi Jeltsín
ákafan fylgismann róttækra um-
bóta í hermálum í eitt áhrifamesta
embætti rússneskra öryggismála.
Með tilnefningu Andreis Kokos-
híns, sem er ekki hermaður sjálfur,
í stöðu ritara öryggisráðs forsetans
og tilskipun sem gefur ráðinu vald
til að hafa yfirumsjón með umbót-
um í málefnum hersins, lauk upp-
stokkun í stjóminni sem kostaði
fjóra ráðherra embættið.
Á undanfornum fjórum dögum
skipti Jeltsín út ráðherrum sam-
göngu-, mennta- og kjamorkumála
auk varaforsætisráðherra sem fór
með tengsl Rússlands við önnur
íyrrverandi sovétlýðveldi.
Uppstokkunin hefur vakið at-
hygli á því að ríkisstjómin sé undir
valdi Jeltsíns og að hann geti gert
þær breytingar á henni sem honum
sýnist. En svo virðist sem hann hafi
gripið til þessara breytinga nú fyrst
og fremst til að efna fyrirheit um
breytingar í kjölfar eigin gagnrýni
á árangur og hæfni stjórnarinnar.
Hvergi var þó hreyft við helztu
lykilmönnum stjómarinnar og um-
bótastefna hennar er óbreytt, jafn-
vel- þótt gagnrýni Jeltsíns, sem
hann bar fram í nýlegri stefnuræðu
sinni, hefði fyrst og fremst beinzt
að óviðunandi árangri stjómarinn-
ar í efnahagsmálum.
Borís Jeltsín
Ráðherrar sviptir
lífvörðum
Moskvu. The Daily Telegraph.
BORIS Jeltsín Rússlandsforseti
gaf í vikunni út tilskipun þess
efnis, að tólf af æðstu mönnun-
um í stjórnkerfinu skyldu svipt-
ir lífvörðum sínum í sparnaðar-
skyni.
Ellefu varaforsætisráðherrar
og einn af æðstu mönnum
stjórnsýslu forsetaembættisins
missa þar með lífverði sína.
Greinilegasta afleiðing þessa
verður að mest áberandi um-
bótasinnarnir í sijórninni,
Anatoli Tsjúbajs og Boris
Nemtsov - sem báðir eru vara-
forsætisráðherrar - njóta ekki
lengur sérstakrar b'fverndar á
kostnað ríkisins. Þeir hafa báðir
sagt að þeim berist hótanir í
tengslum við tilraunir þeirra til
að nútímavæða rússneskt efna-
hagslíf.
Viktor Tsjernomyrdín forsæt-
isráðherra heldur lífverði sínum
og Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrver-
andi Sovétleiðtogi, einnig.
Þótt tilræði séu algeng í
Moskvu við menn úr athafnalif-
inu, bankamenn og lögreglu-
menn, eru þess nær engin dæmi
undanfarin ár að pólitisk morð
séu framin þar.
Ný
bréfspjöld
í dag koma út ný
bréfspjöld með
áprentuðu frímerki.
Hægt er að fá eða panta
ástimptuð bréfspjötd með
fyrsta dags stimpli
á pósthúsum um allt tand. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1052 Fax: 580 1059 Heimasíða: http://www.postur.is/postphit/ PÓSTURINN
FRlMERKJASAlAN P^pílL
Reuters
STARFSMAÐUR Trinamulflokksins, málaður í flokkslitunum, tók þátt í sigurhátíð í Kalkútta í gær.
Janata ræðir
Ohug slær á
Norður-Ira við
ný manndráp
Belfast. Reuters.
TVEIR nánir vinir, kaþólikki og
mótmælandi, voru skotnir til bana á
krá á Norður-írlandi í fyrrakvöld
og talið er að árásin sé liður í til-
raunum til að koma í veg fyrir að
samkomulag náist í friðarviðræðum
norður-írsku flokkanna. Ái’ásin
vakti mikinn óhug meðal Norður-
íra.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, fordæmdi árásina en
sagði að friðarhorfumar á Norður-
Irlandi væru enn góðar.
Tveir menn með grímu fyrir and-
litinu ruddust inn í öldurhús í þorp-
inu Pontypass, skammt frá Belfast,
skipuðu mönnunum að leggjast á
gólfið og hófu skothríð. Tveir aðrir
menn særðust.
„Peir skutu á fómarlömbin þegar
þau vom varnarlaus," sagði Ronnie
Flanagan, lögreglustjóri Norður-Ir-
lands, og lýsti verknaðinum sem
„viðurstyggilegum gunguskap".
Þrír menn voru í vörslu lögreglunn-
ar vegna tilræðisins.
Norður-írskir stjómmálamenn
töldu að morðingjamir væm mót-
mælendur sem vildu koma í veg fyrir
að friðarviðræðumar bæm árangur.
Kráin er í eigu bróður stjómmála-
manns í flokki kaþólikka, SDLP.
Um 20 Norður-írar hafa verið
myrtir í árásum kaþólikka og mót-
mælenda, sem em andvígir friðar-
viðræðunum, frá því um jólin.
Bresk og írsk stjórnvöld hafa vís-
að Sinn Fein, flokki írska lýðveldis-
hersins (IRA), úr viðræðunum um
sinn vegna tveggja morða sem talið
er að IRA hafi staðið fyrir. Einum
af flokki mótmælenda var einnig
meinað að taka þátt í viðræðunum
um sinn vegna tilræða sem banda-
menn hans voru granaðir um.
Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein,
fordæmdi árásina í Pontypass,
sagði hana lið í tilraunum til að
valda skelfingu meðal Norður-íra
og koma í veg fyrir að sátt næðist
um framtíð Norður-írlands.
Seamus Mallon, einn af forystu-
mönnum SDLP, sagði að tilræðin
að undanfomu myndu ekki verða til
þess að friðarviðræðumar fæm út
um þúfur, þvert á móti yrðu þau til
þess að norður-írsku flokkamir
sannfærðust enn betur um nauðsyn
þess að koma á varanlegum friði.
Breska stjómin kveðst enn vera
vongóð um að samkomulag náist og
stefnt er að þvi að niðurstaða við-
ræðnanna verði borin undir þjóðar-
atkvæði á allri írsku eyjunni 7. maí.
stjórnar-
myndun
Nýju Delhi. Reuters.
LEIÐTOGAR indverskra stjórn-
málafylkinga hófu í gær að
þreifa fyrir sér um myndun rík-
isstjórnar, eftir að í Ijós kom að
enginn hafði hlotið meirihluta
atkvæða í kosningum sem hófust
16. febrúar. Bharatiya Janata,
flokkur þjóðernissinnaðra
hindúa, náði 251 sæti ásamt
bandalagsflokkum sínum, í neðri
deild þingsins. Sögðu fulltrúar
flokksins í gær að þeir hefðu
hafið viðræður við fleiri banda-
menn um myndun meirhluta-
sljórnar.
Til þess að vera starfhæf þarf
ríkisstjórn að njóta stuðnings að
minnsta kosti 272 þingmanna í
neðri deild, þar sem 545 eiga
sæti. FuIItrar Kongressflokks-
ins, sem hlaut næstflest þing-
sæti, eða 166, ásamt bandalags-
flokkum sinum, sögðu koma til
greina að mynda stjórn með
Samfylkingunni, bandalagi
fimmtán flokka.
Óháðir þingmenn og smá-
flokkar hlutu alls 21 sæti, og
bera Janata og Kongressflokkur-
inn nú víurnar í þá. Telja þarf
atkvæði á ný f einu kjördæmi,
talning hefst í tveim niunda
mars, kosið verður í þrem á
laugardag, kosið verður aftur í
einu kjördæmi 30. mars og kosn-
ingar fara fram í tveim kjör-
dæmum, þar sem nú er mikil
ófærð vegna snjóa, 21. júní.
I
I
I
I
I
í mlklu Qr.
| VerM8,m«
r.y& ^ *A
nC^
Bam
FuUorð‘nS'
alpur: / .,oi
Hú 30
9
/o
Bar"B #fttnaö«r
ötwistaríatna
,,a«lfewa?“r ao»/.
8UI%e& 30
EURO - VISA
Póstsendum
samdægurs
wmmmmm
LAUGAVEGJ 23 • SfMJ 551 5598