Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 45 „Sýn“ vorra tíma Davíð Oddsson er - eins og Tony Blair í Bretlandi - réttur maður á réttum stað og réttum tíma með íslenskri þjóð. jjj / I SEINNI tíð hefur borið mjög á orðinu „sýn“ í þjóðmálaumræðu. Það er talað um að stjórnmála- i menn verði að hafa „sýn“ og er þá væntanlega átt við heildarmarkmið sem stjórnmála- menn skuli stefna að. Oft er líka talað um „framtíðarsýn“. Eink- um er það fólk á vinstri væng stjórnmálanna sem upptekið er af slíku tali. Það er að líkum, því vinstri menn eru eðli máls sam- kvæmt heildarhyggjumenn. Hörð orð hafa fallið í þessu efni um Sjálfstæðisflokkinn. Flokk- urinn er ekki aðeins sakaður um að hafa ekki nægjanlega góða eða skýra „sýn“ heldur er því VIÐHORF Eftir Jakob F. Ásgeirsson jafnvel haldið fram að hann hafi alls enga „sýn“! En „sýnin“ getur verið með ýmsu móti - og nú er- um við einmitt að upplifa tíma þar sem segja má að „sýn“ for- manns Sjálfstæðisflokksins sé að rætast. í Reykjavíkurbréfi fyrir skömmu var fjallað um þær breytingar sem hafa orðið á síð- ustu árum í stjórnmálalífi margra rótgróinna lýðræðis- ríkja. Alþjóðavæðingin í efna- hags- og fjármálalífi þjóða hefur fært hið hefðbundna karp í efna- hagsmálum að jaðri stjórnmála- umræðunnar. En þetta hefur ekki gerst sjálfkrafa. I hverju landi fyrir sig hafa stjómmála- menn þurft að takast á við ríkj- andi tíðaranda og gamlar venjur og sumir þurft að berjast hart fyrir nauðsynlegum breytingum. I litlu landi eins og Islandi er brýnt að slíkar breytingar gerist með eins mikilli sátt og frekast er kostur. Það hefur orðið hlut- skipti Davíðs Oddssonar að gegna leiðtoga- en um leið sátta- hlutverki í þeim miklu umskipt- um sem orðið hafa í íslensku þjóðlífi á þessum áratug. En það hefði hann ekki getað gert án þess að hafa skýr markmið að leiðarljósi. „Sýn“ Davíðs Oddssonar er ekki alltumlykjandi patentlausn- ir heldur að skapa stöðugleika í efnahagsmálum og draga smátt og smátt úr ríkisumsvifum og skattheimtu - en án þess að setja þjóðfélagið á annan endann - og treysta forsendur fyi-ir frjálsu mannlífi þar sem stjóm- málamennirnir eru ekki kóngar sem almenningur þarf að lúta, heldur íyrst og fremst þjónar fólksins. Þetta er „sýn“ vorra tíma. Fyrr á öldinni trúðu margir á byltingu og áætlunarbúskap margvíslegan, en nú höfum við reynsluna af þeim tilraunum: harðstjóm glæpamanna og því- líkan óhugnað að samanlagðir glæpir harðstjóra fortíðarinnar fölna í samanburði. Fólk er búið að fá sig fullsatt af mannkyns- frelsurunum með plan uppá vas- ann sem á að leysa allan vanda. Það vill fá að vera í friði fyrir stjómmálamönnunum og nennir ekki að rífast um stjórnmál sýknt og heilagt. Mannskepnan er alls ekki stjórnmáladýr, eins og margir vinstri menn halda; það era bara sumir okkar sem era með pólitík á heilanum, flesth' vilja vera lausir við það argaþras og fá að rækta garðinn sinn í friði og njóta ávaxtanna af erfiði sínu. Davíð Oddsson er - eins og Tony Blair í Bretlandi - réttur maður á réttum stað og réttum tíma með íslenskri þjóð. Menn geta gert sér í hugarlund hvern- ig ástatt væri í landinu ef mið- stýringarmenn hefðu haldið um stjórnartauma á þessu mikil- væga umbrotaskeiði í sögu þjóð- arinnar og þráast við að gera nauðsynlegar breytingar, eða hinir æstu umbyltingamenn sem öllu vilja kollvarpa í einni svipan. En Davíð hefur ekki verið þakkað nógsamlega forystuhlut- verk hans. Fjölmiðlarnir hafa ekki verið honum hliðhollir, en hann hefur haft lag á að nota sér þá, einkum ljósvakamiðlana. DV hefur alla tíð verið Davíð fjandsamlegt og hinn nýi Dagur er í rauninni ekki annað en gamaldags póli- tískt flokksblað. Og Morgun- blaðið hefur ekki hampað Davíð, þótt fáránlegt sé að segja að blaðið hafi verið honum andsnú- ið. Það er því enginn prentmiðill sem beinlínis hefur stutt Davíð og haldið fram hans hlut í þjóð- málaumræðunni. Það er stjórn- málaforingja ákaflega erfitt að standa í eldlínunni og vita að hann eigi ekki von á nema í besta falli hálfvolgum stuðningi í ritstjórnargreinum dagblað- anna. En hvernig stendur á því að Davíð nýtur svo mikils persónu- fylgis sem raun ber vitni án stuðnings þeirra sem teljast hafa skoðanamótandi áhrif með blaðaskrifum sínum? Það er gamalkunnugt úr stjórnmálasögunni að úrslit kosninga og skoðanakannana í lýðræðisríkjum fela oft í sér visku sem ekki kemur fram þeg- ar einstakir kjósendur eru beðn- ir að lýsa skoðun sinni. Saman- lögð tilfinning kjósenda á kjör- degi hefur jafnan verið rökrétt niðurstaða þegar grannt er skoðað og lagt er hlutlægt mat á forsendurnar hverju sinni. Og kjósendur hafa þannig hvað eftir annað haft að engu ráðleggingar spekinganna sem þóst hafa haft alla þræði í hendi sér og mest hefur farið fyrir í fjölmiðlaum- ræðunni. Það er eitthvað þvíumlíkt sem nú kemur fram í skoðanakönn- unum. Fólk skynjar að Davíð Oddsson og Halldór Asgrímsson eru mikilhæfastir stjórnmálafor- ingjar nú um stundir. Þess vegna lætur það allan bægslagang á þingi eða í útvarpi sem vind um eyra þjóta. Almenningur hefur í rauninni næman skilning á því hvað era hinir meiri og hinir minni hagsmunir. Þess vegna lætur fólk ekki einstök mál, sem blásin eru upp í fjölmiðlum, slá sig útaf laginu - og styður Davið og ríkisstjórnina dyggilega í skoðanakönnunum, hvað svo sem hinir „vfsu menn“ segja í leiður- um blaðanna. Almenningur skynjar að „sýn“ Davíðs Odds- sonar er tímanna tákn. ______AÐSENPAR GREINAR_ Bæjarráð leggur til að gefin verði lóð undir sjómannaskóla í BRÉFI bæjarráðs Reykjavíkur frá 3. okt. 1941 til atvinnu- og samgöngumálaráðu- neytis segir: Lagt fram bréf skipulagsnefndar dags. í dag, um lóð undir fyr- irhugaðan sjómanna- skóla. Bæjarráð leggur til að gefin verði lóð undir skólann í Rauðarár- holti, þar sem undir- búningsnefnd skóla- byggingarinnar óskar eftir og verði stærð lóðarinnar ákveðin síð- ar. Framangreinda ályktun sam- þykkti bæjarstjómin á fundi sínum í gær. Til borgarstjórans í Reykjavík Atvinnu- og samgöngumálaráðu- neytið 10. október 1941. Ráðuneyt- ið hefur móttekið bréf yðar, herra borgarstjóri, dags. 3. þ.m., þar sem þér tilkynnið ráðuneytinu að bæj- arstjórn Reykjavíkur hafi sam- þykkt að gefa ríkinu lóð í Rauðar- árholti undir sjómannaskóla. Vill ráðuneytið hér með tjá yður og bæjarstjóminni þakkir sínar fyrir mikilsverðan stuðning við þetta mál. Söguleg samskipti ríkis og bæjar sem fram koma í tveimur fyrr- nefndum bréfum era enn frekar til stuðnings við Hollvinasamtök Sjó- mannaskólans og þeirra megin- markmiða að í háborg íslensku sjó- mannastéttarinnar við Rauðarár- holt skuli vera þeirra aðalmennta- setur. Það vekur hins vegar athygli að í bréfi bæjarráðs er gefin lóð undir sjómannaskólann í Rauðarárholti. I þakkarbréfi ráðuneytis er bæjar- stjóm þakkað fyrir að gefa ríkinu lóð í Rauðarárholti undir sjó- mannaskóla. Ekki fer á milli mála hvað gefandinn vill, en þiggjandi, þ.e. ríkið, fer nokkuð frjálslega með. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að skólameistarar Stýri- mannaskólans, Vélskólans og rekt- or Kennaraháskólans hafa náð saman um aðstöðu íýrir Kennara- háskólann í Sjómannaskólanum, alls um 1.300, fermetra til afnota. Þá íyrst umræðan fór af stað um tilflutning Sjómannaskólans að Höfðabakka 9 vora rökin m.a. þau að húsnæði Sjómannaskólans væri alltof stórt í fermetram talið, miðað við þá starfsemi sem þar færi fram. Við nánari athugun kom þó í ljós að þau rök stóðust ekki þar sem m.a. fyrirhuguð aðstaða í Höfðabakka 9 var sú sama og of stór var talin í Sjómannaskójahúsinu. Þess utan þurfa verkmenntaskólar nokkuð stærra gólfpláss á nemenda en aðr- ir skólar. Það er hins vegar nokkuð til um- hugsunai’ iyrir yfii’völd íslenski-a menntamála hvers vegna um 70% ungmenna sælqa í Háskólann en aðeins um 30% í verk- menntanám í algjörri andstöðu við það sem gerist á Norðurlönd- um. Á íyrstu starfsáram Sjómannaskólans var ekki allt húsnæðið nýtt til kennslu fyrir sjómenn og þá var hluti skólans nýttur íyrir Ingimarsskóla. Samskiptamiðstöð heymarskertra flutti í Sjómannaskólahús- næðið fyrir u.þ.b. ári, þótti þá mikil þörf á endurbyggingu þess hluta Sjómannaskóla- húsnæðisins sem og var gert. Það verður forvitnilegt að fylgj- ast með framvindu mála þá Kenn- araháskólinn flytur hluta starfsemi sinnar í Sjómannaskólann. Verða þeir aðilar sem þaðan koma til náms og kennslu sáttir við innrétt- ingar Sjómannaskólahússins sem óbreyttar eru frá 1945, stólar og Það verður forvitnilegt, segir Guðmundur Hall- varðsson, að fylgjast með framvindu mála þá Kennaraháskólinn flyt- ur hluta starfsemi sinn- ar í Sjómannaskólann. borð frá 1973, ekki vatnsheldur og tæplega vindheldur? I þessu um- hverfi sl. þrjá áratugi hefur mennt- un sjómanna farið fram. Ekki einleikið að dregist hefur í ár og áratugi Þessi orð viðhafði menntamála- ráðherra þá umræðan snerist hvað mest um tilflutning menntaseturs sjómanna í Höfðabakka 9. Þá síðast var gerð úttekt á utan- húss lagfæringu Sjómannaskóla- hússins var kostnaður áætlaður 260 milljónir króna. Ætla má að önnur eins upphæð færi til lagfær- ingar innanhúss sem ekki er van- þörf á. Ég tel rétt að á fjárlögum næstu ára verði veittar verulegar fjárhæðir til lagfæringar Sjó- mannaskólahússins. Sjómanna- stéttin á þann rétt að búa við námsaðstöðu eins og hún gerist best. Verða menn að horfa til annarra staða? í frétt Morgunblaðsins 28. febr- úar sl. er viðtal við menntamála- ráðheiTa hvar hann kemst svo að orði: Ef hægt er að leysa þetta mál án þess að flytja skólana (Stýrimanna- skólann og Vélskólann innsk. G.H.) er það viðunandi niðurstaða af minni hálfu, en hins vegar er ég þeirrar skoðunar að með framtíð- arþróun skólanna í huga, einkum Vélskólans, verða menn að horfa til annarra staða. Það mál er hins vegar ekki eins loiýjandi og það var. Og áfram í viðtalinu við ráð- herra: Sú lausn sem við blasir er vissulega hagkvæm, að minnsta kosti til skemmri tíma en menn verða að halda áfram að velta fyrir sér öðram möguleilcum til að skól- arnir geti allir dafnað með eðlileg- um hætti. Með eðlilegu viðhaldi, tækjabún- aði og lagfæringu á Sjómanna- skólahúsinu dafna Stýrimannaskól- inn og Vélskólinn með eðlilegum hætti þar sem þeir eru nú staðsett- ir. Það kemur mér á óvart að menntamálaráðherra skuli ekki enn átta sig á óskum stjómenda skólanna, Hollvinasamtökum Sjó- mannaskólans sem á fimmta hund- rað manns eru aðilar að og þúsund- um manna um allt land sem vilja báðum skólunum þann stað sem ætlan hefur verið frá upphafi. Sem fyrr kemur fram í þessari grein gefur bæjarráð lóð undir sjó- mannaskóla í Rauðarárholti og staðfestir í bréfi dags. 3. október 1941, til atvinnu- og samgöngu- málaráðuneytisins sem með bréfi dags. 10. október 1941 tjáir þakkir sínar fyrir mikilsverðan stuðning við málið. Og enn er rétt að minna á ræðu Sveins Bjömssonar, þá rík- isstjóra, á sjómannadaginn 4. júní 1944, þegar homsteinn sjómanna- skólans var lagður og sagði m.a. „Hér má líta ávöxt af starfi ís- lenslcra sjómanna... Það era, fremur öðrum, íslenskir sjómenn sem hafa aflað þess fjár sem gerir ríkinu kleift að reisa þessa myndarlegu byggingu. Og enginn ágreiningur mun vera um það að íslenska sjómannastéttin hefur til hennar unnið einnig á annan hátt. Með færni sinni og dugnaði í sífelldri glímu sinni við ægi hefur hún sýnt og sannað að hún er verðug slíkrar menntastofn- unar.“ Hvað þarf nú til að breyta þankagangi embættismanna menntamálaráðuneytis og mennta- málaráðherrans í máli Sjómanna- skólans á Rauðarárholti? Fyrir liggur að lóðin var gefin af hálfu þáverandi bæjarstjómar Reykjavíkur, ríkið, eða fyrir þess hönd atvinnu- og samgöngumála- ráðuneyti, móttekur lóðina því þar skuli reistur sjómannaskóli. Á þeim forsendum er lóðin gefin af bæjarstjóm sem þakklæti til sjó- mannastéttarinnar fyrir að eiga stærstan þátt í að umbreyta Reykjavík úr bæ í borg. Höfundur er alþingismaður. ENSKT SEVILLE APPELSÍNU MARMELAÐI Gæðavara frá Elsenham % PIPAR OG SALT lf’ j Klapparstíg 44 S: 562 3614 -kjarnimálsins! Trefjagifsplötur til notkunar á veggi, loft og gólf * ELDTRAUSTAR * HLJÚÐEINANGRANDI * MJÖG G0TT SKRÚFUHALD * UMHVEFISVÆNAR PLÖTUR VIBURKENNDAR AF BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI 553 8640 • 568 6100 Guðmundur Hallvarðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.