Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 52
•2 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Mótvægi
ÞAÐ var sunnudags-
morguninn 8. febrúar
síðastliðinn, þegar ég
var að fletta í gegnum
Morgunblaðið, að ég
rak augun í grein eftir
Jóhann J. Olafsson sem
bar heitið „Sósíalisminn
er lævís og lipur“. Eftir
að hafa lesið greinina
fór ég að hugsa mikið
um það sem í henni
stóð, því margt angraði
mig við hana. Ekki það
* að hún væri ekki vel
undirbúin hvað varðar
efni og form, heldur
fannst mér hún við
fyrstu sýn samrýmast
hugmyndum mínum um þá hluti
sem hún tók til en mér fannst samt
sem ég þyrfti sífellt að vera á varð-
bergi gagnvart samvisku minni.
Greinin var greinilega skrifuð til að
sannfæra lesandann
um ágæti hugmynda
höfundar, og frægum
kennisetningum og
hugmyndum nafntog-
aðra manna var oft á
tíðum hagrætt og þær
slitnar úr tímalegu
samhengi, svo þær
féllu betur að tilgangi
og efni greinarinnar.
Þrátt fyrir að margir
lærðari menn en ég séu
skrifandi í blöðin án af-
láts um skyld efni fann
ég mig knúinn til að
láta mína einföldu af-
stöðu koma fram á mál-
efnalegan hátt, jafnvel
einungis til þess að ég skilji afstöðu
mína betur sjálfur. Astæða þess að
ég „tek upp hanskann" fyrir jafnað-
arhugsjónina í þessari grein er ekki
sú að ég vilji láta kenna mig við þá
hugarstefnu, heldur vegna þess að
mér fannst hún fá fremur ósann-
gjarna umfjöllun í grein Jóhanns.
Kostir frjálshyggjunnar voru
dregnir fram og vegsamaðir en
ókostir sósíalismans látnir hræða
lesandann. Einstefnan var algjör,
og mótvægið sem þarf til að gera
greinina trúverðuga kom ekki
fram.
Höfundur byrjar að tala um
hvernig einkaeignarréttur þróaðist
í árdaga og hvernig hann er rétt-
lættur. Undir því yfirskini viðrar
hann hugmyndir Johns Lockes
(1632-1704) um eignarrétt, sem
hljóða eitthvað á þá leið að í upp-
hafi hafi Guð gefið jörðina mann-
kyni til sameignar, en með því að
blanda vinnu sinni við jörðina og
auðlindirnar geti einstaklingurinn
Agnar Bragi
Bragason
fært þær úr þeirri sameign og
eignað sér þær sérstaklega. Þetta
er allt gott og gilt en höfundur
gleymir að minnast á veigamikið
atriði kenninga Lockes. Höfundur
tekur fram í tilefni af þessu að hug-
myndir Lockes eigi ennþá mikið
erindi við nútímann, en ég verð að
vera honum ósammála, að minnsta
kosti eins og hann setur málið
fram. Sækja má hugmyndir um
lýðræði, lýðveldi og fleiri stórkost-
lega þætti í vestrænni stjórnarhefð
og menningu til hugmynda Lockes,
en túlkun á kenningu hans um
eignarrétt hefur að mínum dómi
tekið veigamiklum breytingum,
Eg „tek upp hanskann“
fyrir jafnaðarhugsjón-
ina, segir Agnar Bragi
Bragason, því mér
fannst hún fá fremur
ósanngjarna umfjöllun
í grein Jóhanns.
sérstaklega á öldinni sem er að
líða. Sú breyting sem höfuðmáli
skiptir er að auðlindir heimsins eru
ekki lengur álitnar eins „ótakmark-
aðar“ og þær voru flestar ef ekki
allar á tímum Lockes. Þess vegna
skrifaði Locke að öllum væri frjálst
að eigna sér hluti úr náttúrunni
með vinnu sinni, þar sem nóg er
eftir í sameign af jafngóðum hlut-
um fyrir aðra. Tökum dæmi um
eplatréð. Vissulega eru epli sem
maður tínir í skóginum eign manns
eftir að maður hefur tínt þau sjálf-
ur úr guðsgrænni náttúrunni. En
hugsið ykkur ef það væru nú að-
eins sjötíu epli í skóginum, en
hundrað svangir einstaklingar, sem
alla dauðlangaði í epli. Er þetta þá
spurning um hverjir séu fljótastir
og sterkastir að næla sér í epli eða
tvö, eða væri ekki skynsamlegra að
allir fengju 7/10 úr epli? Er það
ekki höfuðeinkenni á farsælu fólki,
að það stuðlar að hamingju ann-
arra? Að vísu má fullyrða á móti að
ef frjálshyggjan hefði drottnað í
þessum skógi hefðu eplin kannski
verið hundrað og tuttugu að tölu en
ekki sjötíu. En er það eitthvað
betra, ef aðeins fimm „hæfustu"
aðilarnir eiga tólf epli hvor en hinir
níutíu og fimm aðeins sextíu? Öll
sanngirnisrök mæla á móti því.
Þessi heimfærsla kenningar
Lockes um eignarréttinn á nútím-
ann á því ekki við rök að styðjast
og ekki hægt að líkja saman ótak-
mörkuðum eplaskógi, þar sem nóg
er af eplum handa öllum, og fiski-
miðunum við Island nú á dögum.
Hins vegar eru, eins og fyrr segir,
hugmyndir Lockes um réttinn til
lífs, frelsis og eigna, með þeim ann-
mörkum sem ég hef greint frá, enn
í hávegum hafðar. Þetta eru grund-
vallarmannréttindi sem viður-
kennd eru meðal allra siðaðra
þjóða, og er löggjöf þeirra í anda
þessara hugmynda hans, en í fram-
haldi af þessu má spyrja hvort solt-
inn maður sé í raun frjáls og hvort
hann eigi sér líf. Segja má að í hin-
um vestræna siðaða heimi, þar sem
mannréttindi, velfarnaður og ham-
ingja manna eru alls staðar höfð í
fyrirrúmi og jafnræðisreglur ríkja,
geri lögin sjálf lítinn mannamun;
þau banna bæði ríkum og fátækum
að sofa á berangri og betla mat.
Furðulegt þykir mér að lesa um
skoðanir Jóhanns á ríkisvaldinu,
þar sem segir að sporna verði við
stöðugri ásælni hins opinbera í eig-
ur landsmanna og að lögræðissvipt-
ingu þjóðarinnar verði að linna.
Sjálfræði og fjárræði verði að kom-
ast í hendur fullþroska einstak-
linga. Hefur Jóhann misst sjónar á
lýðræðinu? Lítum við ekki á okkur
sem fullþroska einstaklinga þegar
við göngum inn í kjörklefana í okk-
ar lýðræðislega þjóðfélagi og velj-
úm okkar fulltrúa að vel athuguðu
máli? Ég tek heilshugar undir með
Jóhanni að einstaklingurinn eigi að
rækta trú á sjálfa sig og efla eigið
sjálfstæði og forræði, en það eru
svo margir aðrir þættir sem skipta
máli, eins og samvinna og sam-
hjálp, því að í samfélaginu geta
ekki allir staðið á eigin fótum og
byggt sína eigin lukku og farsæld,
ýmist vegna einhverra andlegra
eða líkamlegra annmarka eða jafn-
vel vegna bágborinnar stöðu sinn-
ar. Þetta fólk á sama rétt til lífs,
frelsis, eigna og hamingju og hver
annar. Annað væri gróft brot á
náttúrulegum réttindum manna.
Hlutverk ríkisins er að tryggja
sameiginlega hagsmuni allra þegna
sinna, jafnt í þjóðlífi sem einkalífi,
og leggja grunninn fyrir frjálsa ein-
staklinga í velferðarþjóðfélagi sem
stuðlar að almannaheill. „Elska
skaltu náunga þinn eins og sjálfan
þig.“
Annað sem stendur upp úr við
lestur greinarinnar er að höfundur
gagnrýnir Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra og sakar hann um að
draga taum sósíalisma, því ekki
samiýmist það lífsspeki höfundar
að hálendi landsins verði opinber
eign. „Ekki fleiri Davíðssálma" seg-
ir Jóhann. Það er nú ekki á hverjum
degi sem fonnaður Sjálfstæðis-
flokksins er borinn svona „þungum
sökum“. Að lokum vil ég geta þess
að ég aðhyllist ekki sósíalisma,
heldur er það mín skoðun að maður
eigi að skoða öll viðhorf og allar
hugmyndir og dæma þær svo á
þeirra eigin en ekki fyrirfram gefn-
um forsendum. Hugsjónin er falleg
og allir eiga rétt á eigin skoðunum.
Bara að það gengi eins vel að finna
sannleikann og að afhjúpa ósann-
indin.
Höfundur er háskrílanemi.