Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Notkun trjá-
gróðurs í
borg og bæ
GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins,
Reykjum í Ölfusi, í samvinnu við
Landgræðslu- og Skógrækt ríkisins
býður upp á fræðslukvöld um notk-
un trjágróðurs í borg og bæ, föstu-
daginn 6. mars frá kl. 20-23. Fyrir-
lesturinn fer fram í húsnæði Land-
græðslusjóðs, Suðurhlíð 38 í
Reykjavík. Boðið verður upp á kaffi
og meðlæti.
Kristinn H. Þorsteinsson, stunda-
kennari við Garðyrkjuskólann og
garðyrkjustjóri Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, fræðir þátttakendur
um mismunandi trjágróður til notk-
unar í borg og bæjum. Hann mun
byggja fyrirlesturinn fyrst og
fremst á litskyggnum. Nánari upp-
lýsingar fást á skrifstofu skólans.
Námskeið fyrir
almenning í
notkun
GPS-tækja
BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjarg-
ar og Slysavamafélag Islands í
samvinnu við Ferðafélag íslands
stendur fyrir námskeiði í notkun
GPS-gervihnattastaðsetningar-
tækja fyrir almenning í Reykjavík,
dagana 16. og 17. mars nk. Nám-
skeiðið verður haldið í húsnæði
Ferðafélagsins að Mörkinni 6,
Reykjavík.
Námskeiðið samanstendur af
grunnfræðslu í notkun GPS-tækja
sem hafa notið aukinna vinsælda við
ferðalög um óbyggðir.
Námskeiðsgjald er 1.800 kr. og
eru námskeiðsgögn innifalin. Vænt-
anlegir þátttakendur tilkynni þátt-
töku eigi síðar en fyrir hádegi föstu-
daginn 13. mars.
Efnahagsá-
standið í
Austur-Asíu og
Japansmarkaður
LANDSNEFND Alþjóða verslun-
arráðsins stendur fyrir hádegis-
verðarfundi fostudaginn 6. mars nk.
kl. 12 í Skála, Hótel Sögu.
Þar mun japanski hagfræðipró-
fessorinn Kiyohiko G. Nishimura
fjalla um efnhagsástandið í Austur-
Asíu og japanskan neytendamark-
að. Þá mun Þórður Friðjónsson,
forstjóri Þjóðhagsstofnunar, fjalla
um hagsmuni íslands í Austur-Asíu
og áhrif efnahagslegra hræringa
þar á íslenska þjóðarbúið.
Þorrablót í
Kaliforníu
ÞORRABLÓT verður haldið í San
Francisco, Kalifomíu, 7. mars nk.
Boðið verður upp á íslenskan þorra-
mat og verður dansað við hljóm-
sveit, dmkMð og spjallað fram á
nótt. Blótið verður haldið í The
California Club of San Francisco við
1750 Clay Street.
Húsið opnað M. 18.30 og matur-
inn hefst kl. 19. Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar veitir Leifur B.
Björnsson.
Rætt um vímu-
efnavandann
INGI Bæringsson, meðferðarfull-
trúi SÁÁ fjallar um vímuefnavand-
ann í kyrrðar- og fræðslustund í
Keflavíkurkirkju M. 17.30 í dag,
fimmtudag. Ingi nefnir erindi sitt
„Hvemig á ég að bregðast við þegar
bamið mitt fer að drekka?“
Kl. 20.30 á fimmtudagskvöld ræð-
ir Ingi við foreldra fermingarbarna
í Kirkjulundi um sama efni. Allir
era velkomnir í kyrrðar- og
fræðslustundir í KeflavíkurMrkju.
Samvinnuferðir Landsýn
Tuttugu ára
afmælisgolf-
ferð til Irlands
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
STOFNFÉLAGAR Félags brunarannsóknara á íslandi. Fremri röð
f.v.: Guðmundur Gunnarsson, Bjarni J. Bogason og Haukur Ársælsson.
Aftari röð f.v.: Hallgrímur Hallgrímsson, Lúðvík J. Eiðsson, Þórður
Bogason, Guðmundur Haraldsson og Ástvaldur Eiríksson. Á myndina
vantar Daníel Snorrason, Gylfa Gylfason og Sigumund Þórisson.
Félag brunarann-
sóknara stofnað
FÉLAG brunarannsóknara á ís-
landi var stofnað 20. febrúar sl.
Tilgar.gur félagsins er samkvæmt
því sem segir í fréttatilkynningu
að örva og stuðla að aukinni þekk-
ingú í brunarannsóknum og sam-
hæfa rannsóknaraðferðir, efla
samhug og faglega þekkingu fé-
lagsmanna varðandi brunarann-
sóknir sem stuðli m.a. að bættu ör-
yggi almennings gagnvart elds-
voðum, beita sér fyrir samvinnu
við opinbera aðila, einnig trygg-
ingafélög o.fl. um fræðslu, rann-
sóknir og kynningu á nýjustu
tækni á sviði brunarannsóknna og
að hafa samskipti við erlenda aðila
varðandi brunarannsóknir, ráð-
stefnur og námskeið. Tilgangi sín-
um hyggst félagið m.a. ná með fyr-
irlestrum, fræðsluritum, námskeið-
um og ráðstefnum.
í TILEFNI af 20 ára afmæli Sam-
vinnuferða Landsýnar á þessu ári,
verður efnt til golfferðar til írlands
dagana 27. - 29. mars n.k.
I fréttatilkynningu segir: „Sam-
skipti Samvinnuferða Landsýnar og
ferðaþjónustuaðila á írlandi eiga
sér orðið 20 ára sögu, því þegar
ferðaskrifstofan var stofnuð árið
1978, var fyrsta leiguflugsferð fyrir-
tæMsins farin til Irlands, nánar til-
tekið til Shannon.
Haldið verður upp á þessi merku
tímamót með sérstakri golfferð til
Irlands í sérstöku leiguflugi með
þotu frá íslandsflugi. Irska ferða-
málaráðið tekur þátt í þessari veislu
með Samvinnuferðum Landsýn og
býður upp á vinninga, kvöldverð og
skemmtun eins og því einu er lag-
ið.“
Flogið verður til Dublin 27. mars
og gist á Hotel Burlington. Rástími
er M. 13:36 á St. Margaret’s golf-
vellinum og spilaðar níu holur. Að
leik loknum verður kvöldverður á
Sean Dherty’s Pub með skemmtun
og þar verða afhent verðlaun fyrir
leik dagsins. 28. mars er rástími kl.
13:00 og þá verða spilaðar 18 holur
á hinum fagra Draid’s Glen golf-
velli. Verðlaunaafhending. Rástími
29. mars er M. 08:00. Dagurinn er
teMnn snemma og spilað á St.
Margaret’s golfvellinum. Að leik
Mknum er eMð út á Dublinarflug-
völl og þaðan flogið til Keflavíkur.
Verð á mann er aðeins 29.800.- í
tvíbýli án golfs og 33.800,- á mann í
einbýli. Fararstjóri verður Kjartan
L. Pálsson.
---------------
Reykholtsskóli
í Biskupstung--
um 70 ára
REYKHOLTSSKÓLI í Biskups-
tungum er 70 ára um þessar mund-
ir. Af því tilefni verður haldin af-
mælishátíð f Reykholti laugardag-
inn 7. mars M. 13.30.
Gamlir nemendur, kennarar og
aðrir velunnarar velkomnir.
Nýjar íbúðir Bygg-
ing,afelag,s námsmanna
BYGGINGAFÉLAG námsmanna
hefur loMð byggingu á 21. íbúð í
fyrri áfanga nýbyggingar sem fé-
lagið er að reisa að Bólstaðarhlíð
23 í Reykjavík.
Um er að ræða fjölbýlishús með
leiguíbúðum fyrir sérskólanem-
endur og eru þær allar komnar í
útleigu. Byggingin er sú fyrsta
sem rís samkvæmt nýju deiliskipu-
lagi fyrir lóðir Kennaraháskólans
og Sjómannaskólans og er hún
fyrri áfangi af 42 íbúða byggingu
sem verður alls um 2600 fm. Þegar
er hafin vinna við seinni áfangann,
21 íbúð í viðbót sem verður tilbúin
í haust.
Aðilar að Byggingafélagi náms-
manna era nemendur í sex sér-
skólum á höfuðborgarsvæðinu en
þeir eru: Kennaraháskólinn,
Myndlista- og handíðaskólinn, Sjó-
mannaskólinn, Tónlistarskóli
Reykjavíkur, Tækniskólinn og
Fiskvinnsluskólinn. Byggingafé-
lagið er með yfir 2000 félagsmenn.
í dag á félagið 36 herbergi í SMp-
holti og 6 íbúðir í Gullengi.
í lok ársins 1996 var haldin lok-
uð aðalútboðssamkeppni um bygg-
inguna og var tillaga Björns H. Jó-
hannessonar, arkitekts, sem bygg-
Morgunblaðið/Golli
FRÁ vígslu íbúðanna í Bólstaðarhlíð 23. Frá vinstri: Almar Eiríksson,
formaður sljórnar Byggingafélags námsmanna, Björgvin Þór Jó-
hannsson, skólastjóri Vélskólans; Björn H. Jóhannesson, arMtekt
F.A.Í., Þórir Ólafsson, rektor KHÍ, Björn Bjarnason, menntamálaráð-
herra og Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans.
ingafyrirtækið Húsanes ehf. sæti og byggingin því reist á
byggði tilboð sitt á, valin í fyrsta grunni hennar.
Öskað
eftir sjón-
arvottum
LÖGREGLAN biður sjónarvotta að
árekstri sem gerðist á Bústaðavegi
við Flugvallarveg þann 19. febrúar
síðastliðnum að gefa sig fram.
Þama rákust saman um klukkan
11 um morguninn gráblá Ford-
vörabifreið með skrásetningarnúm-
erinu OB-520 og rauð Honda
Accord fólksbifreið með skrásetn-
ingarnúmerinu RO-596. Vörubif-
reiðinni var eMð norður Flugvallar-
veg og beygt síðan vestur Bústaða-
veg, en fólksbifreiðinni var ekið
austur Bústaðaveg. Ökumenn bif-
reiðanna tveggja greinir á um stöðu
umferðarljósanna þegar óhappið
átti sér stað.
Árekstur
við Álfabakka
Lögreglan í Reykjavík lýsir
einnig eftir vitnum að árekstri sem
varð á Reykjanesbraut við Álfa-
bakka laugardaginn 21. febrúar síð-
astliðinn, um Mukkan 19.15.
Þar rákust saman Saab fólksbif-
reið sem var eMð norður Reykja-
nesbraut og strætisvagn sem var
eMð suður Reykjanesbraut og
beygt áleiðis austur Álfabakka er
áreksturinn varð. Þeir sem kunna
að hafa upplýsingar um þessi óhöpp
era beðnir um að tala við lögregluna
í Reykjavík.
„Furðuleg ummæli
utanríkisráðherra“
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Náttúra-
vemdarsamtökum íslands:
„Náttúravemdarsamtök Islands
lýsa furðu sinni á þeim ummælum
Halldórs Ásgrímssonar, utanríMs-
ráðherra, sem fram komu í ræðu
hans á umhverfisráðstefnu Norður-
landaráðs í Gautaborg.
Varaði hann við að „margir gerðu
sig seka um öfgakenndan hræðslu-
áróður annars vegar og afneitun
vandans hins vegar“. Bætti síðan
við að gera þurfi „skýran greinar-
mun á spám breiðs hóps vísinda-
manna, t.d. spá sérfræðinganefndar
Sameinuðu þjóðanna um loftslags-
breytingar (IPCC) um hækkun
hitastigs á jörðinni, og tilgátum ein-
stakra vísindamanna, t.d. um hugs-
anlegar breytingar á kerfi haf-
strauma á Norður-Atlantshafi".
Telur utanríMsráðherra umræðuna
hafa verið „heldur misvísandi".
í skýrslu umhverfisráðherra, „ís-
land og loftslagsbreytingar af
mannavöldum" (október 1997) seg-
ir: „eitt helsta áhyggjuefni íslend-
inga varðandi loftslagsbreytingar af
manna völdum era hugsanlegar af-
leiðingar þeirra á hafstraumakerfi
jarðar og Golf-strauminn, sem veld-
ur því að meðalhiti á Islandi er mun
meiri en búast mætti við miðað við
hnattstöðu landsins." (bls. 28). Svip-
uð ummæli koma fram í fréttatil-
kynningu frá umhverfisráðuneytinu
dagsett 16. janúar 1996 í tilefni
ákvörðunar ríMsstjómarinnar um
að styrkja „framkvæmd loftslags-
samning SÞ“.
Virt vísindatímarit hafa birt
greinar þekktra vísindamanna, sem
telja hugsanlegt að Golfstraumur-
inn kunni að breyta um stefnu
vegna auMnna gróðurhúsaáhrifa.
Ljóst er að ríMsstjóm íslands -
a.m.k. umhverfisráðherrann og þeir
sem fyrir hann vinna - telur fyllstu
ástæðu til að taka þessar kenningar
alvarlega.
Skýringin á ummælum utanríMs-
ráðherra kann auðvitað að vera sú
að hann tekur ekM mark á um-
hverfisráðherra, Guðmundi Bjama-
syni. Spurningin er þá hvort það sé
þess vegna sem Halldór Ásgríms-
son tók það ómak af umhverfísráð-
herra að skýra fyrir Norðurlanda-
ráði stefnu Islands í umhverfismál-
um.
UtanríMsráðherra hefur ef til vill
verið minnugur þeirra orða sem
umhverfisráðherra lét falla í um-
ræðum á Alþingi um niðurstöður
Kyoto-ráðstefnunnar þann 17. des-
ember sl., en þar sagði hann eftir-
farandi:
„Ég vek hins vegar sérstaka at-
hygli hv. þingmanna á helsta
áhyggjuefni hvað varðar lífsafkomu
á Islandi vegna loftslagsbreytinga
af mannavöldum, en það eru hugs-
anlegar afleiðingar á hafstrauma-
kerfi jarðar, einkum Golfstraum-
inn.“