Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 65 STJÓRN Félags veggfóðrarameistara f.v.: Þorvarður Einarsson, Sölvi M. Egilsson, Jóhann Þ. Einarsson, Steinþór Eyþórsson, Jón Ólafsson og Björgvin Valdemarsson. Ræðir horfur og þróun í utanrík- ismálum Islands HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðhen-a og formaður Framsóknar- flokksins, flytur erindi á sameigin- legum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Skála á 2. hæð í norðurálmu Hótels Sögu í dag, fimmtudaginn 5. mars, klukkan 17.15. Utanríkisráðherra flytur erindi um horfur og þróun ut- anríkismála Islands og stöðu lands- ins á alþjóðlegum vettvangi. Margt er að gerast á þessum vett- vangi nú og má þar nefna Schengen- málið, áhrif EMU á íslenskt efna- hagslíf, fjölgun ríkja innan NATO, aukið samstarf ríkja við Norður-Atl- antshaf, deilur Sameinuðu þjóðanna við Irak, umhverfísmál í kjölfar Kyoto-ráðstefnunnar og samstarf ís- lands við Eystrasaltsríkin. Miklar breytingar og ör þróun á sér stað innan EFTA, ESB, EES og ÖSE. Ofan á það bætist að öryggis- og friðarhorfur við Norður-Atlantshafið eru háðar stöðunni í samskiptum rík- isstjórna Bandaríkjanna og Rúss- lands. Utanríkisráðherra mun koma inn á þessi alþjóðamál og ýmis fleiri í erindi sínu á fundinum, segh- í írétta- tilkynningu. ; Fundurinn er opinn félagsmönn- um SVS og Varðbergs en auk þess öllu áhugafólki um erlend málefni og þróun öryggis- og stjórnmála í Evr- ópu. Aðalfundur Varðbergs Strax að fundinum loknum með utanríkisráðherra hefst aðalfundur Varðbergs á sama stað. A dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf, kosning stjórnar og rætt verður um starfsemina og verkefni félagsins. Félag Veggfóðrara- meistara 70 ára FÉLAG Veggfóðrarameistara varð 70 ára 1 gær, en 4. mars 1928 komu 11 Veggfóðrarameist- arar saman í Baðstofu iðnaðar- manna. Erindið var að ræða hagsmunamál sín og stofnuðu þeir með sér Veggfóðrarafélag Reykjavíkur. Mikill framfarahug- ur var í þessum mönnum og sem dæmi um það má nefna að 20 dögum síðar eða hinn 24. mars gáfu þeir út sinn fyrsta uppmæl- ingartaxta en það mun hafa verið í fyrsta sinn sem iðnaðarmenn hér á landi tóku upp það launa- kerfi. Þessa fyrstu stjórn Veggfóðr- arafélagsins skipuðu: Viktor Kr. Helgason formaður, Sigurður Ingimundarson ritari og Björn Björnsson féhirðir. Fjórum ánim síðar eða í júlí 1932 var nafni fé- lagsins breytt í Meistarafélag veggfóðrara og 1933 var Sveina- félag veggfóðrara stofnað. En í febrúar 1945 voru síðan þessi tvö félög sameinuð í Félag veggfóðr- ara í Reykjavík og hélst það sam- starf fram til ársins 1957 er Fé- lag veggfóðrara í Reykjavík var stofnað. Félagsmenn liafa allir fag- menntun að baki en í starfsemi félagsins er mikið lagt upp úr vönduðum vinnubrögðum og full- kominni þekkingu á þeim efnum sem unnið er með. Menntun nýrra veggfóðrara fer að hluta til fram í iðnskóla en stærsti og mik- ilvægasti hiutinn er þjálfun hjá meistara. Inn í greinina fellur veggfóðrun, lagning striga og ýmis gólfdúkalagning og mynstur í gólf og lagning íþróttagóifa og hlaupabrauta. En undanfarin ár hefur aðaluppistaða greinarinnar verið lagning línóleumgólfdúka. Árið 1964 hófst félagið handa ásamt fjórum öðrum meistarafé- lögum við að byggja húsnæði yfir starfsemi sína í Skipholti 70 og er félagið þar með skrifstofu fyrir meðlimi sína og aðra sem til fé- lagsins þurfa að leita. Núverandi stjórn Félags vegg- fóðrarameistara skipa: Steinþór Eyþórsson formaður, Jóhann Þ. Einarsson varaformaður, Jón Ólafsson ritari, Sölvi M. Egilsson gjaldkeri og meðstjórnendur eru Björgvin Valdemarsson og Þor- varður Einarsson. Alþjóðlegur bæna- dagur kvenna ALÞJÓÐLEGUR bænadagur kvenna verður haldinn víða um heim fóstudaginn 6. mars. Bæna- dagurinn á sér uppruna í Banda- ríkjunum á síðustu öld en hingað til íslands barst hreyfmgin frá Nor- egi fyrir um 40 árum. Þetta er dag- ur eftirvæntingar og samhugar kvenna í um 200 löndum um heim allan. Að þessu sinni valdi alþjóðlega bænadagsnefndin á Madagaskar yfirskrift dagsins: Hver er náungi minn? Samkvæmt þarlendri hefð er konan stólpi fjölskyldunnar. Margvíslegur vandi blasir þó við þeim, tvöföld vinna í atvinnulífi og á heimili, gifting á unga aldri, fjöl- kvæni og ólík lög fyrir konur og karla. Margar konur kunna ekki að lesa. Bæði innan kirkju og utan er unnið að bættri stöðu kvennanna á Madagaskar og þær njóta virðing- ar í kirkjunni. Yfirskrift bæna- dagsins hvetur okkur til að sýna systkinum okkar um heim allan umhyggju. Hún er lýsandi fyrir viðhorf fólksins á Madagaskar sem lítur svo á að vinátta sé mikilvæg- ari en peningar, segir í fréttatil- kynningu. Um allan heim munu konur og karlar taka undir bænir kvennanna á Madagaskar föstudaginn 6. mars. Hér á Islandi verða bænastundh' víða um land. I Reykjavík verður bænadagurinn haldinn í Háteigs- kh-kju kl. 20.30. Þangað eru allir velkomnir, konur sem karlar. Flutt- ur verður vitnisburður um móður Theresu, Margrét Hróbjartsdóttir segir frá starfi sínu í Afríku, auk bæna og lestra úr Ritningunni. Krystyna Cortes leikur á orgel undir almennum söng en Gunn- björg Óladóttir og Birna Anna Bjömsdóttir kynna Taizé-söng og flytja tónlist. Sr. María Ágústdótt- ir, prestur í Háteigskirkju, leiðir stundina. Samskot verða tekin til Hins íslenska Biblíufélags. Að bænadeginum á Islandi standa konur úr Aðventkirkjunm, Aglow Reykjavík, Fríkirkjunni í Reykjavík, Fríkirkjunni Veginum, Hjálpræðis- hemum, Hvítasunnukirkjunni, Kaþ- ólsku kirkjunni, KFUK, Kristni- boðsfélagi kvenna og Þjóðkirkjunni. Fyrirlestur um veður- far og haf- strauma ÁRNÝ Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðeðlisfræðingur, ræðir um breytingar á veðurfari og haf- strauma laug- ardaginn 7. mars kl. 13.15-14.30 í Háskólabíói, sal 4. Ámý hefur tekið þátt í rannsóknum á borkjörnum úr Grænlandsjökli sem sýna m.a. sveiflur í veðurfari aldir aftur í tímann. Slíkar sveiflur hafa áhrif á hafstrauma sem skipt hafa sköpum fyrir lífi-íkið í sjónum, segir í fréttatilkynningu. Þetta er annar fyrirlesturinn í fyrirlestraröð fyrir almenning sem Sjávarútvegsstofnun HI heldur í tilefni af Ári hafsins en fyrirlestrarnir verða alls fímm, haldnir annan hvem laugardag. Fyrsti fyrirlesturinn var vel sóttur en þá ræddi Jakob Jak- obsson um síldina. Fyrirlestra- röðin er liður í viðburðum sem ríkisstjórnin styður á Ári hafs- ins. Fötlunarsvið II kynnt FORELDRA- og styrktarfélag Greiningarstöðvar heldm- fræðslufund í kvöld, fimmtudag- inn 5. mars, kl. 20.30 í húsnæði Greiningarstöðvar á 4. hæð. Að þessu sinni hefur félagið fengið fötlunarsvið II til liðs við sig. Fötlunarsvið II sinnir börn- um með almennar þroskaraskan- ir. Til sviðsins er vísað sé bam 4-5 ára eða eldra við fyrstu komu. Einnig er sviðinu ætlað að sinna ráðgjöf og eftirliti vegna þroskaheftra skólabama, ung- menna og fullorðinna. Auk þess falla undir þetta svið börn sem hlotið hafa heilaskaða vegna slysa og sjúkdóma. Jónas Halldórsson sálfræðingur ætlar að kynna starfsemi sviðsins og hverjum það þjónar. Að lokinni kynningu mun Jónas stýra umræðum um hvaða skóli hentar börnunum okkar, eigum við að velja almennan skóla, sérdeild í almennum skóla eða sérskóla eða höfum við eitt- hvert val? Allir velkomnir. „Þroskandi samfélag“ ANTROPOSOFISKA félagið á Islandi, Mannspekifélagið, hefur ákveðið að kynna antroposofi í al- mennum fyi’irlestram. Föstudagskvöldið 6. maí kl. 20.30 mun Atie Bakker Waldorf- kennari halda erindi sem hún nefnir Þroskandi samfélag og fjallar um þær hugmyndir er standa að baki því starfi sem unn- ið er í Skaftholti en þar búa og starfa saman heilbrigðir og aðrir sem þurfa á hjálp að halda. „Saman er reynt að skapa þroskandi samfélag þar sem hver og einn fær notið sín og fær tæki- færi til að læra, þroska sjálfan sig og til að hjálpa öðrum. Leiðarljós og viskubrunnur er mannspekin og hugmyndin um þrígreint sam- félag þar sem hugsjónirnar þrjár, frelsi, jafnfrétti og bræðralag, fái notið sín, hver á sínu rétta sviði mannlífsins. í Skaftholti er stunduð lífefld ræktun í búskap og garðyrkju. Lögð er áhersla á að vera sjálfum sér nóg með þær búsafurðir og grænmeti sem hægt er að fram- leiða við okkar aðstæður. Að vetrinum er meira unnið með list- ræn skapandi viðfangsefni m.a. ullarvinnu, tréskurð og smíðar. Einnig er tónlist og leiklist mikil- vægur þáttur í lífi heimilisfólks- ins,“ segir í tilkynningu frá félag- inu. Fyrirlestrarnir era haldnir í húsnæði félagins að Klapparstíg 26, 2. hæð. Selfoss Sjálfstæðis- menn með fræðslu- og skemmtikvöld SJÁLFSTÆÐISFÉ LAGIÐ Óð- inn á Selfossi verður með fræðslu- og skemmtikvöld í Óð- insvéum, Austurvegi 38, föstu- dagskvöldið 6. mars kl. 20 og fram eftir kvöldi. Frambjóðend- ur í prófkjöri flokksins, sem fram fer laugardaginn 14. mars, byrja á því að kynna sig og sín málefni. Eftir það kynnir Ólöf Thorarensen, félagsmálastjóri Selfossbæjar, forvarnir bæjarfé- lagsins í vímuvarnamálum. Þá fjalla Ingólfur Snorrason, kai'a- temaður og íþróttamaður Selfoss 1996 og 1997, um gildi íþrótta og Svavar Gísli Þorkelsson, útvarps- stjóri Útvarps Suðurlands, segir frá starfsemi útvai'psins. Lög- reglukórinn í Árnessýslu syngur nokkur lög undir stjórn Helenu Káradóttur og þeir Gummi og Palli frá Hveragerði spila nokkur létt lög á gítar og munnhörpu. Ái-ni Johnsen mætir síðan á stað- inn með gítarinn og stjómar fjöldasöng. Ráðstefna um ný viðhorf í öldrunarmálum KÓPAVOGSBÆR, Félag eldri borgara og Frístundahópurinn Hana nú hafa ákveðið að boða til Hrafnaþings, ráðstefnu um ný viðhorf í öldranarmálum, laugar- daginn 7. mars nk. Ráðstefnan, sem er öllum opin, verður haldin í Félagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13 og hefst innritun og afhending ráðstefnu- gagna kl. 13.15. Markmið og tilgangur með ráðstefnunni er að kynna og fá umræðu um ný viðhorf í öldrun- armálum á granni þeirrar reynslu sem fengist hefur í Kópa- vogi. Áhersla verður lögð á sjálf- stæðan ákvörðunarrétt eldri borgara og að starf með eldri borgurum snúist um að starfs- menn í öldranarþjónustu vinni með þeim en ekki fyrir þá. Fræðslufundur um forvarnir í Garðabæ FORELDRAR nemenda Fjöl- brautaskólans í Garðabæ og ann- arra ungmenna í Garðabæ og Bessastaðahreppi bjóða til fræðslu- og umræðufundar í hinu nýja húsnæði skólans við Skóla- braut í Garðabæ í kvöld, fimmtu- dag 5. mars nk. kl. 20. Rætt verður um skemmtanir ungs fólks, löggæslu í Garðabæ og hvað ungu fólki stendur til boða. Sæmundur Hafsteinsson, sálfræðingm-j mun flytja erindi er hann kallar Ast og agi. Umræður og fyrirspurnir verða leyfðar og er boðið upp á veitingar á fundin- um. I Fjölbrautaskólanum í Garða- bæ hefur verið unnið að átaks- verkefni í forvarnarstarfi síðan um áramót. Sérstakur forvarnar- fulltrúi hefur verið ráðinn við skólann. Lögð er áhersla á sam- vinnu við nemendur, foreldra og bæjarfélög, segir í fréttatilkynn- ingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.