Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 80
Það besta
úr báðum heimum!
unix og NT = hp
OPIN KERFIHF
| HEWLETT
I PACKARO
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
Fiskverðsnefnd leggur til breytingar á lagaumhverfí sjávariitvegs
_ Gert að skilyrði að verk-
falli sjómanna verði aflýst
ÞORSTEINN Pálsson sjávarút-
vegsráðherra fer fram á að sjó-
menn aflýsi verkfalli áður en hann
leggur fram frumvörp um breyt-
ingar á lagaumhverfí sjávarútvegs-
ins, sem þriggja manna nefnd hef-
ur samið. Framvörpin gera ráð
fyrir stofnun kvótaþings og verð-
lagsstofu skiptaverðs. Ennfremur
er gert ráð fyrir breytingum á lög-
um um stjóm fiskveiða sem eiga að
^tyrkja úrskurðamefndina í sessi.
Þá verður framsal veiðiheimilda
takmarkað.
Þorsteinn kynnti tillögumar for-
ystumönnum sjómanna og útvegs-
manna í gær og ætla þeir að svara í
dag eða á morgun eftir að hafa ráð-
fært sig við sitt fólk. Samninga-
fundur verður síðan hjá ríkissátta-
semjara á morgun.
Leggur til að stofnað verði kvóta-
þing og verðlagsstofa fískiverðs
Þorsteinn segist vera reiðubúinn
til að leggja framvörpin fram á Al-
þingi ef sjómenn samþykki að
styðja þau og aflýsi verkfalli. Hann
muni gera það þó að útvegsmenn
leggist gegn framvörpunum. Þor-
steinn sagði að fallist sjómenn ekki
á þessa leið ætli hann ekki að
leggja framvörpin fram og þá verði
deiluaðilar sjálfir að finna leiðir í
sameiningu og koma með þær til
stjórnvalda.
Tillaga um verðlagsstofu
skiptaverðs
Meginatriði tillagnanna má
skipta í þrennt. í fyrsta lagi leggur
nefndin til að sett verði á stofn
verðlagsstofa skiptaverðs sem hafi
það hlutverk að fylgjast með fisk-
verði og uppgjöri á aflahlut sjó-
manna og stuðla að réttu og eðli-
legu uppgjöri á aflahlut.
Stofnuninni er falið að afla ítar-
legra gagna um fiskverð og vinna
úr þeim upplýsingum. Ef fiskverð
við uppgjör sjómanna víkur í vera-
legum atriðum frá því sem algengt
er við sambærilega ráðstöfun á við-
komandi landsvæði er verðlags-
stofu ætlað að skjóta málinu til úr-
skurðamefndar sjómanna og út-
vegsmanna.
I öðra lagi leggur nefndin til að
komið verði á fót opnum tilboðs-
markaði fyrir aflamark, kvótaþingi.
Gert er ráð fyrir að um þingið fari
öll viðskipti með kvóta, en að áfram
verði hægt að flytja aflamark á
mfili skipa í eigu sömu útgerðar og
skipta á jafn verðmætum aflaheim-
ildum. Það er mat nefndarinnar að
starfsemi kvótaþings hindri að við-
skiptum með aflamark og viðskipt-
um með afla verði blandað saman.
Að mati Þjóðhagsstofnunar er lík-
legt að kvótaþing muni lækka verð
á kvóta til að byrja með.
I þriðja lagi leggur nefndin til að
framsal á kvóta verði takmarkað
þannig að skipin verði að veiða ár-
lega 50% af aflaheimildum í stað
50% annaðhvert ár eins og nú er.
■ Skorið á tengsl/40
Morgunblaðið/RAX
»Isknatt-
leikur í
vetrarsól
ÞEIR létu frostkuldann ekki
aftra sér drengirnir, sem Iéku
ísknattleik á svellinu á bæjar-
læknum í Hafnarfirði í gær.
Frost á höfuðborgarsvæðinu
var 10 stig í gærkvöldi og í dag
j^jpáir Veðurstofan 7 til 15 stiga
frosti og norðan og norðaustan
golu eða stinningskalda um
landið.
A hálendinu gæti frostið far-
ið niður í 20 stig. Á morgun er
spáð allt frá eins stigs til 15
stiga frosti, hlýnandi veðri um
Aelgina, en á þriðjudag gæti
kólnað aftur.
Ný skólastefna
*
Island
verðií
fremstu
röð
NY SKOLASTE FNA, sem
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra hefur kynnt, felur í
sér umtalsverðar breytingar á
námi í grann- og framhalds-
skólum og er stefnt að því að
þær komi til framkvæmda á
næstu þremur áram. Mark-
miðið er að tryggja islenskum
nemendum sambærilegt nám
við það sem best gerist í heim-
inum.
Kjörorð nýju skólastefnunn-
ar era „Enn betri skóli, þeirra
réttur - okkar skylda" og
verður bæklingur með sömu
yfirskrift sendur inn á hvert
heimili í landinu á næstu dög-
um.
Hertar námskröfur
Sagði ráðherra að ætlunin
væri að styrkja og móta heild-
stætt skólastarf, herða náms-
kröfur, nýta kennslutíma til
hins ítrasta, auka sveigjanleika
og bæta árangur nemenda,
jafnt í einstökum greinum sem
og í náminu í heild. Ennfremur
að með nýiri skólastefnu væri
verið að leggja meiri áherslu
en áður á sjálfstæð vinnubrögð
og aukið val nemenda.
Áhersla á íslensku og
tungumál
Tekin verður upp ný skyldu-
námsgrein, lífsleikni, í grunn-
og framhaldsskólum og
kennslustundum í stærðfræði
og náttúrafræði fjölgað og
áhersla aukin á islensku.
Áhersla á tungumál verður
aukin til muna og ensku-
kennsla hafín tveimur árum
fyrr. Gert er ráð fyrir að nám í
þremur erlendum tungumál-
um verði skylda á öllum bók-
námsbrautum framhaldsskóla
og áhersla lögð á að fram-
haldsskólanemendum verði
boðið nám í tungum fjarlægra
þjóða.
■ Enn betri skóIi/6
Heilsugæslulæknar í Borgar
nesi gagnrýna kjaranefnd
HEILSUGÆSLULÆKNAR í
Borgamesi líta svo á að lækkun
launa þeirra í kjölfar úrskurðar
kjaranefndar jafngildi uppsögn af
hálfu ríkisins. Þeir hafa leitað sér
umsagnar lögfróðra aðila og að
sögn Skúla Bjamasonar, heilsu-
gæslulæknis í Borgamesi, fékkst
þar staðfesting á þeirri túlkun að
lækkun launa skipaðs opinbers
starfsmanns sé ekki heimil.
Skúli telur augljóst mál að um
lækkun sé að ræða hvað varðaði
heilsugæslulækna víða á lands-
byggðinni. Hann gagnrýndi harð-
lega útreikninga i úrskurði kjara-
nefndar sem tækju til launa vegna
Félag íslenskra heimilislækna telur
launakjör ófullnægjandi
bakvakta og benti á í því sambandi
að læknar á landsbyggðinni ættu í
mörgum tilfellum ekkert val um það
hvort þeir tækju bakvaktir eða ekki,
þeir væru neyddir til þess.
Stjórn Félags íslenskra heimilis-
lækna fundaði í gærkvöldi um úr-
skurð kjaranefndar og í ályktun
fundarins kom fram að stjórnin
teldi þau launakjör sem fælust í úr-
skurði kjaranefndar ófullnægjandi
og myndu leiða til lækkunar á tekj-
um hjá fjölda starfandi heimilis-
lækna. „Mat stjórnarinnar er það að
afleiðingamar verði alvarlegar hvað
varðar mönnun í heilsugæslunni, af-
leysingar bæði í dreifbýli og þétt-
býli, svo og nýliðun í heimilislækn-
ingum,“ segir í ályktuninni.
Á morgun munu læknar funda
um úrskurð kjaranefndar og spáði
Skúli Bjarnason hitafundi því
mælirinn væri fullur, læknar á
landsbyggðinni ættu enga samleið
hjá „verklitlum fundalæknum“ úr
Reykjavík sem ávallt fómuðu hags-
munum þeirra fyrrnefndu. Aðspurð
taldi Katrín Fjeldsted, foi-maður
Félags heimilislækna, það auðvitað
mjög alvarlegt mál ef úrskurður
kjaranefndar leiddi til þess að lækn-
ar í Borgamesi litu á hann sem upp-
sögn. „Eg óttast að þetta ástand
komi upp miklu víðar á landinu því
ég held að þetta sé ekki einstakt til-
felli,“ sagði Katrín og bætti við að
ekki væri hægt að sætta sig við þá
hnökra sem væru á úrskurði kjara-
nefndar. Næstu dagar færu í að
skoða málin til hlítar.
I Höfum staðið við/12