Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 56
FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURJÓN
SIGURÐSSON
+ Siguijón Sig-
urðsson fæddist í
Reykjavík 18. nóv-
ember 1916. Hann
lést á Landspítalan-
um 20. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Sigurður
Þorvarðarson (1873-
1945), sjómaður og
síðar verkamaður,
og bústýra hans,
Ólöf Ólafsdóttir
(1887-1966). Varð
þeim fímm barna
auðið. Þau eru:
Kristinn, húsasmið-
ur, f. 31. ágúst 1914, d. 18. janúar
1997, Siguijón, Guðfinna, f. 12.
febrúar 1918, d. 21. júní 1937,
Svavar, vélvirki, f. 8. október
1920, og Guðmundur, húsasmið-
ur, f. 25. apríl 1925. Frá fyrra
hjónabandi átti Ólöf tvö börn.
Þessi hálfsystkini Sigurjóns voru:
Ólafur Jónasson, húsgagnasmið-
ur, f. 1. mars 1908, d. 18. nóvem-
ber 1974, og Svava, f. 26. septem-
ber 1911, d. 25. febrúar 1922.
Sigurjón Sigurðsson kvæntist
22. júní 1940 Sigrúnu Jónsdóttur,
vefnaðarlistakonu og kennara.
Þau skildu 1946. Börn þeirra eru
þijú: 1) Ólafur Þórir Siguijóns-
son, f. 25. febrúar 1941, kven-
sjúkdómalæknir og þvagfæra-
skurðlæknir í Stokkhólmi. Hann
er kvæntur Evu Edman, sænskri
konu, rekstrarstjóra
læknastofu. Eru
börn þeirra fjögur:
Jóhanna Sigrún, Sig-
uijón Freyr, Þor-
steinn Karl og Ólöf
Þorgerður. 2) Guð-
finna Svava Sigur-
jónsdóttir, f. 23.
september 1942,
kennari og listsagn-
fræðingur, búsett í
París. Hún er gift
Andra Isakssyni, yf-
irdeildarstjóra í
Menningarmála-
stofnun Sameinuðu
þjóðanna - UNESCO. Böm
þeirra eru fjögur: Sigrún, Þór
Isak, Hmnd Ölöf og Hjalti Sigur-
jón. 3) Sigurður Vilberg Sigur-
jónsson, f. 12. október 1944,
geislalæknir á Landspítalanum
og lektor í líffærafræði við Há-
skóla Islands. Hann var kvæntur
Kristjönu Ellertsdóttur, hjúkrun-
arfræðingi, þau skildu. Em börn
þeirra tvö: Ellert og Þór Snær.
Sambýliskona hans síðar var
Lilja Ragnarsdóttir og eiga þau
einn son: Siguijón. Eitt langafa-
barn hafði Siguijón eignast þeg-
ar hann lést. Er það Kristjana
Grace Þórsdóttir (kölluð Jana),
ársgömul, í Brookfield, nálægt
Milwaukee í Bandaríkjunum.
Utför Siguijóns fór fram í
kyrrþey 26. febrúar.
Pabbi er dáinn. Siglingin síðustu
vikur ævi hans var afar löng. Á köfl-
um í miklum andbyr. Og bylgjan,
sem bar bát hans uppi, var einnig
"^ímg. Þess vegna var meðvitund
hans misdjúp. Þannig var líka vit-
und okkar hinna um heilsu hans. Þó
vissu allir að hverju stefndi. Hann,
sennilega best allra. En bátinn bar
hraðar að landi, en við höfðum ótt-
ast. Skyndilega var hann kominn
inn á spegilsléttan vog, þar sem
bógaldan hvíslaði við ströndina
kveðjulag um stund. Svo varð vog-
urinn aftur himneskur. En við hin,
sem megum ekki stíga þar á land,
sitjum nú í bátum okkar með sökn-
uð í sinni, úti við sjóndeildarhring,
og látum hæga hafölduna hugga
okkur. Og við vonum, að aflinn sem
hann ber þar á land verði honum
gott veganesti inn í annan heim.
qtffc. Morguninn þegar pabbi dó var
stjömubjartur. Deyjandi tungl var á
suðausturhimninum að baki Grind-
arskörðum, á mánaðarleið sinni nið-
ur í landið, í faðm rísandi sólar.
Eins og á brautu, sem er leið okkar
allra að lokum, til sáluvoga handan
helgrinda. Þessi braut er nú að baki
pabba. Hann reis úr rekkju þennan
morgun, eins og þorratunglið, til
þess eins að hverfa inn í upprisu
morgunsólar. Og jörðin var síðan
himnesk allan þann dag, skrýdd
hrímstjörnum. Þess vegna var ekki
heldur nauðsynlegt að ískristölluð
trén næðu upp fyrir dagsbrúnir.
Það var eins og pabbi, sem vegsam-
aði sköpunarverkið, skildi þennan
iMRag eftir sig handa okkur, þegar
hann hvarf inn í veröld, sem við vit-
um svo lítið um.
Daginn, þegar jarðneskar leifar
pabba hurfu aftur ofan í landið,
birtist þorratunglið eitt augnablik í
síðasta sinn í skini hnígandi
kvöldsólar á suðvesturloftinu og
snerti hvarm hennar, rétt ofan sjón-
arröndu, eins og fingur sem þerrar
tár. Og máninn fékk hlutdeild í sól-
inni og nýtt tungl kviknaði. Saman
hnigðu þau síðan til viðar inn í nótt-
ina, ofar köldu hríðarkófi. Nýtt
tímabil vai- hafið á jörðu með vax-
^fcndi góutungli, sem kannski birtist
á myrkum himni eftir sólarlag
næstu kvöld. Pabbi, handan þessara
himinhnatta hefjast kannski líka ný-
ir tímar í nýjum heimkynnum þín-
um.
%
Ó, myrka nótt
með dimmri þögn
þú svarar
spum minni:
Hver
hvað
hvaðan
ég er kominn
Ó, myrka nótt
ef værir þú
ljós dagur
vissi ég ekki
væri ég ekki
væri ekki einu sinni
ókominn
og engin spum
Ó, myrka nótt
Sigurður V. Siguijónsson.
Sigurjón Sigurðsson fæddist á
Njálsgötu 48 í Reykjavík og ólst þar
upp í faðmi stórrar fjölskyldu. Hann
stundaði bamaskólanám að þeirra
tíma hætti og gekk honum námið
vel. Nokkuð mun hafa verið hart í
búi á heimilinu um þetta leyti þó að
allt héldist í bjargálnum fyrir ráð-
deild og dugnað. Sigurjón vandist
snemma við að vinna hörðum hönd-
um, og að lokinni bamafræðslu og
fermingu blasti ekki annað við en að
starfa og iðja í baráttunni um
brauðið.
Skólaganga Sigurjóns varð sem
sagt ekki lengri en skyldunámið. En
þrátt fyrir annríki um alla ævi
kenndi hann sér sjálfur eitt og ann-
að til almennrar menntunar. Vel var
vitað meðal þeirra sem þekktu hann
hversu góður og ömggur hann var í
íslensku, bæði í ræðu og riti. Og
dönsku og ensku lærði hann nægi-
lega vel til þess að geta átt samræð-
ur á þeim tungumálum og skrifað
viðskiptabréf og fleira hjálparlaust.
Sigurjón fór strax eftir fermingu
að starfa við verslun. Hann var
íyrst sendisveinn. Þá var hann lengi
afgreiðslumaður og síðar deildar-
stjóri hjá Kaupfélagi Reykjavíkur
og nágrennis, KRON. Hann stofn-
aði, um 1945, nýlenduvöruverslun-
ina Valenciu í kjallaranum á Njáls-
götu 48. Á ofanverðum sjötta ára-
tugnum vann hann byggingarvinnu
í nokkur ár hjá Byggingarfélaginu
Brú, m.a. við að reisa Borgarspítal-
ann (nú Sjúkrahús Reykjavíkur).
Um 1960 keypti hann, ásamt fleir-
um, verslunina Örnólf, við hornið á
Njálsgötu og Snorrabraut, og rak
þá vinsælu búð með sóma og sann í
hartnær tvo áratugi, eða fram til
1980 að hún var seld í ársbyrjun.
Loks starfaði Sigurjón sem sendi-
maður hjá fjármálaráðuneytinu síð-
ustu sjö árin sem hann vann utan
heimilis, 1980-1987, og hafði bfl til
þeirra verka. Var hann þar í góðum
félagsskap og eignaðist marga
ágæta kunningja, engu síður heldur
en verið hafði í verslun og annarri
vinnu áður. Störfin byggðust að
miklu leyti á mannlegum samskipt-
um og þeim fylgdi að maðurinn
kynntist mörgum. Sigurjón var vel
þekktur maður í Reykjavík og lengi
kenndur við verslanir sínar að
gömlum sið: Sigurjón í Valenciu,
Sigurjón í Örnólfi.
Fyrir Sigurjóni Sigurðssyni var
verslun raunar ekki eingöngu
rekstur fyrirtækis, vinna og tekju-
lind - heldur jafnframt eins konar
hugsjón. Verslun sem seldi matvör-
ur og aðrar heimilisvörur átti að
vera opin nægilega snemma á
morgnana til þess að verkamenn á
leið í vinnuna gætu keypt sér eitt
og annað sem þá vanhagaði um:
vinnuvettlinga, dagblöð, sígarettur,
ávexti . . . og einnig fram eftir
kvöldi til þess að fólk sem vann all-
an daginn gæti keypt það sem
þurfti til heimilisins eftir sinn
vinnutíma. Kom hann þessu á
snemma í verslun sinni, Örnólfi, og
var í þeim efnum brautryðjandi og
afar framsýnn; nú finnst öllum
þetta vera sjálfsagður hlutur. En
þá var málinu svo sannarlega ekki
þann veg háttað. Urðu um það
harðar deilur og átök svo að jaðraði
við ofbeldi. Sigurjón stóð það samt
allt af sér og sigraði að lokum, enda
maðurinn þrautseigur og fór flest
betur en undanlátssemi.
Sigurjón Sigurðsson átti sér
mörg áhugamál í lífinu. Sem ung-
menni stundaði hann mikið knatt-
spymu, hjá Knattspyrnufélaginu
Fram, sem jafnan stóð nærri hjarta
hans. Lék hann stöðu vinstri bak-
varðar í meistaraflokki (úrvalsdeild)
félagsins, sem náði íslandsmeist-
aratitli á þessum tíma. Einu sinni
fóru þeir í keppnisferð til útlanda,
til Danmerkur sumarið 1939, og var
það sigurför. Fleiri íþróttir sutndaði
hann og starfaði að, t.d. má nefna að
mörg voru handtökin og fótatökin
hans við byggingu skíðaskála Starf-
smannafélags KRON uppi undir
Hellisheiði á fjórða áratugnum, og
þurfti að flytja þangað allt efni á
hestum. Frímerkjasöfnun stundaði
Sigurjón um tíma og síðar mynt-
söfnun í mörg ár. Var hann einn af
stofnendum Myntsafnarafélags Is-
lands. Landvernd og skógrækt áttu
sterk ítök í huga hans og lengi, h'k-
lega í heilan aldarfjórðung, varði
hann flestum frístundum að vori,
sumri og jafnvel framan af hausti í
slík störf uppi í Mosfellsdal þar sem
hann hafði keypt sér spildur af landi
Minna-Mosfells. Þá hafði hann löng-
um gaman af skák og tefldi um tíma
mikið við börn og unglinga í fjöl-
skyldunni. Síðustu æviárin spilaði
hann bridge vikulega, með bræðr-
um sínum og fleirum, á öldrunar-
heimili nálægt Bólstaðarhlíð 68, þar
sem hann bjó í fallegri íbúð á efstu
hæðinni.
Sigurjón stundaði talsvert ljóða-
gerð, bæði í hefðbundnum stíl og
ekki síður í órímuðu formi. Gaf
hann út sjálfur einar fimm bækur
með ljóðum sínum. Mörg eru kvæð-
in ættjarðarljóð, enda höfundurinn
mikill fóðurlandsvinur. Síðasta bók-
in heitir ísland og kom út 1964, eftir
heimsókn til Parísar til að hitta
dóttur og tengdason sem voru þar
við háskólanám.
Sigurjón Sigurðsson hafði við-
kvæma og að ýmsu leyti erfiða lund.
Sterkur þáttur í afstöðu hans til
lífsins var djúp samúð með þeim
sem minna máttu sín í samfélaginu.
Kom þetta fram á margvíslegan
hátt, bæði í persónulegu lífi og í
starfi hans, m.a. sem kaupmanns.
Hann var hreinskilinn maður - og
það stundum svo að sumum mun
hafa þótt nóg um. Hreinskiptinn var
hann við aðra. Hann var barngóður
og átti auðvelt með að ná til barna
og unglinga og setja sig í þeirra
spor, enda hændust þau að honum.
Hafa ofangreindir eiginleikar hans
þar vafalaust komið við sögu. Hann
hafði á sinn hátt bamshjarta eins og
sagt var um þekktan 19. aldar spek-
ing íslenskan. Einlyndur var hann,
fastlyndur og traustur. Hann gat
verið þrjóskur um ýmsa hluti. Tal-
inn var hann sérvitur nokkuð - og
fór það að mörgu leyti vel. Þá var
einstæðum dugnaði hans og seiglu
við brugðið.
Sigurjón Sigurðsson var ekki
kirkjurækinn maður, né flíkaði
hann trúarskoðunum sínum hið
ytra. En innst inni var hann trúað-
ur. Samband hans við Guð, vin sinn,
var að eigin hætti, persónulegt og
hljóðlátt. Guði skyldi jafnan sýnd
virðing. Var augljóst að manninum
mislíkaði ef heyrðust athugasemdir
þar sem lítið var gert úr kærleiks-
boðskap Frelsarans, verkum hans
og vernd.
Undirritaður - sem átt hefur því
láni að fagna að eiga einkadóttur
Sigurjóns Sigurðssonar að eigin-
konu og lífsfórunaut í 34 ár - vill
þakka honum löng og lærdómsrík
kynni sem einkenndust af gagn-
kvæmri virðingu og vinsemd. Við
áttum skap saman og skildi vel hvor
annan.
Góður maður er genginn, sér-
kennilegur baráttujaxl, hjartahlýr,
viðfelldinn og eftirminnilegur. Hann
gekk yfir landamæri lífs og dauða
föstudaginn 20. febrúar 1998, sadd-
ur lífdaga. Og gott er til þess að
hugsa að þar hafi Herrann, vinur
hans, beðið eftir honum með ýmis-
legt á prjónunum.
Andri Isaksson.
Það eru margar hliðar á hverjum
manni. Ég var oft spurð um Sigur-
jón í Örnólfi eða Sigurjón í Fram,
en ég þekkti hvorki kaupmanninn
né knattspyrnumanninn - ég þekkti
hann sem afa. Afa sem safnaði fíla-
styttum, fannst gaman að spila á
spil og tefla skák, gaf okkur
systkinunum kók og sælgæti þegar
við komum í heimsókn og eldaði
góða kjötsúpu. Afa sem vann hörð-
um höndum við að rækta upp landið
sitt í Mosfellsdalnum, og hélt
ótrauður áfram þrátt fyrir erfíðar
aðstæður fyrir skógrækt. Afa sem
trúði ekki á auðsöfnun og ríkidóm,
heldur á afkomu fjölskyldunnar.
En það voru margar hliðar á afa
sem ég þekkti ekki. Ég vissi ekki
fyrr en um tvítugt að hann orti ljóð í
rómantískum stíl um ættjörðina og
mannlífíð. Og þegar við vorum í
heimsókn og hann sat við borðstofu-
borðið, þá var hann kannski að setja
saman málshátt eða betrumbæta
gamalt kver. Hann skilur eftir sig
nokkrar ljóðabækur, og það er
huggun í hans eigin orðum því hann
ritar:
Engin hef ég afrek unnið
aðeins séð fyrir mínum þörfum.
0 ættjörð mín til yndis þér
ég alla daga geng að störfum.
Þú hefur vakið veika hljóma
þú hefur verið glóð i mínum söng.
I örmum þínum ég óska að hvíla
eftir dagsverk stutt og löng.
(Astarljóð til íslands i Vatnaniði 1958.)
Elsku afi, við þökkum liðnar
stundir saman. Blessuð sé minning
þín.
F.h. bamabamanna úr Hjalla-
brekkunni,
Hrund Ólöf Andradóttir.
Það er góður og gegn siður
manna að skiptast á bréflegum
kveðjum á jólum. Sigurjón Sigurðs-
son, sem nú er kvaddur, lagði ætíð
mikla rækt við þennan sið og höfðu
jólakveðjur hans á sér alveg sér-
stakt yfirbragð, í senn skáldlegt og
innilegt, voru fullar af gleði hátíðar-
innar og þakkarorðum fyrir liðin ár,
ætíð skrifaðar með mjög svo per-
sónulegri rithönd hans. Svo var og á
liðnum jólum í jólakveðju Sigurjóns
til okkar þar til komið var að síð-
ustu orðunum þar sem hann beinum
orðum kveður okkur og þakkar
samfylgd gegnum tíðina. Við þótt-
umst þá þegar skilja að Sigurjóni
hefði hér verið ljóst að þetta yrði
hinsta jólakveðja hans til okkar.
Sigurjón hafði átt við nokkra van-
heilsu að stríða á allra síðustu ámm.
Þrátt fyrir það var okkur brugðið
við þessa kveðju og gerðum okkur
grein fyrir því að senn kynni að
draga til þess að samveru okkar
myndi ljúka.
Sigurjón Sigurðsson var fóður-
bróðir Aldísar sem hér skrifar.
Samskipti hans við fjölskyldu okkar
hafa þó ætíð verið nánari en þessi
skyldleiki einn gefur til kynna.
Upphaf þeirra má rekja til þess er
fjölskyldan bjó öll saman á Njáls-
götunni á frumbýlingsárum for-
eldra Aldísar. Á þeim tíma bjuggu í
húsinu á fyrstu hæð Sigurjón, móðir
hans Lóa og Þórir sonur hans, en
Sigurjón var þá fráskilinn þriggja
barna faðir. Á efri hæðinni bjuggu
bræður Sigurjóns, Svavar og Guð-
mundur, ásamt eiginkonum sínum
og inn í þessa stóru fjölskyldu
fæddist Aldís. Oft hafa þessir tímar
verið rifjaðir upp, síðkvöldin þar
sem setið var yfir spilum, rökrætt
um pólitík eða keppt í spurninga-
leikjum. Víst er að bræðurnir voru
kappsfullir í meira lagi hvert svo
sem viðfangsefnið var og var aldrei
gefið eftir hvorki í spilum, leik né
pólitískri rökfimi. Hefur sú kapp-
semi fylgt þeim allt til þessa dags
þótt eilítið hafi dregið af Sigurjóni á
síðustu árum. Yngri bræðumir,
Svavar og Guðmundur, voru sann-
færðir sósíalistar og gerðu oft harða
hríð að Sigurjóni sem þeim þótti
blendinn í afstöðu sinni. Hér kann
að hafa ráðið nokkru að Sigurjón
hafði þá þegar hafið kaupmennsku
og því ef til vill ekki fundið sömu
samstöðu með verkalýðnum og
yngri bræðurnir. Má því að líkum
leiða að oft hafi mönnum legið hátt
rómur á heimilinu en alltaf hélt
móðir þeirra, Lóa amma, ró sinni á
hverju sem gekk. Aldrei slettist þó
upp á vinskapinn meðal þeirra
bræðra og hefur ætíð verið mikill
samgangur milli þeirra og spila-
mennskuna stunduðu þeir af kappi
þar til elsti albróðirinn, Kristinn,
sem hafði flutt að heiman ungur,
lést fyrir rúmu ári. Einnig áttu þeir
hálfbróður, Ólaf, sem ólst upp hjá
Aldísi ömmu þeirra bræðra. Hann
lést fyrir mörgum árum.
Sigurjón var meðalmaður á hæð,
grannur og kvikur í hreyfingum. Á
yngri árum var hann íþróttamaður
góður, keppti m.a. með meistara-
flokki Fram í knattspyrnu og fór í
keppnisferð til Danmerkur með liði
sínu. Sigurjón var að mörgu leyti
litríkur persónuleiki. Hann var
mjög tilfinninganæmur, haldinn
ríkri þjóðemisást og orti og gaf út
hástemmd ljóð til fósturjarðarinnar
sem hann unni svo mjög. Sigurjón
var einstaklega barngóður og höf-
um við og börn okkar notið um-
hyggju hans og ræktarsemi. Hann
hafði oft sérstakar skoðanir á
mönnum og málefnum og fór þá iðu-
lega sínar eigin ótroðnu slóðir. Ekki
var viðmælendum hans kannski
alltaf ljóst hvort hugur fylgdi í einu
og öllu máli hans, áttu menn þá
kannski ekki til önnur viðbrögð en
að skella upp úr, en Sigurjón lét það
sjaldnast slá sig út af laginu. Sigur-
jón var mikill grúskari og átti gott
bókasafn. Mun hugur hans á yngri
árum hafa staðið til þess að feta
menntaveginn en ekki gat orðið af
því. Lengst af starfaði hann sem
kaupmaður hér í Reykjavík, rak
lengi vel eigin verslun á horni
Snorrabrautar og Njálsgötu. í
verslunarrekstrinum fór Sigurjón
stundum ótroðnar slóðir og hlutust
af því málaferli þar sem hann hafði
betur gegn Reykjavíkurborg og
fékk leyfi til að hafa kvöldsölu.
Verslunarrekstur í Reykjavík í dag
hefur gi-einilega á sér allt annað yf-
irbragð en var á þessum tíma,
kannski að einhverju leyti fyrir til-
verknað Sigurjóns.
Sigurjón hafði eins og bræður
hans mikinn áhuga á ræktun. Hann
fór þó aðra leið en algengast er í
þeim efnum því fyrir nokki-um ár-
um festi hann kaup á landi í Mos-
fellsdal. Við minnumst þess þegar
hann gi-eindi stoltur frá þessum
kaupum með þeim orðum að nú
hefði hann eignast allar tegundir
landslags og hafði þá í huga marg-
breytilega ásjónu þess landskika
sem hann hafði fest kaup á. Þar
dvaldi hann löngum stundum í
faðmi íslenski-ar náttúru sannfærð-