Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ
58 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998
*-----------------------
MINNINGAR
+ Stefán Guðnason
fæddist á Vopna-
firði 22. ágúst 1904.
Hann lést á Drop-
laugarstöðum 22.
febrúar síðastliðinn
og fór útfór hans
fram frá Fossvogs-
kirkju 4. mars.
Stefán, tengdafaðir
minn, sagði mér ein-
hvern tímann að sig
hefði bæði langað til að
ieggja fyrir sig íslensk
fræði og læknisfræði
þegar hann var í
menntaskóla. Það getur varla kom-
ið þeim á óvart sem þekktu hann
vel. Stefán var góður læknir og
hann hafði líka yndi af þjóðlegum
fróðleik, íslenskum bókmenntum
og máli.
I fóðurætt Stefáns voru prestar
sem læknisorð fór af og þjóðkunnir
rithöfundar í móðurætt. En for-
eldrar Stefáns voru skyldir að öðr-
um og þriðja, svo að allt fléttast
þetta saman.
Stefán Guðnason lifði mestalla
þessa undarlegu öld. Hann var, að
ég hygg, orðinn elsti maður í
'læknastétt á Islandi, og mátti sá
læknir muna tímana tvenna. Hann
hóf starfsferil sinn vestur í Dölum
sumarið 1929, varð síðar héraðs-
læknir á Dalvík, þá heimilislæknir á
Akureyri og loks tryggingalæknir
og tryggingayfirlæknir í Reykjavík
til 1974. Hann gegndi því fullu
læknisstarfi í 45 ár.
Þessir áratugir, um miðbik 20.
aldar, eru ekki langur tími í þjóðar-
sögunni, en einmitt á þessum árum
verður sú ævintýralega umhverfing
á" öllum kjörum manna, samgöng-
um, lifnaðarháttum og lækningum,
sem við teljum hafa fært okkur til
nútímans. I Dalasýslu voru nær
engir akvegir, ár voru óbrúaðar,
enginn sími á bæjum eða rafinagn.
Héraðslæknirinn í Búðardal varð
að fara langferðir á hestbaki í
læknisvitjanir um þetta stóra lækn-
ishérað, hvemig sem á stóð. Stefán
beitti sér fyrir því að komið var upp
sjúkraskýli í Búðardal og gerði þar
ýmsar læknisaðgerðir sem nú eru
viðfangsefni svonefndra hátækni-
sjúkrahúsa.
í Dölum bjó fólk við lítil efni á
þessum árum og var ekki gengið
hart eftir greiðslu fyrir
læknishjálp. Sumir
borguðu í smjöri. Þá
sögu heyrði ég eitt sinn
frá yngri lækni að Stef-
án Guðnason hefði
komið Dalamönnum
upp á það að lækningar
kostuðu ekki neitt! Þó
lá við að þær kostuðu
hann sjálfan líf og
heilsu. Arum saman
var hann þjáður af
magasári og munaði
litlu, eftir að hann var
kominn til Dalvíkur, að
það gerði út af við hann
þar. Óvíst er hvemig farið hefði ef
Guðmundur Karl, yfirlæknir á
Akureyri, hefði ekki komið starfs-
bróður sínum til bjargar með snar-
ræði sínu.
Það yrði langt mál að rekja lækn-
isferil Stefáns Guðnasonar sem
vert væri og til þess þyrfti fróðari
mann en mig. Sérstaklega fannst
mér af kynnum mínum við tengda-
fóður minn athyglisverður sá tími
sem hann var í Búðardal, enda ólík-
astur því sem allir þekkja nú. Og
reyndar finnst mér sem leikmanni
að þar hafi hann unnið mikil afreks-
verk, líkt og fleiri af héraðslæknun-
um gömlu. Svo vel vill til að Stefán
ritaði ýmislegt hjá sér á efri áram,
þar sem hann segir m.a. frá starfi
sínu vestur í Dölum.
Stefán var farsæll í störfum sín-
um alla ævi og naut þá líka konu
sinnar ágætrar, Elsu Kristjáns-
dóttur, sem var hjúkranarkona.
Þau vora nýlega gift þegar þau
settust að í Búðardal og reyndi ekki
síður á hana í störfum þeirra þar.
Síðan stóðu þau saman í blíðu og
stríðu fram á elliár. Elsa var sex ár-
um eldri en Stefán, og nú eru tæp
sex ár síðan hún dó. Þau ár voru
Stefáni erfið.
Fermingarárið mitt fluttust þessi
heiðurshjón til Akureyrar, utan af
Dalvík, og settust þar að með dætr-
um sínum þremur. Það var mikil
bæjarbót. Þá vora góðir heimilis-
læknar á Akureyri, en ekki spillti
Stefán þeim félagsskap. Hann var
fljótur að afla sér vinsælda þar og
varð mjög eftirsóttur. Akureyring-
ar söknuðu hans þegar hann hvarf
þaðan og tók við starfi læknis hjá
Tryggingastofnuninni í Reykjavík.
En þar vann hann sér fljótt traust
og endaði feril sinn sem yfirlæknir.
Stefán var vanur embættismaður
frá fyrri áram, hafði m.a.s. verið
staðgengill sýslumanns meðan
hann sat í Búðardal, og hann var
eins og skapaður til að gegna trún-
aðarstörfum.
Þegar Stefán var orðinn trygg-
ingalæknir lagðist hann í rannsókn-
arstörf, tók sér fyrir hendur að
rannsaka orsakir örorku á Islandi
og dvaldist þá um tíma erlendis.
Niðurstöðumar birti hann í bók
sem út kom 1969 og heitir „Dis-
ability in Iceland". Þetta fræðirit er
enn í fullu gildi. Bókin var samin á
íslensku og hét „Örorka á íslandi"
þegar ég las hana í handriti á sínum
tíma. Eg man að málið á henni
vakti aðdáun mína. Stefán virtist
kunna íslensk orð um alla hugsan-
lega sjúkdóma og kvilla og hvað
eina sem til umræðu var. Honum
lét vel að skrifa og hann hafði gam-
an af því. Eftir hann liggja ýmsar
greinar og ritgerðir um heilbrigðis-
mál, og hann þýddi og staðfærði
Mæðrabókina eftir norskan lækni.
En hann kom víðar við, ritaði t.d.
athyglisverða grein „Um veiðiskap
og aflabrögð í Hornafirði", sem
birtist í Skírni 1963.
Að loknum embættisstörfum sat
Stefán löngum við skriftir og festi á
blað ýmis minningabrot og fleira
sem hann hafði gaman af að rifja
upp. Þegar sjónin tók að daprast og
hann varð að neita sér um þessa
dægrastyttingu flokkaði hann blöð-
in sín og gekk snyrtilega frá þeim,
eins og honum var lagið. Ur þessu
varð handritasafn sem skjalasafn-
inu á Höfn í Hornafirði var fært að
gjöf á afmæli kaupstaðarins í fyrra-
sumar, og hafa þegar verið birtir
pistlar úr því, bæði í sögu staðarins
og tímariti. Þar má finna einstæðar
heimildir um sumt sem varðar
mannh'fið á Höfn snemma á öldinni.
Stefán var stálminnugur á at-
burði og atvik, og kunni býsnin öll
af vísum frá yngri árum sínum, m.a.
eftir Tómas Guðmundsson skáld
sem var félagi hans í skóla. Hann
var næmur á mál, og af honum
lærði ég margt í íslensku. Þá var
hann ekki síður glöggur á brosleg
atvik og tilsvör sem hann sagði frá
með sínu lagi, svo hýrlega og hlý-
lega að hann hreif mann með sér.
Ég held að sum tilsvörin hafi jafn-
vel náð að festast sem orðatiltæki.
Stefán lét lítið yfir sér og tranaði
sér aldrei fram, gumaði ekki af
neinu og æðraðist aldrei. Honum
var gefið mikið sálarþrek og virtist
sjálfum sér nógur. En geðlaus var
hann ekki; það var öðra nær. Hann
var skapmikill, en stillti sig vel. Ég
sé hann fyrir mér fullan af þeirri
notalegu hlýju sem mér fannst ein-
kenna hann og þá bræður alla. Og
þegar vel lá á honum varð svipur-
inn svo hýr að geislaði af honum.
Stefán var góður félagi og naut
sín vel í samkvæmi. En umfram allt
var hann góður heimilisfaðir og
fjölskyldumaður og sannur öðling-
ur. Þess hefi ég notið ríkulega um
ævina og fæ það aldrei fullþakkað.
Blessuð sé minning Stefáns
Guðnasonar.
Baldur Jónsson.
Stefán Guðnason, fyrrverandi yf-
irlæknir við Tryggingastofnun rík-
isins, er látinn á 94. aldursári.
Hann var Austfirðingur og ólst
þar upp og síðar á Homafirði.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1924
og settist um haustið í læknadeild
Háskóla íslands og lauk þaðan
embættisprófi í febrúar 1930.
Á árinu 1930 luku aðeins 5 lækn-
ar prófi úr læknadeild Háskóla Is-
lands, þrír að vetri en tveir að vori.
Á þessum áram lærðu íslenskir
læknar verklega læknisfræði á
Landakotsspítala en fóru síðan til
Danmerkur til áframhaldandi náms
einkum í fæðingarfræði því að eng-
in fæðingardeild var þá til hér á
landi.
Stefán dvaldist í Árósum árið 1931 í
framhaldsnámi, bæði á fæðingar-
deild og öðram deildum.
Læknisstarfi Stefáns má skipta í
fjögur tímabil.
Héraðslæknistímabilið er það
fyrsta því að hann var héraðslæknir
í 14 ár. Hann starfaði fyrst í Dala-
héraði til 1937 en var síðan í Svarf-
dælahéraði til 1944.
Á þessu tímabili aflaði hann sér
víðtækrar starfsreynslu sem hér-
aðslæknir og embættislæknir og
þótti í hvívetna ötull í starfi og frá-
bær embættismaður.
Hann lét ekki eingöngu læknis-
störfin til sín taka heldur tók einnig
þátt í sveitarstjómarmálum og átti
á þessum árum setu í skólanefnd-
um, bæði í Dölum og á Dalvík, og
sat í hreppsnefnd Svarfdælahrepps
og í hafnamefnd á Dalvík.
Annað tímabilið í læknisstarfi
Stefáns hefst 1944 er hann fluttist
búferlum til Akureyrar og settist
þar að sem heimilislæknir án þess
að hafa embættisstörf.
Á Akureyri hlóðust fljótt á Stef-
án mikil læknisstörf.
Auk hinna almennu heimilis-
læknisstarfa stundaði hann á Akur-
STEFÁN
GUÐNASON
+ Valgerður Stef-
ánsdóttir fæddist í
Reykjavík 23. septem-
ber 1919. Hún lést á
Hrafnistu í Hafnar-
fírði 25. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Stefán
Ólafsson, vatnsveitu-
sljóri á Akureyri, og
kona hans Bjamþóra
j Benediktsdóttir, sem
eru látin. Valgerður
átti eina systur, Sig-
ríði, tvo bræður sem
báðir hétu Ólafur, en
þeir létust mjög ung-
ir, og eina fóstursystur, Sigríði
Valgerði.
Hinn 12. ágúst 1939 giftist Val-
gerður Gunnari Ásgeirssyni stór-
kaupmanni, en hann lést 7. júii
1991. Þau eignuðust sex böm.
Þau era: 1) Stefán flugsljóri, f.
20.12. 1939, kvæntur Öglu Mörtu
Marteinsdóttur. Þeirra synir era
Marteinn og Gunnar Valur. 2) Ás-
Miðvikudagurinn 25. febrúar er
I að kvöldi kominn. Veður er fagurt,
| smálogndrífa og jörð alhvít sem
í silkislæða. Ástkær móðir mín kveð-
* ur þennan heim þreytt en mér
- finnst hún sæl að geta loksins hitt
I ^fsfóranaut sinn á ný. Sérstakur
geir framkv.stjóri, f.
12.11. 1941, d. 1990,
kvæntur Guðlaugu
Konráðsdóttur. Dótt-
ir þeirra er Guðrún
Valgerður. 3) Þór-
hildur Marta, f. 30.7.
1943, gift Magnúsi
Jónssyni. Börn þeirra
eru Valgeir og Val-
gerður. 4) Gunnar, f.
28.8. 1946, íþrótta-
kennari. Var kvæntur
Helgu Kemp en þau
slitu samvistir. Böra
þeirra eru Stefán og
Áslaug Valgerður. 5)
Valgerður, f. 11.10.1951, gift Stef-
áni Ólafssyni. Dætur þeirra eru
Valgerður og Agla Marta. 6) Ámi,
f. 8.10. 1961, kvæntur Guðrúnu
Dís Jónatansdóttur. Böm þeirra
eru Embla Vigdís og Askur Freyr.
Langömmubörain eru fjögur.
Útför Valgerðar fer fram frá
Bústaðakirkju og hefst athöfnin
klukkan 10.30 í dag.
ftíður hvílir yfir andliti hennar.
Svefninn langi hefur tekið yfir.
Mamma var einstök kona. Sterk-
greind, tilfinninganæm, vel skipu-
lögð og gædd mikilli kímnigáfu.
Það fór aldrei mikið fyrir henni, en
hennar stolt var að stjórna heimili
sínu vel. Stjómunarhæfileikar
hennar nutu sín best þegar á heim-
ili hennar voru allt að ellefu manns.
Hún stjómaði okkur öllum og agaði
í miklum kærleika. Hún var ekki
aðeins móðir okkar, heldur einnig
vinkona. Til hennar gátum við
ávallt leitað og rætt um framtíðina,
þar sem hún reyndi á sinn einstaka
hátt að benda okkur á réttu leiðim-
ar án þess að ráðskast. Hennar
hugsjón auk þess að stjóraa heimil-
inu var að fylgja pabba hvert á land
sem var og sjá til þess að hann ætti
ávallt athvarf og hvfld í skjóli henn-
ar og heimili þeirra eftir annríkan
dag. Hún tók virkan þátt í öllu því
sem pabbi tók sér fyrir hendur,
þótt fáir tækju eftir því. Þau áttu
alveg einstaklega vel saman. Sjald-
an hef ég upplifað eins Ijúfa ást og
foreldrar mínir báru hvort til ann-
ars.
Þrátt fyrir að heimili þeirra væri
stórt var það kyrrlátt. Ef einhver
hávaði heyrðist var það helst frá
tónlist okkar systkinanna. Foreldr-
ar okkar lögðu hart að okkur öllum
að læra á eitthvert hljóðfæri. Erum
við öll þakklát fyrir það í dag. Það
mætti segja að fjölskyldan hafi
sungið í gegnum lífið. Mínar feg-
urstu minningar frá æskudögum
era þegar foreldrar mínir sungu
saman og mamma spilaði undir á pí-
anó.
Þegar við bömin flugum smám
saman úr hreiðrinu breyttust
áherslur þeirra. Líf þeirra ein-
kenndist af ferðalögum og sumar-
bústaðalífi. Sumarbústaður þeirra
við Þingvallavatn varð þeirra sælu-
reitur. Þar dvöldu þau öllum stund-
um. Það var ávallt mikil tilhlökkun
á páskum þegar „sumarbústaðaver-
tíðin“ byrjaði. Frá vori til hausts
dvöldu þau í bústað sínum alsæl.
Gróðursetningar, gestamóttökur,
smíðar og aðstoð við bamapössun
fyrir okkur systkinin einkenndi
sumarbústaðalífið. Bamabömin
eiga sælar minningar um samvera-
stundir með afa og ömmu á Þing-
völlum. Með þeim upplifðu þau
sama fjörið og þegar við systkinin
vorum lítil. Aldrei vora þau of mörg
hjá þeim í einu. Þeim var bara
stjómað á þann hátt að enginn fékk
að sitja aðgerðarlaus úti í homi. Við
öll leituðum mikið til Þingvalla, ekki
aðeins til að njóta fegurðarinnar við
vatnið, heldur tfl að vera með þeim
og ræða um heima og geima.
Mamma var sérfræðingur í að láta
okkur líða vel. Það kom ávallt fram í
fari hennar mikið stolt af eigin-
manni sínum og bömum. Heimili
hennar bæði í Reykjavík og við
Þingvallavatn vora bæði falleg og
hlý.
I dag era tæp sjö ár frá því faðir
minn kvaddi þennan heim. Ég veit
að mamma saknaði hans mikið öll
þessi ár. Þau vora „eitt“ eins og við
orðuðum það oft. Þótt söknuðurinn í
dag sé mikill hjá okkur fjölskyld-
unni og minningamar hrannist upp
þessa stundina samgleðjumst við
aldraðri móður að fá að hitta sína
einu sönnu ást.
Hvflífriði.
Þórhildur Gunnarsdóttir.
VALGERÐUR
STEFÁNSDÓTTIR
eyri sérstaklega barnalækningar
og til þess að ná betri tökum á því
sérsviði hafði hann verið við fram-
haldsnám erlendis 1935 og 1936 og
eftir að hann kom til Akureyrar fór
hann námsferð 1955 til þess að
kynna sér nýjungar og starfshætti
á þessu sviði.
Á þessum árum var enginn
barnalæknir starfandi á Akureyri
og því var nauðsynlegt að einhver
hinna almennu lækna sinnti þess-
um verkefnum.
Stefán starfaði við heilsuvernd-
arstöðina að kalla frá stofnun henn-
ar og var staðgengill héraðslæknis-
ins um eins árs skeið.
Á þessum árum lét Stefán félags-
mál lækna til sín taka og auk þess
almenn félagsmál.
Hann var formaður Læknafélags
Akureyrar 1948-1949 og í stjórn
Læknafélags Norðausturlands.
Hann var auk þess um skeið for-
maður Austfirðingafélagsins á
Akureyri og tók virkan þátt í
annarri félagsstarfsemi.
Þriðja tímabilið í læknisstarfi
Stefáns hófst síðla árs 1960 er hann
var ráðinn tryggingalæknir við
Tryggingastofnun ríkisins, sá fyrsti
sem þessu starfi gegndi.
Það er á þessu tímabili, sem sam-
starf okkar Stefáns hefst því að ég
hafði tekið við starfi tryggingayfir-
læknis nokkram mánuðum fyrr.
Við höfðum aldrei hist, er Stefán
hóf störf í Tryggingastofnun ríkis-
ins, en þarna störfuðum við saman í
áratug og ég minnist þess ekki, að
nokkum skugga hafi borið á það
samstarf.
Stefán var mikill reglumaður í
starfi, vandvirkur og átti auðvelt
með að starfa með öðram.
Við höfðum þá verkaskiptingu,
að hann annaðist aðallega athugun
bótaþega lífeyristrygginga, en ég
bótaþega slysatrygginga og byggð-
ist sú skipting að sjálfsögðu á fyrri
starfsreynslu okkar því að hann
hafði víðfeðma reynslu frá starfi
sínu sem héraðslæknir og almenn-
ur læknir.
Störf lækna við Tryggingastofn-
un ríkisins eru eðli sínu samkvæmt
og samkvæmt ákvörðun almanna-
tryggingalaga mjög sjálfstæð svo
að samstarf þeirra innbyrðis verður
að vera nánara en annarra starfs-
manna og óháð öðru starfi stofnun-
arinnar.
Eftir að Stefán fluttist til
Reykjavíkur stundaði hann ekki al-
menn læknisstörf en helgaði sig
embættisstarfinu og öðram áhuga-
málum sínum.
Á árinu 1967 byijaði hann að
vinna úr þeim eftiiviði, er hann ijall-
aði um daglega í starfi sínu og 1969
hafði hann lokið riti sínu um al-
menna örorku Islendinga. Þessi
bók var þýdd á ensku og gefin út af
Tryggingastofnun og heitir „Disa-
bility in Iceland“.
I þessari bók eru raktar orsakir
almennrar örorku eins og var á
þessu tímabili og er mikilsverð
heimild um ástand þessara mála þá.
Fjórða tímabilið í læknisævi
Stefáns hófst á árinu 1970 er hann
tók við af mér og var skipaður
tryggingayfirlæknir. Árið áður
hafði hann verið settur trygginga-
yfirlæknir í tæpt ár, er ég var í
námsleyfi.
Stefán gegndi starfi tryggingayf-
irlæknis með miklum sóma eins og
vænst var af fyrri reynslu.
Tengsl okkar urðu minni eftir að
við hættum samstarfi í Trygginga-
stofnun en samband hélst lengi.
Stefán hætti starfi í Trygginga-
stofnun í lok árs 1974.
í einkalífi var Stefán gæfumaður.
Hann kvæntist Elsu Krisíjánsdótt-
ur hjúkrunarkonu, er hann var við
nám í læknadeild. Þau eignuðust
þrjár dætur sem allar hafa gifst vel
og menntast og þau eignuðust
mörg efnileg barnaböm.
Elsa er látin fyrir nokkrum áram
og síðustu árin dvaldist Stefán á
hjúkrunarheimilinu á Droplaugar-
stöðum og andaðist þar.
Ég sendi kveðjur okkar hjónanna
til dætra Stefáns og tengdasona og
allra ættingja og við biðjum þeim
blessunar Guðs.
Páll Sigurðsson.