Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 61
>
-i
)
w
)
»
»
I
»
>
»
>
I
»
>
»
>
»
>
>
>
MINNINGAR
þau skunduðu á Þingvöll til að fagna
hinu nýja lýðveldi.
Þau lifðu í ástríku hjónabandi í
rúma hálfa öld, voru einstaklega
samrýnd og svo miklir vinir að unun
var á að horfa. Þau komu fjórum
börnum til manns og áttu stóran
vina- og kunningjahóp.
Amma mín, mig langar með þess-
um fátæklegu orðum að þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gefið mér og
ég er þakklát fyrir öll árin sem ég
fékk að njóta samveru þinnar, ástar
og örlætis. Hver minning um þig er
dýrmæt perla sem er og verðui- leið-
arijós mitt í lífinu.
Það eru þung og tómleg sporin
sem afi stígur núna, án lífsfórunaut-
ar síns og sálufélaga. En afi minn, ég
veit að amma stendur við hlið þér og
styður þig á þeirri göngu.
Eða eins og skáldið Kahlil Gibran
orti: „Skoðaðu hug þinn vel þegar þú
ert glaður og þú munt sjá, að aðeins
það, sem valdið hefur hi-yggð þinni,
gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorg-
mæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn,
og þú munt sjá, að þú grætur vegna
þess, sem var gleði þín.“
Guð blessi minningu Siggu ömmu.
Sigríður Anna
(Anna Sigga).
Nú ertu dáin, amtna, og kemur
aldrei aftur til okkar. Við söknum
þín svo mikið. Hver annar gæti bak-
að svona frábærar pönnukökur, sem
þú varst þekkt fyrir? Hver annar á
að taka á móti okkur og bjóða okkur
í kaffi á virkum dögum þegar við
komum heim úr skólanum? Hver á
að spila við okkur, hekla, prjóna og
sauma á okkur? Það kemur enginn í
staðinn fyrir þig. Auðvitað varstu
búin að margsanna hið fornkveðna;
„að aldrei fer svangur maður frá
Siggu ömmu“. Það er gott að vita að
nú ertu á góðum stað. Þú vildir ekki
lifa lengi og fara á elliheimili en
þetta var alltof snemmt. Þú varst
alls ekki orðin gömul, að minnsta
kosti ekki hugurinn. Þú íylgdist
alltaf svo vel með öllu, vissir allt og
mundir allt. Við getum huggað okk-
ur við allar minningarnar um þig,
sérstaklega úr Skorradalnum. Þú í
eldhúsinu, þú að spila, þú að syngja
og leiðrétta texta hjá okkur hinum,
þú að tína ber, þú í sólbaði, þú skelli-
hlæjandi. Við munum aldrei gleyma
þér. Þú varst sómakona og glæsi-
kona en fyrst og fremst alveg frá-
bær amma.
Ástrós, Jón, Svana
Kristín og Andri.
Skin og skúrir skiptast jafnan á í
lífi okkar allra. Gleði og sorgir mæta
okkur en í misríkum mæli. Mönnum
er gefið andlegt og líkamlegt þrek í
vöggugjöf, sem þeim ber að bæta og
þroska á lífsleiðinni. Þá er ómetan-
legt að fá þannig uppeldi í bernsku
og æsku, að það marki leiðina og
létti gönguna á lífsins brautu.
Það er dýrmætt að kynnast sam-
ferðafólki, er með hjálpsemi og
hlýju styður mann og styrkir á
dimmum dögum og er á móti blæs,
en fagnar og gleðst af heilum hug,
þegar hamingjan ber að dyrum og
bjart er og fagurt í sálu og sinni.
Heilladísir vörðuðu veginn, er við
hjónin kynntumst þeim Sigiíði heit-
inni og Reynari íyrir nærfellt 35 ár-
um í félagsskap, sem hefur að leið-
arljósi m.a. hina dýrmætu þýðingu
þess að efla vináttu og kærleiksþel
manna á milli. Leiðsögn þeirra og
návist, er einkenndist af heilindum
og hjálpsemi öll þessi ár, verður vart
fullþökkuð.
Heimilið var homsteinn þeirra
hjóna. Það bar vott um einstaka
snyrtimennsku þeirra bæði innan
dyra sem utan. Listfengi Siggu
gladdi augað hvarvetna. Litríkur,
fagur útsaumur prýðir veggi og hús-
gögn og gefur hlýjan og vinalegan
blæ. Hannyrðir voru hennar yndi.
Hún saumaði, prjónaði og heklaði
ótaldar flíkur á fjölskyldu sína og
vini.
Sigga og Reynar voru í senn gest-
risin og glaðvær. Þau nutu þess að
veita gestum sínum vel. Sigga snill-
ingur í matargerð og móttöku gesta.
Þau hjónin fengu í vöggugjöf
sönggleði og börnin þeirra öll og
barnabörn hafa erft þessa náðar-
gáfu. Sigga kunni ógrynnin öll af
söngljóðum og lögum og gestaboðin
þeirra hjóna voru ógleymanleg.
Þegar börnin flugu úr hreiðri og
létti á heimilisstörfum sat Sigga
ekki með hendur í skauti. Hún hafði
lært kjólasaum í æsku og var henni
því ljúft að taka upp fyrri störf.
Hún afgreiddi og leiðbeindi í
tískuverslunum hér í borg um ára-
fjöld. Hafði næmt fegurðarskyn og
hlýlegt viðmót, en hjálpsemi og ein-
lægni mótuðu störf hennar. Sjálf var
hún ætíð vel klædd og snyrtileg.
Sigga starfaði einnig á vegum
Rauða ki-ossins sem sjálfboðaliði á
sjúkrahúsum, þá er færi gafst til.
Góðverk gáfu henni fyllingu í sálu
og sinni, því að hún var í senn trúuð
og hjartahrein. Störfin fyrir Grens-
ássókn voru henni því ljúf.
Sigga og Reynar voru samhent
hjón. Ræktuðu garðinn sinn af alúð
og einlægni bæði í beinum og óbein-
um skilningi. Hér í borg var ómæld
vinna lögð í það að snyrta og fegra
utan dyra. Þetta nægði þó þeim
vinnufúsu hjónum ekki. I hinum
skjólsæla og fagra Skorradal reistu
þau vistlegan sumarbústað og rækt-
uðu upp fagran reit. Avöxtur rækt-
unarinnar var endurgoldinn með lit-
ríkum blómum, gróðri grænum og
trjám fógrum. Þegar við bættist
fuglasöngur ljúfur var þetta orðinn
sannkallaður unaðsreitur. Hér var
oft gestkvæmt, bæði skyldmenni og
vinir. Ógleymanlegar verða þær
gleðistundir, sem við hjónin áttum
hjá þeim í þessum fagra reit. Gest-
gjafarnir töfruðu fram ljúffengan
grillmat. Lagið tekið og sungið sam-
an af einlægni og gleði, þar til
kvöldsólin til viðar settist og jafnvel
lengur á stundum. Þá var Sigga í
essinu sínu, brosmild og blíð, er hún
fann að við nutum dvalarinnar.
Að lokum má ekki gleyma nær ár-
legum ferðum okkar hjónanna sam-
an til framandi landa, til þess að
njóta sólar og sjávar, matar og
mannlífs.
Nú er skarð íyrir skildi. Sigga
okkar horfin til ræktunarstarfa á
ódáinsökrum.
Þökkum henni af heilum hug sam-
fylgdina. Hún var okkur styrkur og
stoð í sorg og sút, en sannur gleði-
gjafi á góðum stundum.
Vottum þér, kæri vinur Reynar,
og fjölskyldu þinni allri innilega
samúð.
Megi björt minning um góða konu
verða okkur öllum leiðarljós á lífsins
göngu.
Inger og Benedikt.
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar í nokkrum orðum.
Sigríður Sigfúsdóttir ólst upp á
Stóru-Hvalsá í Hrútafirði í stórum
hópi systkina. Börnin tóku snemma
þátt í heimilisstörfum, 7 ára gömul
prjónaði hún vettlinga handa föður
sínum og gaf honum í jólagjöf.
Skólagangan var stutt, og einn vetur
var hún í Reykjaskóla í Hrútafirði.
Sigríður minntist oft þessa vetrar.
Hún hafði alla burði til mennta þó
skólagangan yrði ekki lengri, var
skarpgreind, minnug og lagði sig
fram um að fylgjast með þannig að
hvergi kom maður að tómum kofun-
um hjá henni og átti það við um öll
svið þjóðlífsins, hvort sem það voru
stjórnmál, íþróttir eða annað.
Þegar börnin mín fæddust kynnt-
ist ég þeirri hlið á henni hvað hún
hafði gott lag á bömum. I nærveru
ömmu voru þau prúð og undu sér
vel. Þar þurfti engin leikföng að
gagni, blöð, skriffæri og spil dugðu
vel og svo var spjallað. Hún kenndi
þeim að teikna fólk á blað og klippa
út og búa þannig til „brúður“. Börn-
in voru ætíð í fyrirrúmi og hlustað á
skoðanir þeirra og athugasemdir af
athygli.
Sigríði kynntist ég 15 ára gömul.
Þá var ég nýkomin til Reykjavíkur
og bjó hjá vinafólki í sömu raðhúsa-
lengju í Hvassaleiti. Við Elís kynnt-
umst á fyrstu vikum skólans og hef-
ur henni sjálfsagt þótt við nokkuð
ung þó hún nefndi það ekki. Tveim-
ur árum síðar bauð hún mér að búa
hjá þeim Reynari þegar Elís fór í
heimavistarskóla á Bifröst og mat
ég það mikils. Hjá þeim í Hvassa-
leitinu var trúloftmarveislan okkar
haldin og einnig stúdentsveislan
mín. Það sem ég tók fyrst eftir í fari
Sigríðar var hversu lagið henni var
að halda öllu hreinu og snyrtilegu.
Þó mikið stæði til og hún væri í stór-
bakstri var eldhúsið hreint og strok-
ið og öllu afkastað bæði hratt og
fumlaust. Á þessum árum starfaði
hún í verslun hálfan daginn og var í
Kvenfélagi Grensássóknar. Hún
saumaði einnig mikið, hafði lært hjá
Guðmundi dömuklæðskera í Kirkju-
hvoli og síðar starfað hjá Andrési
klæðskera, og var flink bæði að
sníða og sauma. Hvers konar önnur
handavinna lék einnig í höndunpm á
henni og hún saumaði út, prjónaði
og heklaði. Áður hafði hún einnig
fengist við að mála bæði á striga og
tau. Á þessum árum voru Reynar og
Sigríður búin að koma sér upp sum-
arbústað í Skorradal. Við nutum
góðs af og fórum með þeim margar
ferðirnar í Skorradalinn. Enn fjölg-
aði ferðunum með þeim þegar börn-
in komust á legg og vildu helst
hvergi annars staðar vera. Þar naut
Sigríður sín vel í bústaðnum þar
sem þau höfðu sjálf lagt hönd á
flesta hluti og öllu var svo haganlega
fyrir komið.
Við fráfall tengdamóður minnar
minnist ég hlýju hennar og hjálp-
semi og bið að hún megi hvíla í Guðs
friði.
Steinunn K. Jónsdóttir.
Frændi okkar,
GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON
frá Gaularási,
sem lést laugardaginn 26. febrúarsl., verður jarðsunginn frá kirkjunni að
Krossi i Austur-Landeyjum laugardaginn 7. mars kl. 14.00.
Hjartar Jón Hjartarson,
Geir Hjartarson,
Ingólfur Þórir Hjartarson,
Kristín Guðrún Hjartardóttir.
+
Innilegar þakkir færum við öllu því góða fólki
sem sýndi okkur hlýhug og velvild við andlát
og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS ÞORKELSSONAR,
Hofgerði 7,
Vogum.
Sigríður Jónasdóttir,
Þurlður Á. Jónsdóttir, Sigurður Ólafsson,
Jónas Þ. Jónsson, Inga Ósk Jóhannsdóttir,
Ómar Jónsson, Ingibjörg Ragnarsdóttir,
Melkorka Sveinbjörnsdóttir, Ingvi B. Jónsson,
barnabörn og langafabörn.
+
Eiginkona mín,
AÐALBJÖRG VILFRÍÐUR KARLSDÓTTIR
frá Dvergasteini
á Húsavfk,
andaðist á heimili okkar, Álfaskeiði 96 í Hafn-
arfirði, þriðjudaginn 3. mars.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Ólafur Halldórsson.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUÐMUNDUR HELGI GÍSLASON,
Völlum,
Garði,
verður jarðsunginn frá Útskálakirkju laugar-
daginn 7. mars kl. 14.00.
Guðfinna Jónsdóttir,
Marta Guðmundsdóttir, Kjartan K. Steinbach,
Ingibjörg J. Guðmundsdóttir, Ólafur Örn Ingólfsson,
Jón Guðmundsson, Jónína Margrét Sævarsdóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir, Einar ingi Magnússon,
Þorleifur St. Guðmundsson, Ingibjörg Sigurðardóttir
og barnabörn.
Ástkær sonur minn, bróðir okkar og mágur,
ÁSGEIR SALBERG KARVELSSON
bóndi,
Kýrunnarstöðum,
Dalasýslu,
verður jarðsunginn frá Hvammskirkju í Dölum
laugardaginn 7. mars kl. 14.00.
Ferð verður frá Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14,
kl. 7.30, sími 434 1281.
Karvel Hjartarson,
Hjördís Karvelsdóttir,
Hrafnhildur Karvelsdóttir,
Bjarni Karvelsson og Magnea Einarsdóttir,
Sigríður G. Karvelsdóttir og Þorsteinn Ingimundarson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN JÓNSDÓTTTIR,
Droplaugarstöðum,
áður Bárugötu 30,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni föstudaginn
6. mars kl. 13.30.
Sigurjón Marinósson, Auður Jónsdóttir,
Margrét Sigrún Marinósdóttir,
Auður Marinósdóttir, Sigurður Þór Magnússon,
ömmubörn og langömmubörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
FJÓLA JÓNSDÓTTIR,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugar-
daginn 28. febrúar.
Útförin fer fram frá Höfðakapellu, Akureyri,
föstudaginn 6. mars kl. 15.30.
Georg Tryggvason,
Hersteinn Tryggvason,
Bjarki Tryggvason
og fjölskyldur.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
TÓMASAR JÓHANNESSONAR,
Skólabraut 3,
Seltjarnarnesi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Birna Björnsdóttir.