Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ 60 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 MINNINGAR John Glenn Kelson, Ari Þór Kelson, Þóra Kristjánsdóttir, Ásta Árný Einarsdóttir, Einar Ingvi Einarsson, Emil Róbert Karlsson, Erla Kristjánsdóttir, Hafsteinn Erlendsson, Eyrún, Sigrún, Þórður og Jón Hafsteinsbörn. + Faðir okkar, BJÖRN ÞÓRÐARSSON, Oddagötu 5, Akureyri, er látinn. Guðrún Björnsdóttir, Erla Björnsdóttir. 1 t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, INGIBJÖRG ÁSTA STEFÁNSDÓTTIR frá Mýrum, áður til heimilis á Bragagötu 29A, verður jarðsungin frá Melstaðarkirkju laugar- daginn 7. mars kl. 14.00. Sætaferðir frá BSÍ kl. 10.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Dvalarheimilissjóðinn Kvenna- bandið, Hvammstanga. Stefán Ásgeirsson, Guðrún Kristfn Antonsdóttir, Halldóra Ásgeirsdóttir, Sigþór Óskarsson, Jóhann Ingi Stefánsson, Þórunn Elfa Stefánsdóttir, Aðalheiður Stella Stefánsdóttir, Óskar Bragi Sigþórsson, Ásgeir Sigþórsson, Ásta Björk Sigþórsdóttir, barnabarnabörn og systkini. — + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SIGFÚSDÓTTIR. Hagamel 46, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 24. febrúar. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum hlýhug og auðsýnda samúð. Reynar Hannesson, Gunnar H. Reynarsson, Fjóla Ingþórsdóttir, Sigrún Reynarsdóttir, Gísli J. Ellerup, Bjarni Reynarsson, Jóhanna Einarsdóttir, Elfs Reynarsson, Steinunn K. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI ÞÓRARINN ÓLAFSSON frá Neðri-Rauðsdal, Aðalstræti 4, Patreksfirðl, sem lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar föstudaginn 27. febrúar sl. verður jarðsunginn frá Brjánslækjarkirkju laugardaginn 7. mars kl. 14.00. Kveðjuathöfn verður í Patreksfjarðarkirkju föstudaginn 6. mars kl. 14.00. Svanhvft Bjarnadóttir, Ólafur Bjarnason, Björg Bjarnadóttir, Samúel Bjarnason, Elsa Bjarnadóttir, Sigurjón Árnason, Arndfs Sigurðardóttir, Karl Höfðdal Magnússon, Kolbrún Ingólfsdóttir, Sigurður Jónsson, afabörn og langafabörn. SIGRÍÐUR SIGFÚSDÓTTIR + Sigríður Sigfús- dóttir var fædd á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði 9. nóvem- ber 1921. Hún lést á Landspítalanum 24. febrúar siðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Gróa Guðmundsdótt- ir, f. 8. október 1888, d. 15. febrúar 1963, og Sigfús Sigfússon, f. 7. ágúst 1887, d. 29. janúar 1958. Systkini hennar voru: Guðmundur, f. 1912, Hans Hallgrímur, f. 1913, Lárus, f. 1915, Anna Helga, f. 1918, Steingrímur Matthias, f. 1919, d. 1976, Salóme, f. 1920, d. á fyrsta ári, Eiríkur, f. 1923, Garðar, f. 1924, d. 1988, Harald- ur Gísli, f. 1925, Sólbjörg, f. 1927, d. 1947, Guðbjörg María, f. 1929, Salóme Sigfríður, f. 1932, og Þor- björn Sigmundur, f. 1934. Hinn 17. júní 1944 giftist Sig- ríður eftirlifandi maka sínum, Reynari Hannessyni, f. 26. febrúar 1922. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Hannes, f. 25. nóvember 1944, sambýliskona hans er Fjóla Ingþórsdótt- ir. Börn hans eru: Pétur Tyrfingur, Gunnar Reynar og Sigurður Björn. 2) Sigrún, f. 15. janúar 1947. Maki hennar er Gísli Ellerup. Börn þeirra eru: Sig- ríður Anna og Reyn- ar. 3) Bjarni, f. 5. janúar 1948. Maki hans er Jó- hanna Einarsdóttir. Barn hans er: Ragnar Páll. Börn Bjarna og Jóhönnu eru: Einar Hugi, Reynar Kári og Halldóra Sigríður. 4) Eh's, f. 20. janúar 1958. Maki hans er Steinunn Kristín Jónsdóttir. Börn þeirra eru: Ástrós, Jón og Svana Kristín. Utför Sigríðar var gerð frá Fossvogskapellu 4. mars, í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Ég hugsa um mynd þína hjartkæra móðir og höndina mildu, sem tór strauk af kinn. Það yjjar á göngu um ófamar slóðir, þó yfir sé harmþrungið rökkur um sinn. Ljósið er slokknað á lífskerti þínu, þú leiddir mig örugg á framtíðarbraut Hlýja þín vakir í hjartanu mínu, frá hamingjudögum, er fyrrum ég naut. Minningarljósið á lífsvegi minum, lýsir upp sorghúmið, kyrrlátt og hjjótt Höfði nú drúp’ ég hjá dánarbeð þínum, þú Drottni sért falin, ég býð góða nótt (Hörður Björgvinsson) Þín dóttir, Sigrún. Þú hlærð svo himnamir (jóma. A heillandi dans minna öll þín spor orð þitt er ilmur blóma, ástþíngróandivor, sál þín yósið, sem ljóma vefur löndin og bræðir hjartóð kalt. Ein og sama eilífð lengir allt, sem var og koma skal. í hvílunni engin jafn sólhvit sefúr, - þú gefúr oggefúr-allt. Hvert blóm, sem grær við götu mína, - er gjöf frá þér, og á þig minnir allt hið fagra, sem augað sér. Sól og jörð og svanir loftsins syngja um þig. Hvert fótspor, sem ég færist nær þér friðar mig. (Davíð Stefánsson.) Það er erfitt að átta sig á að Iífið geti haldið áfram sinn vanagang án Siggu ömmu. Hún var einstök kona hún amma mín, alltaf var hægt að leita til hennar hvað sem á bjátaði og til hennar í eldhúsið var gott að koma og spjalla um heima og geima yfir kaffibolla. Hún var ákaflega hreinskiptin að eðlisfari og afar við- ræðugóð. Hún var sérlega glæsileg og falleg kona, alltaf vel klædd hvort heldur hversdags- eða sparibúin. Gott dæmi um það er, að þegar ég gifti mig, sagði mágur minn að hún bæri af öðrum konum í veislunni. Amma og afi bjuggu á nokkrum stöðum í Reykjavík, færðu sig til eft- ir því sem bamahópurinn óx úr grasi og efnahagur leyfði. Upp úr 1960 byggðu þau myndarlegt raðhús í Hvassaleiti 91, þar sem þau bjuggu í rúm 20 ár, en síðustu árin var heimili þeirra á Hagamel 46. Heimili þeirra, sem er einstaklega hlýlegt og snyrtilegt, ber vott um þá listakonu sem amma var. Allt bók- staflega lék í höndunum á henni. Öll- um hlutum var raðað af smekkvísi og komið haganlega fyrir. Hún var mik- il saumakona hvort heldur var út- saumur, fatasaumur, prjón eða hekl. Hún naut þess að gleðja aðra með fallegum hlutum sem hún hafði gert. Ég man þegar ég fór í fyrsta skíða- ferðalagið mitt með skólanum, þá fór ég í heimasaumuðum skíðagalla sem gaf hinum aldeilis ekkert eftir. Ekki fannst henni heldur tiltökumál að sauma á mig fermingardragtina og það eftir nýjustu tísku. Það var ósjaldan sem ég hringdi í ömmu og spurði hvað ég þyrfti að kaupa mikið af efni í gardínur fyrir þennan eða hinn gluggann og svo hjálpaði hún mér náttúrulega við saumaskapinn. Nú spyr ég heldur ekki hvað eigi að sjóða eða baka þetta lengi, en alltaf hafði amma svör við öllu. Ég er svo lánsöm að hafa fengið að vera mikið hjá ömmu og afa og hjá þeim fékk ég mjög gott veganesti til framtíðar. Hjá ömmu var aldrei neitt kynslóðabil og hún gaf sér alltaf tíma fyrir mann. Þegar ég var yngri fannst mér skemmtilegast að fá að hjálpa henni, hvort heldur var við húsverkin, bakstur eða að fá að prófa saumavélina. Ekki veit ég nú hvort mikil hjálp var í mér og eflaust tafði ég hana bara frá verkunum en amma lét aldrei á því bera. Amma var afskaplega fróð og víð- lesin og kunni ógrynni af ljóðum, gátum og sögum sem hún miðlaði óspart. Oft sátum við saman og lás- um Ijóðin eða hlustuðum á leikritin hans Davíðs Stefánssonar, en hann var í miklu uppáhaldi hjá henni. Amma hafði líka gaman af að syngja og kunni mikið af textum. Ég man að oftar en ekki sat ég í Hvassaleitinu og hlustaði á plötur og söng með af hjartans lyst. Ur sumarbústaðaferðum í Skorra- dalinn síðastliðin þrjátíu ár á ég margar góðar minningar, en þar naut amma sín innan um gróðurinn og einstaklega fallegt landslag. Þar höfðu hún og afi komið sér upp un- aðsreit, litlu sumarhúsi í landi Fitja, þar sem gott er að vera og þar undu þau sér vel, oft í faðmi fjölskyldu og vina. Amma og afi höfðu verið gift í 54 ár þegar amma lést. Séra Bjami Jónsson gifti þau 17. júní 1944 og MAGNÚS HARALDSSON + Magnús Haralds- son var fæddur á Grund f Eyjafirði 18. janúar 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Keflavfkur 24. febrú- ar sfðastliðinn. For- eldrar hans voru Haraldur Briem og Lára Jónsdóttir. Eftirlifandi eigin- kona Magnúsar er Bára Guðmundsdótt- ir, f. 10.8. 1925. Þau gengu í hjónaband 24. aprfl 1950. Börn þeirra eru Guðmund- ur Elfs, f. 28.6. 1950, kvæntur Ólfnu Magnúsdóttur og eiga þau fjögur börn; Lára, f. 18.1. 1955, gift Sigurði Magnús- syni og eiga þau fjögur börn; og Magnús, f. 13.6. 1960, kvæntur Arn- dfsi Hálfdánardóttur og eiga þau tvö böm. Útför Magnúsar fór fram frá Kefla- vfkurkirkju 2. mars. Elsku afi minn, nú ertu kominn í annan heim, þar sem þér líður vel á ný. Ég man alltaf hvað mér fannst leiðin til Keflavíkur löng þegar ég var lítil, það var alltaf jafn spennandi að koma til ykkar ömmu, hjá ykkur Erfidrykkjur M M M M M M M M M ^ Sími 562 0200 .. LXIXXXXXIXXin H H M M M H H H H H var tekið vel á móti manni og við átt- um alltaf góðar stundir saman. Stundunum okkar í eldhúsinu gleymi ég aldrei, en þar gafstu mér alltaf kaffi með mikilli mjólk og enn meiri sykri og svo fékk ég kringlu til að dýfa í á meðan við töluðum saman. Þetta var leyndarmálið okkar, þetta máttu amma og mamma ekki vita um. Við áttum líka svo góðar stundir í sumarbústaðaferðunum, en þar fannst þér við bömin vera Blómatmði m Cac\^S sk om v/ Fossvogskfrkjugarð Sími. 554 0500 ómissandi, því þar gátum við leikið okkur í náttúrunni. Við eigum ótal góðar minningar saman, þeim er ekki hægt að gleyma. Þú varst mikið veikur síð- ustu árin, en aldrei kvartaðir þú heldur hafðir áhyggjur af ömmu sem stóð eins og klettur við hlið þér í veikindunum, og ég veit að þú ert stoltur af henni. Elsku afi minn, þú munt alltaf búa í minningu okkar. Bára. Afi minn, hann fór út í eilífðina þar sem við sjáum hann ei meir. A pörtum var það gott að hann fór, hann þjáðist mikið, þjáðist af sjúkdómum sem ég get ekki lýst, en það var samt ekki gott fyrir alla fjöl- skylduna hans. Hann var ekki venjulegur afi, afi með bumbu eða margar sögur að segja, hann var frekar ræðinn, en ræðinn um hluti sem fullorðna fólkið talaði um. Og hann var góður afi og þegar ég horfði á hann fylltist ég stolti, stolti sem aðeins bamabam hefur, stolti af að hann væri afi minn. Ég myndi gera margt til að tala við hann, tala við hann núna, en það er ekki hægt, því hann er ekki meðal okkar lengur og á einn hátt eða ann- an verðum við að sætta okkur við að hann er farinn og kemur ekki aftur. En hann er ekki farinn úr huga mínum því með hverju skrefi í lífinu hugsa ég til hans og man, man hvað hann kenndi mér og það er: Að þegar þú elskar einhvem mildð mátt þú aldrei taka hann sem sjálfsagðan hlut. Þitt barnabam, Sylvía Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.