Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Minnisvarðar og nærvera sögfunnar PRAESENS HISTORICUM eftir Kristín E. Hrafnsson. MYjVPHST Listasafn alþýðu, Ásmundarsal SKÚLPTÚR KRISTINN E. HRAFNSSON Opið 14-19 alla daga nema mánu- daga. Sýningin stendur til 8. mars. RÆTUR myndlistarinnar eru flæktar og liggja víða. En ein hinna elstu hefða sem greina má er hefð minnisvarðans. Steinn sem reistur er upp á rönd er til vitnis um liðinn atburð sem gerðist á þessum stað. Rúnir sem klappaðar eru í steininn segja til um atburðinn og túlka hann fyrir ferðamönnum sem fram- hjá fara. Þannig hafa mennirnir smátt og smátt fyllt veröldina af minnum og sett sitt mark á lands- lagið - ritað sögu sína á sjálft land- ið. Fátt segir okkur meira um menn- ingu hvers tíma en minnisvarðarnir sem hún skilur eftir. Af þeim sjáum við hvað mönnunum þótti mark- verðast og helst til frásagnar, og af stílnum sjáum við hvert smekkur þeirra hneigðist. Hvað skal þá segja um minnisvarða nútímans? Hvað skal segja um minnisvai'ða á Is- landi? Alls staðar eru minnisvarðar og þeir eru reistir, að því er stund- um virðist, af minnsta tilefni, en yf- irleitt er tilefnið löngu liðið. Við reisum merki látnum skáldum og stjómmálamönnum, landnáms- mönnum, athafnamönnum og jafn- vel útlögum. Það er engu líkara en við séum að bæta fyrir minnis- varðalausa fortíð landsins; við vörð- um landið fortíðarminnum. Líkast til er það vegna þess að við höfum ekki glöggan skilning á því hvers ætti helst að minnast í samtíma okkar sjálfra. Verk Kristins E. Hrafnssonar hafa gjarnan virkað sem eins konar skráning og á sýningunni í ASI má sjá verk af því tagi: Línur sem lista- maðurinn hefur valið úr veruleikan- um og rist í stein til að varðveita þær. Þar er einnig að finna hug- myndaverk sem fjalla um skilgrein- ingu rýmis. En verkin sem helst fanga huga áhorfandans eru minn- isvarðar sem í eiginlegum skilningi eru ekki á sýningunni. Það eru „gangstéttarhellur“ steyptar í málm sem Kristinn hefur komið íyrir í gangstéttum bæjarins og lát- ið ljósmynda fyrir sýninguna. Hér er um að ræða fallega útfærðar steypur með munsturumgjörð sem minnir á fyrri tíma, en með áletruð- um boðskap sem sýnir svo ekki verður um villst að verk þessi eru upprunnin í samtímanum. Olíkt minnisvörðum fyrri tíma eru þessir ekki til marks um viðburði heldur til áréttingar um hugsun og skiln- ing. Sumir gegna því einu hlutverki á festa staðsetningu; þeir segja okkur að hér sé „staður“, einhver rýmisfesta sem miða má útfrá í skilningi okkar á umhverfmu. Aðrir minna á óhlutbundnari þætti veru- leikans, þætti sem segja má að oft séu nokkuð á reiki og því ekki van- þörf á að festa þeim stað í tilver- unni: „Það sem var“ eða „Það sem eftir er“. Loks er þarna að finna hellu sem festir í stað nærveru sög- unnar á eftirminnilegan hátt og á hana eru letruð með rithönd dr. Sigurbjöms Einarssonar biskups orðin „Praesens historicum". Verk Kristins eru að venju vand- lega útfærð, skýrar og einfaldar hugmyndir festar í varanlegt efni; ristar í stein eða steyptar í málm. I þeim sameinast helstu kostir hug- myndalistarinnar annars vegar og varanlegs handbragðs hins vegar. Þau eru því vel til þess fallin að vera minnisvarðar okkar samtíðar og eru jafnvel meira en margur mundi segja að við ættum skilið. MÁLVEItK/ SAMFÉLAGSGAGIMItÝlVI MARGRÉTJÓNSDÓTTIR Til 8. mars. í Gryfjunni í Listasafni alþýðu sýnir Margrét Jónsdóttir. Margrét er auðvitað löngu þekkt fyrir mál- verk sín og á þessari sýningu er að finna nokkur málverk unnin með ol- íulitum á striga. En í framsetningu sýningarinnar verða þessi málverk að aukaatriði því um leið setur Mar- grét fram ritgerð sína sem ber yfír- skriftina „Konur í menningarheimi karla“. Ritgerðin byggir á könnun sem SIM gerði árið 1994 og fjallaði um stöðu kvenna í myndlist á ís- landi. Könnunin leiddi í ljós að staða þeirra væri slæm og undir það tek- ur Margrét og talar þá líka af reynslu. Vangaveltur Margrétar um þessi efni og um stöðu myndlistarinnar í lífi samfélagsins vekja margar spumingar. I sýningarskrá segir hún meðal annars: „Að halda sýn- ingu er mikil vinna, og að þurfa á sama tíma, að hlaupa á eftir fjöl- miðlum til að sníkja umfjöllun er niðurlægjandi. Slíkt samspil setur fjölmiðla á stall, sem þeir eiga ekki að vera á.“ Líklega geta margir verið sammála þeirri skoðun sem þarna er sett fram. Getur það talist rétt að umfjöllunin eigi að vera mikilvægari en það sem fjallað er um? Er það ekki listaverkið sjálft og hin skapandi vinna listamanns- ins sem er hinn eiginlegi kjarni myndlistarinnar? Hér er þó ekki um auðleysanlegt vandamál að ræða sem ekki lýtur aðeins að myndlist heldur að öllu í nútíman- um. Við lifum á tímum þegar frétt- irnar verða til í útvarpinu og sjálf- ur atburðurinn sem sagt er frá er ekki nærri því eins raunverulegur og frásögnin. Því miður er þvi svo farið að ekki nægir að hengja myndir sínar upp til að koma þeim á framfæri. Hvað varðar stöðu kvenna í myndlistinni er þai- á ferðinni vandi sem við ættum að geta tekið á og leyst úr. Ekki er þó þar með sagt að vandamálið sé einfalt og auðskiljan- legt. En markviss gagnrýni og um- ræða er eina leiðin til að nálgast skilning og lausn og því er framtak á borð við ritgerð Margrétar mikil- vægt framlag til þróunar myndlist- arinnar. Jón Proppé Nína Magnúsdótt- ir sýnir í Mokka NÍNA Magnúsdóttir opnar sýningu í Mokka á Skóla- vörðustíg föstudaginn 6. mars kl. 20. Sýningin ber yf- irskriftina „íkonur“ og er röð Ijósmynda sem unnar eru með aðstoð tölvutækninnar. íkonar eru einu nafni nefndar þær helgimyndir sem sýna Krist, engla og dýrlinga og Maríu mey með Jesúbarnið. Ljósmyndir Nínu byggja á þessari óra- löngu hefði og minna okkur á hvernig konan rataði inn í vestræna listasögu, segir í fréttatilkynningu. Jafnframt segir að Nína hafí fengið tólf íslenskar konur til að sitja fyrir með nakin afkvæmi sín líkt og María mey forðum daga. Bakgrunnur verkanna myndi eins konar sagnfræðilegt veggfóður með „fall- ískum“ skýjakljúfum. Nína útskrifaðist úr Myndlista- og handfðaskóla ís- lands árið 1995. Sýningunni lýkur fímmtudaginn 2. aprfl. Kaffíhús- ið er opið alla virka daga og laugardaga frá kl. 10-23.30 og sunnudaga frá kl. 2-23.30. Sýningarhaldið er rekið í samvinnu við Islensku menningarsamsteypuna art.is. EIN ljósmynda Nfnu á Mokka. Morgunblaðið/Þorkell NEMENDUR Söngskólans frumsýna Töfraflautu Mozarts í kvöld. F.v: Örvar Már Kristinsson, Hrafnhildur Björnsdóttir, Hjálmar P. Péturs- son, Stefán Helgi Stefánsson, Hrólfur Sæmundsson, Sigrún Pálmadótt- ir, Elísa Sigríður Vilbergsdóttir og Valgerður G. Guðnadóttir. Töfrar og ævintýri ANNAÐ hvort ár gangast nemendur á 6., 7. og 8. stigi söngnáms við Söng- skólann í Reykjavík fyrir óperuupp- færslu við skólann. I kvöld frumsýna þau Töfraflautuna eftir Mozart í tón- leikasal Söngskólans, Smára, að Veghúsastíg 7. Sýningamar verða aðeins þrjár; önnur sýning verður laugardaginn 7. mars kl. 16 og loka- sýningin sunnudaginn 8. mars kl. 20.30. Leikstjóri er Ása Hlín Svavarsdóttir og stjórnandi Garðai- Cortes. Óperan verður flutt við pí- anóundirleik Iwonu Jagla sem jafn- framt hefur stýrt æfingum. Það er samhentur hópur söng- nema sem nú stígur á svið og mörg hver deila þau með sér hlutverkun- um. Töfraflautan býður upp á óvenju margar kvenm'addir sem hæfir nem- endum skólans vel, mikill meirihluti þeirra er kvenfólk. Ævintýraheimur Töfraflautunnar byggist á fjölmörg- um minnum þjóðsagna og ævintýra hvaðanæva úr heiminum. Söguþráð- urinn er talsvert flókinn en segja má að grunntónn verksins sé ástin og ástarþráin, - hetjan sem þarf að ganga í gegnum eldraunir til að öðl- ast hamingju. Tamínó, hetja verks- ins, hittir Næturdrottninguna sem lofar honum hendi dóttur sinnar Pamínu ef honum tekst að bjarga henni frá illmenninu Sarastró æðsta- presti. Papagenó fuglafangari drottningarinnar fylgir Tamínó í þessa hetjufór. Meðferðis hafa þeir vemdargripi tvo, töfraflautu og töfraklukkur. Tamínó og Pamína ná fundum en fá ekki að eigast fyrr en þau hafa staðist prófraunir Sarastrós og handbendis hans, óþokkans Mónóstatos. Papagenó hittir Papa- genu sem hverfur en birtist aftur þegar hann leikur á töfraflautuna. Óperan verður flutt í íslenskri þýð- ingu Böðvars Guðmundssonar, Þor- steins Gylfasonar og Þrándar Thoroddsens. Verkið er talsvert stytt fyrii' þessa uppfærslu en skýringar verða fluttar á milli atriða. Hrafnhildur Björnsdóttir fer með hlutverk Næturdrottningarinnar sem talið er með erfiðari óperuhlut- verkum vegna allra háu tónanna. Hrafnhildur hefur áður sungið ein- söng með íslensku óperunni. Hún gerir lítið með kröfuhart hlutverkið, segist einfaldlega vera svo heppin að hafa háa sópranrödd sem hæfi hlut- verkinu. „Þetta eru þó ekki aríur sem þú raular með sjálfum þér eða syngur oft á dag. Hlutverkið krefst þess að maður leggi sig allan fram og syngi alltaf af fullum krafti.“ En óperan krefst ekki bara hæstu tóna heldur einnig þeirra lægstu í hlut- verki Sarastrós. Bassahlutverkið syngur Hjálmar P. Pétursson. Óhætt er að segja að þeir Stefán Helgi Stefánsson og Örvar Már Kristinsson deili með sér súru og sætu. Saman fara þeir bæði með hlutverk skúrksins Mónóstatosar og hetjunnar Tamínós. Stefán Helgi hefur sungið með Islensku óperunni en þetta er frumraun hjá Örvari Má. Með hlutverk Papagenós fara Hrólf- ur Sæmundsson og Sigurður Hauk- ur Gíslason. Sigurður hefur sungið með karlakór og Hrólfur hefm- áður tekið þátt í söngleikjum og í frum- flutningi á óperu Leifs Þórarinsson- ar á síðustu Listahátíð. Hrólfur segir að þó að hlutverk Papagenós þyki ekki sérlega erfitt og upphaflega var það í höndum leikara, þá leyni það á sér eins og svo oft þegai' söngur hljómi áreynslulaust í eyrum. Meiri áhersla sé þó á leikinn og ímynd Papagenós sé í anda sorgmædda trúðsins. Papagenu syngur Sigrún Pálmadóttir. Þær Elísa Sigríður Vil- bergsdóttir og Valgerður G. Guðna- dóttir skipta með sér hlutverki Pamínu. Þetta er frumraun Elísu en Valgerður hefur víða komið fram í söngleikjum áður, m.a. söng hún hlutverk Maríu í West Side Story í Þjóðleikhúsinu. Valgerður vakti mikla athygli í því hlutverki og einn gagnrýnandi hvatti hana í blaðadómi eindregið tíl að snúa sér að klassísk- um söng. Valgerður tók viðkomandi á orðinu og sér ekki eftir því, segist kunna betur við sig í klassíkinni. Þau eru sammála um að óperu- uppfærsla sé ein dýrmætasta reynsl- an sem þau öðlist í námi. „Hér getur maður gert mistökin," segir Valgerð- ur. Og öll eru þau staðráðin í að nýta sér reynsluna vel. Tónlist fyrir alla Fjölskyldutónleikar í Fella- og Hólakirkju TVENNIR tónleikar á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla verða í Reykjavík á þessari vor- önn. Jazzkvartett Reykjavíkur heldur tónleika fimmtudaginn 5. mars kl. 20 í Fella- og Hólakirkju og í Grafarvogi leikur Blásarakvin- tett Reykjavíkur fyrir nemendur og verða lokatónleikar þeirra í Grafarvogskirkju sunnudaginn 29. Til liðs við Jazzkvartett Reykja- víkur, á tónleikunum í kvöld, koma barnakórar Breiðholts-, Selja- og Fella- og Hólakirkna og Kór Hóla- brekkuskóla og flytja nýjar útsetn- ingar Sigurðar Flosasonar á lög- um Sigfúsar Halldórssonar. Jazzkvartett Reykjavíkur er skipaður Sigurði Flosasyni, saxó- fónleikara, Tómasi R. Einarssyni, kontrabassaleikara, Eyþóri- Gunn- arssyni, píanóleikara og trommu- leikaranum Gunnlaugi Briem. Þeir hafa flutt á fjórða þúsund nemend- um nokkra „standarda“ úr heimi jassins ásamt íslenskum og erlend- um alþýðulögum og hafa þeir lagt áherslu á að kynna fjölbreytileika djassinns. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hefur gengið til liðs við verkefnið og mun tónlistarfólk á vegum þess heimsækja alla grunnskólanem- endur í Reykjavík á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.