Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Hyggjast tína eplin
með loftskipum
HAFIN er smíði á loftskipum hjá
Hamilton Airship-fyrirtækinu í
Jóhannesarborg í Suður-Afríku
og gera fulltrúar þess sér vonir
um að áður en öldinni lýkur
verði tugir skipa komnir í um-
ferð víða um heim.
Samsetning fyrsta loftskipsins
hefst í næsta mánuði og á það að
geta tekið 200 farþega í sæti eða,
sé það ætlað til iengri ferða, 50-
80 í koju. Markaðsstjóri fyrirtæk-
isins gerir ráð fyrir því að senn
verði til mikil eftirspurn eftir
loftskipum, ekki síst þegar smíði
fyrsta skipsins verður lokið í
byijun næsta árs.
Burðargeta fyrsta skipsins
verður 16 tonn en fyrirtækið ráð-
gerir að smíða skip sem borið
geta allt að 50 tonn af vörum.
Hámarks flughraði er áætlaður
200 kílómetrar á klukkustund en
ferðahraðinn verður þó að öllu
jöfnu minni, eða á bilinu 100-120
km/klst.
Bandaríska geimferðastofnun-
in (NASA) og hjólbarðaframleið-
endurnir Goodyear hafa reiknað
út, að hugsanlega sé markaður
fyrir allt að eitt þúsund loftskip á
næstu 10 árum. Umhverfismál
gera þau að mörgu leyti fýsileg. í
Hollandi hafa t.a.m. verið sett lög
sem beinlínis hvetja til fiutninga
með loftskipum sem leið til að
draga úr umferðarþunga á veg-
um.
Kanadískt skógarhöggsfyrir-
tæki hefur þegar lagt inn pöntun
fyrir 21 loftskipi sem notuð
verða til þess að flytja timbur ft-á
svæðum sem engir vegir liggja
til. Meðal annarra fyrirtækja sem
sýnt hafa skipunum áhuga er al-
þjóðleg hótelkeðja sem ráðgerir
að stofna fljúgandi hótel. Suður-
afrísk bifreiðasmiðja kannar
sömuleiðis arðsemi þess að flytja
bfla beint frá verksmiðjudyrum
til umboða erlendis með farkosti
þessarar gerðar. Ávaxtarækt-
andi í Höfðaborg á við þann
vanda að etja að 30% eplaupp-
skerunnar verða eftir í tijánum
þar sem ekki verður náð til
þeirra með venjulegum stigum.
Hefur hann fundið upp tækni til
að tína þau úr loftskipum og ráð-
gerir að setja upp greiningar- og
pökkunarverksmiðju um borð og
fljúga uppskerunni beint til inn-
flytjenda í Evrópu.
„Það fæðast nýjar hugmyndir
um notkunarmöguleika loftskipa
á svo til hveijum degi,“ segir
Anne-Marie Roux, markaðsstjóri
fyrirtækisins.
Senda
N-Kóreu
matvæli
STJÓRNIN í Seoul í Suður-
Kóreu ráðgerir að senda 200
þúsund tonn af matvælum til
hinnar sveltandi bræðraþjóðar
sinnar í Norður-Kóreu, að sögn
embættismanna. Búist er við
opinberri tilkynningu og nán-
ari tilhögun aðstoðarinnar eftir
helgi. Að sögn blaðsins Chosun
Ilbo er hugsunin með aðstoð-
inni að skapa betra andrúms-
loft í samskiptum þjóðanna áð-
ur en fyrirhugaðar beinar við-
ræður ríkjanna um samskipti
þeirra hefjast.
Kona verður
geimferjustjóri
TILKYNNT verður með at-
höfn í Hvíta húsinu í Was-
hington í dag, að kona hafi í
fyrsta sinn verið útnefnd geim-
ferjustjóri. Þann heiður hlýtur
Eileen Collins, ofursti í banda-
ríska flughemum, en hún er
frá bænum Elmira í New
York-ríki. Hún gekk til liðs við
NASA 1990 og fór í sína fyrstu
geimferð í júlí 1991, sem að-
stoðarflugmaður, en því starfi
hafði engin kona áður gegnt.
Varð hún fyrst kvenna til að
fljúga geimfeiju. Auk ferðar-
innar 1991 flaug hún með
geimferju í febrúar 1995 og í
maí í fyrra, en báðar þeirra
voru til móts við rússnesku
geimstöðina Mír.
Kosið í septem-
ber í Bosníu
EFNT verður til kosninga í
Bosníu 12. og 13. september
næstkomandi þar sem kosið
verður til embætta forsetanna
þriggja sem skipa hið sameig-
inlega forsetaráð landsins, þing
Bosníu svo og forseta og þing
sambandsríkis múslima og
Króata og lýðveldis Bosníu-
Serba.
+
Ohreyfðar
innstæður
KOMIÐ hefur í ljós í framhaldi
af sérstakri rannsókn á vegum
sænskra stjómvalda, að 649
bankareikningar hafa legið
óhreyfðir frá lokum seinna
stríðsins en höfuðstóll þeirra
nemur sjö miIJjónum króna,
jafnvirði 63 milljóna íslenskra.
Fulltrúar gyðinga halda því
fram, að reikningamir kunni
að hafa verið í eigu gyðinga
sem létu lífið í útrýmingarbúð-
um nasista.
Sátt að nást
um 35 stundir?
FULLTRÚAR franskra
vinnuveitenda virðast loks til-
búnir til að setjast niður til við-
ræðna við stjórnvöld um stytt-
ingu vinnuvikunar í 35 stundir
og áform stjómar jafnaðar-
manna um að reyna draga úr
atvinnuleysi.
hvað sérfræðingar segja um skjái
Ekki taka okkar orð fyrir gæðum ViewSonic skjáanna. Taktu heldur mark á því sem sérfræðingar
og lesendur virtustu tölvublaða hafa sagt um gæði þeirra á undanförnum árum. Verðlaunin eru
yfir 300 á síðustu þremur árum. Þarf frekari vitnanna við?
Kíktu til okkar - sjón er sögu ríkari.
VS-P815
Skjárinn fyrir atvinnumennina.
Myndgæðin eru frábær.
Hentar í alla grafíska vinnu
CAD, CAM og myndvinnslu
Stærð/sýnilegt er 21720"
Dot Pitch 0.25mm
Hámarksupplausn 1800x1440
Besta upplausn 1600x1200
Bandvídd 250MHz
ViewSonic P815
6/96
FACT U
D . . R
Preis-/ f
Leistungs- *
verhöltms: E
Sehr l
3/97 gut L
ViewSonic PT775
2/97
VS-G771
Stóri skjárinn með litlu
fótsporin. Tekursama
borðpláss og 14" skjár.
Stærð/sýnilegt er 17716"
Dot Pitch 0.27mm
Hámarksupplausn 1280x1024
Besta upplausn 1024x768
Bandvídd 108MHz
ViewSonic P815
4/97
Wlárz1906
ViewSonic 17GA
3/96
ViewSonic P815
6/96
VœwSonk P8I0
zm
*
r
BEST
BUY
MacUser
ViewSonic 17GA
12/95
««
ViewSonic PT810
5/96
VP-140 flatskjárinn.
Fyrir þá sem eru í vandræðum
með pláss. Tekur aðeins 10%
af plássi 14" skjás.
14" raunstærð,
mesta upplausn 1024x768
75Hz endurnýjunartíðni
PJ-800 skjávarpinn.
Góður skjávarpi fýrir allar
stærðir fundaherbergja.
30"-300" mynd
800x600 eða 1024x768
550 ANSI lumens
Fjarstýrður
Sjálfvirk skerpustiling
Allar gerðir myndmerkja
Tllboðsverð
43.900 stgr.
OQ-Q71
Nú geta allir leyft sér að
eignast 17" skjá.
Við bjóðum þennan stór-
skemmtilega skjá á tilboði
meðan birgðir endast.
Stærð/sýnilegt er 17"/16"
Dot Pitch 0.28mm
Hámarksupplausn 1280X1024
Besta upplausn 1024x768
Bandvídd 108MHz
ViewSonic
PC og MAC
BOÐEIND
Tölvuverslun - Þjónusta
Mörkin 6-108 Reykjavík - Sími 588 2061
www.bodeind.is