Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FORSETAHJÓNIN, heilbrigðisráðherra og forsvarsmenn íþróttahreyfingarinnar ásamt landsliði Islands gegn fíkniefnum.
ÍÞRÓTTAHREYFINGIN hefur valið 19 manna landsliðshóp gegn
fTkniefnum. í honum er margt fremsta íþróttafólk landsins og er
það von hreyfíngarinnar að það muni með þátttöku sinni vekja at-
hygli á skaðsemi fíkniefíia og styrkja þá ímynd að íþróttaiðkun og
fíknieftianeysla fari ekki saman. Þetta kom fram á kynningarfundi
íþróttahreyfingarinnar um átaksverkefnið íþróttir - afl gegn fíkni-
efnum, sem haldinn var í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær.
Á fundinum afhentu verndarar
verkefnisins, þau Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti íslands, og frú
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir,
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra og Ingibjörg Pálmadóttir
heilbrigðisráðherra, landsliðs-
hópnum nýjar landsliðstreyjur.
Vala Flosadóttir þakkaði heiður-
inn, íyrir hönd hópsins, og sagðist
ætla að leitast við að nýta sér þau
tækifæri sem byðust til þess að
vekja athygli á málefninu og miðla
af eigin reynslu varðandi heil-
brigðan lífstíl.
Neikvæð fylgni milli íþróttaiðk-
unar og fíkniefnaneyslu
Á fundinum kom fram að
íþrótta- og Ólympíusamband ís-
lands og Ungmennafélags fslands,
sem standa sameiginlega að verk-
efninu, vilji auk stofnunar lands-
liðsins leggja baráttunni gegn
fíknieftium lið með beinum og
óbeinum hætti.
Vanda Sigurgeirsdóttir, fundar-
stjóri og landsliðsþjálfari kvenna í
knattspymu, sagði hreyfinguna
hafa náð ótrúlega góðum árangri í
baráttunni gegn fíkniefnum án
þess að leggja sérstaka áherslu á
þessi mál og spurði: „Hvað getum
við þá gert ef við fórum í þetta
með markvissum og skipulögðum
hætti?“
Þórólfur Þórlindsson prófessor,
sem unnið hefur að verkefninu,
sagði rannsóknir benda til þess að
fíkniefnavandinn færi vaxandi
meðal ungs fólks hér á landi. Þá
kom fram í máli hans að rannsókn-
ir sýndu neikvæða fylgni á miUi
íþróttaiðkunar og fíkniefnaneyslu.
„Við verðum að bregðast við þess-
um vanda með skipulögðum hætti
og kannanir sýna að íþróttahreyf-
ingin geti þar spilað mjög stórt
hlutverk," sagði hann. „Sam-
kvæmt könnunum reykja 31,4%
unglinga í 9. og 10. bekk, sem ekki
taka þátt í íþróttastarfinu, saman-
borið við 13% þeirra sem stunda
íþróttir tvisvar til þrisvar í viku og
10,5% þeirra sem æfa íþróttir fjór-
um sinnum í viku eða oftar.“
Einnig sagði hann h'nulegt sam-
band vera á milh íþróttaiðkunar og
minni neyslu áfengis og annarra
fíkniefna og því væru staðreyndir
málsins þær að það væri mjög
mikill munur á fíknieftianeyslu
ungmenna sem væru í íþróttum og
þeirra sem væru það ekki.
Verkefni íþróttahreyfingarinnar
er styrkt af Forvamasjóði heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir afhenti Völu Flosadóttur
fyrstu landsliðstreyjuna.
Morgunblaðið/Golli
Kynntu sér forvarnir
gegn vímuefnum
FORSETAHJÓNIN, sem undan-
faraa tvo daga hafa kynnt sér
vímuefnavandann og forvarnastarf
gegn honum, heimsóttu baraa- og
unglingageðdeild Landspítalans í
gær. Olafur Ragnar og Guðrún
Katrín, sem hér sjást taka við blóm-
vendi frá ungum vistmanni, eyddu
morgninum með starfsfólki og vist-
mönnum deildarinnar.
Ólafur Ó. Guðmundsson, yfir-
læknir baraa- og unglingageðdeild-
ar, segir stóran hóp þeirra barna
sem komi inn á deildina vera í
áhættuhópi. Starfsfólk deildarinnar
sjái þennan hóp einu skrefi fyrr en
starfsfólk margra annarra stofnana
og eigi því meiri möguleika á að
fyrirbyggja vandann ef það heldur
vel á spöðunum. Starfsemi þess sé
því mjög mikilvægur liður í for-
vöraum gegn fíkniefnum.
Mál Keikós
í athugun
HALLDÓR Runóhsson yfir-
dýralæknir á ekki von á því að
það skýrist fyrr en í lok apríl
hvort gefið verði leyfi fyrir því
að háhymingurinn Keikó komi
til landsins.
Halldór segist hafa tekið við
umfangsmiklum gögnum um
málið á þriðjudag og þurfa að
skoða þau vandlega áður en
hann geti komist að nokkurri
niðurstöðu. Hann hafí sagt að
miðað við fyiTÍ afgi’eiðslur sé
ólíklegt að þetta geti gengið en
málið verði skoðað og lítið sé
hægt að segja um afgreiðslu
þess á þessu stigi.
54% vilja
Keiko til
landsins
RÚMLEGA 54% eru hlynnt
því að háhyrningurinn Keiko
komi aftur til landsins en tæp-
lega 24% eru því andvíg. Þetta
kemur fram í skoðanakönnun
Gallups sem framkvæmd var
dagana 19.-28. febrúar síðast-
hðinn. Úrtakið var tilviljanaúr-
tak 1.118 einstaklinga á aldrin-
um 18-75 ára og var svarhlut-
fall 73,1%.
Fram kemur að karlar eru
hlynntari málinu en konur, því
tæplega 60% þeirra vilja veita
leyfi fyrir því að Keiko komi til
landsins en tæplega 49%
kvenna.
Vilja fá að
sundurliða
símreikninga
í GÆR barst Tölvunefhd er-
indi frá Landssímanum þar
sem beðið var um heimild til
að sundurliða á reikningum öll
dýrari símtöl símnotenda. Að
meðaltali berast Landssíman-
um 10-15 fyrirspurnir á mán-
uði vegna hárra símreikninga
og dæmi eru um að símreikn-
ingar fyrir heimilissíma hijóði
upp á 60.000-70.000 krónur.
Áð sögn Hrefnu Ingólfsdótt-
ur upplýsingafulltrúa Lands-
símans er skýringin á háum
upphæðum símreikninga oft
fólgin í notkun símatorgs, sím-
tölum til útlanda og nú nýverið
þátttöku í skjáleik sem er á
ríkissjónarpinu og Sýn.
Beiðnin til Tölvunefndar
segir Hrefna að sé hður í að
bæta þjónustu Landssímans
við viðskiptavini og ef leyfi
fæst hjá Tölvunefnd verður
hún viðskiptavinum að kostn-
aðarlausu.
■ Landssíminn leitar/23
Landslið
Islands ge
fíkniefnum
Þriggja manria tal
Þarftu að ná sambandi við
tvo í einu?
Með einfaldri aðgerð get-
urðu komið á símafundi með
þremur þátttakendum sem
geta verið staddir hvar sem er
á landinu eða erlendis.
Nánari upplýsingar um verð
og sérmónustu Landssímans
færðu í síma 800 7000 eða
SÍMASKRÁNNI.
LANDS SfMINN
Forathugun á hagkvæmni 100 þús. tonna pólýólverksmiðju
Niðurstöður þykja
lofa mjög góðu
NIÐURSTÖÐUR úr forathugun
sem gerð hefur verið á hagkvæmni
þess að reisa og starfrækja pólýól-
verksmiðju hér á landi liggja nú fyr-
ir og benda þær til þess að um mjög
hagkvæman kost geti verið að ræða,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins. Hefur verið út frá því
gengið að um yrði að ræða jarð-
gufuverksmiðju með um 100 þúsund
tonna framleiðslugetu.
Islenskir ráðgjafarverkfræðingar
sem fengnir voru til að gera forat-
hugun á kostnaði við verkefnið hafa
skilað niðurstöðum sínum í skýrslu,
og lofa þær mjög góðu, skv. upplýs-
ingum blaðsins, og eru taldar gefa
fullt tilefni til að halda áfram frek-
ari athugunum og undirbúnings-
vinnu.
Skýrsla verkfræðinganna er nú
til skoðunar hjá verkefnisstjórn á
vegum ískem ehf., sem er sam-
starfsfyrirtæki innlendra og er-
lendra aðila. Er helmingur hluta-
fjárins í eigu bandaríska fyrirtækis-
ins Technology International
Exchange (TIE). ískem vinnur
einnig að undirbúningi að byggingu
40 þúsund tonna eimingarverk-
smiðju fyrir iðnaðaralkóhól á
Reykjanesi, en sá undirbúningur er
mun lengra á veg kominn en pólýól-
verkefnið. Fjárfesting í pólýólverk-
smiðju yrði hins vegar margfalt
meiri en nemur fjárfestingarkostn-
aði vegna alkóhólverksmiðjunnar,
sem hefur verið áætlaður á bilinu
700 til 1.000 milljónir kr.
Pólýól er stór efnaflokkur sem
nýtist í mismunandi tilgangi, m.a. í
plastiðnaði. Við framleiðsluna er
notuð ný framleiðslutækni og þykja
staðarkostir hér á landi ákjósanleg-
ir.