Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 39
MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 39 LISTIR Hljómmikil og falleg rödd TÖJVLIST Gerðubergi LJÓÐATÓNLEIKAR Loftur Erlingsson og Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir Schumann, Wolf, Duparc og Vaughan-Williams. Þriðjudagur- inn 3. mars, 1998. Á VEGUM Menningarmiðstöðv- arinnar Gerðubergs hafa Ljóða- tónleikar Gerðubergs notið mikill- ar virðingar og hafa sl. átta ár á þeirra vegum komið fram okkar bestu og efnilegustu sönglista- menn. Að þessu sinni var það Loft- ur Erlingsson, ásamt Gerrit Schuil, sem flutti þýsk, frönsk og ensk ljóðalistaverk. I raun eru þessir tónleikar frumraun Lofts sem ljóðasöngvara og lofa þeir góðu um framhaldsátök Lofts á þessu sviði. Þar koma til raddgæði og góð kunnátta, sem Loftur hefur dregið sér sem veganesti til að vinna það erfíða verk að tónklæða þessa oft viðkvæmu ljóðasöngva meistaranna. Fyrst á efnisskránni voru söngljóð (Lieder) eftir tvo af meisturum þessa listforms, Robert Schumann og Hugo Wolf. Af níu ljóðasöngvum eftir Schumann, sem spanna allt frá því fíngerð- asta, eins og t.d. í Du bist wie eine Blume, Die Lotusblume, An den Sonnenschein og Dein Angesicht tO stórkallalegra átaka í Wand- erlied og því fræga Die beiden Grenadiere, sýndi Loftur að hann er þegar á góðri leið með að verða frábær ljóðasöngvari, þó mesta bragð væri að söng hans, þegar hann fékk tækifæri til að láta sína hljómmiklu rödd blómstra, eins og í tveimur síðastnefndu söngvun- um. Þrír ljóðasöngvar sem Wolf samdi við þrjú kvæði eftir lit- og formsnillinginn Micheleangelo, eru meðal sérstæðustu listaverka ljóðabókmenntanna og söngverkin eftir Wolf í raun hápunktur þeirrar listar að tónklæða og túlka texta og var flutningurinn í heild mjög fal- lega mótaður og þar átti og Gerrit Schuil nokkra frábæra spretti í píanóið, einsog t.d. í síðasta laginu Fuhlt meine Seele, sem er meist- ai-asmíð frá hendi Wolfs. Fjögur lög eftir Henri Duparc voru næst á efnisskránni en þar vantaði Loft enn þá talandi hlýju í röddina, nokkuð sem tekur langan tíma að tileinka sér, þó síðasta lag: ið Phidylé væri mjög vel sungið. í Songs of Travel eftir Ralph Vaugh- an-Williams var söngur Lofts eins og á heimavelli og var allur flokk- urinn mjög vel fluttur þó fyrsta lagið The Vagabond og það sjö- unda Whither must I wander? bæru af, sérlega vegna þess að þar naut sín mikil og falleg rödd Lofts. Það er ekki langt til seilst, að spá Lofti góðu á sviði ljóðasöngs en hann er einn af okkar efnilegustu söngvurum og hefur þegar sýnt sig að vera góður óperusöngvari. Um samleikinn hjá Gerrit Schuil nægii1 í raun að nota aðeins eitt orð, að hann hafi í heild verið snilldarleg- ur, þar sem leikáð var með það fín- legasta upp í átök, þar sem píanóið hljómaði eins og hljómsveit. Jón Ásgeirsson Námskeið í efnisfræði í MHÍ Á VEGUM Myndlista- og handíða- skóla Islands verður námskeið helgina 14.-15. mars um efnisfræði ýmissa plast- og gúmmíefna og kynnt verður tæknin við mótagerð, afsteypur og yfírborðsmeðhöndlun. Kennari er Helgi Skaftason, kenn- ari í iðnhönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði. Kennt verður í Iðn- skólanum í Hafnai-firði. ESTEE LAUDER Ráðgjofi frá Estée Lauder verður í Hygeu, Austurstræti 16, í dag, og Hygeu, Laugavegi 23, á morgun og laugardag. H Y G E A dnyrtivöruvcrjlun Laugavegi 23, sími 511 4533 Austurstræti 16, sími 511 4511 Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! AF SÝNINGU Benedikts í SÚM-sal. Drottinn blessi heimilið MY]\DLIST Nýlistasafnið, Vatnsstfg 3b GRAFÍSKAR LJÓSMYNDIR BENEDIKT G. KRISTÞÓRSSON Opið frá kl. 14-8. Til 8. mars. Aðgangur ókeypis. ÞEGAR maður skoðar myndir Benedikts Kristþórssonar koma upp í hugann ýmsar endurminn- ingar um stofur og herbergi þar sem fólk stóð og starði út í loftið eins og það vildi muna eitthvað sem því fannst mikilvægt eða ráf- aði um í leit að einhverju sem var ekki alltof vel skilgreint. Ef til vill er það einungis kvikmynd Friðriks Þórs um Náttúrubörnin, sem kenndi manni að staldra við og fylgjast með örlögum gamals bónda sem var búinn að bregða búi og átti nú hvergi höfði að að halla vegna þess að veröld hans var horfin í fortíðina. Reyndar er ekki langt í Bacon hjá Benedikt því eilítið hreyfð höfuð- stelling gamla mannsins og órætt umhvei’fið minnir óneitanlega á sér- kennilegt rýmið í verkum málarans írska. Að vísu er sem hin hreyfða taka dragi fram bakgrunninn í þeim tilgangi að vísa okkur leið inn í rým- ið, en gamli maðurinn er sjálf- menntaður byggingameistari og til- högun rýmisins sem hann deilir með sjálfum sér er alfarið hans eig- ið verk. Skoðum þetta eilítið nánar: Bene- dikt tekur myndir af manni sem hefur hannað eigin íverustað. Myndirnar skannar hann síðan inn á tölvu og lagfærir að vild sinni áður en hann prentar þær út í lit. Til að skapa enn frekari nálægð milli mynda og áhorfenda málar Bene- dikt SÚM-salinn í þeim tónum sem ríkja í myndunum. Þannig erum við komin langan veg frá upprunanum þótt okkur fínnist - öðru nær - sem við séum orðin hluti af því andrúms- lofti sem ríkir kringum gamla bygg- ingameistarann. Þegar Halldór heitinn Laxness skóp persónu Bjarts í Sumarhúsum afmáði hann fjarlægðina milli tilver- unnar sem einyrkinn hrærðist í og þeirrar sem umlukti lesandann. Haft er fyrir víst að amerískir les- endur hafi kannast við Bjart á hverju strái í New York. Ef til vill er hér komin andstæðan við hið margfræga firringarbragð Berts Brecht og mætti því kalla Náherungseffekt, eða nálgunar- bragð. Þetta er einmitt galdurinn sem Benedikt beitir í innilegum grafíkmyndum sínum. Halldór Björn Runólfsson ( N BIODROGA snyrtivörur AMERÍSKU UNDRAKREMIN ÁRANGURINN SÉST Á NOKKRUM DÖGUM! • Amerísku undrakremin frá INSTITUTE-FOR-SKIN- THERAPY jafna, slétta, mýkja, næra, stinna, hindra hrukkumyndun, minnka svitaholur, deyfa brúna aldursbletti, varöveita raka, verja fyrir utanaökomandi áhrifum og veita húöinni heilbrigðan og ferskan blæ. • Ótrúlegt en satt - árangur af notkun snyrtivara frá INSTITUTE- FOR-SKIN-THERAPYer sýnilegur á örfáum dögum, enda kremin framleidd í Hollywood, Kaliforníu þar sem fólk hefur hvorki tíma til né áhuga á aö bíöa eftir árangri, vill og veröur aö sjá hann STRAX! • Snyrtivörur fyrir allar húögeröir, ilmefnalausar, náttúrulegar, ofnæmisprófaðar, meö og án ávaxtasýru. Dagkrem, næturkrem, augnkrem, hand- og húökrem, sem heldur niðri psoriasis, hreinsigel, hreinsikornakrem, einstök bólumeöferö fyrir unglingana og magnaðir andlitsmaskar sem VIRKA! KYNNINGARAFSLATTUR 20% Gildir til 26. ma'rs ( ' .,- . Fást aðeins á völdum snyrtistofum í Kaliforníu og nú á íslandi hjá: Snyrtistofunni MAJU, Bankastræti 14, R, Snyrtistofu DÍU, Bergþórugötu 5, R, Snyrtistofunni LaRosa, Garðatorgi 7, Garöabæ, Snyrtistofunni Dönu, Hafnargötu 41, Keflavík og hjá KOSMETU ehf, Síöumúla 17, 108 R. Sendum vandaðan, litprentaðan, íslenskan upplýsingabækling ásamt verðlista ef óskað erl Síðumúla 17 • 108 R • Sími: 588-3630 • Fax: 588-3731 Opið frá kl. 17:00-19:00 daglega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.