Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 63
ORG-ættfræðiþjónustan tekur til starfa
Dreifing: Logaland ehf.
Gnsobm Ointa Injtction
■
Á síðastliðnu hausti ánafnaði
Oddur Helgason handritadeild
Landsbókasafns Isiands, Háskóla-
bókasafni, ættfræðibókasafn sitt
eftir sinn dag. Skilmálar eru þeir að
safninu verði ekki sundrað og að
það verði tileinkað þeim Eiriki Ei-
ríkssyni frá Dagverðargerði í Hró-
arstungu og Konráð Vilhjálmssyni
frá Hafralæk í Aðaldal.
♦♦♦
LEIÐRÉTT
Rangt nafn
I GREIN íVelvakanda miðvikudag-
inn 4. mars urðu þau leiðu mistök í
grein Sjafnar úr Hafnarfirði þar
sem hún talar um Góugleði félags-
miðstöðvarinnar Vitatorgs að rangt
var farið með nafn leynigestsins, en
hann var Helgi Hjörvar. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
Ekki lægst
RANGLEGA var sagt í frétt af út-
boði 3. áfanga Rimaskóla að íbyggð
ehf. hefði átt lægsta tilboðið. Það
var Smiðsverk ehf. sem átti lægsta
boð. Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.
240 þusund Islend-
ingar eru á skrá
NÝTT fyrirtæki, ORG-ættfræði-
þjónusta sf., tók til starfa laugar-
daginn 28. febrúar og býður upp á
ættrakningar allra íslendinga sem
þess óska. Hægt verður að fá út-
prentaða alla finnanlega áa oftast
milli 4000 og 7000 talsins. Sömuleið-
is samrakningu einstakiinga en
flestir eru skyldir í 7.-8. lið.
Þeir sem standa að ORG-ætt-
fræðiþjónustunni eru Oddur Helga-
son, ættfræðingur og fyrrum sjó-
maður, Reynir Björnsson, ættfræð-
ingur og loftskeytamaður, og Guð-
mundur Sigurður Jóhannsson, ætt-
fræðingur á Sauðárkróki.
í frétt frá fyrirtækinu segir m.a.:
„Þeir félagar hafa safnað um
240.000 Islendingum lífs og liðnum í
gagnagrunninn og tengt þá hvern
við annan. Mikil áhersla hefur verið
lögð á framættir en þær hafa löng-
um reynst erfiðar. Unnið hefur ver-
ið úr öllum tiltækum frumheimild-
um, s.s. kirkjubókum, manntölum,
dómabókum, skuldaskrám, bænda-
tölum og legorðsreikningum. Stuðst
er við mikinn fjölda handrita s.s.
ábúendatöl úr Þingeyjarsýslum,
Múlasýslum og Eyjafirði.
Það er Guðmundur Sigurður Jó-
hannsson sem hefur séð um allar
rannsóknir á frumheimildum frá
fyrri tímum en Guðmundur hefur
getið sér mjög gott orð sem einn al-
vandvirkasti ættfræðingur landsins.
Hann hefur m.a. verið aðalhöfundur
að fimm bindum af Skagfirskum
æviskrám og er nú að leggja síðustu
hönd á Ættir Austur-Húnvetninga
sem Sögufélag Húnvetninga gefur
út. ORG-ættfræðiþjónustan hefur
haft náið samstarf við fjölda ætt-
fræðinga og áhugafólk um ættfræði
svo og opinbera aðila. Þar má nefna
að Eiríkur Eiríksson frá Dagverð-
argerði hefur haft veg og vanda af
ættrakningum Austfirðinga og
samtarf hefur verið við Þuríði Kri-
stjánsdóttur um ættir Borgfirðinga
og Kristján Sigfússon um ættir Ey-
firðinga. Verið er að vinna að mun
víðtækara samstarfi við ættfræð-
inga og ættfræðiáhugamenn víða
um land.“
Auk ættrakninga aftur í gráa
forneskju býður ættfræðiþjónustan
upp á innrammaðar ættartölur í sex
ættliðum.
ORG-ættfræðiþjónustan er til
húsa að Hjarðarhaga 26 og verður
opið 16-18 alla virka daga.
Ánafnaði Landsbókasafni
ættfræðisafn sitt
Morgunblaðið/Kristinn
ODDUR Helgason afhendir Ögmundi Helgasyni forstöðumanni hand-
ritadeildar gjafabréfið fyrir ættfræðisafninu. Með þeim á myndinni
eru eiginkona Odds, Unnur Björg Pálsdóttir, og Eiríkur Eiríksson.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
REYNIR Björnsson (t.v.) ræðir við Eirík frá Dagverðargerði
við opnun ORG s.l. laugardag.
Vissir þú aö fjöldi bóka og vísindagreina hefur verið skrifaður um
KYOLIC kaldþroskuðu hvítlauksafurðina af vísindamönnum sem
hrifist hafa af gagnsemi hennar. Ennfremur hafa yfir 120
vísindarannsóknir á KYOLIC verið birtar í viðurkenndum tímaritum
í líffræði, læknisfræði og næringarfræði.
Ef þú gerir þær kröfur til lyfja aö þau séu vel rannsökuö og geri
gagn, því ekki að gera sömu kröfur til fæðubótarefna?
Það gerum við.
http://www.kyolic.com
Ék
eilsuhúsið
mælir meö KYOLIC
ŒD
HEKLA
# tií\ A' 1 felÍÍIMi
'Eyðsla mlöað vlð Jafnan a ksturá 90 km/klst á jafnsiéttu.
MITSUBISHI
-ímUdummetum!
Bensíneyðsla
foftmengun
Þú getur ekið Mitsubishi Carisma GDl allt að
1000 km á einni tankfyllingu*. Hin glæsilega
og rfkulega útbúna Carisma GDl státar af
bensínhreyfli með strokkinnsprautun, sem
leiðir af sér allt að 20% minni eldsneytiseyðslu.
Mitsubishi Carisma
einstök bifreið á ótrúlegu verði!