Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ „Vísirinn tifar, tíminn líður / án tafar. Hvað gerð- ist í dag?/ Hreingerning, þvottur, verksmiðju- vinna. / Væri það efni í brag?/ Ef til vill, og þó, ég óskaði annars, / mín fslenska, framsækna þjóð / Það líður að nótt og enn á eftir / að yrkja þér dagsins ljóð.“ Hve margar konur hafa ekki einmitt hugsað sem svo þegar dagur er að kveldi kominn líkt og Jakobína Sigurðardóttir í Ijóði sínu „Náttmál“? Vaknað snemma, hafðar hraðar hendur á í einu og öllu sem gera þarf þann daginn, „hreingern- ing, þvottur, verksmiðjuvinna“, en allt kemur fyrir ekki, enginn tími virðist eftir til að gera það sem sættir manneskjuna við dagsverk sitt. Sólarhringurinn er hreinlega of stuttur. Margir hafa í draumum sínum um meiri tíma beint sjónum sínum að fortíðinni, að sveitarómantíkinni í blindri aðdáun. Þá hafi ekki verið stressið, streitan og tímaleysið að sliga fólkið en í raunveruleikanum var það nú einmitt svo að hjá íslenskri alþýðu var yfirleitt mikið að gera og enginn tími fyrir sjálfan sig og þótti gott ef fólk hafði í sig og á. Jónas Jónasson frá Hrafnagili talar um í bók sinni „íslenskir þjóð- hættir“ að hér áður fyrr hafi fólk oft á tíðum ekki fengið nema hálfan svefn vegna mikillar vinnu. „Mest voru prjónaðir alsokkar, hálfsokk- ar, peysur og sjóvettlingar. Fyrst eftir að sláturtíðinni var lokið, var byrjað að vinna á hendur og fætur heimafólksins til þess að vera við- búinn vetrinum. En þegar það var búið, var tekið til óspiltra málanna með tóvinnuna til kaupstaðarvöru. Það var nú sjálfsagt, að halda áfram af kappi allan veturinn, en aldrei var þó betur að gert en fyrir jólin. Þá var kappið svo mikið, að fólkið fékk ekki meira en hálfan svefn, og vökurnar urðu stundum svo langar, að skammt var til dags, þegar háttað var. Og þar sem fólkið tímdi ekki að kveikja, sat það í myrkrinu og hamaðist í pijónaskapnum. Karlar og konur pijónuðu hvað í kapp við annað. Karlmennirnir höfðu oft pijónana sfna með sér f húsin og pijónuðu, þegar þeir gengu á milli þeirra, þegar veður leyfði. Annars gekk allt f hamförum meðan ullin var til.“ Það þarf ekki að spyija að því að í fortíð, nútíð og framtíð mun sól- arhringurinn alltaf vera sá sami, en hvað skal gera í því? „Hreingern- ing, þvottur, verksmiðjuvinna/ ég óskaði annars" segir Jakobi'na og eitt er víst að hún talar í ljóði sínu fyrir hönd margra. Hjá sumum gæti lausnin legið í skipulagi á tíma. Að skipuleggja ti'ma sinn uppá nýtt og hreinlega úthluta sjálfum sér ákveðnum tíma á dag til að gera það sem yndi er af og gerir lífið þess virði að því sé lif- að. Hvort sem það felst í að hjálpa öðrum, fara út að ganga eða synda, nú eða að skapa, t.d. pijóna peysu á sjálfan sig! í þessum Spuna er boðið upp á uppskrift að gimilegri, einfaldri peysu úr dúnmjúku flauelsgami. Það er bara að byija á því að opna gluggann eins og Jakobína gerir og hleypa ferska loftinu inn og reyna að yrkja deginum sitt eigið yóð sem uppfyllir hina þungstreymu þrá sem býr í hveiju hjarta og verða þannig að vonum ánægðari með sitt eigið dagsverk. „Ég lít yfir dagsverkið. Drottinn minn góður, / hve dapurlegt finnst mér það allt. / Nú opna ég gluggann, um enni mitt leikur / eitt andar- tak náttloftið svalt. / Er lífið þar úti? Umferðamiðurinn / ógnar og laðar í senn. / Hvað viltu, hvað viltu þungstreyma þrá, sem þrengir að bijósti mér enn?“ Peysa úr flauelsgarni 57-58-59 55-56-57 36 6 18 57-58-59 55-56-57 49-50-51 36 4 Tvöfalt perlupijón □ Slétt á réttu, brugðið á röngu E) Brugðið á réttu, slétt á röngu STÆRÐIR: S M L Yfirvídd: 84 90 96 cm Dokkufjöldi: 8 9 10 KATIA PARCHIS flauelsgara Litur: Rauð- og svartsprengt nr. 16 PRJÓNAR: 80 cm hringprj. nr. 3 og 3,5. 40 cm hringprjónn nr. 3. PRJÓNFESTA: 22 lykkjur og 30 prjónar í tvö- földu perluprjóni á prjóna nr. 3,5 = 10 cm. BAKSTYKKI: Fitjið upp á hringprjón nr. 3, 89- 95-101 lykkju. Prjónið stroff 2 sl. 2 br. fram og til baka 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr. 3,5. Prjónið tvöfalt perluprjón eftir teikningu. Takið úr 1 lykkju í byrjun og enda áttunda hvers prjóns 2 sinnum. Prjónið þá 10 cm beint og aukið síðan í í byrjun og enda sextánda hvers prjóns 4 sinnum = 93-99-105 lykkjur. Þegar allt bakstykkið mælist 36 cm er fellt af undir höndum. Fellið af í byrjun prjóns báðum megin 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 2-3-4 sinnum. Þegar mælast 55-56-57 cm er komið að hálsmálinu. Setjið 25 lykkjur í miðju á nælu. Prjónið hvora hlið fyrir sig. Fellið af í byrjun prjóns við háls- málið 4 lykkjur 1 sinni og 3 lykkjur 1 sinni. Fellið jafnframt af á öxlum á st. S 6 lykkjur 1 sinni og 7 lykkur 2 sinnum, á st. M 7 lykkjur 2 sinnum og 8 lykkjur 1 sinni og á st. L 8 lykkjur 3 sinnum. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið eins og bakstykki þar til mælast 49-50-51 cm. Nú er komið að hálsmálinu. Setjið 11 lykkjur í miðju á nælu. Prjónið hvora hlið fyrir sig. Fellið af í byrj- un prjóns við háismálið 5 lykkjur 1 sinni, 3 lykkj- ur 1 sinni, 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 4 sinnum. Þegar mælast 55-56-57 cm er fellt af á öxlum á st. S 6 lykkjur 1 sinni og 7 lykkjur 2 sinnum, á st. M 7 lykkjur 2 sinnum og 8 lykkjur 1 sinni og á st. L 8 lykkjur 3 sinnum. ERMAR: Fitjið upp á hringprjón nr. 3, 44-48-52 lykkjur. Prjónið stroff 2 sl. 2 br. fram og til baka 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr. 3,5. Prjónið tvöfalt perluprjón eftir teikningu. Aukið í 1 lykkju í byrjun og enda sjötta hvers prjóns 20 sinnum. Þegar öll ermin mælist 44 cm er fellt af undir höndum. Fellið af í byrjun prjóns báðum megin 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1 sinni, 1 lykkju 2-3-4 sinnum, 8 lykkjur 2 sinnum og að lokum 38-40-42 lykkjur. HÁLSLÍNING: Saumið axlir saman (best er að nota ullargarn í sama lit). Prjónið upp í hálsmál- inu á ermprjón nr. 3, 92 lykkjur. Prjónið 2 sl. 2 br. í hring 3 cm. Fellið hæfilega laust af með sléttum og brugðnum lykkjum. Saumið hliðarsauma. Saumið ermamar saman og í handveginn. BRIPS Umsjón: Arnór G. Ilagnarsson Stefánsmótið að hefjast hjá Bridsfélagi HafnarQarðar HRAÐSVEITAKEPPNI félagsins lauk mánudaginn 2. mars. Sigurveg- arar kvöldsins áður héldu áfram upp- teknum hætti og svo fór að sigurinn varð býsna sannfærandi. Hart var hins vegar barist um næstu sæti. En lokastaðan varð eins og hér má sjá: Sveit Drafnar Guðmundsdóttur 1889 Sveit Erlu Sigurjónsdóttur 1779 Sveit Halldórs Þórólfssonar 1775 Sveit Guðmundar Magnússonar 1768 Þau mistök urðu á síðasta spila- kvöldi, að tilkynnt var að næst yrði spilaður eins kvölds tvímenningur, en samkvæmt prentaðri dagskrá hefst Stefánsmótið 9. mars og er það hér með áréttað. Stefánsmótið verður fjögurra kvölda barómeter tvímenn- ingur og er haldið til minningar um Stefán Pálsson, einn efnilegasta spil- ara félagsins, sem lést ungur að ár- um. í móti þessu er spilað um veglegan farandbikar, sem Sigtryggur Sig- urðsson málarameistari gaf í minn- ingu Stefáns og eru spilarar hvattir til að fjölmenna í þessa keppni. Bridsfélag Hafnarfjarðar spilar á mánudagskvöldum í félagssal Hauka- hússins við Flatahraun. Frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Nú höfum við spilað átta umferðir af tíu í sveitakeppni og er staðan þessi: Sveit Þórarins Ámasonar 146 SveitÞorleiisÞórarinssonar 139 SveitSigurleifsGuðjónssonar 133 SveitSigurðarPálssonar 128 Fimmtudaginn 26. febrúar spiluðu 17 pör Mitchell-tvímenning. NS Þórarinn Ámason - Bergur Þorvaldsson 265 ÞórólfurMeyvantsson-EjjólfurHalldórsson 247 Sigfús J. Johnsen-HjálmarGíslason 240 AV Þórhildur Magnúsdóttir - Sigurður Pálsson 240 Soffla Theódórsdóttir - Bergljót Rafnar 236 Ingibjörg Stefánsdóttir - Þorsteinn Davíðsson 226 Bridsfélag SÁÁ Sunnudagskvöldið 1. mars 1998 var spilaður eins kvölds Mitchell-tví- menningur. 16 pör spiluðu 7 umferð- ir, 4 spil á milli para. Meðalskor var 168 og röð efstu para varð eftirfar- andi: N/S Elías Ingimarsson - Unnar Atli Guðmundsson 188 ErlingurEinarsson-Þorsteinn Joensen 183 Ingimundur Guðmundss. - Friðjón Margeirss. 176 Þorsteinn Karlsson - Jökull Kristjánsson 174 A/V Einar L. Pétursson - Sæmundur Knútsson 191 Sigurbjöm Ármannss. - Guðm. Sigursteinsson 176 Kristinn Karlsson - Jóhann Magnússon 173 Valdimar Sveinsson - Eðvarð Hallgrímsson 173 Næsta spilakvöld félagsins verður svo sunnudagskvöldið 8. mars. Sem fyrr eru allir hvattir til að mæta, spil- að er í Ármúla 40, bakatil. Spila- mennska hefst klukkan 19.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.