Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 41
40 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
UMHVERFISSTEFNA
SH
SÍVAXANDI KRÖFUR eru gerðar víða um heim um
ábyrgar fiskveiðar og hollustu sjávarafurða. Það má
fyrst og fremst rekja til aukins skilnings á náttúruvernd
og þeim miklu vandamálum, sem stafa af mengun í lofti,
láði og á landi. Mikilvægt er fyrir þjóð, sem byggir af-
komu sína að mestu á framleiðslu matvæla, að taka tillit
til þessara viðhorfa og sníða framleiðslu og rekstur fyr-
irtækjanna að þeim.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna kynnti á aðalfundi sín-
um í fyrradag nýja umhverfisstefnu fyrirtækisins, sem
ætlað er að styrkja stöðu þess og ímynd á erlendum
mörkuðum. í megindráttum tekur umhverfisstefna SH
mið af ábyrgum fiskveiðum og fiskveiðistjórnun, heil-
næmi afurða og gæðastjórnun við framleiðslu þeirra og
hagkvæmri notkun og eiginleikum umbúða. Við mótun á
umhverfisstefnu sinni og starfsreglum er snerta fisk-
veiðar hefur SH tekið mið af siðareglum Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 1995 um
ábyrga nýtingu auðlinda sjávar.
I viðskiptum sínum mun SH kappkosta að byggja á af-
urðum úr fiskistofnum, sem nýttir eru á sjálfbæran og
ábyrgan hátt, og skal stjórnun veiða byggjast á mati vís-
indamanna og vera í höndum stjórnvalda, eins og er á
íslandi. Mun stjórn fyrirtækisins afla gagna um, hvort
viðskipti þess með afurðir frá erlendum framleiðendum
samræmist þessari stefnumörkun. Þess verður gætt að
stuðla ekki að framleiðslu né sölu á afurðum tegunda í
útrýmingarhættu eða úr vernduðum stofnum. Þá skil-
greinir fyrirtækið ábyrgar veiðar og vinnslu svo, að allur
afli sé nýttur á hagkvæman hátt, þ.m.t. aukafli og nýting
aukafurða, og að hlutur vinnslu hráefnis til manneldis
verði aukinn.
Hollusta og heilnæmi afurða, sem SH selur, verður
tryggð sem kostur er og verði lausar við mengun af völd-
um örveira og aðskotaefna. Aherzla verður á hreinlæti
og góða umgengni við veiðar og vinnslu og fylgst verður
með því, að afurðir erlendra framleiðenda sem SH selur
uppfylli kröfur um hollustu og góða framleiðsluhætti.
Loks verður lögð áherzla á hagkvæma notkun umbúða
og þær valdar umfram aðrar, sem unnt er að endur-
vinna.
Stefnumörkun SH í umhverfismálum er tímabær og til
fyrirmyndar fyrir önnur íslenzk matvælafyrirtæki. Vafa-
laust mun hún reynast SH vel í samkeppninni á erlend-
um mörkuðum, þar sem kröfur neytenda verða æ hávær-
ari um ábyrgð framleiðenda á því, að vörur þeirra séu
heilnæmar og framleiðslan misbjóði ekki umhverfinu.
MENGUNARSLYS
GÍFURLEGT magn af timbri og fleiri byggingarefn-
um var urðað á síðasta ári án nokkurra leyfa opin-
berra aðila að því er virðist, vestan við sorpflokkunar-
skemmu í Straumsvík. Eldur kom síðan upp í skemm-
unni og barst þaðan í urðaða timbrið og á þriðjudag
tókst loks að slökkva í því eftir heila viku. Rannsóknar-
deild lögreglunnar í Hafnarfirði hefur nú hafið rannsókn
á þessu máli og heilbrigðisfulltrúi í Hafnarfírði telur, að
um mengunarslys sé að ræða. Urðun úrgangsins hafi
verið án leyfis.
Áætlað er, að um 3.000 til 4.000 tonn af úrgangi sé að
ræða, sem sennilegast er frá því að 30 íbúðablokkir á
Keflavíkurflugvelli voru rifnar í upphafi síðastliðins árs.
Hluti úrgangsins var urðaður en einnig er á svæðinu
mikill haugur ofanjarðar án tilskilins leyfis. Móttöku-
gjald á hvert tonn af þessum úrgangi er áætlaður um
4.000 til 5.000 krónur.
Mjög strangar reglur eru um förgun sorps. Heilbrigð-
iseftirlit í hverju sveitarfélagi á að fylgjast með förgun-
inni og annast eftirlitið. Augljóslega hefur eitthvað farið
úrskeiðis í þeim efnum. Heilbrigðisfulltrúinn í Hafnar-
firði bendir á, að í hans umdæmi þurfi að fylgjast með
300 fyrirtækjum. Er það vísbending um að efla þurfi eft-
irlitið til muna? Alla vega er ljóst að mengunarslys af
þessu tagi er ekki hægt að þola.
Verðlagsstofa, kvótaþing og aukin veiðiskylda eru meginþættir í tillögum fískverðsnefndar
EFTIR að samkomulag
náðist milli sjómanna og
útvegsmanna um að
fresta verkfalli 11. febrú-
ar sl. voru þrír menn
skipaðir í nefnd til að gera tillögur
um meginágreiningsefmn í deilunni
um fiskverðsmyndun og um áhrif
kvótakaupa á skiptaverð sjómanna. I
nefndina voru valdir Árni Kolbeins-
son, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs-
ráðuneytinu sem var formaður
nefndarinnar, Olafur Davíðsson,
ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyt-
inu og Jóhann Sigurjónsson sendi-
herra.
Nefndin ræddi við deiluaðila og
skoðaði tillögurnar sem þeir höfðu
velt fyrir sér í verkfalli sjómanna.
Ein leiðin, sem mikið hafði verið
rædd, var að setja lágmarksverð á
sjávarafla, en nefndin hafnaði henni
og taldi að það væri ekki í takt við
tímann að taka á ný upp opinbert
verðákvörðunarkerfi á físki. Nefnd-
in taldi ennfremur marga annmarka
á því að tengja fískverð við afurða-
verð.
Komið á fót „embætti umboðs-
manns sjómanna"
Nefndin telur eðlilegast að treysta
gi’undvöll áhafnarbundinna fisk-
verðssamninga þannig að komist
verði hjá því að sjómenn þurfi að
þola óeðlileg frávik frá fiskverði, sem
venjulegt er vegna þess að fisk-
vinnsla er í eigu sömu aðila og út-
gerð eða af öðrum ástæðum. Segja
má því að hún fallist á það sjónarmið
sjómanna að frjáls verðlagning á
fiski kalli á návígi sem setji sjómenn
í erfiða stöðu gagnvart vinnuveitend-
um sínum.
Til að leysa þetta vill nefndin að
sett verði á fót ný stofnun, Verðlags-
stofa skiptaverðs. Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra greip til orða-
lagsins „umboðsmaður sjómanna"
þegar hann var að lýsa hlutverki
þessarar stofnunar. Hlutverk stofn-
unarinnar verður að fylgjast með
verðþróun og fiskverði. Utvegs-
mönnum verður gert skylt að senda
alla áhafnarsamninga um fiskverð til
hennar. Ef henni sýnist að einhvers
staðar séu þær aðstæður uppi að
verðlagning gangi verulega á svig
við það sem almennt er í hliðstæðum
viðskiptum þá getur þessi stofnun
tekið það upp og lagt málið fýrir úr-
skurðamefnd. Hún hefur einnig
mjög víðtækar heimildir til að fá
upplýsingar frá fyrirtækjum og öðr-
um aðilum til að ganga úr skugga um
að sjómönnum séu greidd laun í
samræmi við kjarasamninga.
Gert er ráð fyrir að styrkja úr-
skurði nefndarinnar með þvi að setja
sérstakt ákvæði. Það kveður á um að
sjómönnum verði tryggðar bætur í
samræmi við niðurstöður úrskurðar-
nefndarinnar jafnvel þó að útvegs-
menn taki ákvörðun um að leggja því
skipi sem í hlut á eða breyta útgerð
þess. Þorsteinn kallaði þetta ákvæði
öryggisnet. Hann sagði að það gerði
ráð fyrir að úrskurðir nefndarinnar
myndu gilda í þrjá mánuði óháð
hugsanlegum breytingum á útgerð
viðkomandi skips.
„Þessar tillögur um Verðlagsstofu
og úrskurðarnefndina miða að því að
taka á þeim deilum sem sjómenn
hafa gjarnan kallað návígisvanda,
það er þeirri erfiðu stöðu sem sjó-
menn eru í þegar þeir þurfa að gera
fiskverðssamninga við vinnuveitend-
ur sína. Það er álit nefndarinnar að
það hafi verið tryggt eins og kostur
er að leysa þennan návígisvanda,"
sagði Þorsteinn.
Hugmyndin um Verðlagsstofu
skiptaverðs er ný hugmynd, sem
ekki hefur komið fram áður í um-
ræðunni.
Nefndin leggur ennfremur fram
tillögu um að stofnað verði kvóta-
þing, en stjómskipuð
nefnd, sem starfaði á ár-
inu 1994 setti fram þessa
sömu tillögu. Henni var
aldrei hrint í framkvæmd. ""
Ekki er þó gert ráð fyrir að um
kvótaþingið fari allar tilfærslur á
aflaheimildum milli skipa. Tilfærsla
milli skipa í eigu sömu útgerðar
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA kynnti tillögurnar á fundi með forystumönnum deilenda í gær.
Morgunblaðið/Ásdís
Skorið á tengsl kvóta-
kaupa og hráefniskaupa
Komið í veg
fyrir áhrif á
fiskverð?
Sjómenn hafa það í
hendi sér hvort tillögur
um breytingar á lagaum-
hverfi sjávarútvegsins
verða lögfestar á
Alþingi. í tillögunum er
komið til móts við
þá, en á móti krefst
sj ávarútvegsráðherra
þess að sjómenn aflýsi
verkfalli. Ráðherra segir
að andstaða útvegs-
manna komi ekki í veg
fyrir að tillögurnar verði
lagðar fram á Alþingi.
Egill Ólafsson kynnti
sér tillögurnar.
þurfi ekki að fara um kvótaþing og
það sama eigi við um jöfn skipti á
aflaheimildum.
Eins gerir frumvarp um kvótaþing
ráð fyrir að ef um mjög litlar afla-
heimildir er að ræða sé heimilt að
salan fari fram utan þingsins, en
gert er ráð fyrir að kvótaverðið verði
að taka mið af því verði sem er á
markaðinum.
„Með þessum tillögum
telur nefndin að búið sé að
koma í veg fyrir að við-
—— skipti með aflamark og
kaup á hráefni geti haft áhrif á fisk-
verð og um leið á launakjör sjó-
manna sem deilt hefur verið um,
m.ö.o. er útilokað að tengja saman
KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, ætlar að kynna afstöðu útvegsmanna eftir fund stjórnar LÍÚ í dag.
viðskipti með aflamark og hráefni.
Viðskipti með aflamark verða að fara
yfir markað og menn verða að gera
sjálfstæða samninga um kaup á hrá-
efni,“ sagði Þorsteinn.
Reiknað með að kvótaverð
lækki í fyrstu
í áliti frá Þjóðhagsstofnun sem
fylgir skýrslu nefndarinnar segir að
áhrif kvótaþings á kvótaverð muni
væntanlega aðallega verða tvenns
konar. Annars vegar að minna verði
um að sjómenn verði látnir taka þátt í
kvótakaupum og skiptaverð til sjó-
manna, sérstaklega þeirra sem
stunda veiðar sem kallaðar hafa verið
tonn á móti tonni, hækki. Hins vegar
telur Þjóðhagsstofnun líklegt að
verð á kvóta lækki til að byrja með.
Aftur á móti megi reikna með að
umsvif kvótamarkaðar aukist með
tímanum og að jafnvægi komist á
verðið.
Sjómenn hafa stutt hugmyndir um
kvótaþing, en útvegsmenn hafa lýst
sig andvíga þeim. Utvegsmenn hafa
bent á að eðlilegast sé að þessi við-
skipti séu sem frjálsust og eigi sér
stað án afskipta opinberra aðila.
Fulltrúar sjómanna hafa bent á að
opinberar reglur gildi um flest öll
svið viðskipta.
Til dæmis sé búið að setja ítarleg
lög um sölu bifreiða og eðliiegt sé að
lög séu einnig sett um þessi viðskipti,
+
sem
ekki síst vegna þess að þama sé um
háar upphæðir að ræða.
Þó að enginn hafi nefnt það opin-
berlega er ljóst að útvegsmenn óttast
að verði kvótaþing sett á auðveldi það
stjómmálamönnum að leggja á veiði-
leyfagjald. Það verði tiltölulega auð-
velt að taka ákvörðun um að ákveðið
hlutfall af verði alls aflamarks,
fer um kvótaþingið, renni í
ríldssjóð. Þorsteinn Pálsson
var spurður um þetta atriði í
gær, en svaraði því tfl að hann
væri andvígur því að skatt- ——
leggja sjávarútveginn meira en gert
hefði verið. Taka yrði um þetta póli-
tíska ákvörðun á Alþingi og kvótaþing
myndi engu breyta um það.
Framsal veiðiheimilda
takmarkað
Þriðja breytingin sem nefndin
leggur til er að takmarka framsal
veiðiheimilda. I dag er veiðiskyldan
50% annað hvert ár, en lagt er til að
þessu verði breytt í 50% hvert ár.
Það er mat nefndarinnar að það
myndi ganga gegn þeirri lausn að
setja á fót kvótaþing ef gengið yrði
lengra í að takmarka framsalið.
Þorsteinn tók skýrt fram að tillög-
ur nefndarinnar væm endanlegar og
sjávarútvegsráðuneytið væri ekki til
viðræðu um breytingar á þeim. Það
ætlaði ekki að gerast beinn samn-
ingsaðili í kjaradeilu sjómanna og út-
vegsmanna.
„Eg hef sagt við aðila að ef þessar
tillögur duga til þess að komast megi
hjá verkfalli 15. mars og því verði af-
lýst, þá er ég reiðubúinn til að leggja
það til við ríkisstjómina að þessi
frumvörp verði lögð fyrir Alþingi og
samþykkt þar. Takist það hins vegar
ekki og verði það álit aðila að þessar
tillögur dugi ekki til að aflýsa verk-
fallinu er sú sama staða komin upp
aftur og var á fyrri stigum málsins,
að ríkisstjórnin er reiðubúin að ræða
sameiginlega við sjómenn og útvegs-
menn um sameiginlegar tillögur
þeirra um breytt lagaumhverfi. Það
þýðir að þeir verða að koma sér sam-
an um tillögur sem við værum þá til-
búnir til að ræða um við þá,“ sagði
Þorsteinn.
Útvegsmenn geta ekki stoppað
tillögurnar
Þorsteinn sagði að ef sú staða
kæmi upp að útvegsmenn myndu
leggjast gegn tillögunum en sjómenn
samþykkja þær myndi hann leggja
til við ríkisstjórn og Alþingi að frum-
vörpin yi-ðu lögfest.
Það ræðst því af afstöðu sjómanna
hver niðurstaðan verður. Nokkuð víst
er talið að LÍÚ muni leggjast gegn til-
lögunum, en stjóm sambandsins kem-
ur saman til fundar í dag. Samninga-
nefndir sjómannasamtakanna koma
saman til fundar í dag og á morgun.
Þegar afstaða þeirra liggur fyrir verð-
ur haldinn samningafundur hjá ríkis-
sáttasemjara á morgun.
Segja má að tillögur nefndarinnar
komi verulega til móts við sjónarmið
sjómanna. Þorsteinn gerir sér að
sjálfsögðu grein fyrir þessu, en hann
vill á móti að sjómenn aflýsi verkfalli.
Mönnum er í fersku minni að það tók
forystumenn sjómanna og útvegs-
manna tvo daga í febrúar að ná sam-
komulagi um einfalda tillögu um
frestun verkfalls. Það má því vera
ljóst að margt getur komið í veg fyrir
samninga þó að þetta erfíða mál um
verðmyndun fisks og áhrif kvótavið-
skipta á skiptaverð sé frá. Nægir að
minna á umdeilda kröfu vélstjóra um
aukinn skiptahlut.
Sjómenn hafa því þetta mál í hendi
sér. Þeir verða að meta hvort þeir
sætti sig við þessa lausn, sem þeir
eru kannski ekki fullkomlega ánægð-
ir með, eða reyna að ná betri niður-
stöðu í samningaviðræðum við Krist-
ján Ragnarsson og aðra forystumenn
útgerðarinnar.
Forystumenn deiluaðila vildu sem
minnst segja um efni tillagnanna í
gær, en Guðjón A. Kristjánsson, for-
maður Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins, sagði:
„Sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir
að það væri eðlilegt, gegn því að fara
með þetta gegnum þingið, að við af-
lýstum verkfalli. Ég sé nú ekki hvem-
ig það á að gerast. Við emm einfald-
lega ekkert búnir að búa til kjara-
samning. Meðan við emm ekki búnir
að búa til kjarasamning aflýsum við
ekki verkfalli.“
Fréttavefurinn fyrstur
með fréttina
Frétt um niðurstöðu fískverðs-
____________ nefndarinnar birtist
fyrst í fjölmiðlum á
Fréttavef Morgunblaðs-
ins kl. 15:45.
Skömmu eftir að
blaðamannafundi sjáv-
arútvegsráðherra lauk eða kl. 18:07
var öll skýrsla nefndarinnar og
drögin að frumvörpunum komin á
Fréttavefinn.
Aflýsum ekki
verkfalli án
samnings
FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 4 ]
Rannsóknarstofa Krabbameins-
félagsins hefur starfað í tíu ár
„ Morgunblaðið/Þorkell
GUÐNY Kristjánsdóttir læknir vinnur með sýni á Rannsóknarstofu
Krabbameinsfélagsins í frumu- og sameindalfffræði.
Þýðingarmiklar niður-
stöður um áhættuþætti
brj óstakrabbameins
UNNIÐ hefur verið að fjölmörgum
krabbanieinsrannsóknum á Rann-
sóknarstofu Krabbameinsfélagsins í
sameinda- og frumulfffræði, sem
hafa aukið skilning vísindamanna á
þessum alvarlega sjúkdómi, á þeim
tíu árum sem liðin eru frá stofnun
stofunnar. Haldið var upp á tíu ára
afmæli Rannsóknarstofunnar í hús-
næði Krabbameinsfélagsins í Skóg-
arhlíð í gær.
Að sögn dr. Helgu M. Ögmunds-
dóttur, yfirlæknis Rannsóknarstof-
unnar, hefur mest áhersla verið
lögð á rannsóknir á
brjóstakrabbameini í
gegnum tfðina. Frá
upphafi hafa rannsókn-
irnar m.a. beinst að því
að fá svör við því hvers
vegna bijóstakrabba-
mein er algengara í
sumum fjölskyldum en
öðrum. „Þegar Iitið er
yfir farinn veg ber
sennilega hæst að við
áttum mikinn þátt f að
einangra annað af
tveimur áhættugenum
brj óstakrabbameins,
sem nefnt er BRCA2,“
segir Helga.
Þessar niðurstöður
leiddu í ljós að einstaklingur sem
fæðist með stökkbreytt eintak af
þessum erfðavísi er í meiri hættu á
að fá bijóstakrabbamein en einstak-
lingar sem ekki bera siíkt gen, að
sögn hennar.
Rannsóknarstofa Krabbameinsfé-
lagsins hefur átt samvinnu við rann-
sóknarstofnanir víða í Evrópu.
Helga segir að það sé viðtekin skoð-
un meðal vísindamanna í Evrópu að
hætta kvenna sem bera umrætt
áhættugen á að fá brjóstakrabba-
mein, þegar þær eru orðnar sjötug-
ar, sé mjög mikil eða um 80%. Til
sanianburðar megi benda á að hætta
allra kvenna á að fá þennan algenga
sjúkdóm sé á biiinu 8-9%, þegar til-
teknum aldri er náð. „Við höfum
hins vegar talið, og byggt það á
okkar gögnum, að áhættan sé ekki
svona mikil, heldur hafi hún verið
ofmetin verulega. Nær lagi væri að
telja áhættuna í mesta lagi á bilinu
50 til 60%,“ segir Helga.
„I nánustu framtið niunum við
beina sjónum að því að reyna að
komast að því hvað það er sem ræð-
ur því hvort þessi áhætta kemur
fram í sjúkdómi og hvað er hugsan-
lega til varnar. Út á það gengur
stórt verkefni sem við erum að fara
út f núna, sem snýst um að kanna
samspii erfða og umhverfis,11 segir
hún.
Erfítt að ráðleggja fólki
Einnig hafa verið gerðar miklar
rannsóknir á Rannsóknarstofu
Krabbameinsfélagsins á öðrum
erfðavísi, svokölluðum p53, sem hef-
ur verið kailaður „verndari erfða-
efnisins". Þar horfir málið öðru vísi
við, að sögn Helgu, því mjög sjald-
gæft er að í ljós komi meðfæddur
galli í því geni. Þessi erfðavísir er
hins vegar oftast gallaður í krabba- '
meinsæxlinu þegar það er að mynd-
ast og á stóran þátt í að það verði
illvígara en ella væri.
„Við náðum þeim árangri að geta
sýnt fram á líklega skýringu á
þessu. Við ræktuðum frumurnar og
gátum skoðað iitningana og
komumst að því að í æxlum, þar sem
þessi galli var á ferðinni, var um
mun meiri litningabreytingar að
ræða,“ segir Helga.
Rannsóknir á þessu
halda nú áfram og hef-
ur það verkefni verið
styrkt af rannsóknar-
sjóði bandaríska hers-
ins. Rannsóknin nefnist
„Tengsl áhættuþátta
við p53 stökkbreytingar
og brjóstakrabbameins-
genin BRCAl og
BRCA2“ og beinist hún
að því að kanna hvort
eitthvað í umhverfinu
ýti undir þessa breyt-
ingu.
Þrátt fyrir aukinn
skilning á verkun
áhættuþátta og ætt-
lægni bijóstakrabbameins hefur
ekki tekist að afla nægiiegra upplýs- v
inga til að grípa til annarra fyrir-
byggjandi ráða en ráðgjafar og eft-
irlits. „Við stöndum á timamótum.
Við erum með ákveðna skýringu í
höndunum en hún vekur greinilega
fleiri spurningar og á meðan við vit-
um ekki meira eigum við erfitt með
að ráðleggja fólki,“ segir Helga.
Hún segir ljóst að sjúkdómurinn
tengist í verulegum mæli sérlífshátt-
um kvenna, s.s. barneignum. „En við
þurfum hins vegar að vita meira um
þetta áður en við getum ráðlagt eitt-
hvað. Um sinn getum við aðeins ráð-
lagt konum sem vita af áhættu í fjöl-
skyldu sinni að fara vel með sig og
sinna eftirliti," segir Helga. ^
Styrkir úr rannsóknarsjóðum
Aðstaða er ágæt til rannsókna hjá
Krabbameinsfélaginu, að sögn
Helgu. Um tíu manns vinna að jafn-
aði á Rannsóknarstöðinni. „Við höf-
um haft mjög gott starfsfólk og
góða og áhugasama ncmendur, sem
er nauðsynlegt fyrir svona starf-
semi. Hefur Krabbameinsfélagjð
stutt við bakið á rannsóknarstarf-
seminni en einnig hafa fengist fjár-
styrkir til rannsókna innanlands og
úr erlendum sjóðum, m.a. úr Nor- ;
ræna krabbameinsrannsóknasjóðn- /
um.
I gær var opið hús hjá Krabba-
meinsfélaginu í tiiefni af tíu ára af-
mæli Rannsóknarst ofunnar og var
haldið afmælisboð fyrir vini og vel-
unnara síðdegis. Þá hefur verið
opnuð sýning af þessu tilefni í hús-
næði Krabbameinsfélagsins sem f
mun standa til næstu mánaðamóta. f
Helga
Ögmundsdóttir.