Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Húsfriðunarnefnd leggst gegn niðurrifí Lækjargötu 6 Leng-i staðið til að rífa húsið Lækjargötu 6 varðaði hefði það skýrt komið fram í staðfestu aðal- skipulagi bæjarins og sérstöku skipulagi fyiár innbæ Akureyrar og engar athugasemdir gerðar. Bærinn hefur verið að kaupa hús Bærinn hefði smám saman ver- ið að kaupa húsið, en aðeins tveim- ur dögum eftir að síðasta íbúðin var keypt, í janúar síðastliðnum, kom upp eldsvoði í húsinu og sagði Gísli Bragi Hjartarson, formaður skipulagsnefndar, að húsið hefði þá komist í umræðuna. Húsið hefði verið rifíð fyrir mörgum ár- um hefði bærinn eignast það fyrr. Bærinn ætti mörg gömul hús sem þörfnuðust endurbóta og gæti ekki bætt á sig einu enn, það yrði því ömurleg staða stæði húsið hálfbrunnið á þessu horni næstu árin. Morgunblaðið/Kristján Á rækjumiðin með nýtt stýri STARFSMENN Slippstöðvar- innar á Akureyri hafa lokið við að setja nýtt stýri á rækjubátinn Guðrúnu Björgu ÞH frá Húsa- vík og hélt skipið til heimahafn- ar á ný í gær. Óskar Karlsson skipstjóri sagði eftir að hafa prófað nýja stýrið, sem smiðað var hjá Slippstöðinni, að bátur- inn léti vel að stjórn og hann vonaðist til að komast aftur á rækjumiðin á Skjálfanda í dag, fímmtudag. Guðrún Björg hefur verið frá veiðum í um 12 daga, eftir að stýri bátsins hvarf í hafið á rækjumiðunum við Flatey á dögunum. Er óhappið varð voru norðan 7 vindstig á miðunum. Skipveijum tókst að stýra bátn- um til hafnar með bómunni en Fram ÞH kom þeim til aðstoðar og dró Guðrúnu Björgu síðasta spölinn til hafnar á Húsavík. SAMÞYKKT var á fundi bæjar- stjórnar í vikunni að vísa bréfi húsfriðunarnefndar ríkisins vegna niðurrifs þriggja húsa á Akureyri til frekari skoðunar í bæjan-áði. Byggingafulltrúi bæjarins hafði óskað eftir heimild til að rífa húsin þrjú, Lækjargötu 6, Hafnarstræti 103 og býlið Litlu-Hh'ð. Lagðist húsfriðunamefnd gegn því að hús- ið við Lækjargötu yrði rifíð vegna menningarsögulegs gildis þess, aldurs, gerðar og umhverfislegs gildis fyrir heildarmynd Búðargils. Þá vill nefndin að niðurrifi Hafnar- strætis 103 sem er í miðbæ Akur- eyrar verði frestað þar til um- hverfi hússins hefur verið skoðað nánar og ákvörðun tekin um mót- un Skátagils, en ekki er gerð at- hugsemd vegna niðurrifs býlisins. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði að til hefði staðið um langt árabil að rífa umrædd hús og hvað Hreppsnefnd Eyjafjarðarsveitar Fimm af sjö full trúum hætta Morgunblaðið/Kristján S A minnsta snjó- moksturstækinu MIKLAR breytingar verða á skip- an hreppsnefndar Eyjafjarðarsveit- ar eftir sveitarstjómarkosningar í vor. Fimm af sjö fulltrúum hrepps- nefndar hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi kosningum og hinir tveir fulltrúarnir í hrepps- nefnd hafa ekki gert upp hug sinn varðandi framhaldið. Þrír listar voru í kjöri í síðustu sveitastjómarkosningum, E-listi fékk fímm menn kjörna og N-listi Heldur fleiri konur án vinnu UM síðustu mánaðamót voru 457 manns á atvinnuleysisskrá á Akur- eyri samkvæmt yfirliti frá Vinnu- miðlunarskrifstofunni, 184 karlar og 273 konur. Konum fjölgaði heldur á skránni frá mánuðinum á undan en körlum fækkaði nokkuð. í byrjun febrúar sl. vora 482 á atvinnuleysisskrá í bænum, 214 karlar og 268 konur. í byrjun mars í fyrra voru 449 á skrá, 192 karlar og 257 konur. og U-listi hvor sinn fulltrúann. Birgir Þórðarson, oddviti E-lista, Ólafur Vagnsson, Armann Skjaldar- son og Eiríkur Hreiðarsson ætla allir að hætta en Jón Jónsson hefur ekld gert upp hug sinn. Ólafur Jensson, fulltrúi N-lista í hreppsnefnd, hefur ákveðið að hætta og hann sagðist ekki reikna með að boðið yrði fram undir merkjum N-lista í kosningunum í vor. „Það fer alltof mikill tími í þetta starf og ég ætla því að draga mig í hlé og nota tímann til að sinna mínu fyrirtæki," sagði Ólafur. Elísabet Skarphéðinsdóttir, full- trúi U-lista í hreppsnefnd, sagðist ekki hafa gert upp sinn hug en hún átti síður von á því að U-listi yrði í framboði í vor. Birgir Þórðarson sagði ekki ljóst á þessari stundu hvort boðið yrði fram á ný undir merkjum E-lista. Á opnum fundi sem Framsóknar- félag Eyjafjarðarsveitar stóð fyrir um helgina, vora framboðsmál til umræðu. Helgi Örlygsson, formað- ur félagsins sagði að ákveðið hefði verið að Framsóknarfélagið stæði fyrir framboði í kosningunum í vor. TÖLUVERÐU hefur kyngt nið- ur af snjó á Akureyri og víðar síðustu daga og hafa stjórnend- ur snjómoksturstækja því í nógu að snúast, eins og oft á þessúm árstíma. Tækin sem eru notuð við snjómoksturinn eru af ýms- BÆJARSTJÓRN Akureyrar hef- ur samþykkt breytingatillögu frá fræðslumálastjóra og deildarstjóra leikskóladeildar vegna gjaldskrár leikskóla á Akureyri en hún felur í sér aukinn afslátt til forgangshópa, námsmanna. einstæðra foreldra og þeirra sem eiga mörg börn á leik- skólum eða í skólavistun. Gjaldskrá leikskóla var hækkuð um 10% um síðustu mánaðamót og sagði Jakob Björnsson bæjarstjóri á fundi bæjarstjómar að í kjölfar mikilla viðbragða hefði verið ákveðið að endurskoða áður sam- þykkta hækkun. Tillaga um breytingar á gjald- skrá leikskóla felur í sér aukinn af- um stærðum og gerðum. Hauk- ur Hallgrímsson er trúlega á ferðinni á einna minnsta tækinu, 30 hestafla vél sem er mjög handhæg víða, m.a. til að hreinsa bflastæði við heimahús, eins og sést á myndinni. slátt fyrir böm einstæðra foreldra og foreldra í námi svo og aukinn systkinaafslátt. Áætlað er að breytingar samkvæmt tillögunni hafi í fór með sér tekjulækkun hjá leikskólum bæjarins um 6 milljónir króna á þessu ári. Grunngjaldi ekki breytt Jakob sagði að að grunngjaldi yrði ekki breytt, en þeir einu sem greiddu 10% hækkun væru for- eldrar sem ekki teldust til for- gangshópa og ættu eitt barn á leikskóla. Afsláttur til námsmanna, einstæðra foreldra hefði verið auk- inn veralega sem og systkinaaf- sláttur. Yinabæjamót í Álesund í Noregi Ungii fólki boðin þ atttaka VINABÆJAMÓT verður haldið í Álesund í Noregi, ein- um af vinabæjum Akureyrar, dagana 23. til 26. júní í sumar, en íbúarnir halda upp á 150 ára afmæli bæjarins. Helstu viðfangsefni á vina- bæjavikunni verða annars vegar söguskoðun og hins vegar útilíf fyrir ungt fólk. Hvað fyrra viðfangsefnið varðar er 6 þátttakendum frá hverjum vinabæjanna boðið en þeim er ætlað að kynna sögu eigin bæjar og kynna sér á staðnum sögu Álesunds með hópum frá hinum vina- bæjunum. Hópurinn mun njóta aðstoðar söguritara Ákureyrarbæjar við undir- búning fyrir ferðina. Sjö þátt- takendum frá hverju landi er boðið að taka þátt í útilífi fyr- ir ungt fólk og munu þeir m.a. taka þátt í tveggja daga fjallaferðum þar sem skiptast á ferðir á sjó og í fjöllum með gistingu í tjöldum. Fatlaðir eiga möguleika á að vera með Þátttaka í báðum þessum hópum er miðuð við ungt fólk á aldrinum 16 til 20 ára og er dagskráin lögð þannig upp að fatlaðir eiga möguleika á að vera með. Dvölin er þátttak- endum að kostnaðarlausu og ferðastyrkir verða veittir þannig að kostnaður á hvern almennan þátttakanda er ein- ungis 8 þúsund krónur. Umsóknarfrestur er til 9. mars næstkomandi og liggja umsóknareyðublöð frammi í framhaldsskólum, Kompaní- inu, Hafiiarstræti 73, og á skrifstofu Ákureyrarbæjar í Glerárgötu 26. Val á þátttak- endum hefst að því loknu og undirbúningur ferðarinnar fljótlega eftir það. . Atvinnumálaskrifstofa Iðnþróunarfélag Akureyrar Eyjafjarðar ---------------------------------------------------- Námskeið um stjómun og rekstur smáfyrirtækja Námskeiðið er samtals 35 klukkustundir og stendur yfir Ihelgarnar 14. og 15. mars og 21. og 22. mars. Á námskeiðinu verður fjallað um gerð viðskipta- og markaðsáætlana, rekstrar- og áætlanagerð, reikningsskil, ^ form fyrirtækja, skattamál, bókhald, fjárhagsáætlanir og styrktarumhverfi fyrirtækja. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Sævar Kristinsson og Sigurður Arnórsson rekstrarráðgjafar frá Iðntæknistofnun íslands. Námskeiðsgjald er 15.000 kr. Skráning þátttakenda er í síma 462 1701. Breyting á gjaldskrá leikskóla Aukinn afsláttur til forgangshópa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.