Morgunblaðið - 05.03.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 05.03.1998, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Húsfriðunarnefnd leggst gegn niðurrifí Lækjargötu 6 Leng-i staðið til að rífa húsið Lækjargötu 6 varðaði hefði það skýrt komið fram í staðfestu aðal- skipulagi bæjarins og sérstöku skipulagi fyiár innbæ Akureyrar og engar athugasemdir gerðar. Bærinn hefur verið að kaupa hús Bærinn hefði smám saman ver- ið að kaupa húsið, en aðeins tveim- ur dögum eftir að síðasta íbúðin var keypt, í janúar síðastliðnum, kom upp eldsvoði í húsinu og sagði Gísli Bragi Hjartarson, formaður skipulagsnefndar, að húsið hefði þá komist í umræðuna. Húsið hefði verið rifíð fyrir mörgum ár- um hefði bærinn eignast það fyrr. Bærinn ætti mörg gömul hús sem þörfnuðust endurbóta og gæti ekki bætt á sig einu enn, það yrði því ömurleg staða stæði húsið hálfbrunnið á þessu horni næstu árin. Morgunblaðið/Kristján Á rækjumiðin með nýtt stýri STARFSMENN Slippstöðvar- innar á Akureyri hafa lokið við að setja nýtt stýri á rækjubátinn Guðrúnu Björgu ÞH frá Húsa- vík og hélt skipið til heimahafn- ar á ný í gær. Óskar Karlsson skipstjóri sagði eftir að hafa prófað nýja stýrið, sem smiðað var hjá Slippstöðinni, að bátur- inn léti vel að stjórn og hann vonaðist til að komast aftur á rækjumiðin á Skjálfanda í dag, fímmtudag. Guðrún Björg hefur verið frá veiðum í um 12 daga, eftir að stýri bátsins hvarf í hafið á rækjumiðunum við Flatey á dögunum. Er óhappið varð voru norðan 7 vindstig á miðunum. Skipveijum tókst að stýra bátn- um til hafnar með bómunni en Fram ÞH kom þeim til aðstoðar og dró Guðrúnu Björgu síðasta spölinn til hafnar á Húsavík. SAMÞYKKT var á fundi bæjar- stjórnar í vikunni að vísa bréfi húsfriðunarnefndar ríkisins vegna niðurrifs þriggja húsa á Akureyri til frekari skoðunar í bæjan-áði. Byggingafulltrúi bæjarins hafði óskað eftir heimild til að rífa húsin þrjú, Lækjargötu 6, Hafnarstræti 103 og býlið Litlu-Hh'ð. Lagðist húsfriðunamefnd gegn því að hús- ið við Lækjargötu yrði rifíð vegna menningarsögulegs gildis þess, aldurs, gerðar og umhverfislegs gildis fyrir heildarmynd Búðargils. Þá vill nefndin að niðurrifi Hafnar- strætis 103 sem er í miðbæ Akur- eyrar verði frestað þar til um- hverfi hússins hefur verið skoðað nánar og ákvörðun tekin um mót- un Skátagils, en ekki er gerð at- hugsemd vegna niðurrifs býlisins. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði að til hefði staðið um langt árabil að rífa umrædd hús og hvað Hreppsnefnd Eyjafjarðarsveitar Fimm af sjö full trúum hætta Morgunblaðið/Kristján S A minnsta snjó- moksturstækinu MIKLAR breytingar verða á skip- an hreppsnefndar Eyjafjarðarsveit- ar eftir sveitarstjómarkosningar í vor. Fimm af sjö fulltrúum hrepps- nefndar hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi kosningum og hinir tveir fulltrúarnir í hrepps- nefnd hafa ekki gert upp hug sinn varðandi framhaldið. Þrír listar voru í kjöri í síðustu sveitastjómarkosningum, E-listi fékk fímm menn kjörna og N-listi Heldur fleiri konur án vinnu UM síðustu mánaðamót voru 457 manns á atvinnuleysisskrá á Akur- eyri samkvæmt yfirliti frá Vinnu- miðlunarskrifstofunni, 184 karlar og 273 konur. Konum fjölgaði heldur á skránni frá mánuðinum á undan en körlum fækkaði nokkuð. í byrjun febrúar sl. vora 482 á atvinnuleysisskrá í bænum, 214 karlar og 268 konur. í byrjun mars í fyrra voru 449 á skrá, 192 karlar og 257 konur. og U-listi hvor sinn fulltrúann. Birgir Þórðarson, oddviti E-lista, Ólafur Vagnsson, Armann Skjaldar- son og Eiríkur Hreiðarsson ætla allir að hætta en Jón Jónsson hefur ekld gert upp hug sinn. Ólafur Jensson, fulltrúi N-lista í hreppsnefnd, hefur ákveðið að hætta og hann sagðist ekki reikna með að boðið yrði fram undir merkjum N-lista í kosningunum í vor. „Það fer alltof mikill tími í þetta starf og ég ætla því að draga mig í hlé og nota tímann til að sinna mínu fyrirtæki," sagði Ólafur. Elísabet Skarphéðinsdóttir, full- trúi U-lista í hreppsnefnd, sagðist ekki hafa gert upp sinn hug en hún átti síður von á því að U-listi yrði í framboði í vor. Birgir Þórðarson sagði ekki ljóst á þessari stundu hvort boðið yrði fram á ný undir merkjum E-lista. Á opnum fundi sem Framsóknar- félag Eyjafjarðarsveitar stóð fyrir um helgina, vora framboðsmál til umræðu. Helgi Örlygsson, formað- ur félagsins sagði að ákveðið hefði verið að Framsóknarfélagið stæði fyrir framboði í kosningunum í vor. TÖLUVERÐU hefur kyngt nið- ur af snjó á Akureyri og víðar síðustu daga og hafa stjórnend- ur snjómoksturstækja því í nógu að snúast, eins og oft á þessúm árstíma. Tækin sem eru notuð við snjómoksturinn eru af ýms- BÆJARSTJÓRN Akureyrar hef- ur samþykkt breytingatillögu frá fræðslumálastjóra og deildarstjóra leikskóladeildar vegna gjaldskrár leikskóla á Akureyri en hún felur í sér aukinn afslátt til forgangshópa, námsmanna. einstæðra foreldra og þeirra sem eiga mörg börn á leik- skólum eða í skólavistun. Gjaldskrá leikskóla var hækkuð um 10% um síðustu mánaðamót og sagði Jakob Björnsson bæjarstjóri á fundi bæjarstjómar að í kjölfar mikilla viðbragða hefði verið ákveðið að endurskoða áður sam- þykkta hækkun. Tillaga um breytingar á gjald- skrá leikskóla felur í sér aukinn af- um stærðum og gerðum. Hauk- ur Hallgrímsson er trúlega á ferðinni á einna minnsta tækinu, 30 hestafla vél sem er mjög handhæg víða, m.a. til að hreinsa bflastæði við heimahús, eins og sést á myndinni. slátt fyrir böm einstæðra foreldra og foreldra í námi svo og aukinn systkinaafslátt. Áætlað er að breytingar samkvæmt tillögunni hafi í fór með sér tekjulækkun hjá leikskólum bæjarins um 6 milljónir króna á þessu ári. Grunngjaldi ekki breytt Jakob sagði að að grunngjaldi yrði ekki breytt, en þeir einu sem greiddu 10% hækkun væru for- eldrar sem ekki teldust til for- gangshópa og ættu eitt barn á leikskóla. Afsláttur til námsmanna, einstæðra foreldra hefði verið auk- inn veralega sem og systkinaaf- sláttur. Yinabæjamót í Álesund í Noregi Ungii fólki boðin þ atttaka VINABÆJAMÓT verður haldið í Álesund í Noregi, ein- um af vinabæjum Akureyrar, dagana 23. til 26. júní í sumar, en íbúarnir halda upp á 150 ára afmæli bæjarins. Helstu viðfangsefni á vina- bæjavikunni verða annars vegar söguskoðun og hins vegar útilíf fyrir ungt fólk. Hvað fyrra viðfangsefnið varðar er 6 þátttakendum frá hverjum vinabæjanna boðið en þeim er ætlað að kynna sögu eigin bæjar og kynna sér á staðnum sögu Álesunds með hópum frá hinum vina- bæjunum. Hópurinn mun njóta aðstoðar söguritara Ákureyrarbæjar við undir- búning fyrir ferðina. Sjö þátt- takendum frá hverju landi er boðið að taka þátt í útilífi fyr- ir ungt fólk og munu þeir m.a. taka þátt í tveggja daga fjallaferðum þar sem skiptast á ferðir á sjó og í fjöllum með gistingu í tjöldum. Fatlaðir eiga möguleika á að vera með Þátttaka í báðum þessum hópum er miðuð við ungt fólk á aldrinum 16 til 20 ára og er dagskráin lögð þannig upp að fatlaðir eiga möguleika á að vera með. Dvölin er þátttak- endum að kostnaðarlausu og ferðastyrkir verða veittir þannig að kostnaður á hvern almennan þátttakanda er ein- ungis 8 þúsund krónur. Umsóknarfrestur er til 9. mars næstkomandi og liggja umsóknareyðublöð frammi í framhaldsskólum, Kompaní- inu, Hafiiarstræti 73, og á skrifstofu Ákureyrarbæjar í Glerárgötu 26. Val á þátttak- endum hefst að því loknu og undirbúningur ferðarinnar fljótlega eftir það. . Atvinnumálaskrifstofa Iðnþróunarfélag Akureyrar Eyjafjarðar ---------------------------------------------------- Námskeið um stjómun og rekstur smáfyrirtækja Námskeiðið er samtals 35 klukkustundir og stendur yfir Ihelgarnar 14. og 15. mars og 21. og 22. mars. Á námskeiðinu verður fjallað um gerð viðskipta- og markaðsáætlana, rekstrar- og áætlanagerð, reikningsskil, ^ form fyrirtækja, skattamál, bókhald, fjárhagsáætlanir og styrktarumhverfi fyrirtækja. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Sævar Kristinsson og Sigurður Arnórsson rekstrarráðgjafar frá Iðntæknistofnun íslands. Námskeiðsgjald er 15.000 kr. Skráning þátttakenda er í síma 462 1701. Breyting á gjaldskrá leikskóla Aukinn afsláttur til forgangshópa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.