Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 29
ERLENT
frímerki
í dag koma út ný
Norðurlandafrímerki
Fyrstadagsumslög fást
stimptuð á pósthúsum
um tand allt.
Einnig er hægt að panta þau
hjá Frímerkjasölunni.
Sími: 580 1052 Fax: 580 1059
Heimasíða:
http://www.postur.is/postphil/
PÓSTURINN
Öldungadeild Bandaríkjaþings
Lítil andstaða
við stækkun
NATO
Washington. Reuters.
UTANRÍKISMÁLANEFND öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings hefur
samþykkt aðild Póllands, Ung-
verjalands og Tékklands að Atl-
antshafsbandalaginu (NATO) og
búist er við að deildin leggi blessun
sína yfir stækkun bandalagsins síð-
ar í mánuðinum.
Nefndin samþykkti ályktun um
stækkunina með sextán atkvæðum
gegn tveimur í fyrrakvöld. Jesse
Helms, formaður nefndarinnar,
sagði að þessi mikli stuðningur við
ályktunina væri til marks um að
nefndin bæri fullt traust til nýju
lýðræðisríkjanna í Austur-Evrópu
og Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sagði stækkun NATO styrkja
bandalagið.
Trent Lott, leiðtogi meirihlutans
í öldungadeildinni, kvaðst ekki
ætla að verða við beiðni ándstæð-
inga stækkunarinnar um að at-
kvæðagreiðslu deildarinnar yrði
frestað þar til í júní. Deildin þarf
að samþykkja stækkunina með
tveimur þriðju atkvæðanna og bú-
ist er við að hún verði samþykkt án
mikillar andstöðu.
Samkomulag náðist um aðild
ríkjanna þriggja að NATO í des-
ember en þau geta ekki gengið í
bandalagið fyrr en öll þjóðþing
NATO-ríkjanna hafa samþykkt
stækkunina. Tvö ríki hafa þegar
gert það, Kanada og Danmörk.
Efasemdir um frekari stækkun
Repúblikaninn John Ashcroft og
demókratinn Paul Wellstone voru
þeir einu sem greiddu atkvæði
gegn ályktuninni. Wellstone kvaðst
telja að stækkun NATO í austur
myndi skaða tengslin við Rússland,
einkum eftir að Borís Jeltsín léti af
embætti forseta.
Nokkrir þingmenn í utanríkis-
málanefndinni létu í ljós efasemdir
um að rétt væri að stækka NATO
frekar eftir inngöngu Póllands,
Ungverjalands og Tékklands, eink-
um vegna andstöðu Rússa.
Rússar hafa lagst gegn því að
Eistland, Lettland og Litháen
gangi í NATO en Lennart Meri,
forseti Eistlands, spáði því í fyrra-
dag að aðildarumsókn ríkjanna
yrði tekin til „alvarlegi'ar athugun-
ar“ á leiðtogafundi bandalagsins í
Washington á næsta ári.
Reuters
EZER Weizman, forseti ísraels, tekur við heillaóskum eftir að hann var endurkjörinn á þingi landsins í gær.
'f tiTM E fe 'K J a S A t
P^SpHEL
Jerúsalem. Reuters.
EZER Weizman var endurkjörinn
forseti ísraels á þingi landsins í
gær og bar sigurorð af frambjóð-
anda sem naut stuðnings Benja-
mins Netanyahus forsætisráð-
herra.
Weizman fékk 63 atkvæði en 49
þingmenn kusu Shaul Amor, for-
setaefni Likudflokksins. Sjö þing-
menn sátu hjá og einn var ekki við-
staddur atkvæðagreiðsluna. Marg-
ir fréttaskýrendur höfðu spáð því
að Amor fengi meiri stuðning en
raun bar vitni eftir snarpa kosn-
ingabaráttu á bak við tjöldin.
Forsetinn á að sverja embættis-
eiðinn að nýju 18. maí og kjör-
tímabil hans er fimm ár. Andstæð-
ingar Netanyahus sögðu að úrslit-
in væru ósigur fyrir forsætisráð-
herrann, sem hefur borið kala til
Weizmans vegna tilrauna hans til
að fá stjórnina til að friðmælast
við Palestínumenn.
Netanyahu og Weizman komu
fram í sjónvarpi eftir kjörið og
lofuðu báðir að sættast heilum
sáttum.
Yasser Arafat, leiðtogi Palest-
ínumanna, var fljótur að óska
Weizman til hamingju með sigur-
inn og þótti það til marks um
traustið sem Palestínumenn bera
til hans nú þegar friðarviðræðurn-
ar liggja niðri.
Weizman
endurkjör-
inn forseti
Israels
Weizman er 73 ára fyrrverandi
orrustuflugmaður og hefur getið
sér orð fyrir að vera orðhvatur og
skapheitur. Þótt hann njóti mikill-
ar lýðhylli hefur hann fengið hina
ýmsu hagsmunahópa upp á móti
sér með umdeildum yfirlýsingum,
m.a. um homma, konur og Biblí-
una.
Forsetinn er ekki valdamikill en
hefur ekki verið hræddur við að
láta skoðanir sínar í ljós og reitt
marga stjórnmálamenn til reiði,
jafnt hægri- sem vinstrimenn.
Hann hvatti t.a.m. Yitzliak Rabin,
fyrrverandi forsætisráðherra, til
að hægja á friðarumleitunum við
Palestínumenn eftir mannskæð
sprengjutilræði araba og sagði
síðan Netanyahu að koma viðræð-
unum á skrið eftir að þær sigldu í
strand.
Ekkja Rabins, Leah, var á með-
al stuðningsmanna Amors, sem er
Iítt þekktur utan hátæknibæjarins
Migdal Ha’emek, þar sem hann
hefur verið bæjarstjóri í tuttugu
ár.
„Ef hæg^: væri að breyta kjafta-
vaðli í orku gæti Ezer Weizman
flogið sjö sinnum í kringum mars
og aftur heim,“ skrifaði ísraelski
blaðamaðurinn Yoel Marcus.
„Þessi flennikjaftur gegnir samt
mikilvægu hlutverki," bætti
Marcus við. „Weizman er rétti
maðurinn, á réttum stað, á réttum
tíma.“
Kaneho
GULLIN GEISLADÝRÐ
EXCLUSIVE BIO
Instanf Natural
Golden Glow U
Sólarqel með L
i r <
mmmm
GULLNIR KANEBO DAGAR
í snyrtivörudeild Hagkaups Kringlunni föstudag og laugardag
kl. 12—18. Frú Kiuchi kemur fró Japan til að kynna hina
nýju förðunarlínu sem ber í sér geisladýrð sólarinnar.
Sölustaðir: Snyrtivörudeild Hagkuups, Kringlunni • Evita Kringlunni • Snyrtistofan Paradis, Rvik. Snyrtivöruverslun Laugarvegsapóteks
Snyrtivörudeild Verslunarinnar 17, Laugovegi • Snyrti- og nuddstofan Skólavörðustíg • Snyrlistofun Jóna, Kópavogi • Andorra, Hafnarfirói
Gallerý Förðun, Keflavík • Snyrtistofa Ólafar, Selfossi • Apótek Veslmannaeyja • Snyrtivöruverslunin Tara, Akureyri • Húsavíkurapótek