Morgunblaðið - 05.03.1998, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 05.03.1998, Qupperneq 80
 Það besta úr báðum heimum! unix og NT = hp OPIN KERFIHF | HEWLETT I PACKARO MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Fiskverðsnefnd leggur til breytingar á lagaumhverfí sjávariitvegs _ Gert að skilyrði að verk- falli sjómanna verði aflýst ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra fer fram á að sjó- menn aflýsi verkfalli áður en hann leggur fram frumvörp um breyt- ingar á lagaumhverfí sjávarútvegs- ins, sem þriggja manna nefnd hef- ur samið. Framvörpin gera ráð fyrir stofnun kvótaþings og verð- lagsstofu skiptaverðs. Ennfremur er gert ráð fyrir breytingum á lög- um um stjóm fiskveiða sem eiga að ^tyrkja úrskurðamefndina í sessi. Þá verður framsal veiðiheimilda takmarkað. Þorsteinn kynnti tillögumar for- ystumönnum sjómanna og útvegs- manna í gær og ætla þeir að svara í dag eða á morgun eftir að hafa ráð- fært sig við sitt fólk. Samninga- fundur verður síðan hjá ríkissátta- semjara á morgun. Leggur til að stofnað verði kvóta- þing og verðlagsstofa fískiverðs Þorsteinn segist vera reiðubúinn til að leggja framvörpin fram á Al- þingi ef sjómenn samþykki að styðja þau og aflýsi verkfalli. Hann muni gera það þó að útvegsmenn leggist gegn framvörpunum. Þor- steinn sagði að fallist sjómenn ekki á þessa leið ætli hann ekki að leggja framvörpin fram og þá verði deiluaðilar sjálfir að finna leiðir í sameiningu og koma með þær til stjórnvalda. Tillaga um verðlagsstofu skiptaverðs Meginatriði tillagnanna má skipta í þrennt. í fyrsta lagi leggur nefndin til að sett verði á stofn verðlagsstofa skiptaverðs sem hafi það hlutverk að fylgjast með fisk- verði og uppgjöri á aflahlut sjó- manna og stuðla að réttu og eðli- legu uppgjöri á aflahlut. Stofnuninni er falið að afla ítar- legra gagna um fiskverð og vinna úr þeim upplýsingum. Ef fiskverð við uppgjör sjómanna víkur í vera- legum atriðum frá því sem algengt er við sambærilega ráðstöfun á við- komandi landsvæði er verðlags- stofu ætlað að skjóta málinu til úr- skurðamefndar sjómanna og út- vegsmanna. I öðra lagi leggur nefndin til að komið verði á fót opnum tilboðs- markaði fyrir aflamark, kvótaþingi. Gert er ráð fyrir að um þingið fari öll viðskipti með kvóta, en að áfram verði hægt að flytja aflamark á mfili skipa í eigu sömu útgerðar og skipta á jafn verðmætum aflaheim- ildum. Það er mat nefndarinnar að starfsemi kvótaþings hindri að við- skiptum með aflamark og viðskipt- um með afla verði blandað saman. Að mati Þjóðhagsstofnunar er lík- legt að kvótaþing muni lækka verð á kvóta til að byrja með. I þriðja lagi leggur nefndin til að framsal á kvóta verði takmarkað þannig að skipin verði að veiða ár- lega 50% af aflaheimildum í stað 50% annaðhvert ár eins og nú er. ■ Skorið á tengsl/40 Morgunblaðið/RAX »Isknatt- leikur í vetrarsól ÞEIR létu frostkuldann ekki aftra sér drengirnir, sem Iéku ísknattleik á svellinu á bæjar- læknum í Hafnarfirði í gær. Frost á höfuðborgarsvæðinu var 10 stig í gærkvöldi og í dag j^jpáir Veðurstofan 7 til 15 stiga frosti og norðan og norðaustan golu eða stinningskalda um landið. A hálendinu gæti frostið far- ið niður í 20 stig. Á morgun er spáð allt frá eins stigs til 15 stiga frosti, hlýnandi veðri um Aelgina, en á þriðjudag gæti kólnað aftur. Ný skólastefna * Island verðií fremstu röð NY SKOLASTE FNA, sem Björn Bjarnason menntamála- ráðherra hefur kynnt, felur í sér umtalsverðar breytingar á námi í grann- og framhalds- skólum og er stefnt að því að þær komi til framkvæmda á næstu þremur áram. Mark- miðið er að tryggja islenskum nemendum sambærilegt nám við það sem best gerist í heim- inum. Kjörorð nýju skólastefnunn- ar era „Enn betri skóli, þeirra réttur - okkar skylda" og verður bæklingur með sömu yfirskrift sendur inn á hvert heimili í landinu á næstu dög- um. Hertar námskröfur Sagði ráðherra að ætlunin væri að styrkja og móta heild- stætt skólastarf, herða náms- kröfur, nýta kennslutíma til hins ítrasta, auka sveigjanleika og bæta árangur nemenda, jafnt í einstökum greinum sem og í náminu í heild. Ennfremur að með nýiri skólastefnu væri verið að leggja meiri áherslu en áður á sjálfstæð vinnubrögð og aukið val nemenda. Áhersla á íslensku og tungumál Tekin verður upp ný skyldu- námsgrein, lífsleikni, í grunn- og framhaldsskólum og kennslustundum í stærðfræði og náttúrafræði fjölgað og áhersla aukin á islensku. Áhersla á tungumál verður aukin til muna og ensku- kennsla hafín tveimur árum fyrr. Gert er ráð fyrir að nám í þremur erlendum tungumál- um verði skylda á öllum bók- námsbrautum framhaldsskóla og áhersla lögð á að fram- haldsskólanemendum verði boðið nám í tungum fjarlægra þjóða. ■ Enn betri skóIi/6 Heilsugæslulæknar í Borgar nesi gagnrýna kjaranefnd HEILSUGÆSLULÆKNAR í Borgamesi líta svo á að lækkun launa þeirra í kjölfar úrskurðar kjaranefndar jafngildi uppsögn af hálfu ríkisins. Þeir hafa leitað sér umsagnar lögfróðra aðila og að sögn Skúla Bjamasonar, heilsu- gæslulæknis í Borgamesi, fékkst þar staðfesting á þeirri túlkun að lækkun launa skipaðs opinbers starfsmanns sé ekki heimil. Skúli telur augljóst mál að um lækkun sé að ræða hvað varðaði heilsugæslulækna víða á lands- byggðinni. Hann gagnrýndi harð- lega útreikninga i úrskurði kjara- nefndar sem tækju til launa vegna Félag íslenskra heimilislækna telur launakjör ófullnægjandi bakvakta og benti á í því sambandi að læknar á landsbyggðinni ættu í mörgum tilfellum ekkert val um það hvort þeir tækju bakvaktir eða ekki, þeir væru neyddir til þess. Stjórn Félags íslenskra heimilis- lækna fundaði í gærkvöldi um úr- skurð kjaranefndar og í ályktun fundarins kom fram að stjórnin teldi þau launakjör sem fælust í úr- skurði kjaranefndar ófullnægjandi og myndu leiða til lækkunar á tekj- um hjá fjölda starfandi heimilis- lækna. „Mat stjórnarinnar er það að afleiðingamar verði alvarlegar hvað varðar mönnun í heilsugæslunni, af- leysingar bæði í dreifbýli og þétt- býli, svo og nýliðun í heimilislækn- ingum,“ segir í ályktuninni. Á morgun munu læknar funda um úrskurð kjaranefndar og spáði Skúli Bjarnason hitafundi því mælirinn væri fullur, læknar á landsbyggðinni ættu enga samleið hjá „verklitlum fundalæknum“ úr Reykjavík sem ávallt fómuðu hags- munum þeirra fyrrnefndu. Aðspurð taldi Katrín Fjeldsted, foi-maður Félags heimilislækna, það auðvitað mjög alvarlegt mál ef úrskurður kjaranefndar leiddi til þess að lækn- ar í Borgamesi litu á hann sem upp- sögn. „Eg óttast að þetta ástand komi upp miklu víðar á landinu því ég held að þetta sé ekki einstakt til- felli,“ sagði Katrín og bætti við að ekki væri hægt að sætta sig við þá hnökra sem væru á úrskurði kjara- nefndar. Næstu dagar færu í að skoða málin til hlítar. I Höfum staðið við/12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.