Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LIÚ leggst gegn til-
lögum um kvótaþing
STJÓRN LÍÚ leggst gegn hug-
myndum um kvótaþing og segir
Kristján Ragnarsson, formaður
samtakanna, að tillögur fiskverðs-
nefndar séu sniðnar að kröfum sjó-
manna. Sjómannasamtökin hafa
ekki lokið umfjöllun sinni um tillög-
umar en samninganefndir allra sjó-
mannasamtakanna munu fara yfir
þær á fundi í dag. Þá hefur í dag
verið boðaður fundur hjá ríkissátta-
semjara í kjaradeilu útvegsmanna
við sjómenn.
I ályktun stjómar LÍÚ, sem sam-
þykkt var í gær, segir að megin-
þungi tillagnanna gangi gegn hags-
munum útgerðar og muni einkum
þrengja stöðu smærri útgerðarfyr-
irtækja og landvinnslu. Að sögn
Kristjáns Ragnarssonar sættir út-
gerðin sig hins vegar við tillögur um
Verðlagsstofu skiptaverðs, en henni
er ætlað mjög víðtækt eftirlitshlut-
verk. Sagði hann að tillögurnar
væra sniðnar að kröfum sjómanna,
sem væri nokkuð sérstakt og eins
það að skoðanir útvegsmanna, sem
ættu að vinna eftir þessum lögum,
skiptu ekki máli.
Kröfðust ekki kvótaþings
né Verðlagsstofu
Samninganefnd Farmanna- og
fiskimannasambandsins kom saman
til fundar í gær og sagði Guðjón A.
Kristinsson, formaður samtakanna,
að nefndin myndi Ijúka umfjöllun
sinni í dag. Hann vildi ekki lýsa af-
stöðu sinni til tillagnanna en minnti
á að FFSÍ hefði ekki sett fram kröfu
um kvótaþing eða Verðlagsstofu
sjávarútvegs. Sambandið hefði sett
fram kröfu um að veiðiskylda yrði
hækkuð í 90% en niðurstaðan væri
50%. Sagði hann að sjávarútvegs-
ráðherra hefði ekki sett skilyrði um
hvenær sjómenn ættu að svara til
um afdrif verkfalls og myndu þeir
taka þann tíma sem þyrfti til að
skoða málið. Sjómenn og vélstjórar
munu funda um málið í dag.
I dag er fundur í samninganefnd-
um allra sjómannasamtakanna og
síðar verður fundur hjá sáttasemj-
ara. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins era forystumenn þeirra
margir óánægðir með það skilyrði
sjávarútvegsráðherra að þurfa að
aflýsa verkfalli áður en þeir hafa
lokið við kjarasamninga við útgerð-
armenn.
Þrengir stöðu/12
Morgunblaðia'Gunnar Þór Hallgrímsson
Akvörðun refsingar fyrir að veita áverka sem leiddu til blindu frestað
Stórlega ámælisverður
dráttur máls hjá RLR
AKVÖRÐUN refsingar yfir fertugum Reykvík-
ingi var frestað skilorðsbundið í tvö ár í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær, en hann dæmdur til að
greiða allan sakarkostnað í máli þar sem hann
var ákærður fyrir að hafa veitt 51 árs gömlum
manni áverka á veitingastað í ágúst 1993. Áverk-
amir leiddu til blindu á hægra auga mannsins.
Sá er áverkann hlaut gerði kröfu um skaðabæt-
ur að upphæð rúmlega 9,5 milljónir kr. og drátt-
arvexti að auki. Skaðabótakröfunni var vísað frá
dómi.
I ákæra segir að ákærði hafi slegið manninn
með glasi í andlitið á Hótel Sögu þannig að högg-
ið hafi lent á enni hans. Við það hafi glasið brotn-
að og maðurinn skorist á enni og á hægra auga
og sé nánast blindur á því auga. Ákærði hafi
haldið áfram að slá til mannsins þannig að högg-
in hafi m.a. lent á hnakka hans.
Dómurinn taldi sannað með vitnisburði vitna
að ákærði hefði slegið manninn með glasi í and-
litið eins og lýst væri í ákærunni. Þá taldi dóm-
urinn sannað að afleiðingar þessa hafi orðið þær
að maðurinn er nánast blindur á hægra auga.
Ósannað þótti að ákærði hefði eftir þetta haldið
áfram að slá til mannsins. Ráða megi af fram-
burði vitna að sá er áverkann hlaut hafi fyrst
slegið ákærða. Af vitnisburði og gögnum málsins
megi ráða að líkleg ástæða þess að maðurinn sló
til ákærða hafi verið sú að einhver á vettvangi
hafi viðhaft ummæli í garð mannsins sem vora til
þess fallin að móðga hann, særa eða ýfa upp sár-
indi vegna blaðaskrifa um hann.
Árásin að tilefnislausu eða
fyrir misskilning
Ekki sé sannað að ákærði hafí verið sá sem
viðhafði þessi ummæli. Sá er áverkann hlaut hafi
slegið ákærða að tilefnislausu eða fyrir misskiln-
ing og haldið ákærða hafa viðhaft um sig niðr-
andi ummæli. Viðbrögð ákærða virðast nánast
hafa verið ósjálfráð.
í dóminum segir að undir rannsókn málsins
hafi sá er áverkann hlaut sent a.m.k. þrjú bréf til
Rannsóknarlögreglu ríkisins til að reka á eftir
rannsókninni. Loks 24. september 1997 hafi ver-
ið tekin skýrsla af ákærða. í skýrslu RLR segir
að tafir á málinu verði að nokkra leyti skýrðar
með því að ákærði hafi búið í Þýskalandi fram á
árið 1997. Dregist hafi úr hófi að taka skýrslur af
málsaðilum. Af hálfu ákæravaldsins hafi verið
látið að því liggja að ástæðan væri sú að ekki
hafi verið Ijóst hvort fyrir lægi kæra í málinu.
í dómi Héraðsdóms segir að lög standi ekki til
þess að lögregla geti haldið að sér höndum um
rannsókn svo alvarlegs sakarefnis af þessum
sökum. Sá mikli dráttur sem hafi orðið á máli
þessu hjá RLR sé stórlega ámælisverður.
,Áralangur dráttur á málum eins og í máli
þessu hefur í dómaframkvæmd iðulega leitt til
skilorðsbindingar dóma. Ákærði hefur ekki áður
gerst brotlegur við lög. Dómurinn telur að frest-
un ákvörðunar refsingar ákærða hafi í för með
sér sömu varnaðaráhrif gagnvart ákærða og ef
refsing yrði ákvörðuð en fullnustu frestað skil-
orðsbundið."
Dóminn kvað upp Guðjón St. Marteinsson.
Viðræður Tryggingastofnunar og skurðlækna sagðar á byrjunarreit
„Ekki samið við
menn með grím-
ur og hnífa“
Samningar nást við fleiri hópa
lækna í ýmsum sérgreinum
SAMNINGANEFNDIR Trygg-
ingastofnunar og sérfræðilækna
undirrituðu nýjan samning fyrir
gigtarlækna á samningafundi í
fyrrakvöld. I gær héldu viðræður
áfram við fulitrúa nokkurra fleiri
hópa lækna og stóðu vonir til að
unnt yrði að ljúka tveimur eða
þremur samningum til viðbótar.
Þá komu samningamenn Trygg-
ingastofnunar og skurðlækna sam-
an kl. 15 í gær til að kanna mögu-
leika á áframhaldandi viðræðum.
Skurðlæknar sögðust ætla að leggja
fram nýtt uppkast að samningi á
fundinum. Ríkti mikil svartsýni í
röðum beggja um að unnt yrði að ná
samkomulagi. Kristján Guðjónsson,
deildarstjóri sjúkratryggingadeild-
ar TR, sagði fyrir fundinn í gær að
viðræðurnar við skurðlækna væra
komnar á byrjunarreit og ljóst væri
að ekki yrði samið við þá í bráð,
„það verður ekki gert við menn sem
era með grímur og hnífa,“ sagði
hann.
„Gleymdi að tala við
svæfingarlækna“
Stefán E. Matthíasson skurð-
læknir, sem tekið hefur þátt í við-
ræðunum við TR, sagði í Morgun-
blaðinu í gær að fyrir tvemur vik-
um hefði verið handsalaður samn-
ingur miili samninganefndar TR
og skurðlækna. TR hefði síðan
gengið á bak orða sinna og dregið
hluti til baka sem búið hefði verið
Morgunblaðið/Porkeli
FJÖLMENNUR og langur fundur var í Læknafélagi Reykjavíkur í
gærkvöldi um deilur sérfræðilækna og TR.
að ganga frá. Kristján vísar þessu
á bug. Hann segir að samkomulag-
ið hafi verið byggt á ákveðnum for-
sendum sem Stefán þekki. „Það
var miðað við að hann yrði búinn
að semja við svæfingarlækna um
hvernig þeir ætluðu að skipta
rekstrarkostnaði stofa. Svo kom
bara í Ijós að hann hafði ekki talað
við þá. Svæfingarlæknar vora með
allt aðrar hugmyndir en hann hafði
sett fram. Skurðlæknarnir ætluðu
að taka að sér rekstrarkostnað á
stofu og fá það inn í sinn taxta en
svo kom í ljós að hann hafði gleymt
að ræða við svæfíngarlæknana,
sem hafa hingað til verið með 50%
og skurðlæknarnir 50% á móti.
Þar með var það handsal fallið,
viðræðurnar era komnar á byrjun-
arreit og menn þurfa að reikna allt
upp á nýtt.“
Kristján var spurður hvort hann
væri sammála skurðlæknum um að
fundurinn í gær yrði úrslitafundur:
„Ætli við lítum ekki líka svo á, að ef
þeir koma ekki með neitt fram-
bærilegt séu þeir ekki á viðræðu-
buxum og það sé óþarfi að vera að
eyða tíma í þá,“ svaraði Kristján.
Hringönd á
Tjörninni
HRINGÖND hefur haldið sig á
Tjörninni í Reykjavík síðustu
daga. Hún er sjaldgæfur amer-
ískur flækingsfugl sem er ná-
skyldur skúfönd.
Hringöndin þekkist frá
skúfiindinni á því að hún hefur
tvo hvíta hringi í nefi, annan við
nefrótina en hinn á nefbroddin-
um. Einnig er hringöndin grá á
sfðum og höfúðlagið einkennilegt.
Hringöndin á Tjörninni hefur
komist í félagsskap með frænk-
um sínum skúföndunum og í
frostinu undanfarna daga hefur
hún verið auðséð á lítilli vök við
Iðnó. Á myndinni er skúfónd
fremst, síðan hringönd og aftast
er svo grágæs.
-----♦-♦-♦---
Varað við
ísnum á
Fossvogi
LÖGREGLAN í Kópavogi varar fólk
við því að fara út á ísilagðan Kópa-
vog og Fossvog.
I kuldanum undanfama daga hef-
ur vogana lagt og í gær hafði lög-
regla afskipti af bömum sem voru
komin út á ísinn skammt frá Nesti í
Fossvoginum. Að sögn lögreglu eru
sorgleg dæmi þess að böm hafi hætt
sér út á ísinn.
Lögregla segir að ísinn sé stór-
hættulegur og beinir þeim tilmælum
til foreldra að þeir brýni fyrir böm-
um sínum hættuna af slíkum leik.
-------------
Austfirð-
ingar vilja
Keiko
BÆJARYFIRVÖLD á Eskifirði,
Reyðarfirði og í Neskaupstað hvetja
íslensk stjómvöld tO að veita því
brautargengi að háhyrningurinn
Keiko verði fluttur til Eskifjarðar og
„sleppt í sitt upprunalega umhverfí
við Austurland," eins og segir í sam-
eiginlegi’i ályktun bæjaryfirvalda
þessara bæja.
í ályktuninni segir ennfremur að
verði það niðurstaðan að Keiko verði
fluttur til landsins séu bæjaryfirvöld
reiðubúin til að gera það sem i þeirra
valdi stendur til að verkefnið takist
sem best og vera í nánu samstarfi við
samtökin Frelsið Willy Keiko um
framkvæmd málsins.
Undir ályktunina skrifa bæjar-
stjórarnir á Eskifirði og Neskaup-
stað, Amgrímur Blöndal og Guð-
mundur Bjamason, og ísak J. Ólafs-
son sveitarstjóri á Reyðarfirði.