Morgunblaðið - 06.03.1998, Side 26

Morgunblaðið - 06.03.1998, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Róttæk tilraun til að draga úr skriffínnsku í Kína Ráðuneytum og ríkis- starfsmönnum fækkað Peking. Reuters. KÍNVERSKA þingið var sett í gær og Li Peng forsætisráðherra kynnti þar áform um að leggja niður fjórð- ung ráðuneyta og æðstu ráða lands- ins og fækka starfsmönnum ríkisins. Þetta er róttækasta tilraunin í sögu kínverska kommúnistaflokksins til að draga úr skriffinnsku og umsvif- um ríkisins. Li sagði að ellefu af 40 ráðuneyt- um og æðstu ráðum landsins yrðu lögð niður og valdsvið annarra ráðu- neyta aukið til að draga úr skrif- finnskunni, sem stæði atvinnulífinu fyrir þrifum og væri orðin þungur baggi á ríkinu. Kínverskir fjölmiðlar hafa sagt að starfsmönnum æðstu stofnana ríkisins og kommúnista- flokksins verði fækkað um allt að ÍJórar milljónir á næstu þremur ár- um. Forsætisráðherrann áréttaði að stjórnin stefndi einnig að því að selja eða leggja niður ríkisfyrirtæki, sem rekin eru með tapi, á næstu þremur árum og setja strangari reglur um starfsemi viðskiptabankanna sem eru komnir á heljarþröm. Hann sagði að ekki yrði hjá því komist að segja upp starfsmönnum vegna þessara breytinga en lagði áherslu á að ríkið myndi greiða þeim bætur og aðstoða þá við að finna nýja atvinnu. I ræðu forsætisráðherrans kom einnig fram að stjómin gerir ráð fyr- ir því að hagvöxturinn verði um 8% í ár þrátt fyrir fjármálaumrótið í Asíu að undanförnu. Nokkrir fjármálasér- fræðingar töldu þessa spá stjórnar- innar of bjartsýna. Síðasta stefnuræða Lis Li áréttaði að ekki kæmi til greina að fella gengi kínverska gjaldmiðils- ins ti! að stuðla að meiri útflutningi vegna gengishrunsins í öðrum lönd- um Asíu, sem hefur gert útflutnings- vörur samkeppnislandanna ódýrari. Þetta var síðasta stefnuræða Lis á þinginu sem forsætisráðherra þar sem hann verður að láta af embætt- inu síðar árinu vegna stjórnar- skrárákvæðis um að enginn megi gegna því lengur en í tíu ár. Búist er við að þingið skipi Zhu Rongji í embættið, en hann hefur haft yfir- umsjón með efnahagsumbótum stjórnarinnar. Líklegt er að Li verði forseti þingsins í stað Qiao Shi, sem var þriðji valdamesti maður kommún- istaflokksins þar til í september þeg- ar hann var lækkaður I tign að til- hlutan Jiangs Zemins forseta. Reuters ÆÐSTU embættismenn Kína ganga inn í Alþýðuhöllina í Peking áður en kínverska þingið var sett þar í gær. Þeir eru, frá vinstri: Zhu Rongji aðstoð- arforsætisráðherra sem búist er við að verði næsti forsætisráðherra, Qiao Shi, fráfarandi forseti þingsins, Jiang Zemin forseti Kína og Li Peng for- sætisráðherra sem lætur af embættinu síðar á árinu. Kohl snupraður FULLTRÚAR samstarfs- flokks Kristilegra demókrata (CDU), flokks Helmuts Kohls, kanslara Þýska- lands, svik- ust undan merkjum í gær er þeir greiddu at- kvæði með stjómar- andstöð- unni um að breytingar verði gerðar á lagafrumvarpi um stjómarskrárbreytingu sem veita mun lögreglu víðtækari heimildir til hlerana. Sjö þingmenn Frjálsra demókrata (FDP) gengu í lið með jafnaðarmönnum (SPD), græningjum og flokki fyrrver- andi kommúnista í Austur- Þýskalandi (PDS), og knúðu fram breytingar á frumvarp- inu, en samkvæmt því hefðu hleranaheimildir lögreglu orð- ið meiri en nokkru sinni frá því á tímum nasista. Sprengdu sjúkrahús SJÖ létust og 46 særðust er herflugvél Súdanstjómar varpaði sprengjum á sjúkra- hús á yfirráðasvæði uppreisn- armanna í gær að því er norsk hjálparsamtök greindu frá. Þrettán sprengjum var varp- að og lentu fimm á sjúkrahús- inu sjálfu og eyðilagðist m.a. skurðstofa. Tvö böm vom meðal þeirra sem létust. Nýr sjúk- dómur Netanyahu segir Evrópubúa skorta skilning á málefnum Míð-Austurlanda „Einungis B andaríkj amenn skilja okkur“ Madríd. Reuters. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, sagði í blaðavið- tali í gær að Evrópubúa skorti þekkingu á Mið-Austurlöndum. Einungis Bandaríkjamenn hefðu skilning á hlutskipti Israela. Net- anyahu er nú á ferð um Evrópu- ríki til þess að reyna að fá aðstoð við að koma á friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs, að því er hann sagði í viðtali við E1 Pais. Netanyahu ítrekaði að hann myndi aldrei samþykkja að stofnað yrði sjálfstætt ríki Palestínu, því slíkt myndi hafa algera ringulreið í för með sér. Netanyahu hóf Evr- ópuför sína í Madríd en heldur síð- an til Bonn, Óslóar og London í leit að stuðningi við afstöðu Isra- ela f deilunni við nágrannaríkin. Netanyahu tjáði E1 Pais að hann hefði í vikunni sem leið sagt sendiherrum Evrópu- sambandsins að Evr- ópa gæti séð um að miðla málum milli ísraela og Libana um brottflutning fsraelsks herliðs frá suðurhluta Lfbanons. En Net- anyahu sagði enn- fremur að fortíð Evr- ópuríkja sem nýlendu- herra kæmi í veg fyrir að Evrópubúar gætu skilið málefni Mið- Austurlanda. „Evr- ópubúar vita ekkert um Mið-Austurlönd,“ sagði Netanyahu, og hélt því fram að í Evrópu hefði verið dregin upp sú ranga mynd að ísrael væri Gol- íat að berja á Davíð. Netanyahu sagði að nýlendufortíð Evrópu- rikjanna leiddi til þess að Evrópumenn litu „hæðirnar við Jerúsal- em og Samaríu sömu augum og hæðirnar sem Frakkar réðu í Alsír og Spánverjar réðu á Filippseyjum. Einungis Bandarfkja- menn hafa skilning á hlutskipti okkar, en það er ekki vegna þess, eins og margir halda, að þar býr mik- ill fjöldi gyðinga, heldur vegna þess að þeir finna til sam- kenndar með okkur sem hið nýja, fyrirheitna land, sem Bandarfkin eru.“ Benjamin Netanyahu um framtíð Puerto Rico Kosið verði SAMÞYKKT var með naumum meirihluta í full- trúadeild Bandaríkjaþings á miðvikudagskvöld frumvarp um að efnt skuli til sérstakrar atkvæða- greiðslu á Puerto Rico á þessu ári um framtíð þess, að því er Associated Press greindi frá í gær. Samþykki öldungadeildin frumvarpið munu Pu- erto Ricanar greiða atkvæði um það hvort þeir vilji áfram verða bandarískt samveldisland, gerast 51. ríki Bandaríkjanna, eða verða sjálfstætt ríki. Frumvarpið var samþykkt með 209 atkvæðum gegn 208. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar demókrata og repúblíkana í fulltrúa- deildinni, voru fylgjandi fhimvarpinu. Andstæð- ingar frumvarpsins reyndu að leggja stein í götu fylgismanna þess með breytingatillögu um að ef Puerto Ricanar veldu að gerast ríki í Bandaríkjun- um yrðu þeir að sættast á að enska yrði eina opin- bera málið á eynni, þar sem íbúar eru flestir spænskumælandi. Tillagan var samþykkt með þeirri breytingu að verði Puerto Rico hluti af Bandaríkjunum muni þar gilda sömu reglur um tungumál og gilda annars staðar í Bandaríkjunum, þar sem ríkin geta haft tvö opinber mál. Geta barist fyrir Bandaríkin en ekki kosið í ár er öld liðin frá því Puerto Rico varð að banda- rísku landsvæði, en áður var eyjan spænsk nýlenda. íbúamir eru nú 3,8 milljónir og eru bandarískir rík- isborgarar en hafa ekki atkvæðisrétt í kosningum í Bandaríkjunum. Þeir eiga einungis áheymarfull- trúa á bandaríska þinginu. Stuðningsmenn frum- varpsins bentu á að Puerto Ricanar hafi barist fyiir Bandaríkin og látið lífið fyrir þau, en aldrei fengið að hafa áhrif á hver er kjörinn forseti þeirra. Hector Cruz, Puerto Ricani sem barðist í Ví- etnamstríðinu, tók þátt í kröfugöngu fyrir utan þinghúsið í Washington og hvatti til þess að Puerto Rico yrði gert að 51. ríki Bandaríkjanna. Hann tjáði Reuters að faðir hans og afi hefðu barist fyrir Bandaríkin í heimsstyrjöldunum tveim og að dóttir hans væri í bandaríska landgönguliðinu og hefði tekið þátt í hernaðaraðgerðum við Persaflóa 1991. Cmz sagði að yrði Puerto Rico hluti af Bandaríkj- unum myndi það tryggja honum bandarískan ríkis- borgararétt, en núverandi staða Puerto Rico gerði það ekki, þar sem hann er ekki verndaður sam- kvæmt bandarísku stjómarskránni. Ekki nldr einhugur meðal íbúanna um hver skuli verða framtíðarstaða Puerto Rico. Þeir sem hlynnt- ir em sambandsveldisstöðu áfram segja að frum- varpið hygli vilja þeirra sem hlynntir séu ríkisstöðu. STÖÐUGIR vöðvaverkir, þreyta og lágur hiti einkenna sjúkdóm sem uppgötvaður hefur verið í Frakklandi, að því er heilbrigðisyfirvöld þar greindu frá í gær. Síðan 1993 hafa læknar greint um 20 til- vik þessarar nýju veiki, sem ekki hefur hlotið nafn, og er orsaka hennar enn leitað. Sérfræðingar telja að sjúk- dóminn megi rekja til örvem sem svipi til berklasýkilsins (Mycobacterium Tuberculos- is). Sýni af sýktum vöðvavef vora send til greiningar hjá Forvamamiðstöð Bandaríkj- anna og þar fékkst sú niður- staða að veikin væri áður óþekkt. Dæmigerður sjúklingur er á milli fertugs og fimmtugs og hefur oft dvalist á sjúkrahúsi, oft orðið veikur og er áfátt í hreinlæti. Verkir era oft í vöðv- um, liðamótum og útlimum. Gangamenn fengu taugaskaða STAÐFEST hefur verið með rannsóknum að sjö starfs- menn Romerikspprten-jarð- ganganna milli Óslóar og Gardermoen-flugvallar í Nor- egi hlutu taugaskaða af völd- um þéttiefnis, Rhoca-Gil, sem notað var til að þétta vatnsleka í göngunum. Til við- bótar fékk fjöldi starfsmanna við gangagerðina astma og húðsjúkdóma af efninu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.