Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 31 Steinn Sig- urðsson sýnir í Listakoti STEINN Sigurðsson opnar mál- verkasýningu í Galleríi Listakoti, Laugavegi 70, laugardaginn 7. mars. Þetta er þriðja einkasýning Steins og málar hann með akríl á striga. Myndirnar sýna flestar borg- arlíf með stemmningu frá hinum ýmsu borgum og leitast hann við að nota skæra og lítið blandaða liti, seg- ir í fréttatilkynningu. Á Veraldarvefnum má finna nokkrar af eldri myndum Steins. Netfangið er www.vortex.is/Isteinn. Sýningin í Listakoti stendur til 22,mars. ---------------- Sýningar í gall- eríkeðjunni Sýnirými í mars SÝNINGAR á símbréfum, sem send hafa verið inn á Islenska símbréfalistatvíæringinn í galleríi Sýniboxi við Vatnsstíg, byrja laugar- daginn 7. mars. Fyrri sýningin var haldin í sýningarsalnum við Hamar- inn í Hafnarfirði fyrir tveimur árum. I galleríi Barmi sýnir Sigurður Árni Sigurðsson íslenskt vatn. Ber- andi gallerísins að þessu sinni er Þorvaldur Þorsteinsson sem dvelur um þessar mundir í Kaliforníu. I símsvaragalleríinu Hlust mun Haraldur Karlsson kynna „Harð- stjórann". „Gallerí Hlust heldur í heiðri algjöru málfrelsi eða hljóð- frelsi og því meðal örfárra miðla í veröldinni sem ekki er undir fyrir- hyggjusömu eftirliti," segir í frétta- tÚkynningu. Síminn í galleríi Hlust er 551 4348. -------♦♦♦------ Steingrímur St.Th. sýnir á Vestfjörðum UNDANFARNA daga hefur Stein- grímur St.Th. Sigurðsson, sem nú er búsettur í Hnífsdal að Fitjateigi, haldið málverkasýningu á Vestfjörð- um. Hann sýndi fyrst í Bíldudal á vegum Jóns Þórðarsonar skipstjóra. Næst sýndi Steingrímur í Tálkna- firði, Hóli, húsi verkalýðs- og sjó- mannafélagsins og nú stendui- yfir sýning Steingríms í Kaffisal Odda hf. á Patreksfirði og í kvöld, föstudag kl. 21 mun Ragnar Guðmundsson frá Brjánslæk flytja þar frumsamið ljóð um sýningarhald Steingríms fyrir vestan. Sýningu Steingríms lýkur sunnu- daginn 8. mars. -------♦♦-♦----- Sýningum lýkur Nýlistasafnið SÝNINGU Önnu Líndals, Benedikts Kristþórssonar og tvíburabræðr- anna Andreas og Michael Nitschke lýkur nú á sunnudag. Nýlistasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Gallerí Fold Sýningu Þorfinns Sigurgeirsson- ar, Þögn, lýkur nú á sunnudag. Gallerí Fold er opið alla daga frá kl. 10-18, laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl. 14-17. Gallerí 20 fm Sýningu Elsu D. Gísladóttir, Sól- setra á milli, lýkur nú á sunnudag. Sýningin er opin frá kl. 15-18. -------♦♦-♦----- Kynningarfundur á listhandverksfóHd HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ís- lands stendur fyrir kynningu sunnu- daginn 8. mars kl. 14-16 á hand- verksfólki í húsakynnum sínum á Laufásvegi 2, Reykjavík. Handverksfólkið sem mun kynna sig og verk sín er: Anna María Geirsdóttir, vefnaður, Astrid Björk Eiríksdóttir, orkering, Páll Krist- jánsson, hnífagerð, Rut Bergsteins- dóttir, endurvinnsla, og Þórhildur Þorgeirsdóttir, gullsmíði. Morgunblaðið/Kristinn Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónleikar í sal MH TÓNLEIKAR Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykja- vík verða haldnir í sal Menntaskólans við Hamra- hlíð sunnudaginn 8. mars og Jiefjast kl. 17. Á efnisskrá eru Car- neval, forleikur op. 92 og Sinfóma nr. 7 í d-moll eft- ir A. Dvorák. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson. Myndin hér til hliðar var tekin á æfingu Hljómsveit- ar Tónlistarskólans í Reykjavík. Ovitarnir í Borgarnesi Borgarnes. Morgunblaðið. LEIKDEILD Ungmennafélags- ins Skallagríms í Borgamesi fmmsýnir barnaleikritið Óvita eftir Guðrúnu Heljgadóttur í samkomuhúsinu Oðali í Borgar- nesi laugardaginn 7. mars næst- komandi. Leikdeild Skallagríms hefur að undanförnu æft leikritið Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur undir stjóm Harðar Torfasonar leikstjóra. Leikendur em 24, flestir á aldrinum frá 8 til 14 ára, en alls taka um 40 manns þátt í uppfærslunni. í leikritinu em það börnin sem að Ieika þá fullorðnu og þeir fullorðnu sem leika börn. Leikritið Óvitar var framsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1979, verk- ið var aftur tekið til sýninga í Þjóðleikhúsinu árið 1989. AIls urðu sýningarnar í Þjóðleikhús- inu um 100 og áhorfendur hátt í fimmtíu þúsund talsins. Að sögn forsvarsmanna Leik- deildar Skallagríms má segja að þessi uppfærsla sé beint fram- hald af vel heppnuðu leiklistar- námskeiði sem haldið var á vegum leikdeildarinnar í Borg- arnesi s.I. haust. En alls sóttu um 70 krakkar á aldrinum frá 10 til 12 ára það námskeið sem Gísli Rúnar Jónsson Ieikari stjórnaði. Morgunblaöið/Svanur/Theodór HLUTI leikarahópsins í gamanleikritinu Óvitum á æfingu í samkomu- húsinu Óðali í Borgamesi. í Linsunni starfar sérmenntaö fólk sem veitir þér faglega ráögjöf og þjónustu viö val á réttum linsum. Augun þin eiga þaö skiliö aö þú gerir kröfur. LINSAN A ð a I s t-' r æ t i 9 sími 55 1 5055
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.