Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Innflutningi ekki hætt á „ham- borgarahlaupi“ INGVAR J. Karlsson, eigandi heildverslunar Karls K. Karls- sonar, segist ekki hafa í hyggju að hætta innflutningi Trolly sæl- gætishlaups. Hann sé að sjálf- sögðu feginn því að ekki hafi farið verr er sælgæti af þessari gerð stóð í átta ára dreng á Akureyri á miðvikudag en líti ekki svo á að um hættulega vöru sé að ræða. „Ég hafði samband við fram- leiðandann í gærmorgun til að kanna hvort hann þekkti til slíkra atvika og fékk þær upp- lýsingar að milljónir þessara hlaupstykkja hefðu verið seldar síðastliðin tíu ár án þess að til vandræða hefði komið,“ segir hann. „Hins vegar er aldrei of var- lega farið. Ymis matvara getur staðið í fólki og mikilvægt er að foreldrar brýni fyrir börnum sín- um að bíta í sælgæti af þessari stærð og að tyggja alltaf vel áður en kyngt er.“ Engar reglur um stærð matvæla Guðrún E. Gunnarsdóttir hjá Hollustuvernd rfldsins segir eng- ar reglur til um stærð sælgætis eða annarra matvæla. Hins vegar séu til reglur um stærð hluta og leikfanga sem komi með þeim. „Ég sé ekki alveg fyrir mér að von sé á slíkum reglum," segir hún. „Enda held ég að það sé mjög erfitt að girða fyrir svona lagað. Það getur alltaf hrokkið ofan í fólk og það eina sem ég tel að hægt sé að gera er að brýna fyrir fólki að passa smábörnin.“ Guðrún segist hafa athugað það sælgæti sem um sé að ræða og hún telji ekkert athugavert við það fremur en annað sambæri- legt sælgæti. Alda Sigurðardóttir, inn- FRETTIR Morgunblaðið/Kristinn „HAMBORGARAHLAUPIÐ" er nú víða horfið úr verslunum. kaupastjóri Nóatúns, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ákveðið hefði verið að taka hlaupið, sem er í laginu eins og hamborgarar, úr sölu í verslun- um Nóatúns. Hertha Þorsteinsdóttir, inn- kaupasljóri Yöruveltunnar, lét einnig taka sælgætið, sem hún segir að hafi selst mjög vel, úr sölu í 10-11 verslununum, eftir að hafa heyrt um atvikið á Akur- eyri. „í verslunum Vöruveltunn- ar hefur sælgæti ekki verið selt í lausu vegna þess hve krakkar sækja í það,“ segir hún. „Við höf- um m.a. óttast að óvitar styngju því upp í sig, án þess að fylgst væri með þeim, og að þeir færu sér þannig á voða.“ Heilsugæslulæknar yfírleitt ósáttir við úrskurð kjaranefndar „Þar sem best lætur halda menn því sem þeir hafa“ HEILSUGÆSLULÆKNAR víða um land, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, eru heldur ósáttir við úr- skurð kjaranefndar um laun heilsu- gæslulækna þó að sumir þeirra telji þær skipulagsbreytingar sem hann hefur í för með sér jákvæðar að því leyti að vinnuálag verði minna. Flestir segjast þeir óttast að enn erfiðara verði en áður að manna stöður heilsugæslulækna á landsibyggðinni og að enn færri velji að sérhæfa sig í heimilislækn- ingum. Urskurðurinn verður til umræðu á fundi Félags íslenskra heimilislækna í dag og búast marg- ir við miklum hitafundi. Atli Ámason, heilsugæslulæknir í Grafarvogi, álítur að með úr- skurði kjaranefndar hafi gerst mjög alvarleg tíðindi. „Ég sé í fljótu bragði ekki betur en að heildarkostnaður heilbrigðiskerfis- ins gagnvart heilsugæslulæknum lækki jafnvel um eitthvað á annað hundrað milljónir króna," segir Atli. Hann telur að erfitt verði að finna þá heilsugæslulækna sem Klippt á bjúgna- borða HÚSAVÍKURDAGAR standa nú yfir í Nóatunsverslunum. Kynnt- ar verða ýrasar vörur ættaðar frá Húsavík á tilboðsverði og meðal þess góðgætis sem í boði er má nefna Húsavíkurhangikjöt, taðreykta sperðla og Húsavíkur- jógúrt. Á myndinni er Halldór Blöndal samgönguráðherra að opna Húsayíkurdaga með því að klippa á þar til gerðan „bjúgna- borða“ í Nqatúni í Austurveri. Þess má geta til gamans, að Hús- víkingar npta orðið sperðill yfir bjúga. Húsávíkurdagar standa yfir í tvær vikur og lýkur 17. mars. muni hagnast á breytingunni. Það yrðu þá helst læknar í einmenn- ingsumdæmum, þar sem ekki hef- ur þegar verið samið um staðar- uppbót. Margir ungir læknar íhuga að breyta yfir í aðra sérgrein Jón B.G. Jónsson, heilsugæslu- læknir á Patreksfirði, segir niður- stöðu kjaranefndai- skelfilega. „Með þessu móti lækka laun nán- ast alls staðar. Þar sem best lætur halda menn því sem þeir hafa í dag,“ segir hann og kveðst ekki skilja þá ánægju með úrskurðinn sem Gunnar Ingi Gunnarsson, for- maður samninganefndar heilsu- gæslulækna, hefur lýst yfir. „Mér finnst að bæði stjómin og samn- inganefndin ættu að segja af sér, það er ekki hægt að sætta sig við að menn lækki í launum," segir Jón. Hann segir ljóst að margir ungir læknar, þar á meðal hann sjálfur, íhugi nú að breyta yfir í aðra sérgrein. Á Eskifirði og Reyðarfirði er ástandið vægast sagt mjög slæmt, að sögn Stefáns Oskarssonar, for- manns stjórnar heilsugæslunnar þar, sem þjónar rúmlega 1.700 íbú- um svæðisins. Þar eiga að vera tveir starfandi heilsugæslulæknar en afar illa hefur gengið að manna. stöðumar að undanförnu. Á síð- ustu fjórtán mánuðum hafa 30 læknar komið þar við sögu, flestir vom þeir fimm í einni og sömu vik- unni, að sögn Stefáns. Hann sagð- ist í gær ekki enn vera farinn að sjá úrskurð kjaranefndar en eftir því sem honum skildist á öllu gerði hann ekki ráð fyrir að betra tæki við. Hætt við að flótti lækna frá dreifbýlinu haldi áfram Valþór Stefánsson, heilsugæslu- læknir á Akureyri og stjórnarmað- ur í Félagi íslenskra heimilislækna, segir viðbrögðin við úrskurði kjaranefndar almennt slæm. „Hér á Akureyri eram við kannski að- eins jákvæðari. Hér era menn ánægðir með að fara á fastlauna- samning, þó að það hafi hugsan- lega mátt gera betur. En við ótt- umst að þetta dragi enn frekar úr nýliðun og ekki mátti nú við því. Hvort menn tapa eða græða þegar upp er staðið á svo eftir að skoða nákvæmlega. Vissulega fæst eitt- hvað út úr því að hafa fóst laun og halda þeim í orlofi,“ segir Valþór. Hann segir það stóran galla á úr- skurðinum að þar sé gert ráð fyrir að menn skili sinni vinnu innan 40 stunda vinnuviku. „Við vitum að það gengur ekki upp og það á eftir að leysa.“ Úrskurðurinn veldur Þóri B. Kolbeinssyni, heilsugæslulækni á Hellu, sáram vonbrigðum hvað launahliðina varðar en hann telur þó ákveðnar skipulagsbreytingar sem úrskurðurinn hefur í för með sér jákvæðar. Hvað kjör dreifbýlis- lækna varðar segist hann ekki sjá að úrskurðurinn bæti úr nema á örfáum einmenningsstöðum þar sem kjörin hafa verið mjög rýr og hann kveðst hræddur um að flótti lækna frá dreifbýlinu haldi áfram. Morgunblaðið/Kristinn ' \ ~ ý........ Farbann yfir árás- armanni staðfest HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um farbann yfir tuttugu og sex ára gömlum Bandaríkjamanni, sem hefur játað líkamsárás á íslenskan jafnaldra sinn síðasta laugar- dag. Islendingurinn var sofandi þegar Bandaríkjamaðurinn réðst á hann og gekk í skrokk á honum með þeim afleiðing- um meðal annars að sá fyrr- nefndi höfuðkúpubrotnaði, kinnbeinsbrotnaði og hlaut fleiri áverka. Bandaríkjamaðurinn var handtekinn á leið frá vettvangi árásarinnar og úrskurðaður í farbann 28. febrúar síðastlið- inn eftir að hann gekkst við verknaðinum, en ekki þótti ástæða til að krefjast gæslu- varðhalds yfir honum af þeim sökum. Var honum bönnuð brottför úr landi allt til mið- vikudagsins 1. apríl næstkom- andi. Hann skaut málinu til Hæstaréttar með kæra sam- dægurs og krafðist þess að farbanni yrði aflétt, en í Hæstarétti var kröfunni hafn- að með vísan til forsendna úr- skurðar Héraðsdóms Reykja- ness. Dóminn kváðu upp hæsta- réttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claes- sen og Markús Sigurbjöms- son. Reykjavíkurhöfn Framtíðar- möguleikar verði kannaðir BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu borgarráðsfull- trúa Reykjavíkurlistans um að fela hafnarstjóm að kanna þá möguleika sem sameining Reykjavíkur og Kjalarnes- hrepps gefur fyrir framtíðar- þróun Reykjavíkurhafnar. Til- lagan var samþykkt með þremur atkvæðum. Á fundi borgarráðs voru lagðar fram bókanir vegna til- lögunnar og í bókun sjálfstæð- ismanna segir að þeir hafi þeg- ar látið kanna möguleika á hafnaraðstöðu við Álfsnes. Niðurstaðan sé sú að ef þörf væri á nýrri höfn þá væru möguleikamir þar. I bókun borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista segir að til- lögur um höfn í Eiðsvík og at- hafnasvæði í Geldinganesi hafí lengi legið fyrir. Bent er á að í Aðalskipulagi 1990-2010, sem unnið var undir forystu sjálfr stæðismanna, var formlega staðfest lögun hafnarsvæðis í Geldinganesi og Eiðsvík. Borgarráðsmenn sjálfstæð- ismanna lögðu þá fram tillögu um að borgarráð samþykkti að fram færi athugun á þörf fyrir framtíðarhafnarsvæði miðað við þróun og uppbyggingu hafna á Stór-Reykjavíkur- svæðinu frá Grundartanga suður til Helgúvíkur. í þeirri athugun verði sérstaklega hugað að mati á framtíðarþörf fyrir viðlegukant skipa og um- skipunarsvæði óg'hins vegar óskum fyrirtækja um atvinnu- lóðir sem ekki tengjast beint hafnarstarfsemi og gætu því verið á öðrum atvinnusvæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.