Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ELÍN RÓSA
VALGEIRSDÓTTIR
+ Elín Rósa Val-
geirsdóttir fædd-
ist í Litlu-Þúfu í
Miklaholtshreppi í
Hnappadalssýslu 23.
febrúar 1936. Hún
lést á St.
Fransiskusspítalanum
í Stykkishólmi 26.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guðlaug
Jónsdóttir, húsfreyja
í Miklaholti, f. 23.11.
*- 1907, d. 17.7. 1997, og
Valgeir Elíasson,
bóndi f Miklaholti, f.
22.1. 1906, d. 20.5. 1992. Elín
Rósa átti eina systur, Gyðu, f.
19.4. 1938, starfsstúlka í Lauga-
gerðisskóla, en hún býr í Mikla-
holti. Árið 1939 fluttist Elín Rósa
ásamt fjölskyldu sinni að Mikla-
holti í Miklaholtshreppi og ólst
þar upp.
Hinn 19. maí 1956 giftist Elín
Rósa eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Guðbjarti Alexanderssyni frá
Stakkhamri í Miklaholtshreppi, f.
16.8. 1931. Þau eignuðust tvo
syni. Þeir eru: 1) Alexander, f.
6.10. 1956, rafvirki
og búsettur í Ringe í
Danmörku. Kona
hans er Anne Marie
og eiga þau þrjú
börn, Jónas, 13 ára,
Daníel, 10 ára, og
Júliu, 7 ára. Áður átti
Alexander dótturina
Rósu Gyðu, f. 24.7.
1978, sem oft var
langdvölum hjá
ömmu sinni og afa í
Miklaholti. 2) Val-
geir, f. 12.3. 1960,
deildarstjóri hjá TVG
Ziemsen. Kona hans
er Unnur Vilhjálmsdóttir og eiga
þau þijá syni, Vilhjálm, 7 ára,
Guðlaug, 5 ára, og Elías Rúnar,
sex mánaða.
Fyrstu fimm árin bjuggu Elín
Rósa og Guðbjartur í sambýli við
Guðlaugu og Valgeir í Miklaholti,
en árið 1961 fluttu þau í nýtt hús,
Miklaholt II, nýbýli út frá Mikla-
holti og hafa búið þar allar götur
síðan.
Elín Rósa verður jarðsungin
frá Miklaholtskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar Elínar Rósu með fá-
einum orðum. Elínu kynntist ég
fyrir tæpum tíu árum er ég og Val-
geir sonur hennar rugluðum saman
reitum okkar. Fór ég að venja kom-
ur mínar í sveitina til hennar og
Guðbjarts. Eg hafði aldrei kynnst
sveitastörfum fyrr en ég kom í
Miklaholt. Það var mjög ánægju-
legt að fylgjast með Elínu í fjárhús-
unum þar sem hún virtist kunna
gýnjög vel við sig og þá sérstaklega
hafði ég gaman af að vera með
þeim hjónum í kringum sauðburð-
inn.
Elín hefur alla tíð reynst mér og
drengjunum okkar þremur vel, þó
aðallega þeim Vilhjálmi og Guð-
laugi, þar sem hún hefur lítið getað
fylgst með Elíasi Rúnari þar sem
hann er bara sex mánaða gamall,
en við sem eftir erum reynum eftir
fremsta megni að segja honum frá
ömmu Elínu.
Mig langar líka til að þakka
henni þá hlýju er hún sýndi foður
mínum síðustu þrjú árin hans eftir
að móðir mín lést. Kom hann iðu-
lega á þessum árum með okkur í
#fcsveitina og var vel tekið á móti hon-
um af þeim hjónum.
Einnig langar mig að þakka fyrir
að hafa haft tækifæri til þess að
fara með þeim Elínu og Guðbjarti
ásamt minni fjölskyldu til Dan-
merkur á síðasta sumri til þess að
heimsækja Alla og hans fjölskyldu.
Var það Elínu mikils virði að geta
komist þessa ferð.
Elín var gestrisin kona og tók
ávallt vel á móti öllum sem sóttu
Blómabúðin
öa^ðskom
v/ lrossvogski>‘kjMga»*ð
Sími: 554 0500
Sorgar og
samúðarmerki
Borið við minningarathafhir
ogjarðarfarir.
Allur ágóði rennur til
líknarmála.
Fæst á bensínstöðvum,
í Kirkjuhúsinu og í
blómaverslunum.
H KRABBAMEINSSJÚK BÖRN
<St" HIÁLPARSTOFNUN
VTÍZ KIRKJUNNAR
þau hjón heim, sama hvern bar að
garði. Elín hafði mjög gaman af því
að geta spilað hvað svo sem spilið
hét og sátum við oft fram á nótt við
spilamennsku þegar við vorum í
sveitinni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Að lokum bið ég algóðan guð að
styrkja Guðbjart í þessari þungu
raun. Einnig votta ég öðrum ætt-
ingjum samúð mína.
Unnur.
Ella Rósa er látin eftir erfíða
sjúkdómslegu. Hún var einhver
heilsteyptasta manneskja sem ég
hef kynnst.
Þegar ég kynntist Ellu Rósu fyr-
ir rúmlega 20 árum fann ég strax
fyrir þessari hlýju og þessu trausti,
sem stafaði frá henni. Hún fram-
kvæmdi ekki hlutina með hávaða og
látum, en var sífellt að og féll sjald-
an verk úr hendi. Allt var þetta
gert með þeirri hæversku og hóg-
værð sem einkenndi hana.
Hún var traustur klettur sinnar
fjölskyldu og missir eiginmanns og
annarra aðstandenda er mikill.
Dætrum mínum reyndist hún alla
tíð framúrskarandi vel og eiga þær
hlýjar og ljúfar minningar úr sveit-
inni frá ömmu og afa. Slíkar minn-
ingar tekur enginn frá manni, þær
lifa og halda á loft merki þessarar
góðu konu.
Þetta líf var orðið þvílík þraut
fyrir Ellu Rósu, að vistaskiptin
voru í raun léttir. En orð sefa ekki
sorgina eða eftirsjána, en megi góð-
ur guð styrkja alla aðstandendur á
þessari erfíðu stundu. Guðbjartur
og aðrir aðstandendur, mínar hlýj-
ustu samúðarkveðjur til ykkar.
Eygló.
Elsu amma mín. Ég veit eigin-
lega ekki hvemig ég á að byrja, svo
ég reyni bara að skrifa beint frá
hjartanu. Þú varst svo yndisleg. Ég
kom í sveit til þín fyrst fímm ára
gömul og einn af þínum eiginleikum
var sá að þú kunnir vel á börn, svo
góð og þolinmóð. Ég man þegar ég
leiddi þig út í fjós og fann hrjúfar
hendur þínar sem voru þurrar eftir
sótthreinsiefnið sem notað var til
að þvo kúnum. Ég man að ég óskaði
þess alltaf að fá alveg eins hendur
og þú og sullaði ég því vel og vand-
lega í vatninu. Þú gafst þér alltaf
svo mikinn tíma fyrir mann, t.d.
saumaðir þú dúkkufót sem voru
prýdd með alls kyns líningum og
svo vönduð að þau eru ennþá til, 15
árum seinna, og alveg jafn heil.
Já, amma mín, þú varst yndisleg
og aldrei skiptir þú skapi enda þótt
ég kallaði þig minnst tíu sinnum til
mín eitt kvöldið til að bursta
maurana úr rúminu sem var að vísu
bara eitthvert lítið svart kusk.
Elsku amma mín, ég veit að þér
líður betur þar sem þú ert núna þar
sem þínir síðustu dagar hér voru
erfiðir. Guð geymi þig, amma mín.
Elsku afí og aðrir aðstandendur,
ég votta ykkur mína dýpstu samúð.
Elín.
Elsku amma mín.
Ég get ekki annað en verið pínu-
lítið sár út í tilveruna að fara svona
með þig. Þú sem lifðir heilbrigðasta
lífi sem ég veit um.
Ég á margar góðar minningar
sem munu halda áfram að varðveit-
ast í hjarta mínu. En eitt vil ég
segja sem ég sagði aldrei:Takk fyr-
ir að vera þú og ekki síst fyrir að
vera amma mín.
Elsku afí, megi guð gefa þér all-
an þann styrk sem þú þarft á að
halda.
Ykkar
Hulda.
Elsku amma.
Ég á svo bágt með að trúa því að
þú sért farin frá okkur. Af hveiju
þurfti þetta að koma fyrir þig? Það
er svo óréttlátt. Þið afi hafíð alltaf
verið einn af mínum föstu punktum
í lífinu.
Undanfarna mánuði hefur hugur
minn hvarflað til sumranna í sveit-
inni og margar minningar hafa
brotist upp á yfirborðið. Ég minnist
timans sem við eyddum í að
skrúbba fjósið hátt og lágt. Mikið
þótti okkur tilhugsunin leiðinleg en
það varð þó bærilegra, og á stund-
um skemmtilegt, þegar við vorum
komnar út í fjós vopnaðar skrúbb-
um og sápuvatni og byrjaðar að
skrúbba. Við leystum oft mörg
heimsins vandamál þarna í fjósinu.
Og aumingja Surtur, blindi og
bæklaði heimalingurinn, sem afí
þurfti á endanum að lóga. Þegar afí
fór út með byssuna, tókstu mig í
fangið, rerir með mig og leyfðir
mér að gráta út. Það sem átti mest-
an þátt í að sefa grátinn var að ég
fann að það fór illa í þig að heyra
skothvellinn og vita að lambið var
dáið. Seinna komstu stundum með
mér þegar ég lagði blóm á „leiðið“
hans. Svo var einu sinni rolla fóst í
skurði uppi á Stykkjum. Afí var
ekki heima svo að við fórum með
kaðla og drógum rolluna upp. Hún
var alveg blýföst og það var hræði-
lega erfitt að draga hana upp þar
sem ullin var líka orðin svo blaut að
rollan dróst alltaf niður aftur. En
þú varst ekki á því að gefast upp og
loks tókst okkur að koma rollunni
upp á bakkann. Þá vorum við allar
brúnar af drullu og við orðnar sárar
á höndunum eftir kaðalinn. Þú fórst
samt strax að hlúa að kindinni,
þurrka hana og hlýja henni. Síðan
kom afi heim og öll þrjú drösluðum
við rollunni heim og hún hjarnaði
við. En ég man að hendurnar þínar
voru þaktar blöðrum og sárum
marga daga eftir þessar björgunar-
aðgerðir.
Þú skammaðir mig aldrei þó ég
væri lengi að hlutunum eða gleymdi
mér við að skoða blómin þegar ég
átti að vera að gera eitthvað annað.
Þú hafðir alltaf lag á því að út-
skýra allt fyrir mér þannig að ég
skildi það, þar á meðal myrkfæln-
ina. Þú sagðir mér einfaldlega sög-
una af því þegar þú hélst að það elti
þig tuska. Auðvitað var einfóld
skýring á eftirfór tuskunnar og þú
sýndir mér fram á að það eru alltaf
til skýringar á öllu ef maður leitar
eftir þeim og starir ekki bara á yfir-
borðið.
Ég veit ekki hvernig manneskja
ég hefði orðið ef ég hefði ekki feng-
ið að kynnast þér og alast upp að
hluta hjá ykkur afa í sveitinni. Ég
veit bara að það er ómetanlegt að
hafa átt svona góða að.
Ég sagði það víst ekki nógu oft
en ég elska þig, amma mín. Þú
varst mér alltaf sem önnur elskandi
móðir og ég mun ætíð elska þig.
Þín syrgjandi sonardóttir,
Rósa Gyða.
Elsku amma. Við þökkum þér
fyrir alla þá ást og hlýju sem þú
hefur alltaf sýnt okkur. Vonum við
að þér líði sem best hjá Guði og
langömmu og langafa.
Vilhjálmur, Guðlaugur
og Elías Rúnar.
Erfíðum veikindum er lokið hjá
mágkonu minni, Elínu Rósu. Það
eru rúmlega tvö ár síðan hún
greindist með þann illvíga sjúkdóm
sem síðan lagði hana að velli. Það
var þó fyrir um einu ári að hún kom
hingað á sjúkrahúsið í Stykkishólmi
vegna bakveiki sem hrjáði hana.
Hún var illa haldin þegar hún kom
en bar sig ávallt vel og kvartaði lít-
ið. Það fór ekki framhjá þeim sem
daglega umgengust hana að þar fór
kona sem bar ekki tilfínningar eða
sársauka á torg. Heim komst hún
þá héðan, en fékk fljótlega þann úr-
skurð að hún þyrfti annarrar með-
ferðar með. Sá tími reyndist henni
afar erfiður. Hún komst í júní, þó
veik væri, að heimsækja son sinn
og fjölskyldu hans til Danmerkur.
Þessi ferð var henni dýrmæt, að sjá
börnin hans Alla og hvemig hann
byggi þar úti.
Guðbjartur bróðir minn og Ella
Rósa hófu búskap sinn í Miklaholti,
byggðu þar nýbýli og undu sínum
hag þar vel í nábýli við foreldra
hennar. Ella var þar fædd og upp-
alin og fór því ekki langt annað til
dvalar. Hún söng með kirkjukór
sveitarinnar alla tíð og starfaði
einnig að öðrum félagsmálum svo
sem kvenfélaginu. Þau vora ákaf-
lega samhent við bústörfin og ein-
staklega natin við skepnumar. Má
þar sjá snyrtimennsku hvar sem lit-
ið er innandyra sem utan.
Þegar hann sagði mér í haust að
hann ætlaði að setja á nokkur lömb
og ég spurði hvort hann ætlaði að
fjölga, svaraði hann nei, en sagðist
vonast til þess að Ella sín gæti séð
þau í vor. Og þegar smalað var til
förgunar í haust bar hann hana upp
í fjárhúsjötu svo hún gæti fylgst
með þegar lömbin voru vigtuð. A
þessu sést hve áhugi hennar á bú-
skapnum var einlægur.
Guðbjartur reyndist ótrúlega
sterkur og duglegur, fyrst við að
hjúkra henni rúmliggjandi heima.
Þar reyndi á þolinmæði og útsjón-
arsemi við aðhlynningu. Síðan
koma hann akandi hvern dag frá
Miklaholti og sat við rúm hennar og
reyndi með því að stytta henni
stundirnar þar til yfir lauk. Það fór
ekki fram hjá mér hversu erfitt það
var hjá henni að skilja við sína nán-
ustu, hve sorg hénnar var mikil yfir
að skilja Guðbjart, manninn sinn,
eftir, svo og drengina sína og fjöl-
skyldur þeirra.
Það var mér dýrmæt, þó jafn-
framt sársaukafull, reynsla að
fylgjast með henni síðustu mánuð-
ina þar sem hörð barátta var háð á
St. Franciskus sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi, en þar dvaldi hún frá
24. nóvember og naut frábærrar
umönnunar starfsfólks þar. Þar
kynntist ég ýmsu í hennar fari sem
ég hafði ekki kynnst áður. Og
nokkrar krossgátur leystum við þar
í sameiningu meðan hún hafði þrek
til.
Að leiðarlokum viljum við systk-
inin frá Stakkhamri og fjölskyldur
þakka henni samfylgdina. Við mun-
um ávallt minnast hlýju hennar og
hógværðar með virðingu. Megi góð-
ur guð styrkja og styðja ástvini
hennar á komandi tímum.
Magndís Alexandersddttir.
Elín Rósa var einstök kona.
Hjartahlý, róleg og yfirveguð. Það
sannaðist best þegar hún opnaði
heimili sitt fyrir okkar borgarbörn-
unum sem komum í sveitina til
þeirra Guðbjarts að leggja þeim lið
við bústörfin. I fyrstu vorum við
bara þrjú pör og svo bættust börn-
in við eftir því sem árunum fjölgaði.
Það var svolítill munur að vera
bara tvö í heimili og vera svo orðin
fjórtán, nú síðast í haust.
Elín var mikil búkona og hafði
yndi af sveitastörfum. Sem dæmi
um það var hún alveg ótrúlega nösk
á að þekkja kindurnar þeirra Guð-
bjarts, Fyrir okkur er kind bara
kind, en Élín vissi, úr fjarska, hver
var hvað og undan hverri hún var
komin. Ekki lét hún veikindin aftra
sér í síðustu smölun við að stjórna í
fjárhúsunum. Guðbjartur tók hana
bara í fangið og færði á milli króa
og þar sat hún á stól og stjórnaði
okkur hinum.
Dætrunum okkar er það ómetan-
leg lífsreynsla að hafa verið í sveit-
inni hjá Élínu og Guðbjarti. Að hafa
fengið tækifæri til að vera innan
um kýmar þegar þær voru til stað-
ar og svo kindurnar. Þær fengu
meira að segja að eiga sína ána
hvor og hafa fylgst með þeim bera í
síðustu tveimur sauðburðum.
Elsku Guðbjartur, missir þinn er
mikill. Við vottum þér, sonum þín-
um og fjölskyldum þeirra, Gyðu og
öðrum ættingjum innilegustu sam-
úð okkar.
Minningin um einstaka konu lifir.
Helga, Ágúst og dætur.
í dag verður kvödd frá Mikla-
holtskirkju Elín Rósa Valgeirsdótt-
ir. Ég get ekki sagt að andlátsfregn
hennar hafi komið okkur sem til
þekktum á óvart. Ella Rósa hefur
háð harða baráttu við illvígan sjúk-
dóm nú síðustu mánuði á sjúkra-
húsinu í Stykkishólmi. Þar hitti ég
hana síðast í janúarlok. Þá sýndi
hún mér myndir af barnabömum
sínum en ég hafði haft með mér
myndir af mínum. Hún bar sig vel
og gerði að gamni sínu. Aldrei
heyrði ég hana kvarta, frekar lagði
hún til huggunarorð öðram til
handa.
Ella Rósa virkaði hlédræg við
fyrstu kynni en hún reyndist vera
afskaplega hlý og glaðlynd mann-
eskja sem gaman var að kynnast.
Heimili hennar bar merki mikillar
snyrtimennsku og hagleiks og svo
var einnig um búskap hennar og
Guðbjarts, utan húss sem innan.
Ella Rósa var gjaldkeri kvenfé-
lagsins Liljunnar hér í sveit mörg
undanfarin ár, allt til æviloka.
Traustari og vandaðri manneskju í
félagsstörf er vart hægt að hugsa
sér. I litlum félögum til sveita reyn-
ir á jákvæðni og umburðarlyndi og
af því miðlaði Ella Rósa ríkulega tO
okkar. Ég átti því láni að fagna að
starfa með Ellu Rósu í stjórn kven-
félagsins um margra ára skeið og
vil ég fyrir mína hönd og kvenfé-
lagsins Liljunnar þakka af alhug
störf hennar fyrir félagið. Þá man
ég ekki eftir kirlqukórnum öðravísi
en að Ella Rósa syngi þar með.
Þrátt fyrir veikindi sín komst
Ella Rósa ásamt fjölskyldu sinni til
Danmerkur í sumar þar sem Alex-
ander eldri sonur hennar býr. Hún
talaði oft um þá ferð sem hún hafði
gaman af. Hún sýndi mér falleg
barnafot sem hún hafði keypt í
ferðinni til jólagjafa handa barna-
bömum sínum. Eg held hún hafi þá
gert sér fyllilega Ijóst að ekki væri
víst að henni auðnaðist að komast í
verslun þegar líða tæki á haustið.
Það er gott að leita huggunar í
góðum minningum eins og þeim
sem við sveitungar Ellu Rósu eig-
um um hana.
Við Halldór vottum Guðbjarti,
sonum þeirra, tengdadætrum,
bamabörnum, Gyðu systur hennar
og öðram vandamönnum innilega
samúð.
Inga Guðjónsdóttir.
Kaldir vindar hafa blásið um
vanga nú síðustu daga, viðbrigði
eftir óvenjulega hlýjan vetur. Um-
hverfið allt öðravísi en þrátt fyrir
napra daga vitum við að aftur hlýn-
ar í tímans rás.
Líf okkar er háð sömu lögmálum
og blómin sem uxu á varpanum í
fyrra, þau komu og þau fóru. Sá,
sem hagsæld okkar hefur í hendi
sinni, kallar okkur hvert og eitt til
sín, þó misjafnlega snemma, en