Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Húsin sem rifin voru á varnarsvæðinu í Keflavík Attu að fara í löglegar fyllingar LjósmyncW arnarliðið HUSIN sem rifin voru á Keflvíkurflugvelli og enduðu í gryíju í Straumsvík litu þannig út. Morgunblaðið/Björn Blöndal UNNIÐ var að niðurrifi húsa á Keflavíkurflugvelli í gær. SAMKVÆMT upplýsingum frá varnarliðinu voni ákvæði um það í áætlun um niðurrif bygg- inganna á Keflavíkurflugvelli sem urðaðar voru og geymdar við Straumsvík, að úrgangurinn skyldi að lokinni flokkun vera komið fyrir í landfyllingu sem samþykkt væri af íslenskum stjórnvöldum. Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðarsvæðis, segir full- yrðingar fyrrum eigenda Gáms- Hringhendu, um að urðun á landi fyrirtækisins hafi verið með vitund og leyfi embættisins, rangar. í samtali við Morgunblaðið í gær kvaðst fyrrum eigandi fyr- irtækisins, Guðjón Þorbjörnsson, hafa haft munnlegt samþykki fyrir vinnslu og frágangi við- komandi úrgangs en óvíst sé hins vegar hvort embættið hafi gert sér grein fyrir því um hversu mikið magn var að ræða. Skriflegt samkvæmt vinnureglu „Heilbrigðiseftirlitið afgreiðir Ieyf! skriflega, samkvæmt er- indum frá fyrirtækjum. Mönn- um finnst við vera heldur of hallir undir skriffinnsku en hitt en það er það eina sem við get- um gert til að halda utan um málin og léttir okkur alla vinnu. Enda er ekkert sem kallar á munnlegt leyfí og ekki vinnu- regla hjá okkur að gefa slík leyfl og vinnureglur eru ekki til þess að brjóta,“ segir Guðmund- ur. Hann kveðst þeirrar skoðunar að málflutningur fyrrum eig- enda sé vörn hans í Ijósi at- burðarásar seinustu daga og hann vilji ekki fara í orðaskak við neinn meðan málið er í rann- sókn. Hann kveðst reikna með að málið fari frá embættinu eins fljótt og auðið er. „Ég man ekki eftir neinum dómsmálum vegna samsvarandi mála og þekki ekki hugsanleg viðurlög við þeim brotum sem við erum að skoða. Ég held að allt sé komið fram en við erum að reyna að meta skaðann og um hvaða efni var að ræða,“ segir liann. Ákvörðun um hreinsun bíður Guðmundur segir að ekki hafl verið tekin ákvörðun um hreins- un á svæðinu og bíði slík ákvörðun niðurstöðu embættis- ins og þeirra ráðstafana sem nú- verandi eigandi svæðisins, Gámaþjónustan, muni grípa til. Urgangurinn, sem urðaður var við Straumsvík og er einnig geymdur þar í nágrenni, mynd- aðist við niðurrif fjölbýlishúsa á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsinga- skrifstofu varnarliðsins voru húsin byggð á árunum 1965 til 1968 og var um að ræða tveggja hæða blokkir, timbureininga- hús, sem Islenskir aðalverktak- ar reistu. I þeim voru þriggja og fjögurra herbergja íbúðir og voru húsin sams konar og reist voru víða á yfirráðasvæði bandaríska hersins, meðal ann- ars í Skotlandi og á Spáni, að þvf undanskildu að húsin voru aðlöguð íslensku veðurfari. Meðal annars var sett tvöfalt gler í glugga og sólskyggni íjar- lægð. Erlendis hafa þessi hús verið endurnýjuð í mörgum til- vikum. Árið 1990 var gerð könnun sem sýndi fram á að dýrara væri að breyta og lagfæra bygging- arnar en byggja nýjar, auk þess sem niðurskurður á mannahaldi var fyrirsjáanlegur. Fjöldi varn- arliðsmanna með íjölskyldum var í janúar 1994 rúmlega 5.700 en nú nemur þessi fjöldi ríflega 4.000 manns. I fjölbýlishúsunum bjó fjölskyldufólk, bæði fjöl- skyldur hermanna og almennra starfsmanna á vellinum. I kjölfarið var gerður samn- ingur við Islenska aðalverktaka um að rífa húsin og fjarlægja þau í samræmi við íslensk lög auk þess sem efnið varð eign Is- lenskra aðalverktaka eftir að það var flutt af Keflavíkurflug- velli. Húsnæðisþörfín endurmetin Fyrirtækið gerði niðurrifsá- ætlun þar sem getið var um und- irverktaka, hreinsunarþjónust- una Gám, sem síðar varð Gám- ur-Hringhenda, sem bæri ábyrgð á flokkun efnisins og að koma því fyrir í landfyllingu sem samþykkt væri af íslenskum stjórnvöldum. Gert var ráð fyrir að rífa 55 byggingar sem í voru 252 íbúðir. Niðurrif bygginga í fyrsta áfanga hófst 9. september 1996 og því lauk 31. október 1997, en á þeim tíma var 31 hús rifíð, eða 146 einingar, þ.e. íbúðir. Annar áfangi verkefnisins hófst 25. ágúst 1997 og var stefnt að því að rífa átta byggingar, eða 44 einingar, og er búið að rífa fímm þeirra. Þriðja áfanga verksins, sem nær til 14 bygginga, hefur verið slegið á frest, þar sem forráða- menn húsnæðismála hjá varnar- liðinu eru um þessar mundir að endurmeta þörf fyrir húsnæði á svæðinu. Auk þess var ein bygg- ing afhent íslenskum stjórnvöld- um og önnur slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli sem notað hefur það til æfinga. Breikkun Gullinbrúar rædd á fundi íbúasamtakanna Þingmenn telja málið nú í réttum farvegi Á FUNDI íbúasamtaka Grafar- vogs með þingmönnum Reykjavík- ur síðastliðið þriðjudagskvöld kom fram krafa samtakanna um að breikkun Gullinbrúar yrði lokið strax í haust. Friðrik Hansen Guð- mundsson, formaður íbúasamtak- anna, taldi í framsöguræðu sinni ekki nægjanlegt að breikkun brú- arinnar lyki næsta vor enda mættu Grafarvogsbúar þá þola enn einn veturinn við óviðunandi samgöngu- aðstæður. Að hans mati skipti öllu að breikkuninni yrði flýtt því íbúamir gætu ekki sætt sig við að eiga ítrekað á hættu að koma of seint til vinnu eins og gerst hefði í vetur. Spumingin sem Friðrik varpaði fram var sú hvers vegna þingmenn Reykjavíkur stæðu sig ekki í stykldnu þegar kæmi að hagsmun- um Grafarvogs, hvers vegna sættu þeir sig við að lélegar samgöngur gerðu fjórtán þúsund manna hverfi örkumla? Morgunblaðið/Kristinn FRIÐRIK Hansen Guðmundsson, formaður íbúasamtakanna, flytur ræðu á fundinum. Þingmenn Reykjavíkur eru í baksýn. Fram kom í máli Ástu Ragn- heiðar Jóhannesdóttur, þingmanns jafnaðarmanna í Reykjavík, að samgönguvandræði Grafarvogs- búa nú í vetur, og þær deilur sem af þeim hefðu spunnist, hefðu sannarlega orðið til að flýta breikkun Gullinbrúar, enda hefði ekki verið gert ráð fyrir að brúin yrði tilbúin svo snemma. Hún taldi málið nú í viðunandi farvegi, nefni- lega að útboð í verkið hæfust seinna í marsmánuði, framkvæmd- ir í vor og verkinu yrði svo lokið í maí 1999. Skemmri tíma gæti Fjögur ákærð fyrir fíkni- efnasmygl TVEIMUR íslenskum mönnum, norskum manni og sænskri konu var í gær birt ákæra í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa staðið sameiginlega að innflutningi á 1.100 töflum af MDMA, þ.e. E-pill- um, og 296 skömmtum af LSD. Þá var gerð krafa um að fólkið sætti áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur yrði upp kveðinn, en gæsluvarðhaldi þess átti að ljúka 9. mars næst komandi. Fólkið er ákært fyrir brot á lög- um um ávana- og fíkniefni, með því að hafa á seinasta ári staðið sam- eiginlega að skipulagningu og inn- flutningi umræddra fíkniefna í hagnaðarskyni. Það er talið eiga jafnan hlut í innflutningnum. Efnin voru keypt og flutt frá Amsterdam í Hollandi. Eiginmaðurinn kom sjálfviljugur Konan, sem er sænsk, hafði komið þrívegis til íslands áður og þar af tvívegis vegna starfa sinna sem nektardansmær á veitingastað hérlendis. Hún flutti fíkniefnin til landsins og fundust þau í fórum hennar sunnudaginn 14. desember síðastliðinn við tollskoðun í Leifs- stöð. Hún var handtekin í kjölfarið og úrskurðuð í gæsluvarðhald. Næsta dag voru tveir íslenskir karlar handteknir ásamt hérlendri konu, en henni var síðan sleppt. Mennirnir tveir og sænska konan voru í fyrstu úrskurðuð í gæslu- varðhald til 19. janúar vegna máls- ins, en það var síðan framlengt vegna rannsóknar málsins til 9. mars næstkomandi. Eiginmaður konunnar, sem er norskur, kom hingað til lands nokkrum dögum eftir að málið komst upp, sjálfviljugur, þess vit- andi að hann yrði handtekinn um leið og hann stigi fæti á íslenska grund. Fólkið er á þrítugs- og fertugs- aldri, fætt á milli 1966 og 1971. Hjónin hafa ekki komið við sögu lögreglu hérlendis og íslending- arnir aðeins lítillega. þetta nú varla tekið úr því sem komið væri. í sama streng tóku bæði Stefán Hermannsson borgarverkfræðing- ur og Einar K. Guðfínnsson, for- maður samgöngunefndar Alþingis. Að öllu óbreyttu myndi Gullinbrú sannarlega verða breikkuð fyrr en ætlað hafði verið en að krefjast þess að hún yrði tilbúin í haust væri fullkomlega óraunhæf krafa. Stefán benti á að breikkun Gullin- brúar myndi reynast góð lausn og ætti að geta annað bílaumferð allt fram yfír árið 2008 en þá mætti eiga von á því að hin nýja Sunda- braut yfír Kleppsvíkina væri komin á koppinn. Brýnt að Ieysa vandann Þingmenn Reykvíkinga, sem voru flestir viðstaddir fundinn, voru sammála um að brýnt væri að leysa samgönguvanda Grafarvogs- búa en þeir frábiðu sér einnig ósanngjarnan málflutning. Þeir sögðust telja að þrátt fyrir allt væru þessi mál nú í ágætum far- vegi og að Grafarvogur yrði eftir sem áður eitt af óskabörnum Reykjavíkur. Geir H. Haarde, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafnaði því alveg ásökunum for- manns Félags íbúasamtaka Graf- arvogs þess efnis að hann, sem einn af þingmönnum Reykjavíkur, hefði stuðlað að því að Grafarvog- ur væri orðinn annars flokks hverfí. Að hans mati hefðu þing- menn Reykjavíkur alls ekki dregið lappirnar hvað málefni Grafarvogs varðaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.